Morgunblaðið - 17.11.1987, Page 31

Morgunblaðið - 17.11.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 31 Skólpdælustöðin við Laugarlæk Morgunblaðið/BAR Skólpinu veitt á haf út NÚ ER verið að vinna að gerð tveggja skólpdælustöðva í Reykjavík. Önnur er á mótum Laugalækjar og Sætúns, hin á Skúlagötu við Ingólfsstræti. Laugalækjarstöðin verður tekin i notkun fljótlega upp úr áramótum en hin á síðari hluta næsta árs. Áætlaður kostnaður vegna beggja stöðvanna er um það bil 120 millj- ónir króna. Stöðvamar eru í meginatriðum eins og annaðist norskt fyrirtæki, A.R. Reinertsen uDnhafletra skipulagn- ingu. Arkitekt stöðvanna er Bjöm Hallsson, bmðarvirki hannaði Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsen en lagnir að og frá hönnuðu starfsmenn gatnamálastjóra og verkfræðistofan Línuhönnun. Verktaki við bygginga- framkvæmdimar er Hagvirki. Hrafn Gunnlaugsson: Gerir drög að framhalds- þáttum fyrir Nordvision SÆNSKA sjónvarpið hefur gert samning fyrir hönd Nordvision við Hrafn Gunnlaugsson um að gera drög að framhaldsþáttum sem gerast á tímum kristnitöku á íslandi. Honum hefur jafn- framt verið falið að skrifa sjónvarpshandrit að upphafs- og lokaþætti framhaldsmyndarinn- ar. Hrafn Gunnlaugsson sagði í samtali við Morgunblaðið að ef af því verður að þættirnir verða gerðir verður þetta eitt viða- mesta verkefni af þessu tagi á Norðurlöndum. Upphaflega fór sænska sjón- varpið fram á það við Hrafn Gunnlaugsson að hann gerði drög að þáttaröð sem gerist á tímum kristnitöku á íslandi. Síðastliðið sumar sendi hann þessi drög til þeirra og í framhaldi af því var hann beðinn að skrifa sjónvarps- handrit að upphafs- og lokaþætti framhaldsmyndarinnar. Fyrirhugað er að hún verði í sex þáttum og er áætlað að hver þáttur verði fimmtíu mínútna langur. „Þetta er samnorrænt verkefni sem allar Norðurlandaþjóðirnar standa að á einhvem hátt, en sænska sjónvarpið sér um allar framkvæmdir," sagði Hrafn. „Mér til aðstoðar við gerð sjónvarps- handritsins hefur verið Janne Gise, sem er danskur sérfræðingur í gerð sjónvarpshandrita. Sú samvinna hefur gengið afskaplega vel. Hrafn segist byggja efni þátt- anna fyrst og fremst á sínu eigin hugmyndaflugi og einnig á þeirri sögulegu staðreynd að íslendingar gerðust kristnir á Alþingi án þess að úthelt væri mannsblóði. „Það er mjög sérstakt að þjóð skipti um trú með lagasetningu og hefur það allt- af verið mér hugstætt yrkisefni. Annars er þetta fyrst og fremst saga um einstaklinga sem eru uppi á þessum tíma. í bakgrunninum er kristnitakan sem lýsir þeirri breyt- ingu sem verður á heimsmynd og lífí þessara einstaklinga," sagði Hrafti. í sumar var hér á landi fólk frá sænska sjónvarpinu til þess að fylgjast með tökum á kvikmynd Hrafns, í skugga hrafnsins, en sænska sjónvarpið hefur gert heim- ildarmynd um gerð kvikmyndarinn- ar. HEIMSINS BESTU BÓKMENNTIR SICILDAH Áskriftarsími 621720 (Símsvari eftir lokun) ... ■ og núeru komnar AÐEINS SELDAR HJÁ OKKUR EIGNASTU BÓKASAFN! 7. tölublað er að koma. Áskriftarsími 621720 (símsvari eftir lokun) TÁKN HF. Fjölmiðlunar- og kynningarþjónusta Bókaútgáfa Klapparstíg 25-27, Reykjavík. Sími 621720 17.100. FERÐASKR/FSTOFAN /^\ POLAR/S w Kirkjutorgi4 Sími622 011 i: Hótelið er vel staðsett góðar verslanir og áhugaverðir staðir í næsta nágrenni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.