Morgunblaðið - 23.08.1988, Side 29

Morgunblaðið - 23.08.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 29 Kröflugos ekki útilokað Þrýstingur meiri en við síðasta gos ÞRÝSTINGUR á Kröflusvæðinu er nú hærri en þegar síðast gaus, fyrir fjórum árum, og nýtt gos ekki útilokað að sögn Páls Ein- arssonar, jarðeðlisfræðings. Þó emi meiri likur á gosi meðan þrýstingur er að aukast, en hann hefur verið nokkuð jafn í hálfan mánuð. Hræringum á Kröflusvæðinu í sumar svipar að sögn Páls til þess sem gerst hefur nokkrum sinnum frá árinu 1981. Á tímabilinu hefur landris verið heldur lítið að jafnaði en aukist öðru hvoru, um eins til sex mánaða skeið. Land rís þegar nýr kvikuskammtur bætist inn í kvikuhólfið neðan frá. Landris varð á Kröflusvæðinu á árunum 1982, 1983 og 1984 en lauk þá með gosi í september. Land reis aftur meiri hluta vetrarins 1986-87 eða þangað til í apríl. Næst varð landris í febrúar síðast- liðnum, þá í júní og áfram þetta sumar þar til fyrir tveimur vikum. Kvikukólfur er nú hærri en síðast þegar gaus að sögn Páls Einarsson- ar og nýtt Kröflugos því hugsan- legt. Þrír ölvaðir í árekstrum LÖGREGLAN í Reykjavík tók tíu ökumenn grunaða um ölv- un við akstur um helgina. Þrír þeirra höfðu lent í árekstrum en engin meiðsli hlutust af. Ölvaður ökumaður missti stjóm á bifreið sinni á Laufás- vegi á laugardag. Bíllinn lenti á kyrrstæðum bíl og skemmdi hann. Ökumaðurinn ætlaði að láta sig hverfa af vettvangi en lögregla náði honum á hlaupum. Bíll ók aftan á annan í Árm- úla aðfaramótt sunnudags. Öku- maðurinn sem tjóninu olli er grunaður um ölvun. Tveir bílar lentu í árekstri á nmótum Kaplaskjólsvegar og Nesvegar að kvöldi föstudagsins. Annar ökumaðurinn var grunað- ur um ölvun. Annir hjá lögreglu NOKKRAR annir voru hjá Reykjavíkuriögreglu vegna árekstra um helgina. Einkum var laugardagurinn annasam- ur en þá voru tilkynntir 19 árekstrar í góðviðrinu. Vitni vantar Lögreglan lýsir eftir vitnum að þremur árekstrum þar sem ekið var á kyrrstæðar bifreið- ar. í öllum tilvikum er tjón bíleigenda tilfinnanlegt. Milli klukkan 14 og 15 á sunnudaginn 21. ágúst var ekið á bláleitan Renault sem stóð á Steindórsplaninu á mótum, Hafnarstrætis og Aðalstrætis. Vinstri framhurð er talsvert skemmd. Miðvikudaginn 17. þ.m. var ekið á Plymouth-bifreið sem stóð á Hallærisplaninu. Afturbretti bifreiðarinnar er ónýtt. Ekið var á drapplita Lada- bifreið við Reynimel 76 milli klukkan 23 á miðvikudag og til klukkan 9 að morgni fimmtu- dagsins 18. ágúst. Hvít litaskella var í ákomu á afturbretti. Talið er að ökumaður leigubifreiðar frá Hreyfli hafi orðið vitni að árekstrinum. Hver sá sem getur gefið upplýsingar um þessi mál er beðinn að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunna í Reykjavík. Þrír bílar lentu í árekstri í Ártúnsbrekku um klukkan 7.30 að morgni mánudagsins. Lög- reglan aðstoðaði einn ökumann- inn við að komast á slysadeild en hann kvartaði undan eymslum í fæti. Tveir bílanna voru óöku- færir eftir áreksturinn. Ökumaður bifhjóls fótbrotnaði er hann lenti í árekstri við bif- reið við Suðurlandsbraut 26, ár- degis á föstudag. Maður var fluttur á slysadeild eftir að vöruflutningabíll, sem hann ók, hafði farið út af vegin- um og oltið, á Vesturlandsvegi við Brynjudal aðfaramótt laug- ardagsins. Maðurinn var skorinn í andliti en ekki taiinn alvarlega slasaður. Þrír bílar lentu i árekstri á mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar um hádegi á laug- ardag. Tveir bílanna vora óöku- færir eftir en ekki urðu slys á fólki. Bíll og bifhjól lentu í árekstri við Hólmasel í Breiðholti um klukkan 16 á sunnudag. Bif- hjólið var númeralaust og öku- maður þess réttindalaus. Hann reiddi farþega á hjólinu. Þeir sluppu ómeiddir. Að sögn Gylfa Jónssonar lögreglufulitrúa færist það í vöxt að réttindalausir ungl- ingar lendi í slysum á mótor- hjólum. Gylfi vildi minna ungl- ingana og forráðamenn þeirra á að réttindalaus ökumaður á óskráðu ökutæki er ótryggður í umferðinni. Staðfestir það sem við höfum verið að gagnrýna - segir Karl Eiríksson um