Morgunblaðið - 18.11.1986, Page 71

Morgunblaðið - 18.11.1986, Page 71
Fiskiþing sett í gær: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1986 71 Djúprækjuaflinn takmarkað- ur á næsta ári í fyrsta sinn Rækjuaflinn hefur þrefaldazt á fimm árum en verðmæti hans nær sjöfaldazt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að djúprækjuafli á næsta ári verði sá sami og á síðasta ári. Er það i fyrsta sinn, sem stofnunin leggur til að veiðar á djúprækju verði takmarkaðar. Afli á sóknareiningu hefur viða minnkað talsvert, en sjávarút- vegsráðherra telur ekki tíma- bært að setja kvóta á þessar veiðar. Rækjuafli hefur rúmlega þrefaldazt á síðustu árum og verðmæti sjöfaldazt. Þessar upplýsingar komu fram í ávarpi Halldórs Ásgrímssonar, sjáv- arútvegsráðherra, við setningu Piskiþings í gær, en ávarpið verður birt í heild í blaðinu síðar. Hann sagði, að á síðustu fimm árum hefði rækjuafli íslendinga meira en þre- faldazt. Hann hefði aukizt úr ríflega 9.000 lestum 1982 í rúmlega 30.000 á þessu ári. Vegna breyttra vinnsluaðferða og batnandi mark- aðsaðstæðna hefði verðmæti rækjuaflans nær sjöfaldazt á sama tíma eða farið úr 425 milljónum króna í tæpa 3 milljarða króna á þessu ári miðað við núverandi verð- lag. Aukning þessi hefði orðið án þess að fískiskipaflotinn hefði stækkað og ætti það tvímælalaust þátt f batnandi afkomu útgerðar. Hann hefði hins vegar um nokkurt skeið haft áhyggjur af því að sívax- andi sóknarþungi kynni að ganga of nærri stofninum. Á síðasta ári hefðu 155 skip haft leyfi til rækju- veiða en 230 á þessu ári. Afli á sóknareiningu hefði víða farið minnkandi, þó hann væri enn góður á ýmsum nýjum veiðisvæðum. Síðastliðinn föstudag hefði Haf- rannsóknastofnun í fyrsta sinn lagt til ákveðinn hámarksafla af djúp- rækju; að aflinn á næsta ári yrði ekki meiri en á þessu. Með hliðsjón af því virtist óhjákvæmilegt að tak- marka sókn í rækjustofninn við setningu reglugerðar um stjóm fiskveiða árið 1987. Ekki væri tíma- bært að koma upp kvótakerfi á djúprækjuveiðum, en til greina kæmi að telja rækjuveiði sóknar- marksskipa til sóknardaga. Fleiri leiðir kæmu einnig til greina og ákveða yrði stjóm rækjuveiðanna á næstunni. Lúðvík Kristjánsson heiðraður fyrir ritstörf VIÐ setningu Fiskiþings á mánudag heiðraði fiskimálastjóri, Þor- steinn Gislason, tvo félaga, þá Lúðvik Kiistjánsson, rithöfund og Hilmar Bjarnason, erindreka á Eskifirði. Lúðvík var heiðraður fyr- ir rit sitt „íslenzka sjávarhætti“ og Hilmar fyrir vel unnin störf í þágu íslenzks sjávarútvegs i áratugi. Fiskimálastjóri færði Lúðvík og konu hans Helgu Proppé „þakklæti Fiskifélagsins, íslenzks sjávarút- vegs og allrar þjóðarinnar fyrir það afrek og björgunarstarf, sem þau hjónin hefðu unnið með útgáfu „ís- lenzkra sjávarhátta““ „Við emm stoltir af að eiga slíkan afreksmann sem heiðursfélaga í Fiskifélagi ís- lands," sagði Þorsteinn Gíslason. Lúðvík Kristjánsson þakkaði fyrir sig og færði Fiskifélaginu að gjöf síðasta bindi ritverksins áritað, en fyrri bindin hefur hann einnig gefið félaginu. Hilmar Bjamason varð sjötugur fyrr á þessu ári og fór fiskimála- stjóri nokkmm orðum um mikið og óeigingjamt starf Hilmars í þágu íslenzks sjávarútvegs í áratugi. Þá færði hann honum að gjöf fyrir hönd Fiskifélagsins þjóðhátíðarút- gáfu Landnámu. Þingforseti var kosinn Marteinn Friðriksson og til vara Hilmar Bjamason. Fundarritari var kosinn Jón Páll Halldórsson og til vara Jón Bjami Stefánsson. Fiskiþingi lýkur í lok vikunnar. Morgunblaðið/Einar Falur Lúðvik Kristjánsson Líkur á svípuðum afla á þessu ári og var í fyrra Morgunblaðið/Einar Falur „ÁRIÐ 1985 skilaði mestum heildarafla í fiskveiðisögu ís- lendinga. Ársaflinn varð 1.680.000 lestir. Þegar aflatölur lágu fyrir eftir fyrstu 9 mánuði ársins í ár, virtist stefna í metár eða um 1.800.000 lesta heildar- afla miðað við að svipað magn aflaðist og á þremur siðustu mánuðum ársins 1985. Vegna erfiðrar veðráttu í októbermán- uði komu aðeins á land 154.000 lestir á móti 247.000 í fyrra eða 93.000 lestum minni afli. Þetta minnir okkur enn einu sinni á hve sjósókn okkar er háð veðrát- tunni. Varlegt er því að spá lengra en að heildaraflinn verði svipaður í ár og hann varð á seinasta ári.