Morgunblaðið - 10.12.1988, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.12.1988, Qupperneq 36
MORGÚNBLAÐIÐ, LÁÚGARDAÚUR^ 1Ó. ÚÉSÉMBKR 1088 36 Náttúruhamfarirnar í Armeníu Menn úr alpasveitum franska hersins raða sér upp á Zvartnots- flugvellinum í Jereven, en þangað komu þeir í gær til þess að að- stoða við björgunarstarf á skjálftasvæðunum í Armeniu. Brýnt að hefja al- þjóðlegt hjálparstaf - segirAndrej Sakharov Fúsk í húsbyggingum ein af meginástæðunum Almannavörnum ábótavant og skort- ur á tækjum til björgunarstarfa v hefur verið erlendis, til fórnar- Iamba náttúruhamfaranna," sagði hann. Moskvu. Reuter. FÚSK í húsbyggingum leiddi til þess að tugþúsundir manna fór- ust og stórir hlutar tveggja borga eyðilögðust í jarðskjálft- anum sem reið yfir Sovétlýðveld- ið Armeníu á miðvikudag. Sov- éska dagblaðið Komsomolskaja Pravda skýrði frá þessu í gær, þegar Mikhaíl Gorbatsjov Sovét- leiðtogi kom til Sovétríkjanna frá Bandaríkjunum til að stjórna björgunaraðgerðum á skjálfta- svæðunum. Komsomolskaja Pravda, mál- gagn ungliðahreyfingar kommúni- staflokksins, fordæmir slæmt ástand bygginga í borginni Lenín- París. Reuter. SOVÉSKI mannréttindafröm- uðurinn Andrej Sakharov hvatti stjómvöld í Sovétríkjunum í gær til að hleypa erlendum sjálfboðaliðum inn í landið til að unnt yrði að koma fóm- arlömbum jarðskjálftans, sem reið yfir að morgni miðviku- dags, til hjálpar. Þá lýsti Sak- harov yfir því að skipuleggja þyrfti alþjóðlegt hjálparstarf þegar í stað. „Ég bið Alþjóðlega Rauða krossin, Alþjóða heilbrigðismála- stofnunina og samtök Armena er- lendis að hefja þegar í stað hjálp- arstarf," sagði Sakharov við komu sína til Parísar í gær en þangað kom hann til að vera viðstaddur hátíðarhöld í tilefni þess að í dag, laugardag, eru 40 ár liðin frá und- irritun Alþjóðlegu mannréttinda- yfirlýsingarinnar. Sakharov sagði að tryggja þyrfti að hjálparstofnanirnar gætu komið hinum nauðstöddu til hjálp- ar á beinan og milliliðalausan hátt og því bæri stjómvöldum í Sov- étríkjunum að veita starfsmönnum þeirra og sjálfboðaliðum heimild til að halda til hörmungasvæð- anna. „Ég bið yfirvöld í Sovétríkj- unum að hleypa sjálfboðaliðum inn í Armeníu til að taka þátt í björg- unarstörfum og til að dreifa fötum, matvælum og lyfjum, sem safnað EB sendir hiálpareföofn Brussel. Reuter. Evrópubandalagið (EB) hefur ákveðið að senda hjálpargögn að andvirði 700.000 Bandaríkjadala (rúmra 31 milljónar ísl. kr.) til Armeníu. Sveitir björgunarmanna og sérfræðinga frá fjölmörgum ríkjum eru ýmist komnar eða eru á leið til jarðskjálftasvæðisins og deildir Rauða krossins viða um heim hafa heitið stuðningi sínum. Talsmaður Evrópubandalagsins sagði að hjálpargögn; lyf, lækninga- tæki, teppi og tjöld, yrðu send með tveimur flugvélum frá Belgíu og Hollandi og jafnframt væri ráðgert að ein flugvél til viðbótar færi frá Bretlandi um helgina. Breska ríkis- stjómin hefur tilkynnt að allt að fimm milljónum punda (um 400 millj- ónum ísl. kr.) verði varið til hjálpar hinum nauðstöddu íbúum Armenum. Frá Sviss héldu 37 björgunarmenn og 20 sérþjálfaðir hundar til Sov- étríkjanna og þaðan verða send átta tonn af hjálpargögnum ýmis konar til Armeníu. Hollandsdeild alþjóða- samtakanna „Læknar án landa- mæra" hefur afráðið að senda tvo lækna, tvær hjúkrunarkonur og lyf til hörmungasvæðanna en í gær höfðu yfirvöld í Sovétríkjunum enn ekki veitt fólkinu leyfi til að koma inn í landið. Franskir og belgískir læknar eru þegar teknir til starfa í Armeníu. Hollenski Rauði krossinn hefur sent hjálpargögn að andvirði 50.000 Bandaríkjadala (rúmlega tveggja milljóna króna) og mun frek- ari aðstoð hafa verið ákveðin. 