Morgunblaðið - 23.08.1988, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 23.08.1988, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 29 Kröflugos ekki útilokað Þrýstingur meiri en við síðasta gos ÞRÝSTINGUR á Kröflusvæðinu er nú hærri en þegar síðast gaus, fyrir fjórum árum, og nýtt gos ekki útilokað að sögn Páls Ein- arssonar, jarðeðlisfræðings. Þó emi meiri likur á gosi meðan þrýstingur er að aukast, en hann hefur verið nokkuð jafn í hálfan mánuð. Hræringum á Kröflusvæðinu í sumar svipar að sögn Páls til þess sem gerst hefur nokkrum sinnum frá árinu 1981. Á tímabilinu hefur landris verið heldur lítið að jafnaði en aukist öðru hvoru, um eins til sex mánaða skeið. Land rís þegar nýr kvikuskammtur bætist inn í kvikuhólfið neðan frá. Landris varð á Kröflusvæðinu á árunum 1982, 1983 og 1984 en lauk þá með gosi í september. Land reis aftur meiri hluta vetrarins 1986-87 eða þangað til í apríl. Næst varð landris í febrúar síðast- liðnum, þá í júní og áfram þetta sumar þar til fyrir tveimur vikum. Kvikukólfur er nú hærri en síðast þegar gaus að sögn Páls Einarsson- ar og nýtt Kröflugos því hugsan- legt. Þrír ölvaðir í árekstrum LÖGREGLAN í Reykjavík tók tíu ökumenn grunaða um ölv- un við akstur um helgina. Þrír þeirra höfðu lent í árekstrum en engin meiðsli hlutust af. Ölvaður ökumaður missti stjóm á bifreið sinni á Laufás- vegi á laugardag. Bíllinn lenti á kyrrstæðum bíl og skemmdi hann. Ökumaðurinn ætlaði að láta sig hverfa af vettvangi en lögregla náði honum á hlaupum. Bíll ók aftan á annan í Árm- úla aðfaramótt sunnudags. Öku- maðurinn sem tjóninu olli er grunaður um ölvun. Tveir bílar lentu í árekstri á nmótum Kaplaskjólsvegar og Nesvegar að kvöldi föstudagsins. Annar ökumaðurinn var grunað- ur um ölvun. Annir hjá lögreglu NOKKRAR annir voru hjá Reykjavíkuriögreglu vegna árekstra um helgina. Einkum var laugardagurinn annasam- ur en þá voru tilkynntir 19 árekstrar í góðviðrinu. Vitni vantar Lögreglan lýsir eftir vitnum að þremur árekstrum þar sem ekið var á kyrrstæðar bifreið- ar. í öllum tilvikum er tjón bíleigenda tilfinnanlegt. Milli klukkan 14 og 15 á sunnudaginn 21. ágúst var ekið á bláleitan Renault sem stóð á Steindórsplaninu á mótum, Hafnarstrætis og Aðalstrætis. Vinstri framhurð er talsvert skemmd. Miðvikudaginn 17. þ.m. var ekið á Plymouth-bifreið sem stóð á Hallærisplaninu. Afturbretti bifreiðarinnar er ónýtt. Ekið var á drapplita Lada- bifreið við Reynimel 76 milli klukkan 23 á miðvikudag og til klukkan 9 að morgni fimmtu- dagsins 18. ágúst. Hvít litaskella var í ákomu á afturbretti. Talið er að ökumaður leigubifreiðar frá Hreyfli hafi orðið vitni að árekstrinum. Hver sá sem getur gefið upplýsingar um þessi mál er beðinn að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunna í Reykjavík. Þrír bílar lentu í árekstri í Ártúnsbrekku um klukkan 7.30 að morgni mánudagsins. Lög- reglan aðstoðaði einn ökumann- inn við að komast á slysadeild en hann kvartaði undan eymslum í fæti. Tveir bílanna voru óöku- færir eftir áreksturinn. Ökumaður bifhjóls fótbrotnaði er hann lenti í árekstri við bif- reið við Suðurlandsbraut 26, ár- degis á föstudag. Maður var fluttur á slysadeild eftir að vöruflutningabíll, sem hann ók, hafði farið út af vegin- um og oltið, á Vesturlandsvegi við Brynjudal aðfaramótt laug- ardagsins. Maðurinn var skorinn í andliti en ekki taiinn alvarlega slasaður. Þrír bílar lentu i árekstri á mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar um hádegi á laug- ardag. Tveir bílanna vora óöku- færir eftir en ekki urðu slys á fólki. Bíll og bifhjól lentu í árekstri við Hólmasel í Breiðholti um klukkan 16 á sunnudag. Bif- hjólið var númeralaust og öku- maður þess réttindalaus. Hann reiddi farþega á hjólinu. Þeir sluppu ómeiddir. Að sögn Gylfa Jónssonar lögreglufulitrúa færist það í vöxt að réttindalausir ungl- ingar lendi í slysum á mótor- hjólum. Gylfi vildi minna ungl- ingana og forráðamenn þeirra á að réttindalaus ökumaður á óskráðu ökutæki er ótryggður í umferðinni. Staðfestir það sem við höfum verið að gagnrýna - segir Karl