Morgunblaðið - 14.12.1986, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.12.1986, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 Stefanía Guðmundsdóttir frá Vestmannaeyjum (t.v.) og fröken Marie Dalsgaard, ráðskona dr. Valtýs, á götu rétt hjá Lundby-kirkju í Kaupmannahöfn. Heimilið á Amagerbrogade 151 * - Æska, annað bindi minninga Huldu A. Stefánsdóttur komið út Út er komið annað bindi minninga Huldu Á. Stefánsdóttur, Æska. í þessu bindi minn- inga sinna tekur Hulda upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrsta bindi sem kom út á síðasta ári. Hér segir hún frá æskuárum sínum á fyrsta fjórðungi aldarinnar - frá því að hún fluttist frá Möðruvöllum til Akureyrar og þangað til hún kvaddi Eyjafjörð 26 ára gömul. Fjöldi fólks á ýmsum aldri og af ólík- um stéttum og stigum kemur við sögu innan lands og utan. A því flestu segir höfundur nokkur deili. í augum Huldu Á. Stefánsdóttur er ævi hvers manns í gleði og sorg með ein- hverjum hætti frásagnarefni. Lýsingar hennar á fóiki og atvikum bera þess merki. Þær einkennast af hlýju og samúð, en sýna einnig hve skyn hennar er næmt á skoplegar hliðar tilverunnar. I bókinni eru rúmlega 80 gamlar ljósmyndir sem varpa lífi og lit á horfinn tíma og umhverf i þeirrar ævi- og menningarsögu sem þar er sögð. Hér birtist einn kafli úr bókinni. bands búið í Kingosgötu, en fluttust fljótlega í þá íbúð, sem nú var lýst. Vegna veikinda Onnu, eða ef til vil hvort sem var, höfðu þau aug- lýst eftir stúlku til heimilisstarfa. Þá kom fröken Dalsgaard til sög- unnar. Hún var ráðskona hjá dr. Valtý, meðan hann lifði, og bjó hann svo um hnútana, að hún fékk að vera áfram í íbúðinni eftir lát hans. Þar rak hún síðan matsölu allt til dauðadags árið 1946. Það var einmitt hún, sem kom til dyranna, þegar við Ragnar Ólafsson birtumst á þriðju hæð í Ama- gerbrogade 151 í janúar 1917. Marie Dalsgaard var bóndadóttir frá Jótlandi, en föður hennar hafði búnast heldur illa. Hafði hann víst verið nokkur brokkgengur, hneigst um of til víns og kvenna. Svo fór, að hann tók sig upp með fjölskyldu sinni til þess að leita gæfunnar í Kaupmannahöfn. Ekki reyndist hún honum hliðhollari en svo, að hann fékk aðeins almenna verkamanna- vinnu, sem bauð víst ekki upp á mikið. Sama var um syni hans utan einn, sem komst betur af, varð framkvæmdastjóri í verksmiðju, sem framleiddi ýmiss konar vörur úr korki. Dóttirin, sem var 18 ára, þegar til Kaupmannahafnar kom, rakst brátt á auglýsinguna frá dr. Valtý, og ekki er að orðlengja það, að hún réðst i vistina, svo sem áður segir. Fröken Dalsgaard eins og hún var jafnan kölluð var glæsileg kona, fremur hávaxin, en samsvaraði sér vel. Minnisstæðust eru mér augun, blágrá og leiftrandi. Titill hennar var „Husbestyrerinde" þegar hér var komið sögu, og vjrtist mér hún ganga nokkuð ríkt eftir því, að sá titill væri notaður, þegar því var að skipta. Matargerð hvers konar var hennar líf og yndi, enda var hún mesti snillingur á því sviði. Hún var hins vegar mjög lítið fyrir hvers konar handavinnu, hafði nánast ógeð á henni. Hún var nokkuð til- haldssöm og sætti sig illa við það, að ekki þótti viðeigandi á þeirri tíð, að konur í hennar stöðu gengju í kápu, heldur áttu þær að nota sjal. Hafði víst verið eftir því gengið, meðan hún var „Tjenestepige", að hún fylgdi þeirri reglu; það væru aðeins hefðarkonur, sem mættu ganga í kápum. Fröken Dalsgaard var mjög vinveitt þeim mörgu ís- lendingum, sem lögðu leið sína til dr. Valtýs, og kunnu þeir vel að meta vinsemd hennar og þá ekki síður snilld hennar við elda- mennsku. Það átti ekki síst við um ýmsa stúdenta, sem lítt voru fjáðir og komust því sjaldan í færi við krásir á borð við þær, sem hún bar fram. Dr. Valtýr var hættur stjóm- málaafskiptum, þegar ég kom