Morgunblaðið - 14.12.1986, Síða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
Nútíð í fortíð
— rætt við Kristján J. Gunnarsson um skáldsögu hans, Ref sku
Refska, skáldsaga Kristjáns J.
Gunnarssonar, sem út kom fyrir
skömmu, gerist í orði kveðnu á
landnámsöld og minnir stíllinn
víða á íslendingasögur. í umsögn
á kápu bókarinnar segir m.a. á
þessa leið: Refska reynist
margslungin og engan veginn öll
þar sem hún er séð í fljótu
bragði, enda þreytir höfundur
tvíræðan leik og kemur lesand-
anum í opna skjöldu með
óvæntum sjónhverfingum. Hann
setur á svið atburði og viðhorf
samtíðarinnar innan lands og
utan og býr sögunni listrænt
dulargervi.
Kristján er kennari að mennt
og var lengi skólastjóri og síðar
fræðslustjóri í Reykjavík en
Refska er fyrsta skáldverk hans
sem kemur á prent. Blaðamaður
Morgunblaðsins ræddi við Kristj-
án um bókina og var hann fyrst
spurður hver hefði verið kveikj-
an að efni hennar.
Þögull meirihluti
Það má segja að hugmyndina að
Refsku megi rekja allt aftur til þess
að ég las bók Skugga (Jóckums
Eggertssonar), „Skammir", fyrir
30 eða 40 árum. Kenningar Skugga
um fomsögurnar og að Krýsar, sem
með sögufölsun vom gerðir að eins
konar huldumönnum, hefðu verið
fyrir í landinu áður en það byggðist
frá Noregi er skemmtileg og varð
mér hugleikin. Seinna fór ég að
hugsa um þetta frá öðmm sjónar-
hóli. Með öllum þjóðum er nefnilega
þögull meirihluti sem virðist áhrifa-
laus en hefur engu að síður áhrif
á framvindu sögunnar. Þessi saga
hefur lengi leitað á mig en ég hef
bara verið svo önnum kafinn um
ævina — það var fyrst eftir að ég
hætti störfum sem ég gat gefið
mig að skriftum fyrir alvöru.
— Hvað varð til þess að þú vald-
ir þetta sérstæða frásagnarform?
Það gefur höfundinum mikið
frelsi að fara svona aftur í fortíð-
ina. Þannig getur maður leyft sér
ákveðna öfga s.s. hreinan brútal-
isma til að undirstrika það sem
gerist í samtíðinni. Eins er hægt
að sýna valdabaráttuna í dálítið
nýstárlegu ljósi en hún er auðvitað
í gmndvallaratriðum alltaf eins,
hvort sem er á söguöld eða nú.
Manneskjan er alltaf að endurtaka
sig með mismunandi blæbrigðum á
hverjum tíma.
Þessi saga tók ekki á sig endan-
lega mynd fyrr en ég lét af störfum.
Refska varð reyndar til þess að ég
hætti fyrr í starfi en ég hefði ann-
ars gert, því vegna vinnunnar við
söguna varð ég svo tvískiptur. Ég
skrifaði fmmdrögin að sögunni í
hálfdsdags vinnu á einu til tveimur
ámm. Það tók mig svo tvö ár að
vinna úr henni og vann ég þá oft
í skorpum.
Upphaflega ætlaði ég ekki að
hafa söguna svona langa en efnið
hafði tilhneigingu til að þenjast og
ná til æ fleiri þátta í þjóðfélaginu
og reyndar til annarra landa. Það
reyndist til dæmis ómögulegt að
fjalla um pólitíkina hér án þess að
taka alþjóðapólitíkina inn í líka.
