Morgunblaðið - 10.12.1988, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR lO. DKSEMBER 1988
Framkvæmdasj óð-
ur menníngarmála
eftirBirgiísl.
Gunnarsson
í menningu hverrar þjóðar
spegiast sameiginlegur arfur kyn-
slóðanna. í menningarlífí þjóðar
kemur fram andlegur þroski henn-
ar og þeir eiginleikar sem greina
hana frá öðrum þjóðum. Það er
löngu viðurkennt að menningin
kemur innan frá og að umgjörðin
getur aldrei skapað sanna og
ósvikna menningu.
Engu að síður leggja flestar
þjóðir stolt sitt í það að skapa sinni
menningu veglega umgjörð —
byggja menningarstofnanir af
ýmsu tagi. Tilgangurinn er hvort
tveggja f senn: Að ýta undir margs
konar menningarviðleitni og að
auðvelda almenningi aðgang að
menningarefni. Við íslendingar
höfum reynt að fylgja fordæmi
annarra í þessum efnum og reist
ýmsar menningarstofnanir eftir
því sem aðstæður hafa leyft.
Nú er hins vegar svo komið að
ýmsar þær stofnanir sem við höf-
um litið á sem stolt okkar eru í
mikiili niðumíðslu auk þess sem
óvenju stór ný verkefni blasa við
á þessu sviði. Við skulum aðeins
átta okkur á því hver þessi helstu
verkefni eru.
Þjóðarbókhlaða. í tilefni af
1100 ára afmæli íslands byggðar
var samþykkt að byggja Þjóðar-
bókhlöðu. Þetta átti að vera eins
konar afmælisgjöf þjóðarinnar til
sjálfrar sín. I þessari stofíiun
skyldi sameina Landsbókasafn og
Háskólabókasafn og nýta nýjustu
tækni við rekstur þessa höfuð-
bókasafns þjóðarinnar. Fram-
kvæmdir hafa dregist um of, þótt
nokkur skriður hafí komist á verk-
ið eftir að Alþingi ætlaði sérstakan
tekjustofn til þessa verks. Þessu
verki þarf að ljúka sem fyrst.
Þjóðleikhúsið. Mjög hefur
skort á að viðhaldi Þjóðleikhúss-
byggingarinnar hafí verið sinnt
sem skyldi. Er nú svo komið að
húsið þarftiast gagngerðra endur-
bóta innan dyra sem utan. Einnig
þarf að byggja nokkuð við húsið
ef vel á að vera. Hafa verið gerð-
ar áætlanir um nauðsynlegar
framkvæmdir og er ljóst að þær
munu verða mjög kostnaðarsamar.
Þetta verk getur hins vegar ekki
beðið lengi.
Þjóðminjasafh. Þjóðminja-
safíisbyggingin við Hringbraut
liggur undir skemmdum vegna
skorts á viðhaldi. Sérstök nefhd
hefur unnið að áætlun um viðgerð-
ir á húsinu og uppbyggingu safns-
ins að öðru leyti til aldamóta.
Núverandi bygging þarftiast
gagngerðrar viðgerðar og áætlanir
eru uppi um viðbyggingu til að
bæta aðstöðu safnsins. Kostnaður
verður mjög mikill.
Þjóðskjalasafíi. Þjóðskjalasafn
Islands hefur miklu hlutverki að
gegna. Þar fer fram söfnun og
varðveisla skjala og annarra
skráðra heimilda þjóðarsögunnar
til notkunar fyrir stjórnvöld, stofn-
anir og einstaklinga til að tryggja
hagsmuni og réttindi þerira og til
notkunar við vísindalegar rann-
sóknir og fræðiiðkanir. Nýtt hús
var keypt fyrir Þjóðskjalasafnið
fyrir nokkrum árum, þ.e. hús
gömlu mjólkurstöðvarinnar við
Laugaveg. Aðbúnaður safnsins
hefur verið bágborinn, en hið nýja
húsnæði mun bæta mjög alla að-
stöðu safnsins. Ríkisendurskoðun
hefur nýlega gert skýrslu um þessi
húsakaup. Þar kemur fram að
kaupin hafí verið hagstæð og að
húsið geti hentað vel þessari starf-
semi. Hins vegar skorti fé til inn-
réttinga og nauðsynlegt sé að gera
áætlun um uppbyggingu safnsins
á hinum nýja stað. Ljóst er að það
mun kosta allmikið fé.
Tónlistarhús. Þörfín á sérstöku
tónlistarhúsi hefur lengi verið ljós.
Sinfóníuhljómsveit íslands hefur
búið við mjög ófullkomnar aðstæð-
ur og ýmiss konar annað tónlistar-
hald hefur verið á hrakhólum.
