Morgunblaðið - 10.12.1988, Page 42

Morgunblaðið - 10.12.1988, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 Gítartón- leikarísafní Signrjóns Einleikstónleikar á gítar verða haldnir í Listasafhi Sigxirjóns Olafssonar á Laugarnesi sunnu- daginn 11. desember kl. 20.30. Listamaðurinn heitir Uwe Eschner og er fæddur í Hamborg 1963. Hann hóf sjálfsnám á gítar 11 ára gamall en að loknu stúdents- prófi árið 1982 hóf hann nám við Hamburger Konservatorium og lærði hjá Peter John McAven. Haustið 1985 fékk hann inngöngu í tónlistarháskólann í Freiburg og mun útskrifast þaðan í byijun næsta árs. Kennari hans þar er Sonja Prunnbauer prófessor. Að auki hefur Uwe Eschner sótt nám- skeið hjá D. Kreidler, Roberto Auss- el og David Russel. Hann hefur komið fram í Þýskalandi, Sviss og Italíu með ýmsum listamönnum. A efnisskrá tónleikanna verða verk eftir J.S. Bach, Mauro Giul- iani, Leo Brouwer, F. Martin, An- tonio Lauro og Villa-Lobos. (Fréttatilkynning) Steingrímur Sigflísson samgönguráðherra: Könnun á staðsetningu varaflug- vallar miðist ekki við herflug Fjórir vellir verða kannaðir, niðurstaða væntanleg fljótlega STEINGRÍMUR Sigfusson Skólakór Kársness gefur út hljómplötu SKÓLAKÓR Kársness hefur gefíð út hljómplötuna „Hringja klukkurnar í kvöld“. Á plötunni eru jóiasöngvar frá ýmsum löndum og kórverkið „Söngvasveigur" — A Ceremony of Carols — eftir Benjamin Britt- en. Monika Abendroth leikur á hörpu og Heimir Pálsson þýddi verkið á íslensku. Alls syngja rúmlega sextíu börn á plötunni, stjórnandi þeirra er Þórunn Bjömsdóttir tónmennta- kennari. Nú um helgina munu kórfélagar ganga í hús í Kópavogi og bjóða plötuna til kaups en hún er einnig fáanleg á Bókasafni Kópavogs. Ragnar Bjamason er kynnir á stjörnudansleiknum í kvöld. Hótel Saga: Stjörnu- dansleikur Síjörnudansleikur verður í kvöld, laugardagskvöld, í Súlna- sal Hótel Sögu. Þar koma m.a. fram Fjórtán fóstbræður undir stjórn Gylfa Gunnarssonar, Jó- hann G. Jóhannsson, _ Sverrir Stormsker, Magnús Ólafsson, rokkhljómsveitin Síðan skein sól og Hörður Torfason. Kynnir á Stjömudansleiknum er Ragnar Bjamason. Hljómsveit hússins, Hótel, leikur fyrir dansi til klukkan 3 og á Mimisbar er hljóm- sveit Andra Backmann. Miðaverð á dansleikinn er 650 krónur en þeir sem koma fyrir klukkan 24 fá óvæntan glaðning. Þá er jólahlað- borð í Skrúð opið frameftir kvöldi. Nýja kökuhúsið: Jólasveinar uppi á þaki Jólasveinar munu birtast í fúll- um skrúða þegar kveikt verður á jólatré frá Oslóborg á Austur- velli sunnudaginn 11. desember nk. Munu þeir koma fram á þaki Nýja kökuhússins við homið á Landsímahúsinu strax þegar at- höfninni við jólatréð er lokið, en hún hefst kl. 16.00, Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög á Austur- velli frá kl. 15.30. sam- gönguráðherra kynnti á blaða- mannafundi í gær ýmis mál, sem nú er unnið að í samgönguráðu- neytinu. Þar á meðal er könnun á fjórum flugvöllum, sem til greina gætu komið sem varaflug- vellir fyrir millilandaflug, án þátttöku Mannvirkjasjóðs Atl- antshafsbandalagsins, mat á hættum, sem stafa kann af Reykjavíkurflugvelli og könnun á breyttu fyrirkomulagi strandsigl- inga á vegum ríkisins. Ne&idir hafa verið skipaðar til þess að fjalla um tvö síðarnefndu málin og ýmis fleiri. Ráðherra sagðist hafa skrifað flugmálastjóra og flugmálastjórn og óskað eftir því að tillögur verði gerð- ar um uppbyggingu flugvalla, sem þjónað geti sem varaflugvellir fyrir millilandaflug. Ráðherra sagði að þar sem hann hefði ákveðið að leggja til hliðar áform um samstarf við Mannvirkjasjóð Atlantshafsbanda- lagsins um gerð varaflugvallar, ættu