Morgunblaðið - 14.12.1986, Side 88
ltsemþarf
/
STERKTKDRT
SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Rúmlega millj-
arður í skyndi-
happdrættum
Dómsmálaráðuneytið hefur á
þessu ári, eða fram til 25. nóv-
ember sl., veitt 114 leyfl til
~ — rekstrar skyndihappdrætta.
Leyfin fela í sér útgáfu rúmlega
3,2 milljóna happdrættismiða að
verðmæti um milljarður króna.
Vinningar eru tilgreindir sam-
tals 164,5 milljónir króna.
Samkeppni á skyndihappdrættis-
markaðinum fer sífellt harðnandi
og hafa um 1.400 manns látið afmá
nöfti sin af því eintaki þjóðskrár,
sem notuð er við útsendingar happ-
drættismiða með póstgíróseðlum,
en til þess þarf sérstakt leyfí Hag-
stofu eða tölvunefndar. Má af því
marka að mörgum fínnst nóg kom-
ið af slíkum póstsendingum.
Sjá ennfremur: „Er verið að
«drekkja þjóðinni í happdrætt-
ismiðum?" á bls. 12c-15c.
Skjálftar við
Ljótapoll frá
því í ágúst
LJÓTIPOLLUR við Torfajökul
hkelfur enn. Jarðskjálftamælar á
þessu svæði greindu fyrst merki
um hræringar á svæðinu í kring-
um Torfajökul í ágúst. Hefur
skjálftavirkni verið þar stanslaus
síðan, að sögn Páls Einarssonar
jarðeðlisf:ræðings.
Jarðfræðingar telja að skjálfta-
virkni af þessari tegund sé gjaman
fyrirboði eldgosa. Ekki hefur nein
skýring fundist á því af hveiju Ljóti-
pollur skelfur. Skjálftamir eru tíðir,
en mjög litlir og geta menn sem
ganga um svæðið ekki greint þá.
jLeiðangur visindamanna í haust
mældi mikið jarðsig á svæðinu.
Bendir það til þess að þar flakki
)kvika um undir jarðskorpunni líkt
jog í Kelduhverfi.
\
■
■ ' ■ ■ ' :
• ■ • • ■ - I I II -I—
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
Umferðarspegill á Amtmannsstíg
SETTUR hefur verið upp speg-
■11 á horni Amtmannsstígs og
l’ingholtsstrætis í Reykjavík.
Spegill þessi gerir ökumönnum,
sem aka niður Amtmannsstig,
kleift að sjá umferð eftir Þing-
holtsstræti.
Að sögn Óskars Ólasonar yfir-
'lögregluþjóns hefur gatnamála-
stjórinn í Reykjavík fengið nokkra
slíka spegla til reynslu og verða
þeir settir upp á 5-6 blindhomum.
Nú hafa þegar verið settir upp
tveir slíkir, á Amtmannsstíg og á
Kleifarvegi. Fyrirhugað er að
setja einnig upp spegil á mótum
Laugavegar og Smiðjustígs, Skál-
holtsstígs og Þingholtsstrætis og
víðar. Erlendis eru speglar þessir
víða notaðir og sagði Óskar að
ef þeir reyndust vel væm þeir
ódýr lausn á miklum vanda.
Hækkun á
minkaskinn-
um 20-25%
MINKASKINN hækkuðu mikið í
verði fyrstu daga desemberupp-
boðs á minkaskinnum í uppboðs-
húsi danska loðdýraræktarsam-
bandsins í Kaupmannahöfn.
Skinnin hækkuðu á bilinu
20—25% miðað við desemberupp-
boð á sama stað fyrir ári.
Minkaskinnauppboðið í Kaup-
mannahöfn hófst á fimmudag og því
lýkur í dag, sunnudag. Búið er að
bjóða upp brúnlituðu skinnin (pastel
og scan-brown) en svartminkurinn,
sem er mikilvægasta skinnategund-
in, er seldur núna um helgina. Sem
dæmi um verð þá fór brúnminks
högni (scan-brown) á 308 danskar
krónur eða 1.650 krónur íslenskar,
að meðaltali. Er þetta 20—25%
hærra verð en á desemberuppboði í
fyrra og tæplega 30% hærra verð
en minkaskinn voru seld á að meðal-
tali síðasta vetur.
Um 3.500 íslensk skinn voru send
út fyrir þetta uppboð en ekki verður
nema hluti þeirra boðinn upp nú.
Ekki er vitað hvemig íslensku skinn-
in hafa komið út í samanburði við
þau dönsku.
Að sögn Jóns Ragnars Björnsson-
ar, framkvæmdastjóra Sambands
íslenskra loðdýraræktenda, eru for-
ystumenn loðdýrabænda mjög
ánægðir með þessa verðhækkun
minkaskinna. Öll skinn sem boðin
hafa verið upp hafa selst, ekki eitt
einasta hár eftir, eins og Jón Ragn-
ar orðaði það.
