Morgunblaðið - 29.05.1986, Side 70

Morgunblaðið - 29.05.1986, Side 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986 Dómsorð í máli Jóns Páls og ÍSÍ: Keppnisbanninu aflétt ÓHÆTT er aö segja aö úrskuröur Borgardómara, í máli því sem ión Páll Sigmarsson höfðaði gegn ÍSÍ til aö fá ógildingu á úrskuröi um tveggja ára keppnisbanni, hafi vakiö mikia athygli. Kröfur ións Páls voru í stuttu máli þœr að úrskurður lyfjaeftirlits- nefndar 18. aprfl 1985 þess efnis aö ión Páll hafi gerst brotlegur með þvf aö mœta ekki til lyfjaeftirlits sem hann var boðaöur til og útilokist þvf frá þátttöku í íþróttamótum innan allra sérsambanda ÍSI f tvö ár, veröi dœmdur ógildur. Morgumblaöiö birtir hór hluta af dómum. Fyrst meginuppistöður úr sjónarmiöum ións Páls, síðan sjónarmið ÍSÍ í málinu og loks niður- stööu dómarans, Garðars Gfslasonar. Sjónarmið Jóns Páls: ión Páll styður kröfu sína tvenns konar rökum. í fyrsta lagi að ISÍ hafi ekki haft lögsögu yfir honum þegar úrskurðurinn hafi verið uppkveðinn, og í öðru lagi að verði ekki á það fallist, þá sé úrskurður- inn ólögmætur efnislega og vegna meðferðar málsins hjá lyfjaeftir- lítsnefnd. ión Páll kveðst hafa verið félagi í Knattspyrnufélagi Reykjavíkur (KR) og æft í lyftingadeild félagsins þar til hann hafi sagt við Viðar Sigurðsson, stjórnarmann í lyft- ingadeild KR í desember 1984, að hann hygöist verða atvinnumaður í kraftlyftingum og hann færi því úr félaginu þar sem þaö samræmdist ~ ekki áhugamannafélagi aö stunda atvinnumennsku. í febrúar 1985 hafi hann síðan fariö til útlanda í keppnisferð, og komið heim um helgina 2. mars 1985. Hinn 12. mars hafi starfsmaður ÍSl, Her- mann Guðmundsson, hringt til Ólafs Sigurgeirssonar og óskað þess að Jón Páll yrði boðaður í lyfjapróf 13. mars kl. 16.15, og símtalinu hafi verið fylgt eftir með hraðskeyti. Ólafur Sigurgeirsson hafi þá sent Jóni svohljóðandi sím- , skeyti hinn 13. mars 1985: „Vegna skeytis er ég fékk í gær vil ég taka fram að Kraftlyftinga- nefnd LSÍ er ekki lengur til og ég sjálfur er ekki lengur í stjórn LSI. Jón Páll Sigmarsson er ekki fé- lagsbundinn í neinu íþróttafélagi, hann æfir í líkamsrækt fyrir al- menning, er rekin er af hlutafé- lagi. Hann er meðlimur i nýstofn- uðu Kraftlyftingasambandi eins og allir kraftlyftingamenn l'slands. Það samband sér um allar lyfja- prófanir sem gerðar verða á Jóni Páli og öðrum kraftlyftingamönn- um í samráði við IPF meðan sambandið er utan ÍSÍ." Með símskeyti þessu hafi Ólafur Sigurgeirsson neitað að boða Jón Pál til lyfjaprófs 13. mars, og hafi neitun þessi orðið undirrót mikilla blaðaskrifa og fjölmiðlaumfjöllun- ar. Síðan segir f dómnum: Með bréfi 18. apríl 1985 hafi Jóni Páli verið birtur úrskurður sá sem hér sé krafist ógildingar á, án þess nokkru sinni að hafa verið kallaður fyrir nefnd þá sem kvað hann upp. Þá hafi verið Ijóst, og vitað frá 13. mars, að Jón Páll væri ekki og hafi ekki verið í KR síöan í desem- ber 1984, og því ekki innan vé- banda ÍSÍ. I Ijós sé leitt, að nefndin hafi leitað til KR með bréfi 10. apríl 1985 til þess að fá upplýsing- ar um hvort Jón Páll