Morgunblaðið - 18.11.1986, Síða 58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986
58
Ragnhildur Bjama
dóttir — Minning
Fædd 18. april 1893
Dáin 9. nóvember 1986
Ragnhildur Bjarnadóttir fæddist
í Holtaseli á Mýrum í Austur-
Skaftafellssýslu 18. apríl 1893.
Foreldrar hennar voru hjónin Bjami
Bjamason og Ástríður Magnús-
dóttir sem þá bjuggu þar, en flutt-
ust nokkm síðar að Rauðabergi,
bæ þar skammt frá. Hún var elst
sjö systkina er upp komust og ólst
upp á heimili foreldra sinna við al-
menn sveitastörf og bamagæslu.
Þegar Ragna — eins og við kölluð-
um hanna venjulega — var um
tvítugt réðst hún til Þórhalls kaup-
manns Daníelssonar á Höfn, sem
um þær mundir hafði þar allmikil
umsvif og var að koma fótunum
undir verðandi kauptún. Síðar lágu
leiðir hennar til Vestmannaeyja, þar
sem hún vann hvers konar verka-
kvennavinnu, að fiskverkun og
öðmm störfum, meðal annars hjá
Einari ríka Sigurðssyni.
Á þessum ámm kynntist Ragna
ungum manni, Þorgeiri Lúðvíkssyni
Kemp, og eignuðust þau son, Óskar
Þorgeir, sem nú er stórkaupmaður
í Reykjavík. Ekki varð þó af frek-
ari sambúð og leiðir þeirra lágu sín
til hvorrar áttar og fyldi sonurinn
móður sinni. Um 1930 réðst Ragna
að Selalæk til Helga Jónssonar, sem
löngum var kenndur við Tungu.
Hófu þau sambýli og eignuðust eina
dóttur, Þórdlsi Ragnheiði. Síðar
fluttust þau Helgi að Kotvogi í
Höfnum og bjuggu þar um hríð.
En vorið 1939 brann húsið ofan af
þeim. Ragna, sem þá var stödd á
neðri hæð hússins, bjargaðist ásamt
syni sínum, en Þau Helgi og Þórdfs,
sem vom á efri hæðinni, iétu líf sitt
í bmnanum. Þá var Þórdís sjö ára
gömul.
Eftir þetta áfall fluttist Ragna
til Reykjavíkur með son sinn og
dvaldist þar Iöngum eftir það, en
vann þó á ýmsum stöðum og hverja
þá vinnu sem henni bauðst. En
skömmu eftir 1950 réðst hún til
Safnahússins, þá komin um sex-
tugt. Til að byija með var það
einkum fatavarsla safngesta sem
hún hafði með höndum en síðar,
þegar innanhússsími kom til sög-
unnar, gætti hún hans. Virtist hún
hveijum manni vel og naut vinsælda
bæði starfsfólks og gesta, enda var
Ragna greind kona, glaðlynd og
sporlétt, en gat tekið röskiega til
hendinni ef svo bar undir.
Ævistríði hennar var þá að mestu
lokið og ástríðulítið logn efri áranna
að færast yfir, en þó átti hún enn
svo mikið af fomum þrótti að hún
naut sín að fullu og blandaði geði
og gamanmálum við heimamenn
og gesti, ekki síst ef fermingarbróð-
ir hennar séra Gunnar Benediktsson
leit inn sem oft kom fyrir. Mér
kæmi það ekki á óvart, þó að tutt-
ugu ára dvöl Rögnu í Safnahúsinu
hafi orðið henni léttbærasti tími
ævinnar. Hún undi sínu fábrotna
starfi glöð og hress og átti enn af
svo miklu þreki að má, að hún virt-
ist njóta tilverunnar vel. Henni var
að vísu farið að förlast nokkuð
síðustu árin, en samstarfsfólkið leit
það blindu auga þó að eitthvað
smávegis gengi úr skorðum. Þannig
liðu árin og þegar Ragna stóð á
áttræðu sagði hún starfi sínu lausu
og kvaddi samstarfsfólkið með
ágætri veislu, sem hún hélt því f
prentarafélaginu, enda var hún
höfðingi í lund þó að heimurinn
skæri henni löngum nauman
skammt. En Ragna var kona sem
unni því illa að hafa ekkert með
höndum, enda vafalaust óvön því.
Um nokkurt skeið bar hún út blöð
í hverfinu þar sem hún bjó og
kvaðst gera það til þess að halda
sér gangandi. Síðustu árin átti hún
athvarf í dvalarheimili aldraðra við
Lönguhlíð og sagði hún mér að
betra húsnæði hefði hún aldrei haft.
Undi hún þar hag sínum hið besta.
