Morgunblaðið - 23.08.1988, Síða 15

Morgunblaðið - 23.08.1988, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 # # Morgunblaðið/Karin Eriksson „ # Morgjinblaðið/Karýi#Erikssoji Kristján H. Signrðsson og Jósef Hólmjárn við borholuna. Jósef og Á myndinni sjást tveir stærstu melgraskúfarnir í Surtsey. Lágvöxnu plönturnar i kring eru fjöruarfi. Kristján mældu hita í holunni og tóku vatnssýni. Rannsóknir í Surtsey: Vind- og sjávarrof enn geysilega inikið FRÁ ÞVÍ að gosi lauk í Surtsey árið 1967 hefur eyjan verið rannsökuð reglulega. Síðari ár hefur rannsóknarleiðangur ver- ið farinn þriðja hvert ár. Fyrir skömmu fóru að venju sérfræð- ingar frá Náttúrufræðistofnun og Orkustofnun en að þessu sinni voru einnig með I förinni bandarískur og sænskur jarð- fræðingur. Surtseyjargos árir. 1963-1967 vöktu mikla athygli jarðvísinda- manna um allan heim. Af neðan- sjávargosum hefur verið fylgst einna best með gosum í Surtsey og átti Sigurður Þórarinsson þar stærstan hlut að máli. Að sögn Sveins Jakobssonar jarðfræðings hjá Náttúrufræði- stofnun eru það ýmis konar rann- sóknir sem gerðar eru í eynni. Frá upphafi hefur verið fylgst með hita, ummyndun gjósku í móberg, rofi og landssigi í eynni. Að sögn Sveins sér Orkustofnun um jarðhitamælingar í Surtsey og var borhola gerð árið 1979. í hol- unni er hiti nú hæstur 139 gráður á Celsíus og hefur hitinn þar að jafnaði lækkað um tæpa gráðu á ári síðan ’79. Hitinn stafar af hraunkviku- innskotum sem mynduðust við gosin bæði neðan- og ofansjávar. Við elsta hraungíginn mældist hitinn við yfirborð nú mest 188 gráður þótt 23 ár séu liðin frá því að gosi lauk í þessum gíg. A árunum 1982-85 urðu rann- sóknarmenn varir við nokkra hita- aukningu. Talið er að þar hafi ver- ið um tímabundna aukningu að ræða. Aukningin stafaði líklega af sprungumyndunum sem veitt hafa heitum lofttegundum upp á yfir- borðið. í leiðangrinum var útbreiðsla móbergs kortlögð og bergsýni tek- in til frekari rannsókna. Sveinn sagði að rannsóknirnar hefðu stað- fest fyrri ályktanir um að um- myndun gosöskunnar í móberg hafi gerst mjög hratt, einkum á árunum 1967-70. Hraði móbergs- myndunarinnar hefur komið vísindamönnum á óvart því að áður var talið að móberg myndaðist mun hægar. Einnig hafa breytingar á yfir- borði verið athugaðar, þá sérstak- lega af völdum sjávar- og vind- rofs. Að sögn Sveins sýndu mæl- ingar að rof er enn mikið, þá sér- staklega að suðvestanverðu. Á hveiju ári hverfur um hektari lands í sjóinn vegna rofs. Fyrst eftir að gosi lauk vann sjávarrof á 5-10 hekturum lands á ári. Vindrof er enn einnig geysilega mikið og hefur meirihluti lausrar gosösku, sem eftir var, fokið á sjó út. ..ííiCmi bw Þrátt fyrir mikið rof sem komið hefur jarðfræðingum nokkuð á óvart, er talið að eyjan muni standa áfram. Til dæmis eru flestar Vest- mannaeyjanna myndaðar á svipað- an hátt og Surtsey og eru sumar þeirra orðnar 5-6 þúsund ára gaml- ar. Sveinn sagði að eyjan væri nú að mestu hætt að síga. Miðhluti hennar hefur sigið um nokkra metra síðan gosi lauk. Fjöldi háplantna vex í Surtsey meðal annars melgresi og ijöruarfi en Sturla Friðriksson hjá Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins hef- ur annast rannsóknir á gróðri í eynni. Surtseyjarfélagið var stofnað árið 1964 í þeim tilgangi að sjá Morgunblaðið/Karin Eriksson Magnús Sigurgeirsson tekur sýni af móbergi í austurhluta eyjarinnar. Einmitt á þessum stað fannst fyrsta móbergið árið 1969. um og samræma rannsóknir í eynni. Félagið byggði nýtt hús í austurhluta eyjarinnar fyrir þrem- ur árum. í Surtsey er veður yfir- leitt vindasamt og slæmt en húsið hefur reynst mjög vel. í rannsóknarleiðangrinum voru að þessu sinni Sveinn Jakobsson og Magnús Sigurgeirsson frá Nátt- úrufræðistofnun, Jósef Hólmjárn og Kristján H. Sigurðsson frá Orkustofnun, Karin Eriksson, dós- ent við Uppsalaháskóla og James G. Moore, frá Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna. Sveinn vildi að lokum koma á framfæri þökkum til Landhelgis- gæsjunnar en þyrla gæslunnar, GRÓ, flutti leiðangursmenn til og frá eynni. f / 1 1 1 f <" ÞAÐEREmÞA SÉIXS! efþú fíýtir þér aðltafa samband. 4.ogí6. september 8,ÍO<tg22daga OTKXVTMC FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTÍG 1 SlMAR 28383-28580 1P DINERS CLUB fet**

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.