Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 31 Skólpdælustöðin við Laugarlæk Morgunblaðið/BAR Skólpinu veitt á haf út NÚ ER verið að vinna að gerð tveggja skólpdælustöðva í Reykjavík. Önnur er á mótum Laugalækjar og Sætúns, hin á Skúlagötu við Ingólfsstræti. Laugalækjarstöðin verður tekin i notkun fljótlega upp úr áramótum en hin á síðari hluta næsta árs. Áætlaður kostnaður vegna beggja stöðvanna er um það bil 120 millj- ónir króna. Stöðvamar eru í meginatriðum eins og annaðist norskt fyrirtæki, A.R. Reinertsen uDnhafletra skipulagn- ingu. Arkitekt stöðvanna er Bjöm Hallsson, bmðarvirki hannaði Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsen en lagnir að og frá hönnuðu starfsmenn gatnamálastjóra og verkfræðistofan Línuhönnun. Verktaki við bygginga- framkvæmdimar er Hagvirki. Hrafn Gunnlaugsson: Gerir drög að framhalds- þáttum fyrir Nordvision SÆNSKA sjónvarpið hefur gert samning fyrir hönd Nordvision við Hrafn Gunnlaugsson um að gera drög að framhaldsþáttum sem gerast á tímum kristnitöku á íslandi. Honum hefur jafn- framt verið falið að skrifa sjónvarpshandrit að upphafs- og lokaþætti framhaldsmyndarinn- ar. Hrafn Gunnlaugsson sagði í samtali við Morgunblaðið að ef af því verður að þættirnir verða gerðir verður þetta eitt viða- mesta verkefni af þessu tagi á Norðurlöndum. Upphaflega fór sænska sjón- varpið fram á það við Hrafn Gunnlaugsson að hann gerði drög að þáttaröð sem gerist á tímum kristnitöku á íslandi. Síðastliðið sumar sendi hann þessi drög til þeirra og í framhaldi af því var hann beðinn að skrifa sjónvarps- handrit að upphafs- og lokaþætti framhaldsmyndarinnar. Fyrirhugað er að hún verði í sex þáttum og er áætlað að hver þáttur verði fimmtíu mínútna langur. „Þetta er samnorrænt verkefni sem allar Norðurlandaþjóðirnar standa að á einhvem hátt, en sænska sjónvarpið sér um allar framkvæmdir," sagði Hrafn. „Mér til aðstoðar við gerð sjónvarps- handritsins hefur verið Janne Gise, sem er danskur sérfræðingur í gerð sjónvarpshandrita. Sú samvinna hefur gengið afskaplega vel. Hrafn segist byggja efni þátt- anna fyrst og fremst á sínu eigin hugmyndaflugi og einnig á þeirri sögulegu staðreynd að íslendingar gerðust kristnir á Alþingi án þess að úthelt væri mannsblóði. „Það er mjög sérstakt að þjóð skipti um trú með lagasetningu og hefur það allt- af verið mér hugstætt yrkisefni. Annars er þetta fyrst og fremst saga um einstaklinga sem eru uppi á þessum tíma. í bakgrunninum er kristnitakan sem lýsir þeirri breyt- ingu sem verður á heimsmynd og lífí þessara einstaklinga," sagði Hrafti. í sumar var hér á landi fólk frá sænska sjónvarpinu til þess að fylgjast með tökum á kvikmynd Hrafns, í skugga hrafnsins, en sænska sjónvarpið hefur gert heim- ildarmynd um gerð kvikmyndarinn- ar. HEIMSINS BESTU BÓKMENNTIR SICILDAH Áskriftarsími 621720 (Símsvari eftir lokun) ... ■ og núeru komnar AÐEINS SELDAR HJÁ OKKUR EIGNASTU BÓKASAFN! 7. tölublað er að koma. Áskriftarsími 621720 (símsvari eftir lokun) TÁKN HF. Fjölmiðlunar- og kynningarþjónusta Bókaútgáfa Klapparstíg 25-27, Reykjavík. Sími 621720 17.100. FERÐASKR/FSTOFAN /^\ POLAR/S w Kirkjutorgi4 Sími622 011 i: Hótelið er vel staðsett góðar verslanir og áhugaverðir staðir í næsta nágrenni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.