Morgunblaðið - 18.11.1986, Page 3

Morgunblaðið - 18.11.1986, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 3 Morgunblaðið/Úlfí Forval Alþýðu- bandalagsins í Suðurlandskj ör- dæmi: Margrét Frímanns- dóttir hæst MARGRÉT Frímannsdóttir á Stokkseyri varð hæst í fyrri umferð forvals Alþýðubanda- lagsins í Suðurlandskjördæmi, sem fram fór um helgina. 191 tók þátt í forvalinu, gild atkvæði voru 182 og hlaut Margrét at- kvæði 163. Ragnar Óskarsson í Vestmanna- eyjum varð annar í forvalinu og fékk 96 atkvæði. Margrét Guð- mundsdóttir, Vatnsskarðshólum varð næst með 60 atkvæði. Þá kom Unnar Þór Böðvarsson, Reykholti, með 51 atkvæði og Anna Kristín Sigurðardóttir á Selfossi hlaut 45 atkvæði. Síðari umferð forvalsins fer fram 4.-5. desember næstkomandi. ísafjörður: Brimið þeytti þara og grjóti í gegnum gluggann ísafirði. MIKIÐ BRIM gerði á norðanverðum Vestfjörðum um helgina. Á morgunflóðinu á sunnudag náði það hámarki á ísafirði. Aðeins er þó vitað um skemmdir á einu húsi hér i briminu, er þari og gijót gekk inn um kjallaraglulgga á Oldunni, gömlu járnslegnu timbur- húsi, sem stendur við ofanvert Fjarðarstræti. Höskuldur Guðmundsson sem þar býr sagði fréttaritara, að hann hefði verið að þurrka upp sjó af kjallaragólfinu um hálf sjöleytið á sunnudagsmorgninum, þegar alda braut þar glugga og þeytti þara og gijóti inn svo buldi í veggnum and- spænis glugganum. Höskuldur taldi að þetta væri mesta brim sem þama hefði komið síðan hann flutti í húsið 1953. Hann sagðist vera búinn að gefast upp á að biðja bæjaryfírvöld um að ganga ftá brimvöm þama fyrir framan, þeir ypptu vanalega öxlum og segðu að engir peningar væru til. „Ég hef verið að laga til í kringum mig og hef tyrft á hveiju sumri norðanvert við húsið, en brimið hefur alltaf séð fyrir þvf næsta vetur, þótt aldrei hafí það verið í líkingu við það sem nú var,“ sagði Höskuldur Guð- mundsson. Mjög mikill þari er í allri fjörunni norðanvert á Skutulsfjarðareyri, sem hreinsa þarf áður en flugur fara að lifna. Úlfar. Höskuldur Guðmundsson til hægri, eigandi hússins og Gunnar Þórð- arson yfirfiskimatsmaður kanna skemmdirnar á húsinu — Öldunni. Austurstræti 22 — Laugavegi 30 — Laugavegi 66 Sími frá skiptiborði 45800 Glæsibæ. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Fataval, Keflavik — Mata Hari, Akureyri — Nina, Akranesi — Sparta, Sauðárkróki — Adam og Eva, Vestmannaeyjum — Eplið, ísafirði — Bár- an, Grindavík — Homabær, Höfn i Homafirði — Lindin, Selfossi — Nesbær, Neskaupstað — ísbjörninn, Borgamesi — Þórshamar, Stykkis- hólmi — Viðarsbóð, Fáskrúðsfirði — Kaupfélag Húnvetninga, Hvamms- tanga — Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli — Díana, Ólafsfirði — Skóg- ar, Egilsstöðum — Zikk Zakk, Garöabæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.