Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 10
r10
morgúnbláðið; laugardágíÍr ití.
" 1988
21150- 21370 Æ
S Þ. VALDIMARSSON sölustjóri
BJARNASON HDL. LÖGG. FASTEIGNASALI
Til sýnis og sölu auk annarra eigna:
3ja herb. séríbúð
innarlega viö Hæðargarð. Nánar tiltekið neðri hæð í tvíbýlishúsi. End-
urn. fyrir nokkrum árum. Laus fljótlega. Sanngjarnt verð.
Stór og góð á góðu verði
B herb. efri hæð við Bugðulæk. Stórar og góðar stofur. Sólsvalir. Sér-
hiti. Ágæt sameign. Góður bílskúr. Ákveðin sala.
Bjóðum ennfremur til sölu
5-6 herb. sérhæðir m.a. við Aragötu, Rauðalæk og Bugðulæk.
2ja herb. við Miðvang Hf. Stór og góð. Sérþvottahús.
3ja herb. neðri hæð við Kópavogsbraut. Mikið endurn. Tvíbýli.
Gott steinhús í Hvömmunum, Kóp. með tveimur íbúðum. Bilskúr.
Raðhús ein hæð um 80 fm við Brekkubyggð Gbæ. Bílskúr.
Hagkvæm skipti
Getum boðið í hagkvæmum skiptum: Sérhæðir, einbýlishús, hús
með tveimur fbúðum, raðhús o.m.fl. Teikningar og nánari upplýsing-
ar á skrifst.
Sérstaklega óskast einbýlishús eða raðhús 100-120 fm með góðum
bílskúr í skiptum fyrir ágætt einbýlishús á einni hæð í Árbæjarhverfi.
Nánari uppl. trúnaðarmál.
Opið í dag, laugardag,
kl. 10.00-14.00.
Ath. breyttan opnunartíma.
ALMENNA
FASTEIGNASAl AN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Endurmimiingar
Sigurðar Hauks
Guðjónssonar
ÚT ERIJ komnar endurminning-
ar séra Sigurðar Hauks Guðjóns-
sonar, sem Jónína Leósdóttir rit-
stjóri hefur skráð, og nefnist
bókin „Guð almáttugur hjálpi
þér“.
í kynningu útgefanda segir:
„Séra Sigurður Haukur fæddist
1927 í Hafnarfírði en ólst upp í
Ölfusi. Að loknu embættisprófi
starfaði hann um hríð hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga en
vígðist síðan 1955 prestur að Hálsi
í Fnjóskadal. Frá 1964 hefur hann
verið sóknarprestur í Langholts-
sókn í Reykjavík, en hyggst á næst-
unni láta af embætti.
Fáir prestar eru umdeildari hér-
lendis en séra Sigurður Haukur og
má nefna snarpar ádrepur hans um
ýmis málefni, „poppmessur" fyrir
unglinga og suðning hans við sálar-
rannsóknir og læknamiðilinn Einar
á Einarsstöðum. Hefur hann jafnan
verið talinn í röð hinna „fijálslynd-
ari“ kennimanna hérlendis og þótt
sýna áræðni í embættisverkum
sínum og ýmissi nýbreytni.
í frásögn sinni er prestur fundvís
á eftirminnileg atvik og bregður
upp ljóslifandi myndum af sam-
ferðarmönnum sínum, auk þess að
miðla lesendum af margvíslegum
umhugsunarefnum. Má þar nefna
ýmsar frásagnir af prestsstarfinu
og sálusorgun, auk þess sem kynni
hans af sálarrannsóknum og lækna-
miðlum munu vekja áhuga
margra."
Bókin er 294 blaðsíður, með um
75 myndum. Prentsmiðja Áma
Valdemarssonar hf. annaðist prent-
un og bókband. Útgefandi er Nýja
bókaútgáfan hf.
ÉQaítíMtnáD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Lesendur þáttarins bregðast
vel við að venju, þegar til þeirra
er leitað. Það gerði ég í næstsíð-
asta þætti í framhaldi af bréfi
Odds Sigurðssonar í Reykjavík
um lundinn. Fyrstur tekur til
máls Ólafur Tryggvason í
Reykjavík:
„Bestu þakkir fyrir margar
og góðar laugardagshugvekjur.
