Morgunblaðið - 10.12.1988, Page 40

Morgunblaðið - 10.12.1988, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 40 ______ jfgtmHnfrii Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Viðræður um Island og EB Miklar umræður fara nú fram innan Evrópu- bandalagsins og utan um hvað raunverulega muni gerast árið 1992, þegar stefnt er að því, að aðild- arríki bandalagsins verði að einum sameiginlegum mark- aði og allar hömlur hafa verið felldar niður á við- skipti þeirra í milli. Innan Evrópubandalagsins eru menn ekki á eitt sáttir um, hvort þau tímamót þýði, að bandalagið loki sig inni á bak við rammgerða tollmúra eða hvort það leitist við að opna hinn stóra sameigin- lega markað fyrir aðrar þjóðir einnig. Utan Evrópubandalags- ins er þetta líka rætt hjá smáþjóðum og stórþjóðum. í Bandaríkjunum og Japan eru þessi viðhorf mjög til umræðu. Annars vegar hafa þessar þjóðir áhyggjur af viðskiptahagsmunum sínum innan Evrópubandalagsins, ef miklir tollmúrar rísa gagnvart öðrum þjóðum. Hins vegar eru bæði Japanir og Bandaríkjamenn ósmeykir við að minna Evr- ópubandalagsríkin á, að þau eru ekki ein í heiminum og að ef þau setji erfíðar höml- ur á viðskipti við ríki utan bandalagsins verði þeim- svarað í sömu mynt. Sú hót- un hefur að sjálfsögðu áhrif á Evrópubandalagsríkin af þeirri einföldu ástæðu, að þau hafa líka hagsmuna að gæta, bæði í Bandaríkjunum og Japan. Thatcher, forsætisráð- herra Breta, hefur lýst því yfír, að ekki komi til greina, að Evrópubandalagsríkin byggi upp tollmúra í kring- um sig og vitað er, að fleiri leiðtogar aðildarríkjanna eru sömu skoðunar. Það er hins vegar alveg ljóst, að innan EB eru aðrir aðilar, sem telja, að fyrsta skrefíð hljóti að vera að byggja upp ein- hvers konar tollavígi í Evr- ópu. Þessar umræður innan og utan EB sýna, að það er alls ekki hægt að ganga út frá því sem vísu í umræðum hér, að við íslendingar verð- um útilokaðir frá fiskmörk- uðum okkar í Evrópu eftir 1992, ef við gerum ekki sér- stakar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir það. Viðræður þær, sem Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, hefur átt undanfama daga við forsæt- isráðherra Breta og Belga eru vísbending um, að menn þurfi ekki að hafa jafn mikl- ar áhyggjur af þessari þróun og margir hafa talið. Samkvæmt frásögn Steingríms Hermannssonar af viðræðum hans og Mar- grétar Thatcher í London á dögunum lýsti brezki for- sætisráðherrann því yfir, að íslendingar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því, að þeir yrðu útilokaðir frá hefð- bundnum mörkuðum í Evr- ópu eftir 1992. „Evrópu- bandalagið á að opnast, ekki lokast," sagði Thatcher við íslenzka forsætisráðherr- ann. Belgíski forsætisráð- herrann hefur talað með svipuðum hætti að sögn Steingríms Hermannssonar. Hann sagði í viðræðum við forsætisráðherra Islands, að hann hefði fullan skilning á þeirri afstöðu íslendinga, að aðild að Evrópubandalaginu kæmi ekki til greina og að útilokað væri að veita EB fiskveiðiheimildir .innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu. Þótt hér sé að sjálfsögðu um almennar viljayfirlýsing- ar að ræða af hálfu þessara tveggja forsætisráðherra og ljóst sé að t.d. embættis- menn á vegum Evrópu- bandalagsins hafa aðrar skoðanir, er þó ljóst, að þess- ar viðræður Steingríms Her- mannssonar við forsætisráð- herra Belgíu og Bretlands hafa verulega þýðingu fyrir okkur íslendinga. Þessar viðræður sýna, að við eigum skilningi að mæta hjá þess- um þjóðum og að ekki er ástæða til að umræður um þetta mál fari fram hér á Islandi á þeim grundvelli, að hinn sameiginlegi mark- aður verði okkur lokaður eftir 1992. Kór Langholtskirkju. Stj órnar með sprota Bruck Rætt við Jón Stefánsson kórstjóra og nokkra meðlimi Kórs 1 „VIÐ höfum sungið verk eftir Bruckner áður, því fyrir mörgum árum fluttum við nokkrar af mót- ettum hans. Þegar mér var svo gefinn tónsproti sem Bruckner hafði sjálfur átt varð úr að halda sérstaka