Morgunblaðið - 21.11.1987, Page 25

Morgunblaðið - 21.11.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 25 EGSYNG UMÞIG Hljómplötur Egill Friðleifsson Nýlega kom út hljómplata með Páli Jóhannessyni, tenór, og Ólafí Vigni Albertssyni, píanóleikara, sem ber titilinn „Ég syng um þig“. Þar er að finna 17 lög, innlend og erlend og kennir þar ýmissa grasa. Páll Jóhannesson er ættaður norðan úr Öxnadal. Hann hóf söngnám hjá Sigurði Demetz Franzsyni. FYá honum lá leiðin í Söngskólann þar sem Magnús Jóns- son leiðbeindi honum áður en hann hélt til Ítalíu, en meðal kennara hans þar var Pier Miranda Ferraro. Á þessu má sjá að Páll hefur hlotið staðgóða menntun hjá úrvals kenn- urum, enda röddin vel tamin og þjálfuð. Undirritaður man vel eftir tónleikum er Páll efndi til í Mennta- skólanum við Hamrahlíð fyrir nokkrum árum og framfarimar le}ma sér ekki. Hann hefur auð- heyrilega ávaxtað sitt pund vel og röddin vaxið og þroskast. Páll hefur bjarta og fallega tenórrödd sem hann beitir af kunnáttu og smekk- vísi. Söngur hans á þessari plötu einkennist af mikilli einlægni og ríkri tjáningarþörf. Þó er eins og hann skorti dýpt í túlkun þegar mest á reynir, sem veldur því að söngur hans reynist ekki nægilega sannfærandi þegar á heildina er lit- ið, þó hann eigi góða spretti. Á hlið I eru níu íslensk lög sem eru ákaflega misjöfn að gæðum. Þar er að fínna velsamin rismikil lög eins og t.d. „Sverri konung" eftir Sveinbjöm Sveinbjömsson og „Betlikerlinguna" eftir Kaldalóns, en einnig lög sem eru harla lítils virði í hálf viðvaningslegri útfærslu, sem satt að segja eiga lítið erindi á hljómplötu. Á hlið II ræðst Páll ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur. Hvert ítalska glansnúmerið rekur annað eins ogt.d. „0 sole mio“ og „Core’n- grato". Samanburður við heims- söngvarana er því nærtækur þó ekki sé hann sanngjam. Það hefði e.t.v. verið hyggilegra að ætla sér ekki um of í fyrstu atrennu. Ólafur Vignir Albertsson leikur af yfírveg- un og hógværð og Halldór Víkings- son leysir tæknimálin vel af hendi. Plastvörur til heimilisnota ts Heildsölubirgðir JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. 43 SUNDABORG 104 RCYKJAVlK SMlHIMI _ra. vöndoð. &f*' ötugg'©9a p “ -— ö uro pökWO'oa 09 Svo s'ÖhS5Qetsí Þ0®9''09' G@M'Pa°y —- lteW\íoro^artrn S\ðamú\a7 -9. Su^ ) Við færum ykkur góðar fréttir! Nú hefur Sjónvarpið aukið framboð sitt á íþróttaefni, með nýjum íþróttaþætti á fimmtudögum kl. 19-19.30. í nýja þættinum verða teknar fyrir þær greinar sem lítt hefur borið á í öðrum íþróttaþáttum. Sjónvarpið kemur hér því enn frekar til móts við þá fjölmörgu sem áhuga hafa á íþróttum. í dag hefjast beinar útsendingar frá ensku knattspyrnunni. Þær verða alla laugardaga kl. 14.55. Á næsta ári eru góðir tímar framundan því þá verða beinar útsendingar frá Olympíuleikunum í Seoul. SJÓNVARPIÐ \ - Þinn miðill, eign okkar allra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.