Morgunblaðið - 18.11.1986, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.11.1986, Qupperneq 1
80 SIÐUR B jregtuttlttDfeifr STOFNAÐ 1913 260. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Forstjón Renault myrtur í París Parfs, AP.Reuter. GEORGES Besse, forstjóri Renault-bílaverksmiðjanna, var myrt- ur í París í gærkvöldi. Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, fordæmdi ódæðið og sagði að með Besse, væri mikilhæfasti frammámaðurinn í frönsku efnahagslífi fallinn. Besse var myrtur fyrir utan heimili sitt í Edgar Quinet Boule- vard í 14. hverfi Parísar er hann var að koma heim frá vinnu. Sjón- arvottar segja árásarmennina, mann og konu, hafa skotið á hann mörgum skotum úr bifreið, sem síðan var ekið hratt í burtu. Jacques Chirac, forsætisráð- herra, og ýmsir ráðherrar í stjóm hans fóru þegar á vettvang þegar þeir fréttu um morðið á Besse. Parísarlögreglan skellti skuldinni á hryðjuverkasamtök vinstri manna, Action Direct. Besse var 58 ára og lætur eftir sig sex börn. Hann var fimmti forstjóri Renault frá því það var þjóðnýtt í stríðslok. Hann var áður forstjóri Pechiney, hins risastóra ríkisrekna áliðju- og efnablöndu- fyrirtækis. Tók hann við því í bullandi taprekstri og breytti í gróðafyrirtæki á tveimur árum. Hann var og frumkvöðull fransks kjarnorkuiðnaðar. Falklandseyjadeilan: Argentínumenn bjóða vopnahlé London, Buenos Aires. AP. ARGENTÍNUMENN buðust til þess i gær að lýsa Falk- Vopnasala til Irans stöðvuð Washington, AP. RONALD Reagan, Bandaríkja- foiseti hefur ákveðið að ekki verði um frekari vopnasölu til írans, að sögn Larry Speakes, talsmanns forsetans. Bandaríkja- stjórn mun jafnframt letja önnur ríki til að selja Irönum vopn. Speakes sagði í gærkvöldi að Reagan og George Shultz, utanrík- isráðherra, væru samstíga í afstöð- unni til Iranmálsins. Þeir hefðu orðið sammála um að hætta vopna- sendingum þangað. Gefið hefur verið í skyn að ágreiningur væri með Shultz og Reagan vegna leyni- legu samskiptanna við íran, en Speakes hélt hinu gagnstæða fram í gærkvöldi og sagði einhug um málið í stjóminni. landseyjadeilunni lokið gegn því að Bretar drægju til baka ákvörðun um útfærslu efna- hagslögsögu eyjanna í 200 sjómílur. Talsmaður brezku ríkisstjómar- innar sagði tilboð Argentínu- manna um vopnahlé til athugunar í utanríkisráðuneytinu í London, en vildi ekki tjá sig frekar um það. Argentínumenn hvöttu enn- fremur til þess að ríkin tækju upp viðræður um framtíð Falklands- eyja, sem þau tókust á um í blóðugu 74 daga stríði vorið 1982. Skýrt var frá tilboði Argentínu- manna aðeins nokkmm klukku- stundum fyrir fund Raul Alfonsin, Argentínuforseta, og Ronalds Re- agan, Bandaríkjaforseta, í Was- hington. Búist er við að Falklandseyjadeilan verði aðalmál funda þeirra. Reagan átti fundi með Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, í Hvíta húsinu um helgina. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ífaðmi fjölskyldunnar BALDUR Hjörleifsson, 48 ára sjómaður úr Hrísey, er nú á batavegi eftir að hafa verið bjarg- að af stefni báts síns, sem hvolfdi skammt frá eynni á laugardagskvöld. Baldri tókst að halda sér við bátinn, sem maraði í hálfu kafi, í fimm og hálfa klukkustund. Hann var mjög kaldur er hann fannst og er enn bólginn á fótum. Morg- unblaðið heimsótti hann í Hrísey í gær og gat hann þá gengið örlítið um, en sat annars um kyrrt í stól vafinn inn í sæng. Á myndinni er Baldur ásamt fjölskyldu sinni. Frá vinstri: Hjör- leifur Jóhannsson, faðir Baldurs, Lára dóttir Baldurs, Gunnhildur systir hans, Baldur og Ása Lára Þorvaldsdóttir, dóttir