DAGAR
TIL JÓLA
Freðfisksalan til Sovétríkjanna:
Um 5.200 lestir vantar
upp á umsamið magn í ár
Tekur þrjá til fjóra mánuði á næsta
ári að uppfylla samninginn
HORFUR eru á þvl, að um fimmt-
ung, 5.200 lestir^ vanti upp á það
um áramót, að íslendingar hafi
framleitt upp I samninga þessa
árs um sölu á freðfiski tíl Sov-
étrikjanna. Stafar þetta að mestu
leyti af þróun dolíars og hækk-
andi fiskverði i Vestur-Evrópu
og Bandaríkjunum, því vegna
þessa er tæpast hagkvæmt að
framieiða fyrir Sovétríkin. Staða
sem þessi hefur ekki komið upp
lengi, því undanfarin ár hefur
dæmið verið þveröfugt. Engir
samningar hafa enn verið gerðir
um sölu á freðfíski til Sovétríkj-
Lánsloforð verða
send út í vikunni
UMSÆKJENDUR um lán Húsnæðisstofnunar eftir nýja kerfinu svo-
kallaða mega eiga von á þvi að fá lánsloforð sín send í pósti eftir
helgina. Einnig er verið að afgreiða þær umsóknir sem borist höfðu
áður en nýju húsnæðislögin tóku gildi. í lok mánaðarins verða greidd
út lán að upphæð 400 milljónir króna. Nú hefur þriðjungur lífeyris-
sjóða uppfyllt skilyrði Húsnæðisstofnunar til þess að félagar þeirra
• -^|u lánshæfir. Á landinu öUu eru 86 lífeyrissjóðir. Að sögn Sigurðar
,*-• Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Húsnæðisstofnunar, bætast
jlífeyrissjóðir í hópinn á hveijum degi.
(Lánsloforðin sem send verða út
eftir helgina eru gefin án tillits til
þess hvort umsækjendur séu búnir
að festa kaup á húsnæði eða ekki.
Þeir sem eru að sækja um í fyrsta
■J^ÉBti og ætla að byggja fá loforð
um lán að upphæð allt að 2.360.000
krónum. Þeim sem ætla að kaupa
eldra húsnæði eða hafa áður fengið
lán hjá stofnuninni og ætla að
byggja er lofað 1.652.000 krónum.
f þriðja flokknum lenda þeir sem
ætla að kaupa eldra húsnæði og
búa í eldra húsnæði. Geta þeir feng-
ið lán allt að 1.157.000 krónum.
Umsækjendur í lífeyrissjóðum
sem ekki hafa gert samninga við
Húsnæðisstofnun verða að bíða
þangað til þeir liggja fyrir. Sam-
kvæmt nýju húsnæðislögunum
þurfa sjóðimir að semja við Hús-
næðisstofnun um að þeir kaupi
ríkisskuldabréf fyrir ákveðið hlut-
fall af ráðstöfunarfé sínu. Sigurður
sagðist eiga von á því að allir lífeyr-
issjóðimir myndu ljúka því að
ganga frá sínum samningum á nýja
árinu.
anna á næsta ári.
Samingar þessa árs námu alls
26.000 lestum af fiski, 14.000 lest-
um af karfaflökum, 6.000 lestum
af ufsaflökum og 6.000 lestum af
heilfrystum físki.
Sigurður Markússon, fram-
kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar
Sambandsins, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að um miðjan nóv-
ember hefði vantað 15 til 20% upp
á að Sambandið hefði staðið við
sinn hlut af samningunum við Sov-
étmenn. Hann sagðist búast við
því, að staðan yrði svipuð um ára-
mótin, þar sem lítið af karfa og
ufsa bærist á land í desember.
Hann sagðist telja að það tæki um
þijá mánuði á næsta ári að upp-
fylla samninginn. Skýringin á því,
hve illa gengi að standa við þennan
samning væri einfaldlega sú, að
munur á skilaverði á freðfiski fyrir
Sovétríkin annars vegar og Vestur-
Evrópu og Bandaríkin hins vegar,
væri verulegur.
Benedikt Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri hjá SH, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að um
áramót myndi líklega skorta á um
2.000 lestir að framleitt hefði verið
hjá SH upp í samninga um sölu á
karfaflökum. Þá myndi ennfremur
vanta svipað magn af ufsa og 500
til 600 lestir af heilfrystum fiski.
Hann taldi að ekki yrði búið að
framleiða þetta magn fyrr en eftir
þijá til íjóra mánuði á næsta ári.
Benedikt sagði aðspurður, að engir
samningar hefðu enn verið gerðir
ívið Sovétmenn um sölu á freðfiski
já næsta ári, en þeim yrðu sendar
hugmyndir um magn og verð fyrir
áramót.
Velti bíl og
hvarf á brott
BÍLL valt á Miklubraut rétt vest-
an við Lönguhlið aðfaranótt
laugardagsins. Þegar að var
komið var enginn i bílnum.
Að sögn lögreglu virðist sem
bílnum hafi verið ekið á mikilli ferð
austur Miklubraut. Sennilega hefur
ökumaður misst stjóm á bílnum og
lent upp á eyju sem skilur að braut-
ina og húsagötu. Ökumaður hvarf
af vettvangi og var ófundinn þegar
rætt var við lögreglu í gær, en þó
var talið vitað hver hann er.
Skömmu eftir miðnætti varð þó
harður árekstur á Breiðholtsbraut
við Stöng og skullu þar saman þrír
bílar. Farþegi úr einum var fluttur
á slysadeild og allir bílarnir dregnir
á brott með kranabíl. Lögreglan
hefur grun um að áfengi hafi verið
með í spilinu.
Brotist var inn í verkstæðis-
byggingu Bifreiða og landbúnaðar-
véla við Suðurlandsbraut um hálf
þijú og tveimur tímum síðar var
tilkynnt um innbrot í Nesti í Foss-
vogi. Rannsóknarlögreglan hefur
þessi mál með höndum.
J