Sérstæð frásögn
Ég gerði það viljandi að hafa
stílinn gráglettinn þannig að at-
burðarásin yrði ekki of þung. Þó
er alvara undir niðri eins og vera
ber. í Refsku er fyrst og fremst
fengist við að skilgreina hlutina —
virða þá fyrir sér án þess að setja
fram ákveðnar skoðanir eða prédika
ákveðinn boðskap. Við getum sagt
að þetta sé saga skrifuð af efasemd-
armanni sem efast meira og minna
um allar lausnir. Ef boðskapurinn
er einhver er hann sá að þeir sem
trúa alfarið á einn málstað fari villt-
ir vegar. Vegna þess að allar lausnir
hafa margháttaðar afleiðingar,
engin ein lausn er algóð og kannski
engin með öllu vond heldur.
Bygging sögunnar er nokkuð
flókin. Látið er sem hún sé byggð
á fornsögu sem fundist hefur. En
það heppnast að fylla uppí handrit-
ið að hluta til eftir dulrænum
leiðum. Fyrir atbeina miðils næst
samband við anda sem segist heita
Skarphéðinn og er heldur görótt
persóna. Einnig er framlag frá spá-
konunni Vívu sem skrifar lesenda-
pistla í Hvunndagstímann og eru
nokkrir birtir í bókinni. Pjallað er
um ýmis kunnugleg efni: kvenna-
byltinguna, breytingar á fjölskyld-
unni, vinnuþrælkun, steinöld hina
nýju, verkalýðsbaráttuna o.m.fl.
— Það hefur kostað þig nokkra
vinnu að ná tökum á því forna
málfari sem einkennir þessa bók.
Tveir kaflar úr Refsku:
Nornaseiður
Hafirðu lagt múginn að fótum
þér stendurðu ein. Og gengur ein
út í hraunið.
Lágnættið hefur lagst yfir Vel-
lina og tekið er að halla til óttu,
þegar Guðríður Óspaksdóttir geng-
ur austur með vatninu og skilur
eftir sig slóð einfarans í döggvotu
grasi. Þetta hefur verið langur dag-
ur. Nú er nótt og aðrir sofa. í
skyggðum fleti vatnsins speglast
nætursól sem rís við fjallsbrún, því
að um jónsmessudægur er nóttin
ekki nótt heidur dagur í náttklæð-
um. Fiskar vaka í gárulausu
vatnsborðinu, en spóinn hefur
stungið nefi undir væng.
Hvers vegna þessi þreyta, þessi
tómleiki? Hún hefur þó sigrað og á
morgum hefst hún til metorða,
verður hin fyrsta ókrýnda, íslenska
drottning. Drottningin sem leiðir
kynsystur sínar úr ánauð hvers-
dagslegra búsorga til fyrirheitins
lands valda og mannaforráða, alls
þess sem karlar gimast og hefur
þeim mesta hamingju veitt. Því að
í valdinu er lífslánið fólgið, og þess
vegna eru stórmennin hamingju-
menn.
Þröng og óþjál er þessi snúin-
brók, ljótir þessir mórauðu sokkar.
Hér á þessum stað, við þetta vatn,
í þessu hrauni, um svona nótt, á
kona að ganga í grænum möttli,
gullofnum og síðum, svo að breiða
slóð marki í döggvott grasið. Og
ganga með gullið, slegið hár á fund
elskhuga síns.
Vitleysa! Fáránlegir órar! Því
lætur hún sér detta þetta í hug?
Karlrembuinnræting kynslóðanna
hefur hana ennþá á valdi sínu. Get-
ur hún aldrei orðið ftjáls?
Hún hnykkir til höfðinu reiðilega
og víkur þvert af götunni út i hraun-
ið. Urð og grjót, vegleysa. Við hvert
fótmál liggur falin gjóta í leyni.
„Reikaðu ekki um refilstigu, snót,
snót, — urðin brýtur, brýtur, brýtur
fót, fót — — —.“ Leggjast munu
nú af vikivakar að Naustum um
sinn.
En þetta hraun er ekki urðin ein.
