Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 49
Morgunblaðið/Bjami Einar Isfeldsson bóndi á Kálfa- strönd. Hörmung' að horfa á vatnið - segir Einar Isfelds- son á Kálfaströnd Á BÆNUM Kálfaströnd við Syðri- Flóa Mývatns býr Einar ísfelds- son. Sagðist hann ekki muna eftir svona litlu fuglalífi við vatnið, nema e.t.v. sumarið 1971, þegar endur yfirgáfu egg sín, rétt eins og nú. „Vísindamennimir segja ekkert, hvort sem það er af því að þeir vita ekkert eða vilja ekkert segja. Við erum sum svolitið hrædd um að þetta geti verið mengun. Það væri þá líklega vegna áburðar sem bændur bera á tún sín. Svo er gífurleg um- ferð ferðamanna hér. Hingað koma líklega 100 þúsund ferðamenn á hveiju sumri. Frárennslið frá Kísiliðj- unni veldur okkur líka talsverðum áhyggjum. I Laxá er þó nokkuð um húsend- ur, þar sem mývargurinn klekst út. En hér við vatnið hafa flestar endur afrækt egg eða unga. Þær komu í vor og verptu en fóru aftur í júní. Hér í hólmanum fyrir utan var mikið varp. Við fórum þangað um daginn og týndum um 200 yfírgefín anda- regg. Rétt eftir aldamót var hér mik- il eggjatekja, týnd þetta 16 til 18 þúsund andaregg á vori. Það er hörmung að horfa á vatnið núna. Vísindamenn segja að hér hefðu átt að vera 30 þúsund endur og það sést ekki ein einasta. Og fisk- ur er heldur enginn. Þeir fáu sem veiðast eru grindhoraðir og óætir. Hér áður fyrr var mikill silungur í vatninu en nú er engin veiði" sagði Einar. aukning verður á fosfötum sem ber- ast í vatnið. Vatnið sem rennur í Mývatn er af náttúrulegum orsökum mjög auðugt af fosfötum og er það eitt af því sem gerir vatnið svo sérs- takt. Ef breyting verður á aðrennsli fosfórs gæti það komið af stað keðju- verkun sem ylli þessu. Ekki er auð- velt að sjá hvað gæti haft áhrif á það. Hugsanlega breytingar af rnannavöldum, t.d. berst talsvert frá byggðinni og Kísiliðjunni" sagði Ámi. Þó engir ungar hafi komist á legg á Mývatni, nema toppandarungar Sem lifa á homsílum, er mikið líf í Laxá, enda hefur nóg verið af bitmýi sem lifír í straumvatni. Ámi sagði að venjulega skiptist á að mikið vseri af mýi í vatninu þegar lítið væri í ánni og öfugt. Sumar andategundir sem venjulega halda sig á vatninu hafa fært sig yfír á Laxá og eru t.d. allir þeir húsandamngar sem upp komust í Mývatnssveit á Laxá, eða um 500 ungar. Þegar fuglar voru taldir, var talið á öllum ám og vötn- um í Mývatnssveit. Þá fundust um 150 duggandarungar og um 200 skúfandarungar á ánni. Hrafnsand- ar- og hávelluungar fundust sárafáir og vom þeir eingöngu á ánni og hokkrir á Sandvatni. Straumandar- ungar vom um 160, efst á Laxá, og var það talsvert mikið miðað við venju, en af hinum tegundunum er miklú færra en vant er. Enn á eftir að rannsaka margt - segir Jón Pétur Líndal, sveitarstjóri Skútustaðahrepps í ÞORPINU í Reykjahlíð býr sveitarstjórinn í Skútustaðahreppi, Jón Pétur Lindal, og var hann inntur eftir sínu áliti á ástandi Mývatns. Hann sagði að ungadauðinn væri vissulega staðreynd. Allir væru sam- mála um áð orsakanna væri að leita i fæðuskorti, en ekki væru allir á einu máli af hverju hann stafaði. „Sumir halda því fram að það sé mengun frá Kísiliðjunni sem þessu valdi. Eftir því sem ég hef fylgst með rannsóknum og heyrist á vísindamönnum sýnist hæpið að benda á neitt eitt sérstaklega sem áhrifavald og full snemmt að kenna einhveijum ákveðnum þætti þar um. Enn á eftir að rannsaka margt og ekki komin nein heildamiðurstaða út úr þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið. Það er brýn þörf á stöðugum og nákvæmum rannsóknum á lífríki vatnsins og hugsanlegri mengun. Það hefur verið viss tilhneiging til að skella skuldinni á Kísiliðjuna, en ef ekki væri dælt úr vatnsbotninum myndi vatnið á endanum þoma upp. Af þeim gögnum sem fram hafa komið er ekkert sem beinlínis segir að dýpkun vatnsins og Kísiliðjan séu til skaða fyrir lífið í vatninu. Frárennsli og úrgangur frá hótel- inu og allri byggð við Mývatn gæti hugsanlega valdið skaða ef það færi í óhóflegu magni út í vatnið, en at- huganir hafa ekki sýnt fram á að svo sé. Þetta eru allt hlutir sem þarf að skoða og þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hafa fyrst og fremst sýnt fram á að á þeim er full þörf. Þær þyrftu þó að vera enn ítarlegri og víðtækari en sú ijárveit- ing sem fengist hefur í þetta verk- efni nægir til. Sem sveitarstjóra ber mér að gæta hagsmuna íbúanna. Kísiliðjan er und- irstöðuþáttur í atvinnulífínu svo hún verður starfrækt áfram nema full- sannað sé að hún valdi skaða. Ferðamannaiðnaður er hér vissu- lega einnig mikilvægur. Einkum eru það bændur sem hafa tekjur af því að leigja út herbergi og aðra að- stöðu. Margir sem koma hingað koma til að skoða fuglana og okkur Morgunbl aðið/Bj arni Jón Pétur Líndal, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. er því mikið í mun að finna raun- verulega ástæðu fyrir þessari röskun á fuglalífínu. En við viljum að málið sé rannsakað hlutlaust og ómótað af fyrirfram ákveðnum skoðunum" sagði Jón Pétur. LJÓSRITUNARVÉLAR NETTAR, LITLAR 0G LÉTTAR D-10 Lítil, einföld og því traust. Fyrirtak á skrifborðið! Sú ódýrasta á markaðnum. D-100 Japönsk snilldarhönnun, þýsk ending og nákvæmni. Lágt verð og rekstarkostnaður. MINOLTAEP50 5 lita prentun ef vill, innsetning einstakra arka, hágæðaprentun og hagkvæmni í rekstri. BXkjaran ARMULA 22. SlMI (91) B 30 22. 108 REVKJAVtK RYÐFRIAR ÞREPA- DÆLUR = HÉÐINN = VELAVERSLUN SÍMI 624260 SERFRÆÐIPJONUSTA - LAGER I Smurstöð Heklu hf. er í alfaraleið við Laugaveginn. Hún er skammt frá miðbænum og því þægilegt að skilja bílinn eftir og sinna erindum í bænum á meðan bíllinn er smurður. Nýlega var tekin í notkun fullkomin veitingaaðstaða fyrir þá viðskiptavini sem vilja staldra við á meðan bíllinn er smurður. Fljót og góð þjónusta fagmanna tryggir fyrsta flokks smurningu. Lítið við á Laugavegi 172 eða pantið tíma í símum 695670 og 695500. Verið velkomin. HEKIA HF Laugavegi 170 ■ 172 Síml 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.