Morgunblaðið - 23.08.1988, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.08.1988, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 # # Morgunblaðið/Karin Eriksson „ # Morgjinblaðið/Karýi#Erikssoji Kristján H. Signrðsson og Jósef Hólmjárn við borholuna. Jósef og Á myndinni sjást tveir stærstu melgraskúfarnir í Surtsey. Lágvöxnu plönturnar i kring eru fjöruarfi. Kristján mældu hita í holunni og tóku vatnssýni. Rannsóknir í Surtsey: Vind- og sjávarrof enn geysilega inikið FRÁ ÞVÍ að gosi lauk í Surtsey árið 1967 hefur eyjan verið rannsökuð reglulega. Síðari ár hefur rannsóknarleiðangur ver- ið farinn þriðja hvert ár. Fyrir skömmu fóru að venju sérfræð- ingar frá Náttúrufræðistofnun og Orkustofnun en að þessu sinni voru einnig með I förinni bandarískur og sænskur jarð- fræðingur. Surtseyjargos árir. 1963-1967 vöktu mikla athygli jarðvísinda- manna um allan heim. Af neðan- sjávargosum hefur verið fylgst einna best með gosum í Surtsey og átti Sigurður Þórarinsson þar stærstan hlut að máli. Að sögn Sveins Jakobssonar jarðfræðings hjá Náttúrufræði- stofnun eru það ýmis konar rann- sóknir sem gerðar eru í eynni. Frá upphafi hefur verið fylgst með hita, ummyndun gjósku í móberg, rofi og landssigi í eynni. Að sögn Sveins sér Orkustofnun um jarðhitamælingar í Surtsey og var borhola gerð árið 1979. í hol- unni er hiti nú hæstur 139 gráður á Celsíus og hefur hitinn þar að jafnaði lækkað um tæpa gráðu á ári síðan ’79. Hitinn stafar af hraunkviku- innskotum sem mynduðust við gosin bæði neðan- og ofansjávar. Við elsta hraungíginn mældist hitinn við yfirborð nú mest 188 gráður þótt 23 ár séu liðin frá því að gosi lauk í þessum gíg. A árunum 1982-85 urðu rann- sóknarmenn varir við nokkra hita- aukningu. Talið er að þar hafi ver- ið um tímabundna aukningu að ræða. Aukningin stafaði líklega af sprungumyndunum sem veitt hafa heitum lofttegundum upp á yfir- borðið. í leiðangrinum var útbreiðsla móbergs kortlögð og bergsýni tek- in til frekari rannsókna. Sveinn sagði að rannsóknirnar hefðu stað- fest fyrri ályktanir um að um- myndun gosöskunnar í móberg hafi gerst mjög hratt, einkum á árunum 1967-70. Hraði móbergs- myndunarinnar hefur komið vísindamönnum á óvart því að áður var talið að móberg myndaðist mun hægar. Einnig hafa breytingar á yfir- borði verið athugaðar, þá sérstak- lega af völdum sjávar- og vind- rofs. Að sögn Sveins sýndu mæl- ingar að rof er enn mikið, þá sér- staklega að suðvestanverðu. Á hveiju ári hverfur um hektari lands í sjóinn vegna rofs. Fyrst eftir að gosi lauk vann sjávarrof á 5-10 hekturum lands á ári. Vindrof er enn einnig geysilega mikið og hefur meirihluti lausrar gosösku, sem eftir var, fokið á sjó út. ..ííiCmi bw Þrátt fyrir mikið rof sem komið hefur jarðfræðingum nokkuð á óvart, er talið að eyjan muni standa áfram. Til dæmis eru flestar Vest- mannaeyjanna myndaðar á svipað- an hátt og Surtsey og eru sumar þeirra orðnar 5-6 þúsund ára gaml- ar. Sveinn sagði að eyjan væri nú að mestu hætt að síga. Miðhluti hennar hefur sigið um nokkra metra síðan gosi lauk. Fjöldi háplantna vex í Surtsey meðal annars melgresi og ijöruarfi en Sturla Friðriksson hjá Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins hef- ur annast rannsóknir á gróðri í eynni. Surtseyjarfélagið var stofnað árið 1964 í þeim tilgangi að sjá Morgunblaðið/Karin Eriksson Magnús Sigurgeirsson tekur sýni af móbergi í austurhluta eyjarinnar. Einmitt á þessum stað fannst fyrsta móbergið árið 1969. um og samræma rannsóknir í eynni. Félagið byggði nýtt hús í austurhluta eyjarinnar fyrir þrem- ur árum. í Surtsey er veður yfir- leitt vindasamt og slæmt en húsið hefur reynst mjög vel. í rannsóknarleiðangrinum voru að þessu sinni Sveinn Jakobsson og Magnús Sigurgeirsson frá Nátt- úrufræðistofnun, Jósef Hólmjárn og Kristján H. Sigurðsson frá Orkustofnun, Karin Eriksson, dós- ent við Uppsalaháskóla og James G. Moore, frá Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna. Sveinn vildi að lokum koma á framfæri þökkum til Landhelgis- gæsjunnar en þyrla gæslunnar, GRÓ, flutti leiðangursmenn til og frá eynni. f / 1 1 1 f <" ÞAÐEREmÞA SÉIXS! efþú fíýtir þér aðltafa samband. 4.ogí6. september 8,ÍO<tg22daga OTKXVTMC FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTÍG 1 SlMAR 28383-28580 1P DINERS CLUB fet**
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.