Bruckner-tónleika," sagði Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Langholtskirkju. Tónsprotinn er vart yngri en 150 himni. Það bendir hins vegar ekk- ára gamall. Hann er úr íbenhoiti og fílabeini og skreyttur með perlu- móður. Helmut Neumann gaf Jóni sprotann í fyrra. Afi Neumanns var arftaki Bruckners sem kórstjóri og organleikari í borginni Linz og tók við sprotanum frá tónskáldinu. „Anton Bruckner er gífurlega mikils metið tónskáld í dag. Hann var tímamótatónskáld í Austurríki, líkt og Wagner og Brahms í Þýska- landi og segja má að Bruckner sé ein skærasta stjarna síðrómantíska tímabilsins í klassískri tónlist. Einna þekktastur er hann fyrir stór- kostlegt hugmyndaflug í hljóma- setningu og ein af mótettum hans, Christus factus est, er oft nefnd sem dæmi um það.“ Eina tónverk Bruckners sem flutt hefur verið hér á landi með hljóm- sveit er Te Deum. Á tónleikum um þessa helgi, í dag laugardag og á Mjög krefjandi fyrir kórinn í mótettunum syngur kórinn án undirleiks en í messunni nýtur hann aðstoðar 15 blásara. „Þetta er mjög óvenjuleg hljóð- færaskipan og ég man ekki eftir neinni messu með álíka hljóðfæra- skipan. Sumir hafa haldið því fram að hún sé tilkomin vegna þess að messan var frumflutt undir berum ert til annars en að Bruckner hafi alltaf ætlað sér að hafa þessa hljóð- færaskipan í messunni. Hann var hrifinn af blásturshljóðfærum og útsetti gjaman fyrir básúnur og horn.“ Kór Langholtskirkju hefur æft efnisskrá tónleikanna í allan vetur. „Við byrjuðum á messunni strax í haust og höfum æft hana óslitið síðan. Hún er meira og minna í 8 röddum og útsett í flókinni fleyg- röddun. Þessi messa gerir gífurleg- ar kröfur til kórsins. Hún er radd- lega, tæknilega og tónheyrna rlega mjög erfið þó hún sé ekki mjög löng,“ sagði Jón Stefánsson. Ovanalegt að syngja frá pp uppí fff Gunnlaugur Snævarr bassi sagði verk Bruckners í hópi þeirra Gunnlaugur Snævarr, Bergþóra Bja skemmtilegri sem hann hefði sung- ið. morgun sunnudag, ætlar Kór Lang- holtskirkju að flytja messu í e-moll eftir Bruckner, auk nokkurra mót- etta sem hann samdi til flutnings í me ssum, þeirra á meðal mótett- una Christus factus est. „Messa Bruckners í e-moll er gífurlega fagurt verk og áhrifamik- ið. Bmckner samdi þijár messur og af þeim er þessi talin áhrifamest og dýpst. Bruckner sækir hér efni- við fleiri aldir aftur í tímann, allt aftur til endurreisnartímabi lsins. Úrvinnsla hans á verkinu boðar hins vegar nýja tíma í tónlistarsögunni og það þarf að leita til tónskálda sem voru uppi á eftir Bruckner til að fínna eitthvað álíka." Anton Bruc Einn afmeisturum kirkjutónli EINS og svo margir snillingar fékk Anton Bruckner ekki fúlla viðurkenningu sem tónskáld fyrr en eftir dauða sinn. En jafii mis- skilinn og hann var í lifanda lífi er hann í dag álitinn einn af meisturum kirkjutónlistarinnar. Anton Bmckner var fæddur í þorpinu Ansfelden nálægt Linz í Austurríki árið 1824. Faðir hans var skólastjóri í þorpinu og hjá hon- um fékk Bmckner fyrstu tilsögnina í tónlist. Ellefu ára að aldri var hann tekinn í kórinn í St. Florian- klaustrinu og þar fékk hann ágætt tónlistaruppeldi. Eftir að hafa starf- að sem kennari, skólastjóri og org- anleikari í Linz, St. Florian og ná- grenni, var hann ráðinn organisti við St. Florian-klaustrið 1851 og við Dómkirkjuna í Linz 1856. Árið 1875 var Bmckner ráðinn orgel- og tónfræðikennari við Tón- listarháskólann í Vín. Þar starfaði hann til ársins 1891 er hann fór á eftirlaun. Síðustu fimm árin helgaði hann sig tónsmíðum, aðallega níundu sinfóníu sinni sem honum auðnaðist þó ekki að ljúka við. Bmckner andaðist árið 1896, sjötíu og tveggja ára að aldri. Messan í e-moll tímamótaverk Verkum Bmckners var oft illa tekið, því hinum íhaldssömu Aust- urríkismönnum þótti hann snið- ganga hið hefðbundna form sin- fónía og messa. Margir héldu því fram að tónsmíðar hans líktust um of tónsmíðum hins þýska Richards Wagners sem Bmckner hafði mikl-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.