Það er vinalegt með blómastóði og
birkiangan. Og hátíðlegt. Eins og
að ganga í hof þar sem líkneskjur
guðanna tróna á stöllum og hafa
tekið á sig steinmyndir drangs og
strýtu. Eða eru turnspírur hraun-
borganna fremur merki krossins,
róður krosshangans? Hversu safa-
grænt er ekki þetta kjarr og
flosmjúkur þessi mosi. Hún ætlar
að finna sér skjólgóða laut undir
hraunbrík og varpa sér niður á
mosabeðinn til að hugsa í einveru
um þann dag sem var í gær og er
nú liðinn, og um daginn, sem kem-
ur á morgun og aðra daga anna
og umsvifa, valda og stórræða sem
síðar munu koma. Áfram, áfram,
að baki næsta hraunhóls bíður laut-
in græna sem er lautin mín, hugsar
hún. Og alit í einu er þreytan horf-
in, íjöruð út eins og gróandi
landsins og frjómagn moldarinnar
hafí yfirskyggt konuna og tendrað
í sál hennar léttúðuga gleði,
lífsfögnuðinn yfír því að vera til.
Hún gengur ekki um þetta hraun,
hún svífur, borin uppi af ójarð-
bundinni fagnaðarkennd tyllir hún
tám á steina, dansar yfír urðir og
gijót, brosir við hamingju sinni.
Hún er ung, hún er íslensk drottn-
ing! Og þarna opnast hún, lautin
hennar sem af öllum öðrum hvömm-
um hraunsins ber, opnast eins og
hátíðasalur i álfaborg. En hver er
sá sem situr þar á fleti fyrir? Hún
felur sig bak við hraundrang og
virðir manninn fyrir sér.
Hann situr á steini niðri í hvamm-
inum og horfir í gaupnir sér.
Fjarrænn á svip, skartar litklæðum.
Um hvað skyldi hann vera að
hugsa? Hvers vegna situr hann hér
einn og er þó skartbúinn eins og
hann væri á leið til mannfagnaðar?
Maðurinn sem aldrei fínnst í hópn-
um og er þó alls staðar nálægur,
maðurinn sem fáir þekkja en marg-
ir þykjast vita hver er, og vita þó
ekki nema hvað hann er sá Kol-
skeggur sem engum öðrum líkist.
Og þó? Hvort er hann fremur sá
Kolskeggur sem er höfðinginn eða
hinn sem var þrællinn?
„Hæ, hæ, hó, hó,“ kallar konan
um leið og hún hleypur úr skjóli
hraundrangans, og er gáski í rödd-
inni, „hver ert þú?“
Honum verður hverft við og
sprettur upp af steininum, hann er
íturvaxinn. Sér konuna koma hlaup-
andi niður í hvamminn, létt,
svífandi.
„Huldumaður,“ svarar hann og
hlær. Hann hefur fallegar tennur,
hvítar, og ber við jarpt skegg. Hár
hans er svart.
„Ég trúi ekki á huldumenn,"
svarar hún hlæjandi. „Veit annars
hver þú ert.“ Hún virðir hann fyrir
sér íhugandi. „Eða svona hér um
bil,“ bætir hún við, efins.
„Nú?“ spyr hann.
„Ertu Kolskeggur ungi, Krýsa-
höfðinginn, eða ertu Kolskeggur sá
sem áður var þræll en er nú leys-
ingi? Svo eruð þið sagðir líkir að
enginn veit hvor er hvor.“
„Þræll er höfðingi og höfðingi
þræll og hvor öðrum líkur. Allir
menn vilja vera huldumenn og dylja
sjálfa sig fyrir öðrurn."
„Vera má að ég heillist af álfum,
en ekki vil ég með þeim búa,“ sagði
hún, „og kýs ég mér fremur
mennska menn. Mennska og sjálf-
um sér líka.“
„Enginn er sjálfum sér líkur
nema þegar hann er einn með sjálf-
um sér,“ svarar huldumaður.
„Þú talar undarlega," segir hún
og sest niður í mosann, „en ávallt
hefi ég mesta skemmtun af þeim
orðræðum sem torráðnar eru. Þora
muntu að setjast á tal við konu, svo
hirðmannlegur sem þú ert.“ Hún
lítur upp til hans og brosir, ögrun
í brosinu, sér að hann hefur brún
augu.
