Morgunblaðið - 14.12.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.12.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 5 V etrar dagskrá Kammersveitar Reykjavíkiir: Jólatónleikar í Hall- grímskirkju 21. des. Nafnnúmer og kennitöl- ur notuð jöfnum höndum KAMMERSVEIT Reykjavíkur er nú að hefja 13. starfsár sitt. Fyrstu tónleikamir verða jóla- tónleikar í Hallgrímskirkju sunnudaginn 21. desember. A jolatónleikunum verða leikin mörg þekkt verk frá barokk-tíman- um og er tónlistin valin með það fyrir augum, að áheyrendur komist í sannkallað jólaskap í hinni nývígðu kirkju. Á dagskrá tónleikanna, sem hefjast kl. 17, verður konsert fyrir 2 trompeta, strengi og continuo eftir V. Manfredini, konsert fyrir 2 fiðlur, strengi og continuo, BWV 1043 eftir J. S. Bach, Adagio í g- moll fyrir orgel og strengi eftir T. Albinoni, konsert fyrir fiðlu, óbó, strengi og continuo, BWV 1060 eftir J. S. Bach og Concerto grosso nr. 8, „Jólakonsert" eftir A. Co- relli. Einleikarar verða Ásgeir H. Steingrímsson, trompet, Lárus „VIÐ fyrstu sýn virðist þetta vera óttalegt klúðursfyrirkomu- lag,“ sagði Ólafur Þ. Jónsson formaður læknaráðs Borgarspít- alans um hugmyndir heilbrigðis- ráðherra að stjórn Borgarspítal- ans verði skipuð þingkjörnum fulltrúum, þeim sömu og skipa stjórn ríkisspítalanna, en að auki fulltrúum starfsmanna. Ólafur sagði að erfitt væri að Sveinsson, trompet, Rut Ingólfs- dóttir, fiðla, Unnur María Ingólfs- dóttir, fíðla og Kristján Þ. Stephensen, óbó. Eftir áramótin verða þrennir tón- leikar á dagskrá Kammersveitar- innar. Að venju verður leitast við að gefa flytjendum tækifæri á að takast á við íjölbreytta tónlist. Meðal verkefnanna eru tvö, sem íslenskum áheyrendum hefur ekki gefíst kostur á að heyra áður á tónleikum hér á landi, Serenaða op. 24 og Blásarakvintett op. 25 eftir Amold Schönberg og aðstoðar Paul Zukofsky við undirbúning og flutn- ing verkanna. Haldið verður upp á 100 ára af- mæli brasilíska tónskáldsins Heit- ors Villa-Lobos með tónleikum þann 25. janúar í Bústaðakirkju. Þrjú verka hans verða á dagskránni, Blásarakvintett í „Choros“-stíl, Bachianas Brasileiras nr. 1 fyrir 8 meta svona lauslegar hugmyndir sem kæmu fram í fjölmiðlum, en þetta væru sín fyrstu viðbrögð. Fyrirkomulag stjómunar Borg- arspítalans hefur vafist fyrir mönnum við frágang samkomulags um yfírtöku ríkisins á honum. Unn- ið hefur verið að lausn málsins, en ekki var búið að ganga frá samning- um um hádegið á laugardag. selló og Bachianas Brasileiras nr. 5 fyrir sógran og átta selló. Þar kem- ur Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona, í fyrsta sinn fram á tónleikum Kam- mersveitarinnar, en píanóleikari verður Anná Guðný Guðmunds- dóttir. Auk verka H. Villa-Lobos verður á tónleikum þessum flutt verk F. Poulenc, sextett fyrir píanó og blásarakvintett. Þriðju tónleikar Kammersveitar- innar verða 12. mars í Áskirkju. Þá verður flutt serenaðan eftir Schönberg fyrir klarinett, bassa- klarinett, mandólín, gítar, fiðlu, lágfiðlu, celló og bassasöngvara og Blásarakvintett op. 26. Einsöngvari verður John Speight en stjórnandi Paul Zukofsky. Síðustu tónleikar vetrarins verða síðan í Bústaðakirkju 29. mars. Þar verða flutt verkin Sechs Bagatellen op. 9, fyrir strengjakvartett eftir A. Webem, Píanókvintett op. 57 eftir Shostakovich og Strengja- kvartett í F-dúr eftir M. Ravel. Píanóleikari verður Guðríður S. Sig- urðardóttir. HAGSTOFAN hefur stefnt að því að leggja núverandi nafn- númerakerfi niður um næstu áramót, en taka i stað þess upp nýtt auðkenni fyrir einstaklinga, fyrirtæki, félög og stofnanir, svo- kallaða kennitölu. Að sögn Hallgríms Snorrasonar, Hagstofu- stjóra, er ljóst að ekki verður hægt að kasta gamla kerfinu á gamlárs- kvöld. Vegna þess að ýmsar stofn- anir hins opinbera og stór hluti einkafyrirtækja hafa ekki búið sig undir breytinguna verður næsta ár umþóttunartími. Nafnnúmer og kennitölur verða því notaðar jöfn- um höndum. Skattframtöl næsta árs munu þó bera kennitölur og hætt verður að úthluta tólf ára bömum nafnnúmeri. Nyja kennitalan hefur um langt árabil verið notuð í heilbrigðiskerfínu. Hún