Morgunblaðið - 21.11.1987, Page 55

Morgunblaðið - 21.11.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987 55 Könnun Umferðarráðs: Bílbeltanotk- un orðin 60% BÍLBELTANOTKUN hefur auk- ist hérlendis síðastliðið ár ef marka má niðurstöður könnunar sem Hagvangur hefur gert fyrir Umferðarráð. Samkvæmt þeim nota nú 59,5% ökumanna bObelti miðað við 48,3% í september í fyrra en þá var könnun sem þessi síðast gerð. Guðmundur Þor- steinsson námsstjóri umferðar- fræðslu segir að fáar þjóðir hafi náð meira en 50% notkun örygg- isbelta án þess að beita sektum og í nágrannalöndunum hafi samsvarandi árangur yfirleitt verið um það bU 30%. í könnuninni kemur fram að 17,8% aðspurðra nota ekki beltin en í könnuninni í fyrra notuðu 25,4% ekki belti. Loks kváðust 22,8& stundum spenna beltin og hefur sá hópur minnkað úr 26,4% frá síðustu könnun. Greinilegt er af könnuninni að íbúar höfuðborgarsvæðisins eru duglegri við að nota beltin en íbúar í dreifbýli. 65% höfuðborgarbúa nota þau en 52,6% fólks á lands- byggðinni. Þá nota 67,5% kvenna belti en 51,5% karla. Annar athygl- isverður munur á kynjunum kom fram í könnuninni, sá að 9,3% kvenna, en aðeins 1,0% karla ekur ekki að staðaldri. Spurt var um hvort menn vildu fremur aka á negldum eða ónegld- um hjólbörðum og sögðust 61,3% þeirra 782, sem svöruðu spuming- um Hagvangs, taka neglda hjól- börða fram yfír óneglda. Einnig þama er verulegur munur eftir búsetu. Þannig aka 74,7% lands- byggðarfólks á negldum hjólbörð- um en 50,5% íbúa á höfuðborgar- svæðinu. Loks var í könnuninni spurt um hver þátttakendur héldu að væri helsta ástæða umferðarslysa og hvers vegna menn teldu að notkun Morgunblaðið/Júlíus Fremst á myndinni eru krakkar úr Hvassaleitis-, Laugames- og Melaskóla en við borðsendann sitja frá vinstri Guðmundur Sæmundsson ritstjóri fréttabréfs Umferðarráðs, Gunnar Maack frá Hagvangi, Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umfgerðarráðs, Sigrún Ólafsdóttir fulltrúi hjá Umferðarráði, Guðmund- ur Þorsteinsson námsstjóri og Sigirður Helgason framkvæmdastjóri Fararheillar 87. endurskinsmerkja væri ekki út- breiddari en raun ber vitni. Ekki var gefínn kostur á að velja milli fyrirfram ákveðinna möguleika heldur var fólki gefíð ftjálst að nefna þær ástæður sem það héldi að skiptu mestu máli. 38% allra þátttakenda nefndu of mikinn hraða sem helstu ástæðu umferðarslysa, 23,9% einbeitingarleysi og 15,9% almennt tillitsleysi. Langflestir eða 42,3% töldu hugsunarleysi valda mestu um litla notkun endurskins- merkja en 20,1% nefndi þá ástæðu að merkin væru bamaleg. BurkniihvttnKtíidm.r pottahlíf. Kr. 295,- Takmarkaðar btrgðtr er ómissandi á þessum árstíma, legamikið úrval. Þu velurur hundruðum plantna. Aðventan hefst r 29 nóvember. Gerð | aðventuskreytingaergoður siður á mörgum heimilum við upphaf jólaundirbúningsins. Eigum fyrirliggiandi „nt efni til aðventuskreytinga. hvergi meira Kerti í þúsundatali jólin byrja í Blómavatt - fagleg þjónusta Fagleg þekking, 689770 68 90 70. Kringiunm Gróðurhúsinu við Sigtún, simi W Bjóm um interfloixi viðaveröld t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.