í tilefni þeirrar síðustu datt mér
í hug kvæðið Danslilja eftir
Þorlák Þórarinsson, prófast í
Vaðlaþingi (23/12 1711-29/7
1773). Það byijar svona:
Við í lund,
lund fögmm eina stund
sátum síð sáðtíð,
sól rann um hlíð;
hlé var hlýtt þar;
háar og bláar,
ljósar og grænar
liljumar vænar
í laufguðum skans
þar báru sinn krans.
Og síðar:
Gjóði þundar góð-hróðug undi
glóða sunda ijóð slóð í lundi.
Ég held að ekki fari á milli
mála, að það sé rjóður, sem höf-
undurinn á hér við, er hann nefn-
ir lund. Hitt væri fremur ankanna-
legt í allri rómantík kvæðisins."
Þetta þykir umsjónarmanni
gott innlegg í málið. Hann hefur
oft lesið Danslilju og dáðst að
bragsnilld og orðfími sr. Þorláks,
en mundi ekki eftir henni núna í
þessu sambandi. Gjóður þundar
er líklega kenning fyrir kveðskap
sem stúlkan hefur fengið að heyra
í lundinum, en hún nefnist þarna
slóð sunda glóða (gulls). Hún er
auðvitað ijóð eftir rími og kring-
umstæðum.
Þá tekur við Halldór Kristjáns-
son frá Kirkjubóli:
„Heill og sæll, Gísli.
Þegar ég var í unglingaskóla
átti ég á skriflegu náttúrufræði-
prófí að svara: Hver er munur á
lundi og runni? Ég man ekki
betur en eitthvað vefðist fyrir mér
að svara. „Mig langar út í lundinn
með þér, jómfrú." Lundurinn er
sjálfsagt autt svæði, ijóður, en
það er enginn lundur án þess að
til séu tré. Og segir ekki í þjóð-
kvæðinu?
„Riddu þig undir lundinn."
Þá eru trén orðin lundurinn eða
hvað? En séu trén lundur, þá er
það tilskilið að eitthvert svigrúm
sé hjá þeim.
En hvað sem segja má um
uppruna og forna merkingu held
ég að í mæltu máli nú sé lundur
nánast ijóður í skógi. Þannig mun
vera málvenja og skilningur í
minni sveit.
Bestu kveðjur."
Þakkir færi ég Halldóri fyrir
bréf hans fyrr og síðar, og von-
andi skýrist lundarmálið enn frek-
ar.
Lítum nú aðeins í nafnaskrána,
og verða hér fyrir valinu nokkur
kvenmannsnöfn sem lítt hefur
verið fjallað hér um eða ekki:
1. Abela. Úr hebresku, komið af
Abel = „andardráttur, gufa“.
Abel var síðari sonur Adams
og Evu. Abela finnst fyrst í
íslensku manntali 1855, aðeins
ein. Þær voru fimm 1910, tvær
skírðar svo áratugina
1921-50. í þjóðskránni 1982
eru Abelur tvær.
2. Abigael. Einnig úr hebr. =
„gleði, föðurgleði". Abigael var
ein af konum Davíðs konungs,
þótti góð kona. í 22. Passíu-
sálmi segir:
Abigael fær æru og sæmd,
iila Jessabel verður ræmd.
Jessabel var nefnilega vond
kona, enda varpað út um
glugga og slitin af hundum.
Engin Abigael var á landi
okkar 1703, en ýmist sjö eða
átta í manntölum 19. aldar.
Árið 1910 voru þær sex,
21—50 ein og í þjóðskrá 82
ein, fædd 1898.
3. Aðalbjörg. Þetta er íslensk
465. þáttur
samsetning og ekki mjög göm-
ul. Björg er sú sem bjargar,
aðal táknar göfgi og góðan
uppruna. í manntalinu 1703
var aðeins ein með þessu nafni,
Aðalbjörg Hjálmarsdóttir,
39 ára á Nefsstöðum í Fljótum.
