Morgunblaðið - 14.12.1986, Side 21

Morgunblaðið - 14.12.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 21 Byggt hús á síð- ustu lóðinni við Suðurlandsbraut FYRSTA skóflustunga að 4.000 fermetra húsi á lóðinni Suðurlands- braut 4 var tekin síðastliðinn föstudag. Er það eina lóðin sem óbyggð var við götuna. Það er verktakafyrirtækið Steintak sem byggir húsið. Eigandi þess, Vignir Benediktsson, tók fyrstu skóflustung- una. „Við ætlum að hafa húsið fokhelt i júní á næsta ári,“ sagði Vignir, „þannig er okkar vinnuhraði.“ Fimm ár voru liðin frá stofnun Steintaks á fostudaginn. Vignir sagði að lítið hefði farið fyrir fyrir- tækinu, en á liðnum árum hefði það Akranes: Fjölbreytt og vegleg aðventuhátíð Akranesi. FJÖLBREYTT og vegleg að- ventuhátíð Akranessafnaðar var haldin sunnudaginn 7. desember sl. Hátíðin hófst með stuttri helgistund í Akraneskirkju. Að henni lokinni gengu þátttakend- ur yfir i hið nýja safnaðarheimili, Vinaminni, sem vígt var og form- lega tekið í notkun á síðastliðinu sumri. Meðal tónlistaratriða, sem þar voru flutt, má nefna einsögn Krist- jáns Elíss Jónassonar við undirleik Tim Knappet og samleik Ingu Rut- ar Karlsdóttur úr Reykjavík og Friðriks Stefánssonar á flautu og píanó. Þá söng Selkórinn frá Sel- tjarnarnesi undir stjórn Friðriks V. Stefánssonar en þau voru sérstakir gestir hátíðarinnar. Einnig söng Kirkjukór Akraness með Selkórnum og skiptust þá söngstjórararnir, þeir Friðrik og Jón Ólafur Sigurðs- son organisti, á um stjómunina. Ræðumaður kvöldsins var sr. Heimir Steinsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Flutti hann fagra og snjalla aðventuhugleiðingu. Þá fluttu nokkur fermingarbörn örstuttar hugleiðingar, frumsamdar í bundnu eða óbundnu máli um efn- ið: „Friður á jörðu“. Hugleiðingar þessar voru verkefni úr fermingar- undirbúningi, unnin í tilefni friðar- árs 1986. Hátíðinni lauk með því að allir viðstaddir kveiktu á kertum, sem þeim vom afhent, en önnur ljós vom þá slökkt. Þá las sóknarprest- urr ritningarorð og flutti bæn. Að lokum risu svo allir úr sætum og sungu saman. Þátttaka í þessari aðventuhátíð var geysigóð, húsfyllir, bæði í kirkju og safnaðarsal. Á hátíðinni bámst kirkju og safnaðarheimili góðar gjafir. Tveir veglegir armstólar í rokkokkó-stíl sem nota á m.a. í sambandi við hjónavígslur vom gefnir kirkjunni af kirkjunefnd kvenna. Þá gáfu börn Málfríðar Bjamadóttur og Leós Eyjólfssonar Borgundarhólmskirkju, hinn feg- ursta kjörgrip, sem staðsettur er í anddyri safnaðarheimilisins Vina- mynni. JG. Fer inn á lang flest 6 heimili landsins! byggt 50.000 fermetra húsnæðis. Meðal þeirra bygginga sem starfs- menn Steintaks hafa reist er Seðlabankinn, „Jötunshúsið" á Hringbraut 119, íbúðablokkir í Grafarvogi og Selási. í sumar byggði fyrirtækið tvo skóla fyrir Reykjavíkurborg, Grandaskóla og Selásskóla. Bygging þeirra tók fjóra mánuði. Steintak hefur einbeitt sér að því að byggja hús á eigin reikning til að selja. „Það gerir viðskiptin skemmtilegri, því þá hefur maður stjóm á öllum þáttum byggingar- innar, staðsetningu, útliti og vinnuhraða. Ég tel að þetta verði þróunin í framtíðinni. Verktakafyr- irtæki munu framleiða húsnæði til að fullnægja eftirspurn markaðar- ins,“ sagði Vignir. Hann sagði að húsnæðið á Suðurlandsbraut væri enn óselt, en honum virtist sem margir yrðu um hituna. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Urhellisrigtiing var þeg- ar Vignir tók skófl- ustunguna. Þeir sem viðstaddir voru, talið frá vinstri: Kristján Snorra- son, Vignir H. Benedikts- son og Gunnar Gunnarsson forvígis- menn fyrirtækisins, Ingimundur Sveinsson arkitekt og Atli Vagnsson fasteignasali. Á innfelldu myndinni sést teikning af húsinu eins og það mun líta út séð úr austri. ABMS DRE0IB IIR SELDIIH N 'UM! 1 DAIHATSU ROCKY 3 DAIHATSU CHARAD^ 110 DAIHATSU CUORE 8 VIDEOTOKUVELAR JVC GR-C2 '75 UTVÖRP JVC RC-W40, WbBm 75 REIÐHJOL BMXLUXUS * -V r EING0NGU DREGIÐ UR SELDUM MUDUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.