Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 78

Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 t Eiginmaður minn og faðir, GÚSTAF RAGNAR BERGMARK, lést á heimili sínu, Skellefteá, Svíþjóð, þann 9. desember sl. Útför hans fer fram í kyrrþey. Anna, Lára og Karl Bergmark. t Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR FINNUR ÓLAFSSON, verslunarmaður, andaðist á heimili sínu Lokastíg 2, þann 12. desember sl. Sigriður Sigurðardóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Sigurður Blomsterberg, Sveinn Blomsterberg, tengdabörn og barnabörn. ... %. t Systir okkar, JÓHANNA EINARSDÓTTIR, frá Vogi, Fellsströnd, Bergþórugötu 53, andaðist 2. desember sl. að Hrafnistu. Jarðarförin hefur fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Agnes Einarsdóttir, Hjálmtýr Einarsson, Jófriður Einarsdóttir, Herborg Einarsdóttir. t Útför eiginmanns míns og föður okkar, JÓNS GUNNLAUGSSONAR frá Klaufabrekknakoti, Svarfaðardal, Hátúni 10, Reykjavfk, fer fram frá Dómkirkjunni i Reykjavík þriöjudaginn 16. desember kl. 13.30. Guðbjörg Magnúsdóttir, Hafliði Helgi Jónsson, Þóra Jónsdóttir, Guðbjörg Ásta Jónsdóttir t Útför eiginkonu minnar, móður og ömmu, KRISTJBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Boðahlein 3, áður Ægissfðu 96, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. desember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hrafnistu, Hafnarfirði. Jón Vilhjálmsson, Erla S. Jónsdóttir, Einar Ingl Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar og tengdamóður, RAGNHILDAR RUNÓLFSDÓTTUR, frá Hólmi f A-Landeyjum, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. desember kl. 13.30. Ragriar Jóonsson, Ingólfur Jónsson, Ólafur Jónsson, Árni Jónsson, Ásta Jónsdóttir, Sigrfður Jónsdóttir, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Magnea Ágústsdóttir, Bjarney Tryggvadóttir, Arnljótur Sigurjónsson, Gróa H. Kristjánsdóttir. t Eiginkona mín og móðir okkar, RAGNHEIÐUR EGGERTSDÓTTIR, Blönduhlfð 29, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum þann 12. desember. Reidar Kolsöe, Sigrún Kolsöe, Ragnheiður Kolsöe. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför STEFÁNS STEINGRÍMSSONAR, Barmahlfð 35. Stefán Stefánsson, Guðrún Lind Waage, Guðmundur Hilmar Hákonars., Marfa Björk Valdimarsdóttir og börn. Kveðjuorð: Tryggvi Sigtryggs- son, Laugabóli Aðfaranótt 1. desember sl. and- aðist í sjúkrahúsinu á Húsavík Tryggvi Sigtryggsson, lengi bóndi að Laugabóli í Reykjadal, S-Þing- eyjarsýslu, 92 ára að aldri. Þar lagðist til hvíldar mikill þrekmaður til sálar og líkama og óvenjulega vel gerður á marga lund. Hann hélt skýrleik í hugsun nær til loka- dægurs, miklu og öruggu minni fram undir síðustu ævivikur og undraverðu líkamsþreki full níutíu ár. Hann fylgdist með mönnum og málefnum, eins og tekið er til orða, allt til lokavikna og ræktunaráhugi þessa mikla ræktunarmanns slævð- ist aldrei. Geta má sér til, að síðasta hugsun hans hafí numið staðar í skógarhlíðinni fögru yfir Lauga- bólsbæ, lokaverki hans af mörgum og undir það síðasta hjartfólgnasta. Tryggvi Sigtryggsson fæddist að Hallbjarnarstöðum í Reykjadal. Þar bjuggu foreldrar hans búskapartíð sína alla: Sigtryggur Helgason, bóndi og kennari, þriðji maður frá Helga Asmundssyni, sem hin kunna Skútustaðaætt er kennd við, og Helga Jónsdóttir, húsfreyja frá Arndísarstöðum. Hún var föður- systir Ólafs Tryggvasonar, hug- læknis og bónda á Hamraborg við Akureyri. Tryggvi var fjórða barn þeirra hjóna, Helgu og Sigtryggs, en alls urðu þau níu og stendur sá ættleggur nú víða fótum. Sigtrygg- ur var áhugasamur fræðari og fékkst löngum við barna- og ungl- ingafræðslu í sveit sinni og víðar, áhugamikill um framfara- og fé- lagsmál, tónlistarunnandi og laga- smiður. Lék á fiðlu og kenndi. Af honum lærði Tryggvi fiðluleik, sem var honum hugbót og unaðsauki um stopular tómstundir fram á efstu ár. Hið hljóða starf húsfreyj- unnar