Faðir hennar H. Erlendsson,
77 ára, fær skemmtilegan og
framandi titil: „medicus et
artifex", en það mun þýða
læknir og listamaður. Árið
1801 voru tólf Aðalbjargir á
íslandi, allar norðan og austan.
Þeim hefur fjölgað nokkuð
greitt: 1855 níutíu, 1910 151
og 21—50 142. Þær eru 231
í þjóðskránni 82.
4. Agnes. Komið úr grísku =
„hrein, óflekkuð". Agnes var
helg mær og píslarvottur, svo
sem segir í Heilagra meyja
drápu:
Agnes var með elsku tignuð,
Jesú blóm í sjálfri Róma.
Þrautir háði þrettán vetra
þessi mey við grimman hersi:
Níðingrinn bað nökta leiða
Nönnu gulls hjá heiðnum mönnum;
vildi hann að skammast skyldi
skrautlig mær, ef allsber væri.
Haglig Ieysti hár úr dreglum
hvítust meyja, fagrt að líta;
fríðast var sem irúihnar klæði
félli niður um likam allan.
Sinifomús sætu væna
sár kennandi skapár að brenna:
Ýtar kyndu eldinn heita,
Apes stóð í logandi glóðum.
Agnesar voru 73 árið 1703, en
50—60 í flestum manntölum 19.
aldar. Árin 21—50 voru svo
skírðar 82 meyjar. Nafnið er í
sókn. í þjóðskránni 82 eru Agnes-
ar 185.
Áslákur austan kvað:
Að lafa á lánuðum fjöðrum
og lifa i hvívetna á öðrum
voru beljur og rollur
og tekjur og tollur
hennar Tryggvinu gömlu á Jöðmm.
. _ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Aðventutónleikar í HaQgrímskirlgu
Tónlist
JónÁsgeirsson
Mótettukór Hallgrímskirkju
stóð fyrir aðventutónleikum sl.
sunnudag og flutti undir stjórn
Harðar Áskelssonar söngverk
eftir Eccard, Grieg, Purcell,
Scheidt, Schutz, Sweelinck,
Hammerschmidt, J.S. Bach,
Byrd, Bruckner, auk sléttsálms
sem kenndur er við Ambrósíus
kirkjuföður og raddsetningu
Róberts A. Ottóssonar á latnesk-
um hymna frá 4. öld við texta,
sem eignaður er Ambrosíusi, í
þýðingu dr. Sigurbjörns Einars-
sonar, fyrrum biskups.
Efnisskráin var einstaklega
vönduð en helst til margþætt
hvað stíltegundir snertir og
spannaði alla kirkjusöguna, frá
Ambrósíusi til okkar daga.
Söngstíll kórsins er fínlegur og
fellur vel að tónlist sem var sam-
in fyrir og eftir 1600 en þar til
má nefna höfunda eins og Ec-
card, Scheidt, Sweelinck og
Hammerschmidt og flutti kórinn
verk þessara snillinga mjög vel.
Minna bragð var af söng kórs-
ins í verkum Bruckners og Gri-
egs, en rómantísk tónlist nýtur
sín best í tilfinningaþrunginni
(heitri) tóntúlkun. Hér er ekki
átt við hljómstyrk, heldur
þróttmikla raddbeitingu.
Mótettukór Hallgrímskirkju.
Nokkrir félagar í kómum
sungu einsöng og var söngur
þeirra í samræmi við söngstíl
kórsins, fínlegur og fallega
hljómandi. Þrátt fyrir nokkuð of
margþætta söngskrá voru tón-
leikarnir í heild góðir og fyrsta
söngverkið, Veni redemptor gen-
tium, eftir Ambrósíus, hljómaði
einstaklega fallega innan úr alt-
ariskór kirkjunnar. Sama má
segja um síðasta lagið á efnis-
skránni, raddsetningu Róberts
A. Ottóssonar á Nú kemur
heimsins hjálparráð, sem var
mjög fallega sungið, en kórinn
gekk syngjandi út kirkjuna og
því meir sem hann nálgaðist
vesturgafl kirkjuskipsins, varð
söngurinn hreinni af enduróman
kirkjunnar.