Sonur hennar, tengdadóttir og dæt-
ur þeirra komu í heimsókn og svo
bættust langömmubömin í hópinn
og gleðin ríkti hjá gamalli konu í
lítilli íbúð við Lönguhlíð.
Það var í Safnahúsinu sem fund-
um okkar Rögnu bar fyrst saman,
og héldust þau kynni að nokkru upp
frá því. En aldurinn var orðinn hár
og lfkamsþrótturinn þverrandi.
Þegar fundum okkar bar síðast
saman á liðnu sumri voru þeir
þrotnir. Líkaminn bognaður og
málfærið að bresta. Aldurinn var
orðinn hár, á fjórða ár yfir nírætt.
„Um héraðsbrest ei getur, þó
hrökkvi sprek í tvennt" kvað Guð-
mundur Friðjónsson um ekkjuna við
ána látna. Sjúkri og þreyttri var
Rögnu bestur kostur að hvílast.
Lífíð hefur ugglaust stundum farið
um hana hörðum höndum og von-
imar brugðist eins og gengur. Nú
verður henni hvíldin vær. Eg kveð
Rögnu vinkonu mína með það í
huga, að þar sem hún fór hafí ég
kynnst góðri konu.
Haraldur Sigurðsson
Eftir hátt í hundrað ára jarðvist,
er hún amma Ragna lögð af stað
í ferðina góðu.
Hún fæddist að Holtaseli á Mýr-
um í Austur-Skaftafellssýslu 18.
apríl árið 1893.
Foreldrar hennar vom hjónin
Ástríður Magnúsdóttir og Bjarni
Bjamason.
Nálægt aldamótum fluttist fjöl-
skyldan að Rauðabergi, sem var
bær þar stutt frá.
Þar ólst amma upp, elst af 7
systkinum og gerðist snemma lið-
tæk við öll störf utan húss sem
innan.
Um tvítugt fór hún úr föðurgarði
og hóf lífsbaráttuna upp á eigin
spýtur.
Amma Ragna var mjög sjálf-
stæður einstaklingur og baráttu-
glöð. Það kom sér oft vel, einkum
þegar haft er í huga hve lífsbarátt-
an var hörð á þessum tíma.
Hún eignaðist tvö böm, Óskar
Þorgeir Þorgeirsson og Þórdísi
Ragnheiði Helgadóttur. Þórdís
Ragnheiður lést aðeins sjö ára göm-
ul ásamt föður sínum, Helga
Jónssyni, í eldsvoða í Kotvogi. Það
varð ömmu þungbær raun svo og
syni hennar, sem missti þar systur
sína og stjúpa.
Þrátt fyrir þessa erfiðleika og
ýmsa aðra lét hún aldrei deigan
síga. Hún fór víða og vann þá vinnu
sem til féll og ætíð hafði hún son-
inn með sér. Hún hafði þann
dásamlega eiginleika að þróa með
sér óbilandi bjartsýni og æ jákvæð-
ara viðhorf til lífsins, ekki síst á
elliárunum.
Lítið fór fyrir skólagöngu hennar
ömmu í æsku, en ekki lét hún það
aftra sér, heldur las allt sem hún
komst yfir, bundið mál sem óbund-
ið og drakk í sig mikinn fróðleik,
sem hún svo óspart miðlaði af.
Amma Ragna var atorkusöm og
sístarfandi. Hreint var ótrúlegt
hvað þessi litla og lágvaxna kona
var kraftmikil. Sem dæmi um það
var að þegar hún lét af störfum við
Landsbókasafnið, komin hátt á átt-
ræðisaldur, fannst henni ótækt að
vinna ekki úti. Hún tók því að sér
blaðburð í Hlíðunum og sá árum
saman um að lesendumir þar fengju
blaðið sitt fyrir allar aldir.
Oft var eins og ekkert gæti
stoppað hana og alls ekki veðurguð-
irnir. Gjarnan var það í verstu
vetraraveðrum, þegar aðrir héldu
sig innivð, að bankað var á dymar.
Og þar var amma komin i heim-
sókn, veðurbarin og köld í kinnum,
en með glampandi bros í augunum,
kát yfir því að hafa tekist á við
kalda Kára.
Mikla gleði hafði hún af bömum
og ekki síst langömmubörnunum
sínum. Endalaust gat hún setið við
og pijónað sokka og vettlinga á litla
fætur og hendur. Hún setti saman
liti og ný mynstur, allt fram á
síðasta haust.
Amma var góð kona, hún safn-
aði aldrei að sér veraldlegum
eignum, en átti jafnan nóg að gefa
öðmm. Það fannst henni meir um
vert.