Samtök um byggingu tónlistar-
húss hafa verið stofnuð af áhuga-
mönnum og hafa þau unnið gott
starf til undirbúnings byggingar
tónlistarhúss. Ljóst er að ríkisvald-
ið verður að koma myndarlega við
söfn með fjárframlögum, ef tón-
listarhús á að verða að veruleika.
Hér hafa verið tilgreind nokkur
stór verkefni sem nú blasa við á
sviði menningarmála. Mikið fé
þarf til að koma þeim í fram-
kvæmd. Vorið 1986 voru sam-
þykkt á Alþingi „lög um þjóðará-
tak til byggingar þjóðarbókhlöðu".
Samkvæmt þeim lögum var ákveð-
ið að á gjaldárunum 1987, 1988
og 1989 skyldi leggja á sérstakan
eignarskatt, er renna skyldi
óskiptur til byggingarsjóðs Þjóðar-
bókhlöðu. Því miður hefur reynsl-
an verið sú að fjármálaráðuneytið
Birgir ísl. Gunnarsson
„Á árinu 1989 er gert
ráð fyrir að tekjur af
þessum sérstaka eigna-
skatti verði 240 milljón-
ir kr. Það er því ljóst
að á þennan hátt væri
unnt að jQármagna þær
mikilvægu ogbrýnu
framkvæmdir sem hér
hafa verið tilgreindar.
Er gert ráð fyrir að
Þjóðarbókhlaðan hafí
forgang þar til henni
er lokið, en jafíiframt
fái önnur verkefíii fé
úr sjóðnum samkvæmt
ákvörðun Alþingis
hverju sinni.“
hefur reynt að seilast í þessa pen-
inga til almennra útgjalda ríkis-
sjóðs. Engu að síður er ljóst að
með samþykkt þessara laga komst
á ný verulegur skriður á byggingu
Þjóðarbókhlöðunnar, þótt fram-
kvæmdum muni ekki Ijúka á árinu
1989.
Lögin um þjóðarátak til bygg-
ingar Þjóðarbókhlöðu munu falla
úr gildi í árslok 1989, þ.e. þau
fjárlög sem nú eru til meðferðar
á Alþingi eru síðustu fjárlög á
gildistíma þessara laga. Því miður
hefur reynslan verið sú að fjár-
málaráðuneytið hefur reynt að
seilast í þessa peninga til al-
mennra útgjalda ríkissjóðs. Engu
að síður er ljóst að með samþykkt
þessara laga komst á ný verulegur
skriður á byggingu Þjóðarbók-
hlöðunnar, þótt framkvæmdum
muni ekki ljúka á árinu 1989.
Lögin um þjóðarátak til bygg-
ingar Þjóðarbókhlöðu munu falla
úr gildi í árslok 1989, þ.e. þau
fjárlög sem nú eru til meðferðar
á Alþingi eru síðustu fjárlög á
gildistíma þessara laga. Því er nú
þörf á að huga að því hver skuli
vera framtíð þessa sérstaka eigna-
skatts. Nokkrir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins hafa nú flutt á
Alþingi frumvarp um stofnun
framkvæmdasjóðs menningar-
mála. Er gert ráð fyrir að hinn
sérstaki eignaskattur renni í þann
sjóð eftir 1989 og að þessi sjóður
fjármagni síðan þær framkvæmdir
á sviði menningarmála sem til-
greindar eru hér að ofan.
Á árinu 1989 er gert ráð fyrir
að tekjur af þessum sérstaka
eignaskatti verði 240 milljónir kr.
Það er því ljóst að á þennan hátt
væri unnt að fjármagna þær mikil-
vægu og brýnu framkvæmdir sem
hér hafa verið tilgreindar. Er gert
ráð fyrir að Þjóðarbókhlaðan hafí
forgang þar til henni er lokið, en
jafnframt fái önnur verkefni fé
úr sjóðnum samkvæmt ákvörðun
Alþingis hverju sinni. Með þessum
hætti ætti að vera unnt að tryggja
framkvæmd þeirra brýnu verkefna
sem nú bíða á sviði menningar-
mála.
Höfundur er einn afalþingis-
mönnum Sjálfstæðisílokks fyrir
Reykjavíkurkjördæmi.