á Hallbjarnarstöðum við umsjá barna og heimilisönn spurðist eins og títt hefir löngum verið minna manna í milli en umsvifa- meiri fræðslu- og félagsstörf bóndans, en kom vel í ljós er atgervisböm þeirra uxu úr grasi. Tryggvi Sigtryggsson varð bú- fræðingur frá Hvanneyri 1916 og reyndist þar mikill námsmaður. Næstu fjögur árin var hann far- kennari í Reykdælahreppi og kom þá mikið við sögu ungmennafélags sveitar sinnar. Meðal annars hóf félagið undir forystu hans auk Arn- órs Siguijónssonar, Litlu-Laugum, og Sigurgeirs Friðrikssonar; Skóg- arseli, síðar bókavarðar í Reykjavík, rekstur unglingaskóla að Breiðu- mýri 1918. Varð Breiðumýrarskól- inn, þótt með nokkrum hléum starfaði um næstu ár, raunar fyrsti vísirinn að Héraðsskólanum á Laugum, er tók til starfa haustið 1925. Árið 1920 kvæntist Tryggvi eftirlifandi konu sinni, Unni Sigur- jónsdóttur, Litlu-Laugum. Ekkert áttu ungu hjónin til að hefja búskap sinn með nema lífsþrek sitt og bjart- sýni. Þau voru bæði börn efnalítilla t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR M. WAAGE, Kelduhvammi 11, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 15. desember kl. 13.30. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlega bent á Hjarta- vernd. Marfa Ú. Úlfarsdóttir, Magnús Waage, Fríöa Ágústsdóttir, Ingimar Waage, Ólafur M. Waage, Guðný María M. Waage. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúö og vináttu við andlát og útför bróður okkar, GÍSLA PÁLMASONAR, fyrrverandi kjallarameistara Nausts. Fyrir hönd vandamanna, Jónfna Pálmadóttir, Hólmfrfður Pálmadóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR KR. JÓNSSONAR, Vatnsholti 4, Reykjavfk. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki háls-, nef- og eyrnadeildar Borgarspítalans fyrir mikla og góða umönnun í veikindum hans. Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, Vilhelmfna Kristjánsdóttir, Vildís Guðmundsdóttir, Halldór Haraldsson, Jón Ingi Guðmundsson, Sigrfður Helga Þorsteinsdóttir, Guðrún E. Guðmundsdóttir, Skarphéðinn Haraldsson og barnabörn. 1 e nstsinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. ii S.HELGASON HF STEINSmlÐJA SKEMMWEGI 48 SÍMI76677 HHMHHMnHHHMnni bændahjóna, bæði úr stórum systk- inahópi. Ekkert fast jarðnæði var fyrir hendi. Á einum klyfjahesti var flutt fábrotin búslóð þeirra úr for- eldrahúsum að Skógarseli í Selja- dal, afdal Reykjadals. Þar bjuggu þau fyrsta árið í litlu framhús- herbergi á leiguhomi Skógarsels, en síðar bjuggu þau skamma hríð að Holtakoti í Reykjahverfi, þá rýrðarkoti. Árið 1923 auðnaðist þeim hjónum að fá eignarhald á þriðja hluta lands Litlu-Lauga. Þá hófst þeirra landnámssaga. Á næstu árum reistu þau í suðurhluta hálfdeigjumýra Litlu-Lauga, nýbýl- ið Laugaból, hituðu það laugar- vatni, ræstu fram mýrarnar, græddu þær allar í töðuvöll, sígandi en jafnt juku þau bústofn sinn, uns þau sátu í bjargálna búi og allt þetta meðan þau komu upp 11 barna hópi. Mörg hafa afrek og ævintýr gerst með íslenskri þjóð, en þessi eru ekki í síðri röð. Á úthöllu sumri ævi sinnar hratt Tryggvi Sigtryggsson í framkvæmd þeim draumi sínum að klæða hlíðina ofan Laugabóls skógi. Þar átti hann síðari árin mörg ræktunarhand- tökin og marga unaðsstundina og hvert tré virtist dafna, sem hendur hans hlúðu. Skógardraumur hans var stór og orðinn fagur veruleiki áður en augum lauk. Aldrei gleymdi hann að geta þess, hve hvatningar- orð góðra manna, ekki síst Hákonar Bjarnasonar, lengi skógræktar- stjóra ríkisins, hefðu verið sér gott ræktunarílag, né hve ómetanleg og afdrifarík hefði orðið sér margs konar fyrirgreiðsla og hjálpsemi ísleifs Sumarliðasonar, skógarvarð- ar Vaglaskógar. Tryggvi taldi enga hluti sjálfsagða úr annarra höndum og var langminnugur á allt, sem honum þótt vel að sér rétt. Af allri rækt jarðar mun Tryggva haft ver- ið hugstæðust skógræktin. Fæstum Btómastofa fíiðftnns Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.