gagnrýni flugskólamanna á skýrslu um öryggismál í f lugi „ÉG KÝS nú helst að vera ekki að munnhöggvast við f lugskóla- menn út af þeirra persónulegu skoðunum á þessu máli, ég held að megi biðja fólk um að lesa það sem haft er eftir Jytte M. Jónsson og þá held ég að komi í ljós að hún er akkúrat að end- urtaka það sem var að hrjá okkur þegar við sömdum skýrsl- una,“ sagði Karl Eiríksson formaður nefndarinnar sem samdi skýrslu um öryggismál í flugi fyrir samgönguráðuney- tið. „Þessi skýrsla er þó að sjálf- sögðu ekki hafin yfir alla gagn- rýni, en ég vona að hún sé í áttina og háfi vakið menn til verulegrar umhugsunar um hvað þarna er að og hvað hægt er að gera til bóta.“ „Mér fínnst þeð sem Jytte seg- ir, staðfesta það sem við segjum í skýrslunni," sagði Karl og vísar til gagnrýni Jytte M. Jónsson hjá Flugskóla Helga Jónssonar. „Hún segir að það hafí tíðkast að menn hafí keypt vélar og fengið aðkeypt- an kennara, hafa átt kannski eitt prósent í flugvélinni. Það er ná- kvæmlega þetta sem við voram að fínna að.“ Karl sagði nefndina hafa fengið mjög góðar álitsgerðir úr öllum áttum, þar á meðal frá flugkennuram og Flugmálafélagi íslands. Þessum aðilum vora send drög að skýrslunni til umsagnar. Hann segir nefndina hafa tekið tillit til ýmissa atriða sem nefnd- inni hefði annars sést yfír, en þess- ir aðilar bentu á. „Þannig var þessi skýrsla unnin, hún var send í allar áttir til þeirra sem við töldum að gætu verið okkur innan handar. Eg vil taka það skýrt fram, að auðvitað eigum við, til allrar guðs- lukku, góða flugkennara innan- um.“ Gagnrýndi sína eigin stofnun Karl kvað rétt vera, sem fram kom í gagnrýni flugskólamanna, að þessi skýrsla væri ekki síður gagnrýni á yfirvöld heldur en flug- skólana. „Það vora ýmsir ekkert ánægðir með að flugmálastjóri væri yfírleitt í nefndinni sem gerði skýrsluna. En hann reyndist vera maður til þess að gagnrýna sína eigin stofnun. Mér fínnst það vera blóm í hnappagat hans." Eitt af því sem flugskólamenn bentu á í sinni gagnrýni er, að flug- menn sem lært hafa flug í Reykjavík eða á Akureyri væra illa undir það búnir að nota litla flug- velli úti á landi. „Ég er nú búinn að fljúga í nokkur þúsuund tíma á litlum flugvélum hérna innanlands og ég kem ekki auga á þetta, satt að segja," sagði Karl. Hann benti á að í Reykjavík væri ekki einungis Reykjavíkurflugvöllur notaður í kennslunni, heldur einnig Sand- Á ÞVÍ HERRANS ÁRI nefnast nýir þættir sem sýndir verða í Ríkissjónvarpinu í vetur. Um- sjónarmenn þáttanna verða Arni Gunnarsson, Edda Andrés- dóttir og Baldur Hermannsson og verður fyrsti þátturinn vænt- anlega sýndur um það leyti sem vetrardagskrá hefst, eða kring- um 20. október. Að sögn Baldurs Hermannsson- ar, eins af umsjónarmönnum þátt- anna, verða þetta um 40 mínútna skeið, sem er lítill flugvöllur og ekki búinn tækjum. Auk þess væru alltaf kenndar marklendingar sem kæmi að notum á litlum flugvöllum. Lengi býr að fyrstu gerð Flugskólamenn bentu á, að með- alflugtími þeirra einkaflugmanna sem lenda í slysum hér á landi er 380 klst. Þeir segja að þá hafí liðið langur tími frá flugnámi og því ekki við skólana að sakast. Karl sagði engan vafa leika á, að í flug- kennslu búi menn mjög lengi að fyrstu gerð, því væri mikils um vert að flugkennslan væri góð. „Það er mjög mikils virði og ómetanlegt að menn fái rétta kennslu strax í upphafi.“ Skýrslan hefur verið send Flug- ráði til umsagnar. Leifur Magnús- son forinaður Flugráðs sagði í gær, að skýrslan verði að líkindum af- greidd frá ráðinu í næstu viku. langir þættir, þar sem endursýnd verða brot úr gömlum fréttaanná- lum, og verður eitt ár tekið fyrir í einu. Farið verður um 15 til 20 ár aftur í tímann og takmarkast það við fyrsta áramótaannál sjón- varpsins. Athugað verður hvað gerst hefur í þeim málum sem efst vora á baugi hverju sinni og rætt við ýmsa þá sem þar komu við sögu. Frétta- og dagskrárdeild munu hafa samvinnu um gerð þessara þátta. Ríkissjónvarpið í vetur: Rifjaðir upp gamlir fréttaannálar r- • mm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.