Herferð viðskiptaráðherra
eftirPálma Jónsson
í Morgunblaðinu 23. nóv. sl. er
sagt frá ræðu Jóns Sigurðssonar
viðskiptaráðherra á flokksþingi Al-
þýðuflokksins undir fyrirsögninni
„Herferð gegn kinda- og hrossa-
kjöti eina ráðið“. Þar er tilgreint
orðrétt eftir ráðherranum, sem talar
um friðun lands: „Ef til vill er eina
ráðið að efna til herferðar meðal
almennings um að hann hætti að
kaupa kjöt af þeim dýrum sem alin
eru á beit afrétta í uppblásturs-
hættu. Þetta á bæði við um afurðir
sauðflár og hrossa."
Ég tók þessi ummæli upp utan
dagskrár á Alþingi daginn eftir og
skoraði á ráðherrann að draga orð
sín til baka en biðjast afsökunar
ella. Ég vakti athygli á þvf, að hlut-
verk viðskiptaráðherra væri m.a.
að greiða fyrir viðskiptum lands-
manna, ekki síst viðskiptum með
innlendar framleiðsluvörur. Þetta
hlutverk sitt rækti ráðherrann með
því að hóta viðskiptaþvingunum
innanlands gegn innlendri fram-
leiðslu. Hann var að leggja til að
almenningur í landinu efhdi til her-
ferðar gegn neyslu kinda- og
hrossakjöts, að efnt yrði til herferð-
ar gegn bændastéttinni.
I ræðu minni kom fram, að Jón
Sigurðsson virtist hafa lært sitthvað
af grænfriðungum úti í heimi, sem
efnt hafa til herferðar gegn íslensk-
um framleiðsluvörum. Og ég spurði
hvort ekki kæmi að því að efna til
herferðar meðal almennings gegn
neyslu á fiski, þegar fískistofnar
eiga í vök að verjast. Starfsaðferðir
Greenpeaee-manna eru ráðherran-
um augljós fyrirmynd. Hann gengur
þó skrefí lengra þar sem hann hót-
ar viðskiptaþvingunum innanlands,
gegn sínum eigin landsmönnum,
meðan Greenpeace beitir fyrst og
fremst þvingunum gegn viðskiptum
á milli landa.
Ráðherrann virti áskoranir mínar
og gagnrýni að vettugi. Þess í stað
talaði hann um gróðurfarsmál, hvað
landið hefði verið fagurt við land-
nám, hvað síðan hefði eyðst, um
nauðsyn þess að friða landsvæði
fyrir búfjárbeit og um endurheimt
landsgæða. Ýmislegt var þar snot-
urlega sagt og réttilega, en annað
byggt á misskilningi eða vanþekk-
ingu. Hann forðast hins vegar
kjarna málsins, þ.e. hótanir sínar
um viðskiptaþvinganir, sem að
mínum dómi eru fordæmanlegar
hvaða tilgangi sem þær ættu
annars að þjóna.
Bændur og gróðurvernd
Jón Sigurðsson kastaði orðalepp-
um sínum til þjóðarinnar, en þó
fyrst og fremst í andlit bændastétt-
arinnar. Hans pólitíski tilgangur er
væntanlega sá að magna óvild á
milli þéttbýlis og strjálbýlis, á milli
bænda og neytenda. Sú á að verða
sem stundum áður hin pólitíska
óskastaða Alþýðuflokksins. Bænd-
ur á að stimpla sem landeyðingar-
menn og búsmala þeirra sem böl-
vald þjóðarinnar. Til slíkra öfug-
mæla leiða orð af því tagi sem Jón
Sigurðsson hefur látið sér um munn
fara.
Sjálfsagt er að viðurkenna þá
staðreynd að búsetan og búflárhald
í landinu hefur haft áhrif á gróður-
farið, og í ýmsum tilvikum hefur
landið verið ofbeitt. Aðrar orsakir
gróðureyðingar hafa þó ekki síður
verið mikilvirkar, þ.e. harðinda-
skeið, eldgos, vötn og vindar og
jafnvel umferð. Rofabörð á Sprengi-
sandi eru tæplega vitnisburður um
ofbeit þar sem sjaldnast mun hafa
gengið búfénaður á liðnum öldum.
Eigi að síður blés hálendið upp,
einkum á harðindaskeiðinu frá því
á 17. öld og fram um 1920.
Á síðustu árum hafa bændur
dregið mjög úr búfjárbeit á afrétt-
um og hafa yfírleitt verið fúsir til
samstarfs í gróðurvemdarmálum.
Enda eiga þeir meira í húfí en aðr-
ir um varðveislu og eflingu lands-
gæða. Nú er hrossabeit á afrétti
nálega aflögð. Á síðustu 11 árum
hefur sauðfé í landinu fækkað um
þriðjung eða um 300 þús. fullorðins
fjár. Það þýðir að næsta sumar
gengur um 700—750 þús. færra fé
í sumarhögum en var fyrir áratug.