er samsett úr tíu tölustöfum og tákna sex fyrstu tölumar fæðingar- daginn, mánuð og ár. Tvær næstu tölur eru hið eiginlega fæðingamúmer sem skilur á milli þeirra sem eiga sama fæðingardag. Síðan kemur „vartala" sem notuð er til að hindra villur í kennitölunni. Loks er síðasti tölustafurinn sem táknar þá öld sem viðkomandi er fæddur á. Fyrirtækjum er úthlutað kennitölum á sama hátt en þær munu þó aldrei byrja á lægri tölu en 41. Enginn þeirra aðila sem blaðamað- ur hafði samband við á mánudag var búinn að breyta sínu tölvukerfí til samræmis við nýja kennitölukerfíð. Kjartan Konráðsson, hjá tölvudeild Verzlunarbanka íslands, sagði að gert hefði verið ráð fyrir kennitölunni í hugbúnaði bankans um nokkra hríð. Launþegar og hluthafar bankans verða skráðir með kennitölunni um áramótin og fylgja aðrar tölvúskrár í kjölfarið á næsta ári. Kjartan bjóst við því að kennitalan yrði alsráðandi um mitt næsta ár. Sólveig Guðjóns- dóttir, yfírmaður bókhaldsdeildar Sveins Egilssonar, sagði að hún fagn- aði kennitölukerfinu. Tölva fyrirtæk- isins væri enn miðuð við nafnnúmerin og vissi hún ekki hvenær breytingin gæti orðið. „í sjálfu sér verður notkun beggja talnanna ekki mikið vandamál. „ Al- menningur mun hinsvegar verða fyrir þeim óþægindum á næsta ári að þurfa að muna tvær tölur og nota þær jöfn- um höndum," sagði Hallgrímur. Hann sagði að það sem aðallega hefði stað- ið breytingunni fyrir þrifum væri að stórar ríkisstofnanir svo sem Launa- deild Qármálaráðuneytisins væru ekki tilbúnar að breyta tölvuskrám sínum til samræmis við nýja kerfíð. Nafn- númer yrðu einnig notuð við skil á launaskatti og söluskatti, þannig að kerfín yrðu notuð jöfnum höndum í fyrirtækjum jafnvel þótt mörg þeirra hefðu breytt bókhaldskerfum sínum í tæka tíð. Um leið og kennitalan er tekin upp verður þjóðskránni breytt þannig að skráður verður allt að 31 bókstafur í nöfnum. Áður þurfti að skammstafa þriðjung íslenskra nafna vegna duttl- unga tölvunnar. Þá verður öllum íslensku stöfunum beitt við þessa skráningu og heimilisföng verða skráð í þágufalli. Fólki sem býr erlendis verður gefínn kostur á að skrá um- boðsmann svo tryggt sé að opinber gögn komist til skila þótt viðkomandi hafí hvergi búsetu. Hagstofan hefur látið gera samræmdar reglur fyrir stafrófsröðun í samstarfí við Póst 'og Síma. Hallgn'mur sagði að líklega yrðu margir aðilar sem notað hafa tölvur við stafrófsröðun að gera breyt- ingar á hugbúnaði til samræmis við þessar reglur. Yirðist klúðurslegt - segir formaður læknaráðs Borgarspítalans um hugmyndir um stj órnarfy rirkomulag Persónukort: Framtíðarkort: Við segjum að stjörnuspeki sé stórkostleg og eitt það gagnlegasta tæki sem manninum stendur til boða, leiði til sjálfsþekkingar, mannþekkingar og almennt til aukins skilnings manna á meðal. Stjörnuspeki er góð fyrir einstaklinga og t.d. hjón, foreldra, ungt fólk og fyrir þá sem standa á tímamót- um. Athugaðu málið og dæmdu ffyrir sjálfan þig! LÍTTU VIÐ Á LAUGAVEGI66, EÐA HRINGDU í SÍMA 10377 OG PANTAÐU KORT! Ef bæði kortin eru gerð samtímis er VIÐ BJÓÐUM EINNIG: Bækur: Allar nýjustu íslensku bækurnar um sjálfsrækt m.a. sálfræði, heilsurækt, mataræði o.fl. Auk þessfjöldi nýrra erlendra bóka um stjörnuspeki og jákvæðan lífsstíl. Kassettur: Tónlist til afslöppunar og spennulosunar m.a.; Kitaro, Deuter. Einnig stórgóð íslensk slökunarspóla með leiðbeiningabók. 20% STJORNUSR EKI JlOSTGDL' afsláttur. Einnig 20% fjölskylduafsláttur. Laugavegi 66, Bjóðum einnig sérstakan einkatíma þar sem kort þitt ertúlkað af Gunnlaugi Guð- mundssyni stjörnuspekingi. Hvað gerist næstu tólf mánuði? Framtíöarkortiö segir frá hverjum mánuöi, bendir á jákvæöa möguleika og varasama þætti. Hjálpar þér aö vinna meö líf þitt á uppbyggilegan hátt og finna rétta tímann til athafna. V í VÁNDRÆÐUM MEÐ JÓLAGJÖF? Lýsir persónuleika þínum, m.a.: grunntóni, tilfinningum, hugsun, ást og vin- áttu, starfsorku og framkomu. Bendir á hæfileika þína, ónýtta möguleika og vara- sama þætti. Opið næstkomandi laugardag til kl. 22.00. Þorláksmessu til kl. 23.00. sími 10377
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.