Gunnhildar. Sjá nánar á bls. 30-31 og á baksiðu. Alvarleg valdabar- átta í Norður-Kóreu Fregnir um líflát Kim Il-sung óstaðfestar Seoul, Suður-Kóreu. AP. LEE Ki-Baek, varnarmálaráð- herra Suður-Kóreu, hélt fast við þá fullyrðingu yfirvalda f Seoul að eftirmæli um Kim U-sung, forseta Norður-Kóreu, hefðu dunið f hátalarakerfi meðfram landamærum rikjanna og til- kynnt hefði verið að hann hefði verið skotinn til bana. Larry Speakes, talsmaður Bandarikja- forseta, sagði að reynst hefði ómögulegt að dæma um sann- leiksgildi fregna um dauða Kim en öruggt væri talið að alvarleg valdabarátta hefði staðið yfir S Norður-Kóreu. Norður-kóreskir sendifulltrúar vísa fregnunum á bug. Lee sagði í þingræðu að tilkynn- ingamar á landamærunum bentu Carrington lávarður um fækkun meðaldrægra kjarnaflauga í Evrópu: Semja verður samtímis um skamm- drægar f laugar og venjuleg vopn Istanbul, AP. Rcutcr. CARRINGTON lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), sagði á fundi þingmannasamtaka bandalagsins í gær að Varsjárbandalagið yrði að fallast á samkomulag um sfcammdrægar eldflaugar og venjuleg vopn f Evrópu ef stórveld- in semdu um meðaldrægar kjarnaflaugar (INF). Carrington sagði að líkur fyrir árangri í afvopnunarmálum hefðu aukizt í kjölfar Reykjavíkurfund- arins. Með því að fjarlægja meðaldrægar kjamaflaugar skap- aðist hins vegar ójafnvægi vegna skammdrægra flauga Sovét- manna, sem ekki yrðu hreyfðar, og vegna gífurlegra yfirburða Varsjárbandalagsríkjanna í venju- legum vopnum og fjölda her- manna. Turgut Ozal, forsætisráðherra Tyrklands, tók í sama streng og Carrington í setningarræðu á fundinum, sem 186 frá NATO- ríkjunum 16 sækja. Bernard Rodgers hershöfðingi, yfirmaður alls herafla NATO, hvatti til þess á fundinum að bandalagsríkin styrktu vopnabúr sín til að vega upp á móti yfirburð- um, sem Sovétmenn nú hefðu í venjulegum vopnum. Leiðtogar stórveldanna, Mik- hail S. Gorbachev og Ronald Reagan, höfðu nær því gert sam- komulag um að fjarlægja meðal- dræg kjamavopn frá Evrópu á Reykjavíkurfundinum. Viðræður þeirra fóru hins vegar út um þúf- ur er Sovétmenn settu það skilyrði að dregið yrði úr rannsóknum vegna geimvamaáætlunar Bandaríkjanna. Carrington ka.ll- aði þá afstöðu Sovétmanna „vísvitandi tilraun til að hindra samninga um afvopnun.“ til þess að Kim hefði annað hvort beðið bana eða að alvarleg valda- barátta ætti sér nú stað í Norður- Kóreu. Kim Il-sung komst til valda með aðstoð Sovétmanna árið 1948. Hann hefur síðan reynt að búa svo um hnútana að 44 ára sonur hans, Kim Jong II, erfði völd. Yrði það í fyrsta sinn, sem ættarveldi yrði inn- leitt í kommúnistaríki. Yfirmenn í her Norður-Kóreu eru hins vegar sagðir andsnúnir fyrirætlununum. Sendifulltrúar Norður-Kóreu vísuðu því algjörlega á bug að Kim væri látinn. „Kim Il-sung er heilsu- hraustur og á sínum stað við stjórnvölinn. Það er algjör hugar- burður að hann sé ekki lengur meðal vor,“ sagði til dæmis sendi- ráðunautur i sendiráði Norður- Kóreu í Peking. Japanska fréttastofan Kyodo bar háttsetta heimildamenn í Hanoi í Víetnam fyrir því í gærkvöldi að Kim hefði verið myrtur. Ýmist var sagt í fréttum að hann hefði verið ráðinn af dögum í járnbrautarlest eða að hann hafi verið skotinn við heimili sitt. Aðrar óstaðfestar fregnir hermdu að valdaerjur og flokka- drættir hefðu átt sér stað í Norður- Kóreu fyrir nokkru og að leiðtoginn hefði þá sloppið naumlega frá barui tilræði. Hluti þeirra, sem þá risu gegn honum, hefðu flúið til Kína. Sjá ennfremur bls. 32 og 33.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.