á heimili hans, og nokkru síðar seldi Eins og áður er greint frá stóð heimili dr. Valtýs á Amagerbrogade 151. íbúð hans var í röð stórra fjöl- býlishúsa, svo sem_ víða má sjá í Kaupmannahöfn. Á þessum stað voru raðbyggingar á ferhymdum reit, en milli þeirra var steinlagður húsagarður og frá honum bak- dyrainngangur í húsin, sem að lágu. Á nokkrum stöðum mátti komast inn í húsagarðinn. í þessu húsi mun hafa búið sæmi- lega stætt millistéttarfólk. Á götuhæð var tannlækningastofa. Í næsta húsi, en á sömu hæð og Valtýr, bjuggu hjónin dr. Björg og dr. Sigfús Blöndal; skildi aðeins veggur milli íbúðanna. Þegar komið var úr forstofunni inn í íbúð dr. Valtýs tók við langur gangur, en framarlega í honum voru dyr. Þar var gengið inn í eld- hús, og sneri það út að húsagarðin- um, en úr því var innangengt í ráðskonuherbergið. Nokkru innar þeim megin var salemi. Fyrir end- anum á ganginum tók við svefn- herbergi dr. Valtýs og inn af því baðherbergi. Götumegin var fyrst gestastofa, sem hann nefndi svo, eða stássstofa eins og slíkar vistar- verur vom oftast kallaðar á þeirri tíð. Þá tók við borðstofa; en úr henni var gengið inn í skrifstofu dr. Valtýs. Þetta var notaleg íbúð, íburðar- laus, og búin húsgögnum eins og tíðkuðust í byijun aldar hjá betri borgurum á Ákureyri. I gestastofunni vom rauðar „piussmublur" með tilheyrandi snúmm og kögri, svo sem þá var mjög í tísku. Við einn vegginn var dívan, og mun hann ekki síst hafa verið ætlaður næturgestum, sem vom nokkuð tíðir. Yfir plusssófan- um var stórt málverk eftir Þórarin B. Þorláksson. Var þessi mynd gjöf frá Vestmannaeyingum, en dr. Val- týr hafði um skeið verið þingmaður þeirra. Myndin var máluð í Vest- mannaeyjum og sýndi útsýnið til „meginiandsins", enda hét myndin „Landsýn". í forstofunni var nokk- uð stór mynd af H.C. Andersen, svo og veggklukka. Borðstofan var stærri. Þar var á miðju gólfi stórt borð, sem draga mátti sundur, þannig að við það gætu setið 12—14 manns. Þar var og mikill „buffet“-skápur, komm- óða o.fl. Þá var komið að skrifstofunni. Hún féll engan veginn inn í það góðborgaramynstur, sem ég minnt- ist áðan á. Tveir veggir vom huldir bókaskápum. Útskot var úr her- berginu „kamap" eins og slíkt var jafnan kallað. Á útskotinu vom gluggar á þijá vegu. Þar var lítið borð og þægilegir stólar við það, en að öðm leyti vom þama auk skrifborðs stórir hægindastólar. Teppi var á gólfí. I skrifstofunni var stór gifsmynd, bijóstmynd af Jóni Sigurðssyni. Þá vom þama uppi við nokkrar mynd- ir. Fyrst skal nefna mynd af Önnu, konu dr. Valtýs. Þá vom myndir af þeim vinum hans og samheijum, Jóhannesi Jóhannessyni bæjarfóg- eta og Stefáni föður mínum; enn fremur af dætmm Thors E. Tuli- nius, hins mikla athafnamanns, sem var góður vinur dr. Valtýs. Síðast en ekki síst skal getið þess gripsins, sem kunnastur er, en það var mikill postulínshundur, sem þau hjón höfðu fengið í brúðar- gjöf. Ekki veit ég, hver gaf. Þetta er tvímælalaust frægasti postulíns- hundur íslandssögunnar. Um aldamótin komu út hinar frægu „Alþingisrímur". Einmitt um það leyti var nafn dr. Valtýs á hvers manns vöram á Islandi, og er ein ríman um hann. Þar segir svo frá þessum fræga postulínshundi: „Stóð á ofni hundsmynd hátt í herberginu, hafði gull á hvítu trýni; hundurinn var úr postulíni." Þessi gripur komst síðar í eigu Þjóðminjasafns og var lengi hafður uppi við í skrifstofu þjóðminjavarð- ar og er þar ef til vill enn. íbúðin var „með öllum þægind- um“ eins og oft var kallað hér áður fyrr, miðstöðvarhitun, rafmagni til lýsingar og gasi til eldamennsku. Þegar hér var komið sögu, hafði dr. Valtýr lengi verið eklg'umaður. Þau hjón höfðu f upphafí hjóna- Frú Anna Jóhannesdóttir, kona dr. Valtýs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.