“ Þetta voru meðal annars orð fískimálastjóra, Þorsteins Gíslason- ar, við setningu 45. Fiskiþings á mánudag. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra ávarpaði síðan þingið og Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, flutti erindi um endurskoðun sjóðakerfís sjávarútvegsins. í dag flytja dr. Grímur Valdimarsson og dr. Jakob Magnússon erindi um Rannsókna- stofnun fiskiðanaðarins og karfa- stofninn mögulega nýtingu á ýmsum djúpsjávarfískum. Að loknum erindum gesta flutti Bjöm Pétursson framsöguerindi um stjómun fiskveiða og Einar K. Guð- finnsson um afkomu sjávarútvegs- ins. Bjöm Pétursson gerði grein fyrir tillögum fiskideilda umhverfis landið og rakti helztu mál er físk- veiðistjóm lúta. Hann ræddi meðal annars um þorskaflahámark í sókn- arkvóta, sem er mismunandi eftir svæðum og munar þar um 500 lest- um. Til að sýna hve piiklu það Morgunblaðið/Einar Falur Þorsteinn Gíslason, fiskimála- stjóri munaði að afla 500 lesta af þorski og 500 lesta af karfa, bar hann saman mismum á aflaverðmæti og fleiri þáttum. Þorskurinn er 5,6 milljónum króna dýrari, hásetahlut- urinn 108.000 krónum hærri, framleiðsluverðmæti í frystihúsi 13,5 milljónum meira og mismunur á áætlaðri framlegð er rúmar 6 milljónir króna. Bjöm ræddi sfðan stærð fískiskipaflotans, samræm- ingu veiða og vinnslu og afkomu- mál. Einar K. Guðfinnsson ræddi með- al annars um svokallaða meðaltals- útreikninga, sem hann sagði að í raun gætu aldrei sýnt nema hálfan sannleikann. Slíkum útreikningum mætti líkja við manninn, sem stæði með annan fótinn í 100 gráðu heitu vatni en hinn í vatni við frostmark og liði að meðaltali yel. Hann sagði, Frá setningu 45. Fiskiþings að gert væri ráð fyrir 8,5% aukn- ingu framleiðslu sjávarafurða á þessu ári eða svipaðri og í fyrra. Við eðlilegar aðstæður ætti J>ví að ríkja bjartsýni í sjávarútvegi Islend- inga. Það ætti ekki heldur að vera nein þörf að kvarta. Atvinnugrein, sem byggi við vaxandi framleiðslu og verðmætaaukningu ætti við eðli- legar aðstæður að lifa góða tíð og geta lagt fyrir til mögru áranna. Þessu væri bara því miður ekki svo fyrir að fara nema að takmörkuðu leyti. Staðreyndin væri að afkoma ftystingarinnar væri síður en svo góð, en hins vegar væri gleðilegt að hagur saltfiskvinnslu væri góður. Þá gat Einar þess, að útgerð væri nú í fyrsta sinn rekin halla- laust í 16 ár. Það væri vissulega gleðilegt, en engu að síður væri rétt að undirstrtika það, að undan- farin ár hefði tap útgerðar verið gegndarlaust og hún gengið mjög á eigið fé. Það væri því mikilvægt að unnt yrði til að nýta þennan bata og tryggja að hann yrði til frambúðar. Einar sagði, að meðal annars vegna þess mjmdu útgerðar- menn vitaskuld ekki sætta sig við fyrirhugaðan olíuskatt stjómvalda. í erindi Jóns Sigurðssonar um endurskoðun sjávarútvegsins kom meðal annars fram, að nefnd sú, sem hann veitti formennsku um endurskoðun sjóðakerfisins, hefði nú skilað áliti varðandi verðjöfnun- arsjóð fiskiðnaðarins og stofnfjár- sjóð fiskiskipa. í því kemur meðal annars fram að nefndin telur rétt, með undantekningum tveggja nefndarmanna, að starfsemi verð- jöfnunarsjóðsins skuli vera óbreytt. Ennftemur hefur nefndin lagt fram drög að frumvarpi um stofnfjársjóð fiskiskipa. Knútur Óskarsson, full- trúi Samtaka fískvinnslustöðvanna í nefndinni taldi að leggja ætti sjóð- inn niður, en Ámi Benediktsson, framkvæmdastjóri Félags Sam- bandsfrystihúsa lagði til talsverðar breytingar á sjóðnum. #T= TIMKEN keilulegur pgyNsLA pJÓI nustA pEKl<|AlG FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.