Morgunblaðið - 18.11.1986, Side 1
80 SIÐUR B
jregtuttlttDfeifr
STOFNAÐ 1913
260. tbl. 72. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Forstjón Renault
myrtur í París
Parfs, AP.Reuter.
GEORGES Besse, forstjóri Renault-bílaverksmiðjanna, var myrt-
ur í París í gærkvöldi. Francois Mitterrand, Frakklandsforseti,
fordæmdi ódæðið og sagði að með Besse, væri mikilhæfasti
frammámaðurinn í frönsku efnahagslífi fallinn.
Besse var myrtur fyrir utan
heimili sitt í Edgar Quinet Boule-
vard í 14. hverfi Parísar er hann
var að koma heim frá vinnu. Sjón-
arvottar segja árásarmennina,
mann og konu, hafa skotið á hann
mörgum skotum úr bifreið, sem
síðan var ekið hratt í burtu.
Jacques Chirac, forsætisráð-
herra, og ýmsir ráðherrar í stjóm
hans fóru þegar á vettvang þegar
þeir fréttu um morðið á Besse.
Parísarlögreglan skellti skuldinni
á hryðjuverkasamtök vinstri
manna, Action Direct.
Besse var 58 ára og lætur eftir
sig sex börn. Hann var fimmti
forstjóri Renault frá því það var
þjóðnýtt í stríðslok. Hann var áður
forstjóri Pechiney, hins risastóra
ríkisrekna áliðju- og efnablöndu-
fyrirtækis. Tók hann við því í
bullandi taprekstri og breytti í
gróðafyrirtæki á tveimur árum.
Hann var og frumkvöðull fransks
kjarnorkuiðnaðar.
Falklandseyjadeilan:
Argentínumenn
bjóða vopnahlé
London, Buenos Aires. AP.
ARGENTÍNUMENN buðust
til þess i gær að lýsa Falk-
Vopnasala til
Irans stöðvuð
Washington, AP.
RONALD Reagan, Bandaríkja-
foiseti hefur ákveðið að ekki
verði um frekari vopnasölu til
írans, að sögn Larry Speakes,
talsmanns forsetans. Bandaríkja-
stjórn mun jafnframt letja önnur
ríki til að selja Irönum vopn.
Speakes sagði í gærkvöldi að
Reagan og George Shultz, utanrík-
isráðherra, væru samstíga í afstöð-
unni til Iranmálsins. Þeir hefðu
orðið sammála um að hætta vopna-
sendingum þangað. Gefið hefur
verið í skyn að ágreiningur væri
með Shultz og Reagan vegna leyni-
legu samskiptanna við íran, en
Speakes hélt hinu gagnstæða fram
í gærkvöldi og sagði einhug um
málið í stjóminni.
landseyjadeilunni lokið gegn
því að Bretar drægju til baka
ákvörðun um útfærslu efna-
hagslögsögu eyjanna í 200
sjómílur.
Talsmaður brezku ríkisstjómar-
innar sagði tilboð Argentínu-
manna um vopnahlé til athugunar
í utanríkisráðuneytinu í London,
en vildi ekki tjá sig frekar um það.
Argentínumenn hvöttu enn-
fremur til þess að ríkin tækju upp
viðræður um framtíð Falklands-
eyja, sem þau tókust á um í
blóðugu 74 daga stríði vorið 1982.
Skýrt var frá tilboði Argentínu-
manna aðeins nokkmm klukku-
stundum fyrir fund Raul Alfonsin,
Argentínuforseta, og Ronalds Re-
agan, Bandaríkjaforseta, í Was-
hington. Búist er við að
Falklandseyjadeilan verði aðalmál
funda þeirra. Reagan átti fundi
með Margaret Thatcher, forsætis-
ráðherra Bretlands, í Hvíta húsinu
um helgina.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
ífaðmi fjölskyldunnar
BALDUR Hjörleifsson, 48 ára sjómaður úr
Hrísey, er nú á batavegi eftir að hafa verið bjarg-
að af stefni báts síns, sem hvolfdi skammt frá
eynni á laugardagskvöld. Baldri tókst að halda
sér við bátinn, sem maraði í hálfu kafi, í fimm
og hálfa klukkustund. Hann var mjög kaldur
er hann fannst og er enn bólginn á fótum. Morg-
unblaðið heimsótti hann í Hrísey í gær og gat
hann þá gengið örlítið um, en sat annars um
kyrrt í stól vafinn inn í sæng. Á myndinni er
Baldur ásamt fjölskyldu sinni. Frá vinstri: Hjör-
leifur Jóhannsson, faðir Baldurs, Lára dóttir
Baldurs, Gunnhildur systir hans, Baldur og Ása
Lára Þorvaldsdóttir, dóttir Gunnhildar.
Sjá nánar á bls. 30-31 og á baksiðu.