18 ítalskir jarðfræðingar, læknar tæknifræðingar og björgunarmenn héldu í gær frá Róm til Armeníu. ERLENT Reuter Konur og börn sem misst hafa heimili sín í jarðskjálftunum í Lenínakan bíða á aðaltorgi borgarinnar eftir því að verða flutt í öruggt skjól. akan, næststærstu borg Armeníu, þar sem 75 af hundraði bygging- anna eyðilögðust. Um helmingur borgarinnar Kírovakan hrundi einn- ig til grunna og langflestir borg- arbúanna hafa misst heimili sín eða flúið hús sín vegna hættu á að þau hrynji. Svo að segja öll iðnfyrirtæki borgarinnar eyðilögðust. Þá stóð ekki steinn yfir steini í bænum Spítnak, sem er á milli fyrmefndra borga. Fréttastofan TASS skýrði ennfremur frá því að miklar skemmdir hefðu orðið í hémðunum Gúgar og Stepanavan í Armeníu. Blaðið segir að auk lélegra bygg- inga hafí slæmar almannavamir valdið mannskaðanum. Fréttaritar- ar blaðsins lýsa eyðileggingunni í Lenínakan þannig að svo hafi virst sem grimmileg styijöld hafi skollið á, þar sem skæðustu vopnum nút- ímans hafi verið beitt. „Hvar em jarðskjálftafræðingarnir, arkitekt- arnir og verkfræðingamir sem hönnuðu og reistu byggingamar sem hmndu eins og spilaborgir?“ spyr blaðið. Pravda, málgagn kommúnista- flokksins, skýrði frá því að ný ein- ingahús, níu hæða, hefðu hmnið til gmnna og orðið að fjöldagröf. „Til að mynda komust aðeins örfáir lífs af úr bamaskóla númer 9. Engin tæki vom til staðar til að bjarga fólkinu undan rústunum. „Borg- arbúar vom algjörlega hjálparlausir vegna rafmagns-, vatns- og gas- leysis." Blaðið skýrði þó frá því að engar skemmdir hefðu orðið á kjamorkuVeri í Armeníu. Gennadíj Sobolev, hjá Jarðfræði- stofnuninni í Moskvu, sagði að bú- ast mætti við frekari landskjálftum á svæðinu. Hann sagði að jarð- skjálftafræðingum í Armeníu og Georgíu hefði verið sendar upplýs- ingar um hættu á jarðskjálftum á svæðinu en engar varúðarráðstaf- anir hafí samt Verið gerðar. Hann sagði að engin tæki hefðu verið fengin til að vara við jarðskjálftum. TASS greindi frá því að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefði kom- ið til Moskvu, eftir að hafa hætt við fyrirhugaða ferð sína til Kúbu og Bretlands. Edúard Shevardnad- ze, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, hafði skýrt frá því í New York í fyrradag að Sovétleiðtoginn færi beint til Jerevan, höfuðborgar Armeníu. Sovéskt dagblað um eyðilegginguna: Tyrkir bjóðast til að opna landamæri Ankara. Reuter. TYRKIR buðust til þess í gær að opna landamæri sín vegna náttúruhamfaranna í Armeníu. Tyrkneskir embættismenn segja að auðveldast sé að koma hjálp- argögnum til skjáiftasvæðanna land- eða loftleiðinga um Tyrk- land. Engin beiðni hafði hins vegar komið um að senda gögn þá leið í gærkvöldi. Talsverð skelfing greip um sig þegar tveir nýir jarðskjálftar skóku borgina Igdir í norðaustanverðu Tyrklandi í fyrrakvöld, hálfum öðr- um sólarhring eftir stórskjálftana, sem eyðileggingunni ollu í Armeníu. Þeirra varð einnig vart í Kars- héraðinu í Tyrklandi, sem liggur að landamærum Sovétríkjanna. Fjórir Tyrkir týndu lífi er hús hrundu og um eittþúsund manns misstu heimili sín. , Reuter Ibúar borgarinnar Lenínakan við rústir húsa, sem hrundu í landskjálftanum á miðvikudag. Sovéskt dagblað hefúr skýrt frá því að fúsk í húsbyggingum hafi leitt til þess að eyðileggingin var eins mikil og raun bar vitni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.