væri genginn úr félaginu og gögn sem sönnuðu það. Gögnin hafi borist nefndinni, en samt hafi úrskurðurinn veriö kveðinn upp af meirihluta nefndar- innar 15. apríl 1985. í Ijós sé leitt hér í málinu með framlagningu gagna, aö málsmeðferð öll hafi verið með eindæmum. Nefndin hafi fengið öll gögn um að Jón Páll hafi sagt sig úr KR á venjulegan hátt í desember 1984 og að ekki tíökaöist að menn segðu sig skrif- lega úr félagi. Jón Páll hafi þvt ekki verið undir lögsögu (SÍ þegar aö- förin að honum hafi verið gerð. Önnur sjónarmið Jóns Páls: Fallist dómurinn ekki á þetta og telji að Jón Páll hafi enn verið form- lega í KR og því í lögsögu ÍSÍ, þá beri Jón Páll fyrir sig, að úrskurður- inn sé ólögmætur efnislega. ÍSf hafi ekki lagaheimild í íþróttalögum til þess að setja reglur um líferni íþróttamanna á milli opinberra keppnismóta. (S( hafi því ekki heimild er skyldi íþróttamenn til að gangast undir lyfjaeftirlitspróf nema slíkt próf sé liður í eftirliti (SÍ með opinberri íþróttakeppni í grein, sem lúti lögsögu ISÍ. Þá bendi Jón Páll á, að setji ÍS( reglur um lyfjaprófanir í keppni, þá verði þær aö vera í samræmi við aörar reglur, eins og alþjóðlegar reglur um lyfjaeftiriit kraftlyftingamanna. í þriöja lagi telji Jón Páll úrskurð- inn ólögmætan vegna þess að Ifyjaeftiriitsnefnd hafi í störfum sín- um sjálf brotið 2. gr. reglugerðar um eftirlit með notkun örvunar- efna, er hún lagði grunn að því lyfjaprófi sem Jón Páll átti að mæta í. Nefndarmenn hafi einir sér og án nokkurs samráðs eða samvinnu við sérsambönd innan vébanda (S( ákveðið á fundi 18. febrúar 1985 aö Jón Páll ásamt tólf öðrum íþróttamönnum skyldi mæta til lyfjaprófs miðvikudaginn 28.febrúar 1985. kl. 17.00-18.30. Nefndin hafi veriö andsnúin sam- ráði eða samvinnu um boðun til lyfjaeftirlits, þar sem tillögu þáver- andi formanns kraftlyftinganefnd- ar LSÍ um lyfjaprófun á öðrum kraftlyftingamanni en Jóni Páli hafi verið hafnað og sagt að hann, þ.e. stefnandi, gæti komið til prófsins þegar hann kæmi að utan. 2. gr. reglugerðarinnar mæli fyrir um samvinnu við viðkomandi sérsam- band, og eða fyrirvaralaust á íþróttaæfinum, íþróttamótum og alþjóðamótum. Þarna hafi ekki verið um íþróttamót aö ræða held- ur tímabil á milli móta. og því hafi þurft samvinnu við LSI, til þess að eftir ákvæði reglugerðarinnar væri farið. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem iyfjapróf af þessu tæi hafi verið ákveðið, þ.e. án þess að um keppni væri að ræða, og því hafi ekki reynt á þetta áður. í fjórða lagi bendi Jón Páll á að úrskuröinn beri aö ógilda vegna þess að meöferð málsins hjá lyfja- eftiriitsnefndinni hafi farið í bága við grundvallarreglur réttarfars. Nefnd þessi sé dómstóll á vegum ÍSÍ. ÍS( sé stjórnvald og komi fram fyrir hönd íslenskra stjórnvalda á sviði íþróttamála. Hann hafi ekki verið persónulega boðaður til lyfja- prófs fyrr en 25. mars 1985, er Hermann Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri ÍSl, hafi rætt við sig tilboð formanns nefndarinnar, Al- freðs Guðmundssonar, sem hann hafi gefið í sjónvarpsþætti 22. mars. Þetta hafi verið