„Mörgum hefur orðið það þoran-
raun að tala við konu og látið ósagt
það sem segja vildi eða sagt það
sem betur var ósagt látið.“ Hann
brosir til konunnar og sest við hlið
henni. Þau sátu þegjandi um stund
og nutu þagnarinnar sem var betri
en orð.
Guðríði Óspaksdóttur hvarflar í
hug að sumir menn eru til höfð-
ingja bornir en sæta þó hlutskipti
þrælsíns og mega við búa að höfð-
ingjanefnur sitji yfir þeirra hlut.
Við ætt sinni og auði kaupa menn
sér völd og mannaforráð og fellur
oftast þeim í skaut sem síst eru til
forystu fallnir.
„Tveir eru menn á íslandi öðrum
ágætari og var annar þræll en er
nú leysingi en hinn var héraðs-
höfðingi en er nú útlagi í jöklum.
Eru ill þeirra örlög því að slíkir
menn ættu að eiga land, ráða goð-
orðum og fara með landstjórn,"
sagði Guðríður.
„Verri geta örlög orðið en frelsi
í útlegð,“ ansaði maðurinn. „Auði
og völdum fylgir óttinn við að tapa
og gnagar í bijósti metnaðarmanna
hveija stund. Oft verður sá ham-
ingjulítill sem mikils hefur að
gæta.“
„Nú skil ég þig ekki,“ svarar
konan, „svo vil ég eign eiga að
aukist við og völdum skipa að meira
ráði, og skal enginn frá mér taka
það sem ég hef. Ekki væri metnaði
mínum meir en svalað þó að hefði
ég allt Island í hendi mér.“
„Mikinn hlut ætlar þú þér og
muntu stórráðust íslenskra
kvenna,“ sagði maðurinn. „Og feg-
urst,“ bætti hann við.
„Éigi spyrðu mig þó að heiti og
verst sjálfur nafns,“ sagði Guðríð-
ur, „og mun þér litlu þykja skipta
hver sú kona er sem þú átt ein-
mæli við.“
„Veit ég að þú ert mest kvenna
á íslandi að fegurð, auði og völdum.
Og megir þú vel njóta,“ svaraði
maðurinn.
„Af hveiju ræður þú það?“ spurði
hún, „ekki geng ég skartbúin á
þessari nóttu, svo sem þú gerir, og
leita ekki eftir að hafa á mér höfð-
ingjasnið."
„Svo eru sumar konur,“ svaraði
hann, „að skart getur ekki stækkað
né tötrar lýtt, og gildir þá einu þó
að klæðist snúinbrókum."
„Þú ert skjallsamur," sagði hún
hlæjandi, „og kanntu vel að slá
konu gullhamra. Þykir og konu
gott að heyra, ef sá segir sem hún
vill sér segja láta.“ Hún hallaði sér
út af í mosann, tók í hönd mannin-
um og dró hann niður við hlið sér.
Hvers er manneskjan megnug
þegar nornir spinna henni örlaga-
þræði og gera af vef að fanga hana
í?
Óslökkvandi er lífsneistinn í
grimmúðugri síngirni sinni að halda
sér við og tendra sprek af spreki
svo aldrei slokkni. Ekki fölskvast
hann eða kulnar út því hann teflir
fram frumhvötum manneskjunnar,
sviptir hana viti og vilja, lætur hana
afklæðast snúinbrókum metnaðar
síns og tilbúinna langana og dæmir
hana til eyðingar og endurfæðingar
í eilífri hringrás frá dauða til lífs.
í birkikjarri undir hraunbrík situr
þröstur á grein og hallar undir flatt
kankvísu nefi sínu. Undarlegt er
að sjá hvemig mannfólkið elskast.
Jörðin varð svöl í morgunsárið
og mosinn rakur. Konan og maður-
inn vöknuðu við að hross setti að
þeim þó að lukt væru þau hvort í
annars örmum. I nótt höfðu þau
sofnað í þögn þess friðar sem al-
gleymi er, því að sjálf voru þau
hætt að vera til og tíminn blekking.