Hún var vel undir ferðina búin
og hafði lagt sitt af mörkum til
allra sem hún náði til.
Lífsvefurinn, sem Ragna amma
mín spann með gjörðum sínum held-
ur áfram að hafa áhrif um ókomna
tíð. Við systumar þökkum ömmu
fyrir samveruna hér og óskum
henni alls hins besta.
Helga, Kolbrún og Sigurbjörg.
• i
með
súkkulaðinu
eru komin
á alla
útsölustaði
Öll Lionsdagatöl eru merkt og
þeim fylgir jólasveinslímmiði
Allur hagnaður rennur óskipt-
ur til ýmissa líknarmála
■ ■ i a * i ■ « i i é i i ■ ■ » ■ i «'i' i" i a i i i i i t v i
■ i i i ■ ■ ■ i i i ■ i i ■ a • • • • ..
■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
................
Aldarminning:
Páll Zóphóníasson
í dag, 18. nóvember 1986, eru
liðin 100 ár frá fæðingu Páls Zóph-
óníassonar í Viðvík í Skagafirði.
Foreldrar hans voru prófastshjónin
þar, Zóphónias Halldórsson bóndi á
Brekku í Svarfaðardal Rögnvalds-
sonar og kona hans, Jóhanna Soffía
Jónsdóttir háyfirdómara í
Reykjavík Péturssonar.
Páll andaðist 1. desember 1964,
78 ára gamall og var sivinnandi
fram á síðustu ár. Hann kom víða
við í störfum sínum. Hann var bóndi
og búfræðikennari, skólastjóri og
ráðunautur, búnaðarmálastjóri og
alþingismaður. Hvar var orka hans
mest? Urn það geta verið skiptar
skoðanir. í mínum huga var hann
hvergi jafn einlægur og orkan jafn-
mikil og í búfræðikennslunni. Síðari
vetur minn, sem ritar þessar línur,
í Bændaskólanum á Hólum í
Hjaltadal 1920—1921, var fyrsti
vetur hans þar. Kennslustundimar
hans Páls eru enn ekki gleymdar,
hvort sem þær voru í nautgripa-
rækt, sauðfjárrækt, fóðurfræði eða
líffærafræði. Best man ég þær þó,
þegar fjallað var um búreikninga
og erfðafræði. Ég hygg, að um
langt árabil hafi Páll verið mesti
erfðafræðingur í búfjárrækt hér á
landi. Skrifaði hann mikið um þau
fræði, einnig í erlend tímarit.
Fáir íslendingar, ef nokkrir, hafa
byijað búfræðikennslu sína jafn-
ungir og hann, þegar hann hóf það
starf á Hvanneyri 23 ára gamall
1909. Páll var ákaflega mannglögg-
ur og mun hann hafa þekkt með
nafni fleiri íslenska bændur en flest-
ir eða allir aðrir. Á sama hátt var
hann afburða glöggur á búfé, eink-
um nautgripi og sauðfé, og mundi
ættir langt aftur í tímann. Þetta
kom sér oft vel í sambandi við
erfðarannsóknir hans.
Árið 1912 kvæntist Páll Guðrúnu
Þuríði Hannesdóttur bónda í Deild-
artungu Magnússonar og konu hans
Vigdísar Jónsdóttur. Guðrún var
fædd 11. maí 1881, dó 11. nóvem-
ber 1963. Hún var vitur kona og
góðgjöm, sem margir sóttu góð ráð
til, einnig eiginmaður hennar. Þau
hjón vom ákaflega gestrisin og var
þar jafnan opið hús, ekki síður eft-
ir að þau fluttu til Reykjavíkur.
Bestu gestir þeirra vora að ég hygg
bændur og nemendur Páls frá
Hvanneyri og Hólum. Á Hvanneyri
kenndi hann 1909—1920 og sóla-
stjóri . var hann á Hólum
1920—1928. Eftir það var hann
ráðunautur hjá Búnaðarfélagi ís-
lands 1928—1951. Þau ár var hann
líka að kenna, leiðbeina bændum í
nautgriparækt, sauðfjárrækt og fé-
lagsmálum. Búfræðikennsla var því
aðalstarf hans í 42 ár.
Við fráfall Páls Zóphóníassonar
1964 vora margar minningargrein-
ar skrifaðar um hann svo og um
frú Guðrúnu Hannesdóttur, m.a.
grein um Pál i Búnaðarritinu 1965.
Til þessara upplýsinga um þau hjón-
in leyfi ég mér að vísa og læt því
hér staðar numið um einn eftir-
minnilegasta þjóðskörang, leiðtoga
og kennara íslenskra bænda.
Guðmundur Jónsson
frá Hvanneyri.