Morgunblaðið - 14.12.1986, Side 19
sci áaflmrciásffi .m hudaquwiU8 .gigajíihudhom
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
hann tímarit sitt, „Eimreiðina", er
hann hafði stofnað 1895 eins og
áður er nefnt. Hans aðalstarf var
kennslan við háskólann, en sú eigin-
lega kennsla tók ekki langan tíma.
Mig minnir, að hún hafí verið að-
eins fáir klukkutímar á viku. Hann
fékkst hins vegar töluvert við rit-
störf og las mikið.
Hann var mikill reglumaður í
öllum lífsháttum og lifði fábrotnu
lífi. Dagurinn var yfírleitt í mjög
föstum skorðum eftir að ég kom á
hieimilið og hefur sjálfsagt löngum
verið það. í stórum dráttum var
dagskráin á þessa leið:
Klukkan 8—9 var léttur morgun-
matur, hafragrautur, te og brauð.
Að loknum morgunverði brá dr.
Valtýr sér á morgungöngu, en
klukkan 11 var hádegisverður eða
„frúkostur" eins og venjulega var
sagt. Þá var meira borið í en við
morgunverðinn, brauð með ýmiss
konar áleggi og ævinlega jógúrt.
Dr. Valtýr hafði lengi verið mjög
veill í maga og var oft illa haldinn
af þeim sökum. Hann kenndi eink-
um um sultinum, sem hann hefði
búið við á háskólaárunum. Fröken
Dalsgaard gætti þess mjög vand-
lega, að mataræði væri hagað eftir
því sem unnt var með tiiliti til
þessa. Á borði var alltaf saltsýra,
sem hann drakk blandaða í vatni,
svo og „pepsín“, hvort tveggja talið Dr. Valtýr ásamt Önnu Jóhannesdóttur, alnöfnu og bróðurdóttur
eiga vel við magakvilla. konu hans.
„Ein sit ég á steini“. Með þeirri áletrun sendi
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Huldu þessa
mynd, sem hann tók af henni í Siglufjarðarskarði
i Hraunför þeirra 1919.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi á bæjarhellunni
á Hraunum í Fljótum. Myndina tók Hulda suma-
rið 1919.
Klukkan 3 var drukkið kaffi, en
klukkan 6 var kvöldverður, miðdeg-
isverður eða „middagur" eins og
sagt var. Þá var oft býsna mikið
borið í, jafnvel svo, að doktomum
þótti nóg um. Hann var ákaflega
sparsamur við sjálfan sig, svo mjög,
að ókunnugir hefðu varla trúað.
Sjálfsagt hefur það verið fátæktar-
arfur frá æsku- og unglingsárun-
um. Sumir töldu hann nokkuð
aðsjálan, en það átti síður en svo
við, þegar gesti bar að garði.
Eftir kvöldverðinn var tekið í
spil, ef ekki kallaði annað að. Dr.
Valtýr var sólginn í að spila „lom-
ber“. Varð ekki komist hjá að taka
þátt í spilinu, þó að viðkomandi
kynni ekkert ellegar hundleiddist
spilamennskan.
Hann las mikið eins og ég sagði
áðan. Fyrst skal nefna blöðin. Eg
man, að hann var áskrifandi að
„Berlinske Tidende" „Politiken" og
„Ekstrabladet“. Hann fékk mörg
þeirra blaða, sem út komu á ís-
landi, svo og vestur-íslensku blöðin.
Það var því úr töluverðu að moða.
Hann fékk mikið af bókum sent að
heiman. Sjálfsagt hefur það verið
að miklu leyti út á „Eimreiðina".
Eftir að hann var látinn lenti bóka-
safn hans á Laugarvatni.
Af eldri höfundum íslenskum
þótti mér hann hafi mestar mætur
á Jónasi Hallgrímssyni og séra
Matthíasi. Hann hafði átt samleið
með Einari Hjörleifssyni Kvaran og
Þorsteini Erlingssyni og þótti mikið
til um verk þeirra beggja. Eins og
kunnugt er birtust mörg frægustu
kvæði Þorsteins og um leið þau
umdeildustu upphaflega í „Eimreið-
inni“. Mun dr. Valtýr hafa verið
Þorsteini töluverður haukur í horni
á erfiðleikaárum hans í Kaup-
mannahöfn. Af yngri skáldum þótti
honum einna mest til um þá Stefán
frá Hvítadal og Davíð frá Fagra-
skógi. Hann hafði og töluvert álit
á Guðmundi Friðjónssyni og birti
sitthvað eftir hann í „Eimreiðinni".
