Morgunblaðið - 18.11.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 18.11.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 5 Kirkjuþing: Húsnæðis- og skattalögin ógnun við hjónabandið? MEIRIHLUTI þeirra tillagna sem komu til umræðu á Kirkjuþingi í gær snertu þjóðfélagsmál á einn eða annan hátt. Sr. Lárus Þ. Guð- mundsson mælti fyrir tveimur þingsályktunum sem vörðuðu skatta- mál og lánamál hjóna og einstaklinga. Hann lagði m.a. fram útreikninga löggilts endurskoðanda og skattstjóra sem leiðir í ljós að hjón með þijú börn á skólaskyldualdri bera allt að 30.000 krónum hærri skatta á mánuði en sambærilegir einstæðingar. „Þetta er eitt af þeim málum hér á Kirkjuþingi sem tekur af allan vafa um það að kirkjan verður að taka afstöðu í mikilvægum þjóðfélagsmálum, hún getur ekki látið það óátalið að grafið sé undan hjónabandinu og vígðri sambúð með skattalöggjöf,“ sagði sr. Lárus. í greinargerð með tillöguninni bendir Sr. Lárus á að í ísafjarðar- prófastdæmi fækkaði hjónavígslum um 28% á síðasta ári, en skilnuðum fjölgaði stórlega. Þeir voru 43% allra þeirra giftinga sem fram fóru hjá prestum og sýslumanni á því ári. Sr. Lárus sagðist því vilja láta kanna hvort óréttlát skattlagning hjóna leiddi til þess að ungt fólk gengi ekki í hjónaband, eða sliti sambúð. í því dæmi sem Sr. Lárus lét reikna út til stuðnings máli sínu er miðað við foreldra þriggja bama. Það foreldri sem hefur bömin á framfæri er látið vinna fyrir 14.000 krónum á mánuði, en þrjú dæmi voru tekin um árslaun hins, frá 227.000, 450.000 eða 900.000 krónur. Þegar skattlagning þessara foreldra er borin saman við ógifta einstaklinga og ekki í sambúð, þar sem annar þeirra nýtur fullra með- laga og tekjuskattsfrádráttar, kemur í ljós að ráðstöfunartekjur hjónaleysanna eru liðlega 30% hærri en tekjur hjónanna, nema þegar miðað er við hæstu árstekjur í áðurnefndu dæmi, þá er munurinn 23,4%. Lárus gagnrýndi einnig núver- andi húsnæðislög, sem skerða lánsrétt hjóna ef annað þeirra hefur ekki öðlast réttindin með þáttöku í lífeyrissjóði. Hann benti á að sam- kvæmt því hlyti einstaklingur með fullan lánsrétt, sem giftist einstakl- ingi með engan slíkan rétt, helmingi lægra lán en ef hann léti það vera að ganga í hjónaband. Einnig tækju lögin ekki af allan vafa um lánsrétt heimavinnandi maka, sem hefði ekki haft þann aðalstarfa í full tvö ár. „í þessu sambandi er' rétt að ítreka að skertur lánsréttur annars hjóna skerðir lánsrétt hins. Meðal- tal lánsréttar hjóna sem svo er ástatt um verður aldrei óskertur," sagði Sr. Lárus. „Því hlýtur að vakna sú spuming hvort löggjöf sem þessi komi ekki til með að ógna hjónabandinu sem stofnun í þjóðfélaginu." Morgunbladid/Julíus Lögreglubíll í útkalli í árekstri Tveir f luttir á slysadeild LÖGREGLUBÍLL á leið á slys- stað lenti í hörðum árekstri um kvöldmatarleytið í gær. Lenti bíllinn á tveimur fólksbilum og voru farþegi og ökumaður ann- ars þeirra fluttir á slysadeild. Areksturinn varð með þeim hætti að lögreglubflnum var ekið á rauðu ljósi í austurátt jrfír gatnamót Laugavegar og Nóa- túns. Var lögreglubíllinn með rauð blikkandi ljós, enda á leið á slys- stað. Skipti engum togum, að þegar ekið var yfir gatnamótin skall bíllinn á fólksbfl og kastaði honum á annan. Eins og áður sagði voru tveir fluttir á slysa- deild. Allir bflamir þrír vom óökufærir og varð að draga þá af vettvangi með kranabíl. Dr. Ármann Snævarr A Armann Snævarr heið- ursdoktor við Hafnar- háskóla DR. ÁRMANN Snævarr, fyrrver- andi háskólarektor, verður á fímmtudaginn, 20. nóvember, sæmdur nafnbót heiðursdoktors frá Kaupmannahafnarháskóla. Athöfn- in fer fram á hinni árvissu háskóla- hátíð en það er lagadeild skólans sem hefur kjörið dr. Ármann til heiðursdoktors. Mun Ármann flytja fyrirlestur í boði deildarinnar þann 19. nóvemb- er þar sem hann íjallar um hæsta- rétt Danmerkur sem æðsta dómstól í íslenskum málum fram til 1920. Fréttamenn sjónvarps vilja óbreyttan fréttatíma FRÉTTAMENN sjónvarps, RÚV, hafa sent útvarpsráði og útvarps- stjóra áskorun um að breyta ekki útsendingartíma frétta í sjón- varpi. Vilja þeir hafa frétta- tímann klukkan 19.30, en ekki kl. 20.00 eins og áður var. Markús Örn Antonsson, útvarps- stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að ákvörðun varðandi þetta atriði væri í höndum útvarpsráðs. Það hefði tekið ákvörðun um að færa- fréttatímann aftur til klukkan 20 vegna óska áhorfenda og þeirri ákvörðun yrði ekki breytt. Vegna breytinga í verslunum okkar höfum við ákveðið að selja nokkrar vörutegundir á útsöluverði 20%-40% afsláttur HJÁ KARNABÆ, barnadeild/unglingadeild, Austurstræti 22. ★ Barnaúlpur ★ Kuldajakkar ★ Úlpur o.fl. í ÖLLUM VERSLUNUNUM ERU SÍÐAN FÁEIN STYKKI AF ÝMSUM VÖRUM Á NIÐURSETTU VERÐI. Nú getur þú sparað þér innkaupaferðina til útlanda. HJÁ KARNABÆ: Laugavegi 66: ★ Kápur ★ Úlpur o.fl. ALLT NÝJAR IfÖRUR HJÁ B0NAPARTE: ★ Jakkaföt ★ Stakir jakkar o.fl. HJÁ GARBÓ: ★ Kápur ★ Kuldajakkar o.fl. /AU&lUISUc&U £.£. — Sími 45800.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.