Fleira fé gengur nú í heimahögum
en fyrr og beitartími á afréttum
hefur verið styttur, víðast bæði vor
og haust, enda fer ástand afrétta
yfirleitt batnandi. Þó munu vera
undantekningar, sem oftast tengj-
ast veðurfarsskilyrðum. Því er
nauðsynlegt að fylgjast vel með
þessum málum, hafa stjóm á beit-
artíma á afréttum, stefna að því
að landið fari batnandi með hóf-
legri notkun og uppgræðslu. Mark-
mið okkar allra er að bæta gróð-
urríki landsins. Landgræðslan hefur
unnið gott starf og bændur hafa
gengið greiðlega til samstarfs um
gróðurvemdarmálin. Það samstarf
þarf að efla en ekki að efna til
óvildar sem gæti komið þvi sam-
starfí fyrir kattamef. Það er því
bæði ómaklegt og óviturlegt að
kasta stríðshanska að bændum í
þessum efnum. Hótanir um við-
skiptaþvinganir eru hvort sem
er af allt öðrum toga og eiga
ekkert skylt við gróðurfersmál.
Þáttur sjónvarpsins
í þingsjá sjónvarpsins 25. nóv.
sl. voru sýndar glefsur úr umræðum
um þessi mál á Alþingi. Sá þáttur
var villandi og hlutdrægur, hvort
sem það var vegna ásetning frétta-
mannsins eða ekki.
í kynningu á umræðunum kallar
Pálmi Jónsson
„Hótanir um viðskipta-
þvinganir, um herferð
meðal almennings gegn
sölu á innlendum fram-
leiðsluvörum var það
sem segja þurfti til þess
að verða „maður vik-
unnar“.“
fréttamaður ummæli ráðherra „var-
fæmisleg", en þó orðið til þess „að
á ráðherra dundu skammir og fúk-
yrði formælenda landbúnaðar,
sauðkinda og hrossa, sumir sögðu
reyndar landbúnaðarmafíu“.
Mér er vitaskuld spum: Hvað
kemur fréttamanni sjónvarpsins til
þess að kalla okkur, sem mótmæl-
um hótunum ráðherra um við-
skiptaþvinganir innanlands, full-
trúa sauðkinda, hrossa eða land-
búnaðarmafíu? Nær hefði verið að
kalla okkur fulltrúa viðskiptafrelsis.
Myndir sem öðru hvoru birtust á
skjánum meðan þátturinn stóð yfír
áttu sýnilega að þjóna málstað ráð-
herrans og e.t.v. að kynna okkur
hina sem fulltrúa landeyðingarafl-
anna. Engar myndir voru sýndar
af þeim áróðursbrögðum sem notuð
eru þegar beita á viðskiptaþvingun-
um, t.d. af hálfu Greenpeace. Auk
þessa fékk ráðherrann yfirgnæf-
andi tíma á skjánum umfram aðra
ræðumenn. Þannig komust tæplega
til skila aðalatriðin í máli máls-
hefjenda, þ.e. undirritaðs, og engar
röksemdir úr svarræðu minni. Er
þó fréttamanni nauðsynlegt að vita
að í umræðu af þessu tagi á Al-
þingi hefur málshefjandi rétt um-
fram aðra samkvæmt þingsköpum.
Hann má tala 2x3 mínútur, ráð-
herra sem máli er beint til, 2x2
mínútur og aðrir þingmenn í 2
mínútur. A öllum sviðum var því
máli hallað ráðherra í vil en gegn
málshefjanda.
Sjónvarpið bætti síðan gráu ofan
á svart með því að velja Jón Sig-
urðsson sem „mann vikunnar"
vegna ummæla sinna. Þar var hann
kynntur í uppskrúfuðum áróðurs-
þætti sem maðurinn, sem hafði
haft „manndóm til að segja það sem
segja þurfti". Hótanir um viðskipta-
þvinganir, um herferð meðal al-
mennings gegn sölu á innlendum
framleiðsluvörum var það sem segja
þurfti til þess að verða „maður vik-
unnar".
Sjónvarpið hefur skyldur sam-
kvæmt lögum um hlutlæga meðferð
máia. Það ber ábyrgð á sínum
starfsmönnum. Hætt er við að vill-
andi efnistök sjónvarpsins snúi
þessu máli við í hugum almenn-
ings. Slík efnistök eru vítaverð. Því
er óhjákvæmilegt að skýringar
verði geftiar af hálfu útvarpsráðs
og útvarpsstjóra.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Sjáifstæðisflokkinn íNorður-
landskjördæmi vestra.