Ólöfu á Hlöðum mat hann mikils.
Það kom aftur annað hljóð í
strokkinn, ef minnst var á Einar
Benediktsson. Hann hafði hina
mestu skömm á honum, bæði per-
sónunni sjálfri og skáldinu. Ritaði
hann dóma um skáldskap Einars í
„Eimreiðina", og er vafamál, hvort
skáldið hefur nokkru sinni fengið
aðrar eins ádrepur. Mér virtist hann
telja, að það sem frá Einari kom
væri óskiljanlegur belgingur eða
samanskrúfaður heimspekivaðall.
Þeir hafa víst verið ákaflega ólík-
ir menn að öilu upplagi, dr. Valtýr
og Einar, en auk þess hefur doktor-
inn aldrei getað gleymt, hversu
hatrammur andstæðingur Benedikt
sýslumaður Sveinsson, faðir Einars,
hafði reynst á stjórnmálasviðinu.
Ég þykist muna, að dr. Valtý
hafí af erlendum rithöfundum þótt
einna mest til um þá Norðmennina,
Björnsson og Ibsen; einnig þótti
honum gott að lesa bækur sænsku
skáldkonunnar Selmu Lagerlöf.
Hans páfi var þó að mörgu leyti
Georg Brandes, sá frægi bók-
menntamaður, sem bar um margt
höfuð og herðar yfir landa sína á
áratugunum beggja vegna aldamót-
anna. Brandes hafði haft mikil áhrif
á ýmsa Islendinga, og urðu margir
þeirra Brandesarsinnar allt til ævi-
loka, en aðrir heltust þó úr lestinni
með tímanum. Eitt einkenni Bran-
desarsinna var andúð á kirkju og
kristni. Dr. Valtýr virtist algerlega
trúlaus, minntist aldrei á trúmál,
svo að ég heyrði til, og bar þó
margt á góma. Aldrei vissi ég til,
að hann sækti kirkju.
Hann hafði hins vegar mikinn
áhuga á leiklist sem fyrr getur.
Held ég, að hann hafi sótt allflestar
leiksýningar, sem boðið var upp á
í Konunglega leikhúsinu.
Ég hef áður minnst á það, að
dr. Valtýr var algerlega hættur af-
skiptum af stjómmálum, þegar ég
kom á heimili hans. Hann fylgdist
)ó vel með íslenskum stjómmálum.
Það mátti heyra, að honum dámaði
ekki allt, sem þá var að gerast á
)eim vettvangi. Hann talaði sér-
staklega um tvennt, annars vegar
um óstjóm á sviði fjármála, en hins
vegar afturhaldssemi á sviði at-
vinnumála.
Oft hefur maður heyrt það
klingja við, að dr. Valtýr hafi verið
dansklundaður, en það tel ég mestu
fjarstæðu. Hann var mjög þjóð-
hollur, en jafnframt fremur kon-
unghollur eftir því sem sumir töldu
og áleit rétt að flýta sér ekki um
of við að heimta algeran skilnað frá
Danmörku.
Það þótti því nokkuð merkilegt,
)egar það kom fram, að dr. Valtýr
hefði raunar lagt Landvarnar-
flokknum til sína fræðilegu undir-
stöðu, en Einar Benediktsson og
samheijar hans tekið upp rökin.
Þegar sýnt var, að málstaður
Heimastjórnarmanna yrði ofan á
rétt eftir aldamótin, birtust í „ísa-
fold“ greinar undir dulnefni, þar
sem fram kom ýmisleg gagmýni á
heimastjómarfýrirkomulagið. Þetta
gripu andstæðingar Heimastjómar-
flokksins á lofti eins og ég sagði
áðan, og var um þetta þjarkað ámm
saman. Þess þykist ég nokkuð viss,
að þessi skrif dr. Valtýs hafí frekar
verið til þess að ylja Heimastjómar-
mönnum undir uggum en að þar
hafi ráðið djúp sannfæring. Þeir
höfðu bmgðið fyrir hann fæti, þeg-
ar hann var kominn hálfa leið upp
í ráðherrastólinn. Nú skyldi þeim
launað, og það tókst að ýmsu leyti.