Eiríksson um gagnrýni flugskólamanna á skýrslu um öryggismál í f lugi „ÉG KÝS nú helst að vera ekki að munnhöggvast við f lugskóla- menn út af þeirra persónulegu skoðunum á þessu máli, ég held að megi biðja fólk um að lesa það sem haft er eftir Jytte M. Jónsson og þá held ég að komi í ljós að hún er akkúrat að end- urtaka það sem var að hrjá okkur þegar við sömdum skýrsl- una,“ sagði Karl Eiríksson formaður nefndarinnar sem samdi skýrslu um öryggismál í flugi fyrir samgönguráðuney- tið. „Þessi skýrsla er þó að sjálf- sögðu ekki hafin yfir alla gagn- rýni, en ég vona að hún sé í áttina og háfi vakið menn til verulegrar umhugsunar um hvað þarna er að og hvað hægt er að gera til bóta.“ „Mér fínnst þeð sem Jytte seg- ir, staðfesta það sem við segjum í skýrslunni," sagði Karl og vísar til gagnrýni Jytte M. Jónsson hjá Flugskóla Helga Jónssonar. „Hún segir að það hafí tíðkast að menn hafí keypt vélar og fengið aðkeypt- an kennara, hafa átt kannski eitt prósent í flugvélinni. Það er ná- kvæmlega þetta sem við voram að fínna að.“ Karl sagði nefndina hafa fengið mjög góðar álitsgerðir úr öllum áttum, þar á meðal frá flugkennuram og Flugmálafélagi íslands. Þessum aðilum vora send drög að skýrslunni til umsagnar. Hann segir nefndina hafa tekið tillit til ýmissa atriða sem nefnd- inni hefði annars sést yfír, en þess- ir aðilar bentu á. „Þannig var þessi skýrsla unnin, hún var send í allar áttir til þeirra sem við töldum að gætu verið okkur innan handar. Eg vil taka það skýrt fram, að auðvitað eigum við, til allrar guðs- lukku, góða flugkennara innan- um.“ Gagnrýndi sína eigin stofnun Karl kvað rétt vera, sem fram kom í gagnrýni flugskólamanna, að þessi skýrsla væri ekki síður gagnrýni á yfirvöld heldur en flug- skólana. „Það vora ýmsir ekkert ánægðir með að flugmálastjóri væri yfírleitt í nefndinni sem gerði skýrsluna. En hann reyndist vera maður til þess að gagnrýna sína eigin stofnun. Mér fínnst það vera blóm í hnappagat hans." Eitt af því sem flugskólamenn bentu á í sinni gagnrýni er, að flug- menn sem lært hafa flug í Reykjavík eða á Akureyri væra illa undir það búnir að nota litla flug- velli úti á landi. „Ég er nú búinn að fljúga í nokkur þúsuund tíma á litlum flugvélum hérna innanlands og ég kem ekki auga á þetta, satt að segja," sagði Karl. Hann benti á að í Reykjavík væri ekki einungis Reykjavíkurflugvöllur notaður í kennslunni, heldur einnig Sand- Á ÞVÍ HERRANS ÁRI nefnast nýir þættir sem sýndir verða í Ríkissjónvarpinu í vetur. Um- sjónarmenn þáttanna verða Arni Gunnarsson, Edda Andrés- dóttir og Baldur Hermannsson og verður fyrsti þátturinn vænt- anlega sýndur um það leyti sem vetrardagskrá hefst, eða kring- um 20. október. Að sögn Baldurs Hermannsson- ar, eins af umsjónarmönnum þátt- anna, verða þetta um 40 mínútna skeið, sem er lítill flugvöllur og ekki búinn tækjum. Auk þess væru alltaf kenndar marklendingar sem kæmi að notum á litlum flugvöllum. Lengi býr að fyrstu gerð Flugskólamenn bentu á, að með- alflugtími þeirra einkaflugmanna sem lenda í slysum hér á landi er 380 klst. Þeir segja að þá hafí liðið langur tími frá flugnámi og því ekki við skólana að sakast. Karl sagði engan vafa leika á, að í flug- kennslu búi menn mjög lengi að fyrstu gerð, því væri mikils um vert að flugkennslan væri góð. „Það er mjög mikils virði og ómetanlegt að menn fái rétta kennslu strax í upphafi.“ Skýrslan hefur verið send Flug- ráði til umsagnar. Leifur Magnús- son forinaður Flugráðs sagði í gær, að skýrslan verði að líkindum af- greidd frá ráðinu í næstu viku. langir þættir, þar sem endursýnd verða brot úr gömlum fréttaanná- lum, og verður eitt ár tekið fyrir í einu. Farið verður um 15 til 20 ár aftur í tímann og takmarkast það við fyrsta áramótaannál sjón- varpsins. Athugað verður hvað gerst hefur í þeim málum sem efst vora á baugi hverju sinni og rætt við ýmsa þá sem þar komu við sögu. Frétta- og dagskrárdeild munu hafa samvinnu um gerð þessara þátta. Ríkissjónvarpið í vetur: Rifjaðir upp gamlir fréttaannálar r- • mm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.