Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 30
30 MÖÉGUNBLÁÍ3I8, LáUGÁRD’ÁGUÉ 'ló. DESEMfeÉÉ í'98'8 NORRÆMT TÆKNIÁR1988 VERÐLAUNA- AFHENDING í tilefni af Norrænu tækniári, ákvað stjórn Tækniársins í samvinnu við Félag raungreinakennara, að efaa til samkeppni meðal fi-amhaldsskólanema. Tilgangur keppninnar var að glæða áhuga nemenda á tæknimálum og hvetja þá til að leysa tækni- leg verkefni á eigin spýtur. Viðfangsefni keppninnar skipt- ust í 5 verkefni, og máttu nemend- ur ráða við hvert þeirra þeir glímdu. Verkefnin voru á eftirt- öldum sviðum: 1. Gerð mynd- bands, 2. Hönnun líkans af sýn- ingarbás, 3. Uppfínningarsam- keppni, 4. Tölvutækni beitt til stýringar, 5. Forritunarverkefni á sviði gervigreindar. í dómsnefnd voru frá Félagi raungreinakennara Georg R. Douglas og Davíð Þorsteinsson, en frá Norrænu tækniári Sigurður H. Richter. Verðlaun hlaut Jónas Ingi Ragnarsson, nemandi í Mennta- skólanum í Hamrahlíð, fyrir verk- efni á sviði tölvutækni beitt til skýringar. Verðlaunaverkefnið var forrit- un og rafrásir sem tengjast not- endahlið BBC-tölvu. Forritið er skrifað í BBC-BASIC og 6502- smalamáli (assembler). Það setur upp slq'ámyndir, les inntak frá sérstöku lyklaborði og stjómar jaðartækjum. Þegar eitthvert fjögurra fyrir- fram ákveðinna númera er slegið inn á lyklaborðið, sendir tölvan straum út á eina af fjórum línum. Þannig má nota tölvuna til að ræsa ýmis tæki samkvæmt boð- um. Verðlaunin voru 75 þúsund Jónas Ingi Ragnarsson tekur við verðlaununum úr hendi Ólafs Davíðssonar, formanns samstarfe- nefiidar Norræns tækniárs. krónur. Auk þess fylgdi verðlaun- unum ferð til Svíþjóðar, sem hófst í gær. Þar mun Jónas Ingi hitta annað ungt fólk, sem hefur unnið í svipaðri keppni á hinum Norður- löndunum. I Svíþjóð munu verð- launahafarair koma fram í sænska sjónvarpinu, skoða ýmsa athyglisverða tæknilega hluti og í dag verða þeir viðstaddir af- hendingu Nóbelsverðlaunanna í Hljómleikahöllinni í Stokkhólmi. ítarleg úttekt á þrjátíu ára sögu verslunarfjötra á Islandi, 1931-1960. Sláandi bók sem dregur fram í dags- Ijósið atburði og staðreyndir sem margir hefðu kosið að legið hefðu í þagnargildi áfram. Hvað var „stofnauki nr. 13“? Efldist SÍS í skjóli haftanna? Hvað var „bátagjaldeyrir“? Hverjir voru hinir „pólitísku milliliðir“? Hverjir högnuðust á höftunum? Jakob F. Ásgeirsson skrifar hér æsilega og stórfróðlega bók um árin þegar pólitísk spilling, smygl og svartamarkaður grasseraði og öflug hagsmunasamtök risu upp í öllum áttum. ÞJÓÐ í HAFTI. Er sagan að endurtaka sig? EYMONDSSOM ÞJÓÐ í HAFTI eftir Jakob F. Ásgeirsson Bókauppboð hjá Klaust- urhólum 146. listmunauppboð Klaustur- hóla verður haldið í Templara- höllinni sunnudaginn 11. desem- ber kl.14. Að þessu sinna verða bækur boðnar og verða 200 núm- er á uppboðinu. Margar fágætar bækur verða á uppboðinu. Meðal annars Kort Beskrivelse over den nye Vulcans Udsprudning eftir Magnús Stepe- hensen, sem gefín var út í Kaup- mannahöfn 1785, og A pilgrimage to the saga-steads of Iceland eftir W. G. Collingwood og Jón Stefáns- son, útgefín í Ulvereton 1899. Einnig Árferði á íslandi í þúsund ár eftir Þorvald Thoroddsen, útgef- in í Kaupmannahöfn 1916-17 og Tíminn og vatnið eftir Stein Stein- arr, útgefin í Reykjavík 1948. Loks býðst Saga hins dáðrakka riddara Don Quixote frá Mancha, sem Bjöm Ólafsson fyrrverandi ráð- herra þýddi. Bók þessi var gefín út í aðeins 25 tölusettum eintökum og einu ótölusettu, sem Landsbókasaf- nið fékk, í Reylq'avík 1935. Enn- fremur verða á uppboðinu margar bækur um náttúrufræði, ættfræði og heilbrigðismál, fomrit og ferðabækur. Valgeirog„Gód- ir Islendingar“ VALGEIR Guðjónsson hefur sent frá sér nýja hljómplötu sem ber heitið „Góðir íslendingar". Er þetta fyrsta sólóplata Valgeirs, sem í seinni tið er þekktastur sem „Stuðmaður“ og höfúndur lags- ins „Hægt og hljótt“, sem var framlag íslands í Eurovision keppninni árið 1987. Steinar h.f gefii hljómplötuna út og annast drcifingu hennar. í fréttatilkynningu frá Steinum h.f segir að hljómplatan „Góðir ís- lendingar" hafí verið í smíðum frá því snemma á þessu ári. Valgeir Guðjónsson hafí meðal annars dval- ið á Ítalíu í sumar við laga- og textasmíðar, en hljóðritun plötunn- ar lauk í byijun nóvember. Hljóðrit- unin fór fram í Stemmu undir stjóm Mike Sheppard, en auk hans aðstoð- uðu þeir Björgvin Gíslason og Ás- geir Óskarsson Valgeir við hljóð- færaleik á plötunni. Öll tónlistin á hljómplötunni er eftir Valgeir, en útsetningar sáu þeir félagar um í sameiningu. .isniisn i ti n.i tiis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.