Morgunblaðið - 10.12.1988, Side 30

Morgunblaðið - 10.12.1988, Side 30
30 MÖÉGUNBLÁÍ3I8, LáUGÁRD’ÁGUÉ 'ló. DESEMfeÉÉ í'98'8 NORRÆMT TÆKNIÁR1988 VERÐLAUNA- AFHENDING í tilefni af Norrænu tækniári, ákvað stjórn Tækniársins í samvinnu við Félag raungreinakennara, að efaa til samkeppni meðal fi-amhaldsskólanema. Tilgangur keppninnar var að glæða áhuga nemenda á tæknimálum og hvetja þá til að leysa tækni- leg verkefni á eigin spýtur. Viðfangsefni keppninnar skipt- ust í 5 verkefni, og máttu nemend- ur ráða við hvert þeirra þeir glímdu. Verkefnin voru á eftirt- öldum sviðum: 1. Gerð mynd- bands, 2. Hönnun líkans af sýn- ingarbás, 3. Uppfínningarsam- keppni, 4. Tölvutækni beitt til stýringar, 5. Forritunarverkefni á sviði gervigreindar. í dómsnefnd voru frá Félagi raungreinakennara Georg R. Douglas og Davíð Þorsteinsson, en frá Norrænu tækniári Sigurður H. Richter. Verðlaun hlaut Jónas Ingi Ragnarsson, nemandi í Mennta- skólanum í Hamrahlíð, fyrir verk- efni á sviði tölvutækni beitt til skýringar. Verðlaunaverkefnið var forrit- un og rafrásir sem tengjast not- endahlið BBC-tölvu. Forritið er skrifað í BBC-BASIC og 6502- smalamáli (assembler). Það setur upp slq'ámyndir, les inntak frá sérstöku lyklaborði og stjómar jaðartækjum. Þegar eitthvert fjögurra fyrir- fram ákveðinna númera er slegið inn á lyklaborðið, sendir tölvan straum út á eina af fjórum línum. Þannig má nota tölvuna til að ræsa ýmis tæki samkvæmt boð- um. Verðlaunin voru 75 þúsund Jónas Ingi Ragnarsson tekur við verðlaununum úr hendi Ólafs Davíðssonar, formanns samstarfe- nefiidar Norræns tækniárs. krónur. Auk þess fylgdi verðlaun- unum ferð til Svíþjóðar, sem hófst í gær. Þar mun Jónas Ingi hitta annað ungt fólk, sem hefur unnið í svipaðri keppni á hinum Norður- löndunum. I Svíþjóð munu verð- launahafarair koma fram í sænska sjónvarpinu, skoða ýmsa athyglisverða tæknilega hluti og í dag verða þeir viðstaddir af- hendingu Nóbelsverðlaunanna í Hljómleikahöllinni í Stokkhólmi. ítarleg úttekt á þrjátíu ára sögu verslunarfjötra á Islandi, 1931-1960. Sláandi bók sem dregur fram í dags- Ijósið atburði og staðreyndir sem margir hefðu kosið að legið hefðu í þagnargildi áfram. Hvað var „stofnauki nr. 13“? Efldist SÍS í skjóli haftanna? Hvað var „bátagjaldeyrir“? Hverjir voru hinir „pólitísku milliliðir“? Hverjir högnuðust á höftunum? Jakob F. Ásgeirsson skrifar hér æsilega og stórfróðlega bók um árin þegar pólitísk spilling, smygl og svartamarkaður grasseraði og öflug hagsmunasamtök risu upp í öllum áttum. ÞJÓÐ í HAFTI. Er sagan að endurtaka sig? EYMONDSSOM ÞJÓÐ í HAFTI eftir Jakob F. Ásgeirsson Bókauppboð hjá Klaust- urhólum 146. listmunauppboð Klaustur- hóla verður haldið í Templara- höllinni sunnudaginn 11. desem- ber kl.14. Að þessu sinna verða bækur boðnar og verða 200 núm- er á uppboðinu. Margar fágætar bækur verða á uppboðinu. Meðal annars Kort Beskrivelse over den nye Vulcans Udsprudning eftir Magnús Stepe- hensen, sem gefín var út í Kaup- mannahöfn 1785, og A pilgrimage to the saga-steads of Iceland eftir W. G. Collingwood og Jón Stefáns- son, útgefín í Ulvereton 1899. Einnig Árferði á íslandi í þúsund ár eftir Þorvald Thoroddsen, útgef- in í Kaupmannahöfn 1916-17 og Tíminn og vatnið eftir Stein Stein- arr, útgefin í Reykjavík 1948. Loks býðst Saga hins dáðrakka riddara Don Quixote frá Mancha, sem Bjöm Ólafsson fyrrverandi ráð- herra þýddi. Bók þessi var gefín út í aðeins 25 tölusettum eintökum og einu ótölusettu, sem Landsbókasaf- nið fékk, í Reylq'avík 1935. Enn- fremur verða á uppboðinu margar bækur um náttúrufræði, ættfræði og heilbrigðismál, fomrit og ferðabækur. Valgeirog„Gód- ir Islendingar“ VALGEIR Guðjónsson hefur sent frá sér nýja hljómplötu sem ber heitið „Góðir íslendingar". Er þetta fyrsta sólóplata Valgeirs, sem í seinni tið er þekktastur sem „Stuðmaður“ og höfúndur lags- ins „Hægt og hljótt“, sem var framlag íslands í Eurovision keppninni árið 1987. Steinar h.f gefii hljómplötuna út og annast drcifingu hennar. í fréttatilkynningu frá Steinum h.f segir að hljómplatan „Góðir ís- lendingar" hafí verið í smíðum frá því snemma á þessu ári. Valgeir Guðjónsson hafí meðal annars dval- ið á Ítalíu í sumar við laga- og textasmíðar, en hljóðritun plötunn- ar lauk í byijun nóvember. Hljóðrit- unin fór fram í Stemmu undir stjóm Mike Sheppard, en auk hans aðstoð- uðu þeir Björgvin Gíslason og Ás- geir Óskarsson Valgeir við hljóð- færaleik á plötunni. Öll tónlistin á hljómplötunni er eftir Valgeir, en útsetningar sáu þeir félagar um í sameiningu. .isniisn i ti n.i tiis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.