Morgunblaðið - 10.12.1988, Síða 3

Morgunblaðið - 10.12.1988, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 3 Úr gullkistum íslenskrar menningar NÝJA TESTAMENTI ODDS GOTTSKÁLKSSONAR Nýja testamenti Odds kemur nú út í aðgengilegri útgáfu fyrir almenn- ing, fært til nútímastafsetningar. Þetta er fyrsta þýðing Nýja testa- mentisins á íslenska tungu og auk þess fyrsta bók sem prentuð var á íslensku og enn er til svo vitað sé. Þýðing Odds á Nýja testamentinu og útgáfa þess árið 1540 er hinn J merkasti viðburður í sögu íslensks máls og menningar. Bókin er nú gefin út í samvinnu við Hið íslenska Biblíufélag, Kirkjuráð og Orðabók Háskólans. Inngangsorð að bókinni rita dr. Sigurbjörn Einarsson bisk- up, Guðrún Kvaran og Gunnlaugur Ingólfsson orðabókarritstjórar og Jón Aðalsteinn Jónsson forstöðu- maður Orðabókar Háskólans. í nokkrum opnum er annars vegar ljósprentuð síða úr frumútgáfunni frá 1540, en hins vegar sama síða færð til nútímastafsetningar. Kynningarverð til janúarloka 1989 kr. 3.750,- Eftirþað kr. 4.500,- Margir mundu njóta þess að kynnast tungutaki Odds. Það er sterkur safi, keim- ur og kjarni í þeirri íslensku sem Oddur Gottskálksson ritaði. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Oddur Gottskálksson er einn mesti stílsnillingur á íslenska tungu sem við höf- um átt og þýðing hans eitt af leiðarmerkj- um í sögu íslenskra bókmennta og trúarlífs. Pétur Sigurgeirsson biskup íslands. Enginn, sem vill kynnast sögu íslenzkrar tungu, getur látið undir höfuð leggjast að athuga Nýja testamenti Odds Gottskálks- sonar. Jón Helgason prófessor. Orðaforði hans er fírna mikill, málið auð- ugt, víða kjarnyrt, svipmikið og töfrandi. Það býr yfir þeim helgihljómi sem fáir biblíuþýðendur okkar aðrir hafa náð. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor. GUÐBRANDSBIBLIA 1584- 1984 400 ára Árið 1984 var merkasti dýrgripur íslenskrar prentlistar, Guðbrandsbiblía, gefin út í 400 tölusettum eintökum. Um þessar mundir getum við boðið nokkur fullgerð eintök af þessari viðhafnarútgáfu. Bókin er handunnin, prentuð á fornprenta- pappír, innbundin i geitarskinn og bókar- spjöld eru úr tré. Bókin er búin látúnsspensl- um og bókarskrauti. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup ritar inn- gang um Guðbrand biskup og biblíu hans. Útgáfan var gerð í samvinnu við Kirkjuráð, Hið íslenska Biblíufélag og Stofnun Árna Magnússonar á Islandi. Verð kr. 49.500,- L kcv li!‘«n .laab ihsj (093 -.a.tijatúi Að Guðs heilaga orð, sem oss er veitt og gefið, það mætti sem ljóslegast, rétt- ast og fagurlegast hjá vorum eftirkom- endum eftirlátið verða og vort móður- mál hreint ög óblandað. Guðbrandur Þorláksson biskup. Þessi hugsun stýrði honum og bar hann uppi í önn langrar ævi. Biblía hans var sá ávöxtur hennar, sem hæst ber meðal margra. Hún hefur með réttu verið talin til þjóðargersema. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. LÖGBERG BÓKAFORLAG Þingholtsstræti 3 sími 21960 u<wiBýiH!»H •lubliruiH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.