einkafram- tak formannsins, til þess að leysa einhvern vanda, sem hann og nefndin hafi þá verið komin í, og engra formreglna hafi því verið gætt. Síðan hafi Jón Páll ekki verið boðaður á einn eða annan stað til þess að gæta réttar síns er hin nefndin hafi haft mál hans til meöferðar. Slík vinnubrögð séu brot á meginreglum réttarfars svo sem reglum um birtingar og and- mælareglunni. Stjómvöld hafi þá brýnu skyldu aö gefa mönnum kost á að tjá sig áður en úrskurður er upp kveðinn í máli þeirra. Regla þessi sé lögfest í lögum um með- ferö mála fyrir dómstólum lands- ins, og nefndin hefði einnig átt að hafa hana í heiðri. Komi í Ijós að aðila hafi ekki verið gefinn kostur á að tjá sig um kröfur á hendur honum fyrir úrskurðaraðila leiði það til ógildingar úrskurðarins. Jón Páll leggur áherslu á, að ÍSÍ hafi verið kunnugt að frá og með 2. mars 1985 hafi Jón Páll ásamt flestum kraftlyftingamönnum hér á landi stundað kraftlyftingar á veg- um Kraftlyftingasambands fs- lands, sem standi enn utan vé- banda stefnda. Þátttöku í KRAFT kveði Jón Páll sér heimila og (Sf óviðkomandi meðan félagafrelsi ríki hér á landi, og þess vegna geti ÍSÍ ekki skikkað sig til lyfja- prófs þegar því henti. Sjónarmið ÍSÍ: ÍSÍ og meirihluti nefndar mót- mæla sem of seint fram kominni við munnlegan málflutning þeirri málsástæðu Jóns Páls að Jón Páll hafi veriö genginn úr KR og að úrskurðurinn hafi verið ólöglegur af þeirri ástæðu. ÍS( geri ekki kröfu um frávísun málsins en bendir á aö 26. gr. íþróttalaga nr. 49/1975 ætti að leiða til sjálfkrafa frávísunar. Þar sé kveðið á að ágreiningi út af skilningi á lögunum skuli skjóta til úrskurðar íþróttanefndar, nema svo sé vaxinn að hann heyri undir dómstóla. Þessi nefnd sé róttur aðili til að skera úr um bærni ÍSÍ til að setja reglur um lyfjaprófanir og um málsmeðferð við slíkar próf- anir. Jóni Páli hafi bréflega verið tilkynnt niðurstaða hins umdeilda úrskurðar og þá aö heimilt væri að áfrýja úrskurðinum til dómstóla (SÍ. Þótt dómstólar eigi skv. 60. gr. stjórnarskrárinnar úrskurðar- vald um embættistakmörk yfir- valda verði ekki af því ákvæði leidd heimild dómstóla til að skera úr um þau atriði sem krafist sé af Jóni Páli í þessu máli. Sýknukröfu sína styður (Sf í fyrsta lagi þeim rökum aö hinn umdeildi úrskurður hafi verið kveð- inn upp á lögmætum grundvelli. > Jón Páll hafi gest meðlimur í íþróttafélagi innan vébanda (Si og þar með skuldbundið sig til að hlíta reglum þess félags, þ.e. KR. og sérsambandsins, Lyftingasam- bands íslands og reglum ÍSf. Jón Páll hafði ekki löglega sagt sig úr KR þar sem lög félagsins kveði á um að úrsögn skuli vera skrifleg. Upplýst sé, aö eftir þessu sé stranglega gengið, þegar maður gengur úr félagi til þess að keppa fyrir annað félag í sömu íþrótta- grein. Þessu megi alfarið jafna við slíkt tilvik. Hér hafi Jón Páll sagst hafa gengið úr KR þegar hann hafi verið kallaður til lyfjaprófs. Hann hefði því átt að hafa úrsögn sína skriflega, til þess að ekkert færi á milli mála. Úrskurðurinn hafi síðan verið kveðinn upp skv. reglugerö, sem sett hafi verið af ÍSI á Iþróttaþingi, eins