Þegar deilan um millilandafmm-'
varpið eða „Uppkastið" hófst 1908,
riðlaðist margt. Gömul flokksbönd
slitnuðu. Það þótti tíðindum sæta,
þegar dr. Valtýr skipaði sér í sveit
með þeim, sem vildu semja, og var
þar með kominn í hóp með höfuð-
andstæðingi sínum; Hannesi
Hafstein. Þar vom líka komnir forn-
vinir hans, Jóhannes bæjarfógeti
og Stefán faðir minn. Aftur á móti
skildust leiðir með dr. Valtý og hin-
um gömlu samherjum hans, Skúla
Thoroddsen og Bimi Jónssyni rit-
stjóra. Valtýr hafði stundum orð á
því, að sá ósigur, sem fylgismenn
„Uppkastsins" hefðu beðið 1908,
hefði verið ákaflega ómaklegur og
sýnt pólitískan vanþroska þjóðar-
innar.
Það mátti greinilega heyra á
honum, að lítt var honum gefið um
þá flokka, sem þá vom að hasla sér
völl í íslenskum stjómmálum, Al-
þýðuflokk og Framsóknarflokk;
einkum fannst mér hann andsnúinn
þeim síðamefnda.
Þeir vom góðir vinir, dr. Valtýr
og Jón Þorláksson, síðar forsætis-
ráðherra, og litu í ýmsum efnum
svipað á málin; þeir vildu aðhalds-
semi í fjármálum, en tilþrif í
atvinnumálum. Þau hjón, Jón og
Ingibjörg, heimsóttu dr. Valtý, og
varð ég þess vör, að hann hafði
miklar mætur á þeim, ekki síður á
Ingibjörgu. Þá lá honum vel orð til
Magnúsar Guðmundssonar, síðar
ráðherra, en ekki held ég, að Jón
Magnússon, sem varð forsætisráð-
herra um þetta leyti, hafí skipað
háan sess í huga hans.
Ekki umgekkst dr. Valtýr mikið
starfsbræður sína við háskólann eða
danska embættismenn yfirleitt.
Litlir dáleikar vom með honum og
dr. Finni Jónssyni prófessor; höfðu
þeir þó verið samheijar á fyrri
ámm. Ekki vissi ég til, að þeir
umgengjust neitt, dr. Valtýr og Jón
Krabbe, sem starfaði áratugum
saman við Islandsmál í Kaup-
mannahöfn.
Eins og áður er nefnt bjuggu þau
dr. Björg og dr. Sigfús Blöndal í
næsta húsi. Var töluverður sam-
gangur milli þeirra og dr. Valtýs.
Hafði hann hið mesta álit á dr.
Björgu, sem var stórlærð kona,
systir Jóns Þorlákssonar. Hins veg-
ar fannst mér honum ekki þykja
sérlega mikið til um Sigfús. Honum
þótti hann nokkuð laus í rásinni og
flöktandi, taldi hann hálfgerðan
„Spirrevip“. Öll vom samskiptin þó
alúðleg og vinsamleg. Þó man ég,
að mér virtist sem dr. Valtý þætti
það heldur daufleg skemmtun, þeg-
ar Sigfús tók upp gítar sinn og fór
að slá hann og syngja með, en það
gerðist alloft. Var ekki örgrannt
__________________________^9
um, að merkja mætti á honum þján-
ingarsvip, meðan sú skemmtun stóð
yfir. En þá ber að hafa í huga, að
dr. Valtýr var algerlega gersneydd-
ur áhuga eða smekk fýrir tónlist.
Mér er ekki gmnlaust um, að dr.
Björgu hafi verið svipað farið, því
að ýmsir þóttust merkja hrifningar-
leysi í svip hennar, þegar bóndi
hennar sýndi mest tilþrif við söng
og gítarleik.
Dr. Valtýr hafði töluverð sam-
skipti við Elínborgu Thorberg,
ekkju Bergs landshöfðingja, sem
reynst hafði honum mjög vel eins
og þegar hefur verið getið. Hún var
)á orðin mjög öldmð kona og kunni
víst vel að meta þá aðstoð og um-
hyggju, sem hann sýndi henni.