Alvarleg valdabar-
átta í Norður-Kóreu
Fregnir um líflát Kim Il-sung óstaðfestar
Seoul, Suður-Kóreu. AP.
LEE Ki-Baek, varnarmálaráð-
herra Suður-Kóreu, hélt fast við
þá fullyrðingu yfirvalda f Seoul
að eftirmæli um Kim U-sung,
forseta Norður-Kóreu, hefðu
dunið f hátalarakerfi meðfram
landamærum rikjanna og til-
kynnt hefði verið að hann hefði
verið skotinn til bana. Larry
Speakes, talsmaður Bandarikja-
forseta, sagði að reynst hefði
ómögulegt að dæma um sann-
leiksgildi fregna um dauða Kim
en öruggt væri talið að alvarleg
valdabarátta hefði staðið yfir S
Norður-Kóreu. Norður-kóreskir
sendifulltrúar vísa fregnunum á
bug.
Lee sagði í þingræðu að tilkynn-
ingamar á landamærunum bentu
Carrington lávarður um fækkun meðaldrægra kjarnaflauga í Evrópu:
Semja verður samtímis um skamm-
drægar f laugar og venjuleg vopn
Istanbul, AP. Rcutcr.
CARRINGTON lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO), sagði á fundi þingmannasamtaka bandalagsins
í gær að Varsjárbandalagið yrði að fallast á samkomulag um
sfcammdrægar eldflaugar og venjuleg vopn f Evrópu ef stórveld-
in semdu um meðaldrægar kjarnaflaugar (INF).
Carrington sagði að líkur fyrir
árangri í afvopnunarmálum hefðu
aukizt í kjölfar Reykjavíkurfund-
arins. Með því að fjarlægja
meðaldrægar kjamaflaugar skap-
aðist hins vegar ójafnvægi vegna
skammdrægra flauga Sovét-
manna, sem ekki yrðu hreyfðar,
og vegna gífurlegra yfirburða
Varsjárbandalagsríkjanna í venju-
legum vopnum og fjölda her-
manna.
Turgut Ozal, forsætisráðherra
Tyrklands, tók í sama streng og
Carrington í setningarræðu á
fundinum, sem 186 frá NATO-
ríkjunum 16 sækja.
Bernard Rodgers hershöfðingi,
yfirmaður alls herafla NATO,
hvatti til þess á fundinum að
bandalagsríkin styrktu vopnabúr
sín til að vega upp á móti yfirburð-
um, sem Sovétmenn nú hefðu í
venjulegum vopnum.
Leiðtogar stórveldanna, Mik-
hail S. Gorbachev og Ronald
Reagan, höfðu nær því gert sam-
komulag um að fjarlægja meðal-
dræg kjamavopn frá Evrópu á
Reykjavíkurfundinum. Viðræður
þeirra fóru hins vegar út um þúf-
ur er Sovétmenn settu það skilyrði
að dregið yrði úr rannsóknum
vegna geimvamaáætlunar
Bandaríkjanna. Carrington ka.ll-
aði þá afstöðu Sovétmanna
„vísvitandi tilraun til að hindra
samninga um afvopnun.“
til þess að Kim hefði annað hvort
beðið bana eða að alvarleg valda-
barátta ætti sér nú stað í Norður-
Kóreu. Kim Il-sung komst til valda
með aðstoð Sovétmanna árið 1948.
Hann hefur síðan reynt að búa svo
um hnútana að 44 ára sonur hans,
Kim Jong II, erfði völd. Yrði það í
fyrsta sinn, sem ættarveldi yrði inn-
leitt í kommúnistaríki. Yfirmenn í
her Norður-Kóreu eru hins vegar
sagðir andsnúnir fyrirætlununum.
Sendifulltrúar Norður-Kóreu
vísuðu því algjörlega á bug að Kim
væri látinn. „Kim Il-sung er heilsu-
hraustur og á sínum stað við
stjórnvölinn. Það er algjör hugar-
burður að hann sé ekki lengur
meðal vor,“ sagði til dæmis sendi-
ráðunautur i sendiráði Norður-
Kóreu í Peking.
Japanska fréttastofan Kyodo bar
háttsetta heimildamenn í Hanoi í
Víetnam fyrir því í gærkvöldi að
Kim hefði verið myrtur. Ýmist var
sagt í fréttum að hann hefði verið
ráðinn af dögum í járnbrautarlest
eða að hann hafi verið skotinn við
heimili sitt.
Aðrar óstaðfestar fregnir
hermdu að valdaerjur og flokka-
drættir hefðu átt sér stað í Norður-
Kóreu fyrir nokkru og að leiðtoginn
hefði þá sloppið naumlega frá barui
tilræði. Hluti þeirra, sem þá risu
gegn honum, hefðu flúið til Kína.
Sjá ennfremur bls. 32 og 33.