og lög geri ráð fyrir. Ákvörðun stjórnar Lyft- ingasambands (slands um aö skipta sér ekki frekar af kraftlyft- ingum hafi ekki getað tekið gildi tafarlaust. Samkvæmt 2. gr. laga LSÍ hafi það yfirstjórn allra ís- lenskra lyftinga, en lagabreytingin hafi ekki verið afgreidd fyrr en á Lyftingaþingi í nóvember 1985. Lagabreytingin þurfi staðfestingu Sambandsstjórnar ÍSÍ til þess að öðlast gildi. ÍSÍ mótmælir því, að stofnun Kraftlyftingasambands fslands og þátttaka stefnanda í bví komi f veg fyrir heimild stefnda ISÍ til að boða stefnanda til lyfjaprófs og úrskurða um viðurlög. Það að reglur þær sem ÍSÍ hafi sett um lyfjaeftirlit samrýmist ekki reglum Alþjóða- kraftlyftingasambandsins breyti engu um lögmætan grundvöll úr- skuröarins. Stangist alþjóðlegar reglur á við reglur (S( gangi ís- lensku reglurnar framar, og þær þurfi að gilda um íþróttamenn allra sérsambanda innan (S(. Löagjöf um íþróttir leiði til þess að (SÍ hafi á hendi yfirstjórn frjálsrar íþrótta- starfsemi í landinu og því réttur aðili til að halda uppi eftirliti með því að ólöglegra lyfja sé ekki neytt af íþróttamönnum. I öðru lagi sé sýknukrafan byggð á því að málsmeðferð varðandi lyfjaprófin og uppkvaðningu hins umdeilda úrskuröar sé ekki haldin slíkum ágöllum sem leiði til að ógilda beri úrskuröinn. Því sé mót- mælt að lyfjaeftirlitsnefnd hafi við boðun til lyfjaprófs brotið 2. gr. reglugérðar um eftirlit meö notkun örvunarefna. Samráð við sérsam- böndin felist í milligöngu formanna sérsambanda um boöunina og aðstoð við val manna. i samráði felist m.a. að fá aðra menn til prófs en nefndin hafi upphaflega fyrir- hugaö ef til þess eru gild rök svo sem að viökomandi sé ekki í þjálf- un. Ekkert slíkt hafi átt við um Jón Pál. Hann hafi verið löglega boðaö- ur til lyfjaprófs og að eigin sögn hafnað því. (Sí vísar fullyrðingum Jóns Páls um brot á reglum um birtingar- og andmælareglu á bug. Þegar lyfjaeftirlitsnefnd hafi komið sam- an til að kveða upp hinn umdeilda úrskurð hafi legið fyrir að Jón Páll heföi ekki sinnt boöun til lyfjaprófs. Viðurlög við slíku séu ákveðin í reglugerðinni og verði ekki séð á hvern hátt annan Jón Pál! hafi verið þörf aö gæta réttar síns en aö fara fram á að honum yrði gert lyfjapróf. Jón Páll hafi ekki notað rétt sinn til að áfrýja úrskurðinum til íþróttadómstóls ÍS( skv. 9. gr. reglugeröarinnar. Einnig sé mót- mælt að Jóni Páli hafi ekki verið birtur úrskurðurinn með eölilegum hætti. Birtingin hafi verið eðlileg, en hins vegar sé Ijóst að galli á birtingu geti ekki varðað ógildingu úrskurðarins. Niðurstaða Borgardómara: Telja verður að málsástæða Jóns Páls um aö hann hafi ekki verið í félagi innan vébanda (SÍ felist í framkomnum málsástæð- um hans í greinargerð og að hún sé því ekki of seint fram komin. Telja verður að 26. gr. íþrótta- laga nr. 49/1956 standi ekki í vegi fyrir því aö Jón Páll geti lagt mál sitt beint fyrir almenna dómstóla landsins, þar sem hér er um mikla einstaklingshagsmuni aö ræða. Ekki verður fallist á með Jóni Páli að sýnt sé að hann hafi á lögfullan hátt sagt sig úr lyftinga- deild KR í desember 