Morgunblaðið - 18.11.1986, Síða 34
34r
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986
VATNSVIRKINN HF.
ARMÚU 21 - PÓSTHÓlí 8620 - 128 ISYKJAVlK
SlMAR; VERSIUN 686456, SKRIFSTOfA 685966
VÖNDUD VINNA - VANDAÐ VERK
ÞAÐER
ÆVINTÝRI
LÍKAST
LAND CRUISER
Það er ævintýri líkast að setjast undir stýri í Toyota
Land Cruiser og aka af stað.
Mælaborðið er stílhreint og auðvelt álestrar og
stjórntæki eru öll innan seilingar.
Toyota Land Cruiser býður upp á þægindi,
gæði og seiglu við erfiðustu akstursskilyrði
og ferðin verður leikur einn.
TOYOTA
Kína:
*
Norður-Irland:
15.000
númer
utanbókar
Peking, Reuter.
KÍNVERSKA símastúlkan Gou
Yanling hefur lært 15 þúsund
símanúmer utanbókar. í
kínversku dagblaði sagði að hún
hefði veitt sýnishorn af þessari
undragáfu sinni í Peking á laug-
ardag.
Þúsund manns komu saman til
að spyija Gou um kínversk síma-
númer og svaraði hún öllum
spumingum hikstalaust. I blaðinu
sagði að í póst- og símamálaráðu-
neyti hefðu starfsmenn verið hvattir
til að fylgja fordæmi Gou um
hnökralausa þjónustu fyrir almenn-
ing.
Gou kveðst nota sex aðferðir til
að leggja símanúmer á minnið og
hefur hún nú sett markið við 18
þúsund númer.
Oöldin kostaði
tvo menn lífið
Ar frá undirritun ensk-írska-samning,sins
Belfast, AP, Reuter.
MIKLAR óeirðir voru
í Belfast
um helgina þegar ár var liðið frá
undirritun Ensk-írska-samnings-
ins um Norður-írland. Vitað er
Óeirðaseggir leita skjóls fyrir
plastkúlum lögreglunnar. Tveir
menn létust og 35 verslanir voru
lagðar í rúst um helgina að lokn-
um útifundi mótmælenda á
ársafmæli Ensk-írska-samnings-
AP/Símamynd íns.
um, að tvær manneskjur létu lífið
og yfir 60 slösuðust.
Mestu óeirðimar urðu eftir úti-
fund 75.000 mótmælenda í miðborg
Belfast á laugardag. Kveiktu þá
óaldarflokkamir í bílum, bmtu rúð-
ur og rændu verslanir. Sprengjum
var varpað inn í nokkur hús, m.a.
í bænum Carrickfergus fyrir norðan
Belfast. Þar fékk öldmð kona
hjartaáfall og lést þegar hún var
að reyna forða sér út úr brennandi
húsinu. Þá lést karlmaður mótmæ-
lendatrúar á föstudag þegar ráðist
var á lögreglubifreið. Að sögn lög-
reglunnar slöðuðust um helgina 44
lögreglumenn og 27 óbreyttir borg-
arar. 91 maður var handtekinn.
Ár er nú liðið síðan Ensk-írski-
samningurinn var gerður en með
honum fékk stjómin í Dyflinni til-
lögurétt í málefnum Norður-
írlands. Mótmælendur í landshlut-
anum, sem em um milljón talsins,
segja samninginn vera svik við sig
og fyrsta skrefið í átt til sameining-
ar við írska lýðveldið þar sem
kaþólskir menn em allsráðandi. Á
þessu ári hefur óöldin á Norður-
Irlandi kostað 64 menn lífið, sjö
fleiri en árið áður.