En eilífðin og þau voru eitt. En þar
að kemur að eilífðin glatast og
tíminn fer aftur að líða í hvers-
dagsleika stundanna. Guðríði
Óspaksdóttur verður hugsað til
kynsystra sinna í baráttu gærdags-
ins sem sóru að fara ekki af
snúinbrókinni né veita manni
nokkra blíðu fyrr en stríðið var
unnið og aflétt kúguninni svo að
konur fengju frelsið smakkað.
Engin smán getur konu meiri
hent en að svíkjast um að afneita
sjálfri sér þá er sannur málstaður
krefst. Hversu grimmar eru ekki
skapanornir þá er þær seiða svo
tifl að berskjölduð verður manneskj-
an fyrir sjálfri sér, svipt ætlun sinni
og ráði, svo að hún fer að vilja það
sem hún vill ekki og gera það sem
hún vill ógert láta.
Guðríður Óspaksdóttir spratt upp
af mosabeðnum og horfði á mann-
inn hvar hann lá mað lokuð augu
og rósemi í svipnum. Hún hataði
hann og þráði að halda áfram að
elska hann. Hann var fjandvinur.
„Það vildi ég að við hefðum aldr-
ei hist,“ hvíslaði hún, röddin
samanbitin.
Maðurinn opnaði augun og horfði
á hana í spurn. Hann sá hana ganga
burt úr hvamminum. Við hraun-
drangann, þar sem hann sá hana
fyrst, snérist hún á hæli og kallaði
til hans: „Hafirðu gert mér bam læt
ég drepa þig,“ og var horfín fyrir
klettinn.
Frá við-
ræðu Sáms
silkitungu
o g Marðar
goða
Sú var venja Sáms stýrimanns
þá er hann fór um sumur í kaup-
ferð til íslands, að koma við í
Krýsavík og gista Mörð goða.
Það var eitt sinn þá er Sámur
dvaldi þar að þeir Mörður gengu
upp á Krýsastapa og settr.st þar.
Var þar hlé fyrir vestanvindum sem
jafnan blása í Krýsavík, því að skjól-
sælt var undir höll múrgoða sem
upp reis vestan við Stapann. Af
Stapanum sá vel til landsins þar
sem fjöldi verkþræla var að starfi
á útvegum Marðar goða, rém
nokkrir, aðrir verkuðu skreið, en
sumir vom að heyverkum eða mjölt-
uðu ásauð í kvíum. Mörður var
þungt hugsi, og þögðu þeir lengi
vel báðir tveir. Að lokum rauf Sám-
ur þögnina og mælti: „Áhyggjusam-
legur ertu, Mörður goði, og seg
mér nú hug þinn eða hvað er það
sem þjakar þig?“
Mörður svaraði: „Svo er mál vax-
ið að Óbyggðasjóður hefur haft áföll
stór og er þorrið allt fé hans.“
Sámur spurði hvað áfalla það var
sem féskylft gerðu Óbyggðasjóði.
„Þorrjnn er fiskur í sjó og er nú
svo komið að ekki einungis á Vest-
fjörðum er nú hver krummavík
Veiðileysufjörður heldur er svo orð-
ið um land allt hvar sem skutæring-
ar sækja sjó. Verður Óbyggðasjóður
að greiða hveijum útvegsbónda ófa-
fé fyrir þann fisk sem ekki veiðist,
og er það talið til bjargráða."
Sámur spurði hvort kostnað hafði
Óbyggðasjóður af fleiri bjargráðum.
„Illa voraði í fyrra um Norður-
land, og var kal í túnum, en fé
horféll í hagleysum. Varð Óbyggða-
sjóður að bæta búendum það fé er
drapst og láta græða upp kal-
skemmdir í túnum Norðlendinga,
og eru það líka bjargráð kölluð."
„Svo virðist mér þó, Mörður goði,
sem sjá má á búi þínu, að góðæri er
í Krýsuvík og mun svo vera um