1984 og að (Sí hafi því ekki haft lögsögu yfir honum og að þegar af þessari ástæðu beri að ógilda úrskurðinn frá 15. apríl 1985. Er þar um slíkt vafamál að ræða sem útkljá hefði þurft af þar til bærum úrskurðarað- ilum ÍSf samkvæmt íþróttalögum. Ekki verður heldur fallist á með Jóni Páli að úrskurðurinn sé ólög- mætur vegna þess að ÍS( hafi ekki haft heimild til að setja reglur er skyldi íþróttamenn til að gangast undir lyfjapróf á milli opinberra keppnismóta. (SÍ hefur í samræmi við hlutverk sitt tekiö að sér aö berjast gegn þeim vágesti sem ólögleg lyfja- og efnanotkun íþróttamanna er og hefur sett reglur þar að lútandi á lögformleg- an hátt. Enn veröur ekki fallist á að úr- skurðinn beri að ógilda vegna þess aö nægilegt samráð skv. 2. gr. reglugerðar hafi ekki verið viðhaft. Er þá komið að málsástæðu stefnanda sem lýtur að meöferð málsins hjá lyfjaeftirlitsnefnd. ÍSÍ mátti vera fullljóst að ástæð- ur Jóns Páls fyrir því að mæta ekki til lyfjaprófs þess sem hann var boðaður til 25. mars 1985 voru bæði að hann taldi sig ekki í félagi innan vébanda ÍSf og einnig, að hann teldi sig ekki vera frekar en flest allir kraftlyftingamenn lengur í Lyftingasambandi fslands, þar sem þeir höfðu hinn 2. mars 1985 stofnað Kraftlyftingasamband fs- lands. Andmæli voru af hálfu (S( við stofnun hins nýja kraftlyftinga- sambands, og hafði það ekki hlotið aöild að (SÍ. Þegar svo stóö á var rík ástæöa til að boða Jón Pál sér- staklega fyrir nefndina og skjóta álitaefninu um félagsaöild hans og lögmæti hins nýstofnaöa Kraftlyft- ingasambands fslands til þar til bærs úrskurðaraðila (S(, áður en nefndin tæki afstöðu til þess hvort Jón Páll hefði með hátterni sínu gerst brotlegur við reglugerð um eftirlit með notkun örvunarefna. Hér var um grundvallaratriði varð- andi féiagsaöild einstaklings að ræða, og varöandi lögmæti annars félags, sem ekki verður úrskurðað um í sérstakri nefnd sem hefur annað hlutverk, nema um slíkt sé full samstaða málsáöilja og að einstaklingar fái að tala máli sínu og svara til saka. Þegar þetta er virt verður að telja, að skortur á að gefa Jóni Páli kost á að skýra mál sitt fyrir nefndinni, og að ekki var hlutast til um að ágreiningur um félags- aðild og fólagsstofnun væri út- kljáður af þar til bærum aðilum, áður en úrskurðarefni skv. reglu- gerð um eftirlit með notkun örv- unarefna væri tekið fyrir / nefnd- inni, valdi því að hinn umdeildi úrskurður hafi ekki verið byggður á lögmætum grundvelll. Ber þv/ að fallast á með Jóni Páli að ógilda beri úrskurðinn. Eftir öllum atvikum er rétt aö hver aðila beri sinn málskostnað. Knattspyrnuskóli KR Námskeið hefjast 2. júní og verða fjögur fyrstu þeirra sem hér segir: 1. námskeið 2.-13. júní 2. námskeið 16.-27. júní 3. námskeið 30. júni-11. júlí 4. námskeið 14. júlí-25. júlí 6-7 ára verða kl. 9.00-10.00 eða kl. 13.00-14.00, 8-9 ára kl. 10.45-12.15 og 10-12 ára kl. 14.45- 16.15. Kennarar verða Sigurður Helgason íþróttakennari og Gordon Lee þjálfari m.fl. Innritun fer fram á skrifstofu knattspyrnudeildar KRísíma 27181.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.