Hann var henni meðal annars mjög
hjálplegur í fjármálum, en hún var
efnuð vet og þurfti aðstoðar í sam-
bandi við meðferð fjármála.
Einn var sá maður, sem dr. Val-
týr mat flestum mönnum meira, en
)að var skoski prófessorinn dr.
William Craigie, mikill vinur íslend-
inga og aðdáandi íslenskra bók-
mennta. Hann átti víst nokkuð oft
leið til Kaupmannahafnar, og kvað
oftast hafa verið mikið um dýrðir
hjá dr. Valtý, þegar þessi merki
fræðimaður og vinur hans kom.
Það var og annar maður, sem
einnig var tengdur Skotlandi, þótt
íslenskur væri, sem hann hafði mjög
í hávegum. Það var Sveinbjöm
Sveinbjömsson tónskáld. Ekki var
)að þó áhugi á tónlist, sem tengdi
)á saman, en ég býst við, að dr.
Valtýr hafi þrátt fyrir naumt
skammtað tónlistarvit og enn minni
áhuga kunnað að meta það, að tón-
skáldið hafði samið lag við kvæði
hans, „Töframynd í Atlantsál".
Birtist það í „Islensku söngvasafni"
eða „Fjárlögunum" eins og safnið
var almennt kallað og var nokkuð
vinsælt um skeið, þótt ég hafí ekki
heyrt það ákaflega lengi.
Sveinbjömsen, eins og hann var
alltaf kallaður, var lágvaxinn maður
og mikið nettmenni. Þegar hann
kom á heimilið, var mikið um að
vera. Mér er það einna minnisstæð-
ast við eitt slíkt tækifæri, hversu
frábærlega hann var utan við sig.
Haldið var veglegt kvöldverðarboð,
og nú lagði fröken Dalsgaard sig
alla fram. Forréttur var blómkáls-
búðingur, en það var ein helsta
sérgrein hennar. Þegar menn höfðu
fengið sér ríflega af þessu ágæti,
þótti heiðursgestinum rétt að fara
nokkrum viðurkenningarorðum um
forréttinn og sagði við fröken Dals-
gaard: „Sikken en dejlig Klipfisk-
budding!" Fröken Dalsgaard brá nú
heldur betur, því að sá réttur þótti
víst ekki neinn sérstakur veislukost-
ur. Eftir þetta áfall sagði hún:
„Saadan er disse Vid-
enskabsmænd!" Það átti við dr.
Valtý líka, því að hann var stundum
svo annars hugar, að hann mundi
ekkert, þegar upp var staðið, hvað
hann hafði látið ofan í sig. Var
hann þó hátíð hjá tónskáldinu góða.
Mætti segja mér, að það hefði verið
undantekning, ef hann hefði munað
það.
Meðal þeirra íslendinga, sem dr.
Valtýr átti hvað mest samskipti
við, voru tveir kaupsýslumenn, Thor
(Þórarinn) E. Tulinius og Jakob
Gunnlögsson.
Tulinius hafði mörg jám í eldin-
um og var lengi maður stórefnaður.
Hann beitti sér fyrir stofnun útgerð-
arfélags, sem við hann var kennt,
„Thore“-félagið og tókst því að
ijúfa skarð í þann einokunarmúr,
sem Sameinaða gufuskipafélagið
hafði hlaðið utan um allar sigling-
ar, bæði til íslands og með strönd-
um fram. Enn munu margir
kannast við nöfnin á skipum
„Thore“-félagsins, „Austra“,
„Vestra“ og „Sterling“, svo og þau
skip, sem konungsnöfnin báru,
„Kong Helge“, „Kong Inge“ og
„Kong Trygve". Hann stofnaði og
„Hinar sameinuðu íslensku verslan-
ir“, sem önnuðust umfangsmikinn
rekstur um alllangt skeið. Fleiri
fyrirtæki var hann viðriðinn. Hann
var mikill áhugamaður um fram-
farir íslands og ritaði eitthvað um
þau efni. Heimili hans og Helgu
konu hans, sem var af dönsku
bergi, er eitt hið glæsilegas'a, sem
ég hef komið á. Þau hjón áttu fjög-
ur böm, að mig minnir, þijár ungar