tillögur flugmálastjóra að miðast við þarfir almenns farþega- og vöru- flutningaflugs en ekki við herflug- vélar. Sömu staðir kannaðir og nefhdir eru í skýrsiu flugráðs Ráðherra sagði að fjórir kostir yrðu kannaðir. í fyrsta lagi yrðu kannaðir möguleikar á lengingu Egilsstaðaflugvallar, annars vegar í beinu framhaldi af núverandi fram- kvæmdum við völlinn eða síðar. í öðru lagi ætti að kanna lengingu og aðrar endurbætur á Akúreyrarflug- velli og sérstaklega ætti þar að gera þar nákvæmnisútreikninga á að- flugsskilyrðum, sem taki mið af end- urbættum aðflugsbúnaði þar, meðal annars nýrri ratsjá. í þriðja og fjórða lagi ætti að kanna hvernig standa þyrfti að lengingu og öðrum umbót- um á Sauðárkróksflugvelli og Húsavíkurflugvelli. „Þessir kostir eru þeir, sem helst eru nefndir í skýrslu flugráðs frá síðasta vori og ég tel því eðlilegt að þeir verði sérstaklega yfirfarnir núna,“ sagði Steingrímur. „Það er ætlun mín að tillaga um ákvörðun í þessu máli verði lögð fyrir Alþingi sem hluti af endurskoðun flugmála- áætluna á vorþinginu. Það á ekki að þurfa að vinna mikla grunnvinnu í þessu sambandi, þessir kostir hafa flestir verið kannaðir áður. Það er því naumast annað eftir en að taka ákvörðunina." VERÐBREYTINGAR- STUÐULL FYRIRÁRÐ 1988 Samkvæmt ákvæðum 26. gr. laga nr. 7514. september 1981 um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað verðbreytingarstuðul fyrir árið 1988 og nemur hann 1,1848 miðað við 1,0000 á árinu 1987. Reykjavík 1. desember 1988 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Morgunblaðið/Emilía Samgönguráðherra á blaða- mannafundinum í gær. Ráðherra sagðist vonast til þess að fullnægjandi varaflugvöllur í öllu tilliti yrði reiðubúinn innan fárra ára. „Það er rétt að taka það fram í þessu sambandi að það er verið að gera ýmsar úrbætur á Akureyrar- flugvelli, sem gera hann betur í stakk búinn til þess að sinna þessu hlutverki en verið hefur og ég á von á að íslensku flugfélögin fari að nota hann sem slíkan í ríkari mæli,“ sagði ráðherra. Hann sagði að að- flugsskilyrði væru hins vegar verri á Akureyri en til dæmis á Egilsstöð- um og því væri æskilegt að Egils- staðaflugvöllur eða annar hvor hinna vallanna, sem ætti að kanna, upp- fyllti einnig þær kröfur sem gerðar væru til varaflugvallar. Um kostnað við lagningu vara- flugvallar sagði Steingrímur að úr því það stæði ekki mikið í mönnum að leggja 2.000 metra flugbraut á Egilsstöðum, setti það okkur varla á hausinn að bæta við 400 metrum. „Þetta yrði innan ramma flugmálaá- ætlunarinnar, sem er í gangi, en þó er hugsanlegt að þessi viðbót yrði þar sérverkefni," sagði ráðherra. Skipti mér ekki af utanríkisráðherra og hann ekki af mér Steingrímur var spurður um orð utanríkisráðherra um að þótt Mann- virkjasjóður NATO greiddi hluta kostnaðar við varaflugvöll, yrði hann ekki hernaðarmannvirki og þeim möguleika hefði ekki verið hafnað endanlega. Steingrímur var einnig spurður um verkaskiptingu utanrík- isiáðherra og samgönguráðherra hvað varðaði mál varaflugvallar. „Ég fer með samgöngumál en Jón Baldvin með utanríkismál. Ég lít svo á að ég fari að sjálfsögðu með öll samgöngumál nema ef vera kynni innan hinna svokölluðu varnar- svæða. Ef það væri meiningin að byggja þennan varaflugvöll við hlið- ina á hinum flugvellinum í Keflavík væri það væntanlega á borði ut- anríkisráðherra. Mér er hins vegar ekki kunnugt um að Aðaldalshraun eða aðrir slíkir staðir hafi verið lýst- ir varnarsvæði, þannig að ég lít svo á að samgöngur þar eins og annars staðar á landinu heyri undir sam- gönguráðuneytið og vinn samkvæmt þessari reglu,“ sagði Steingrímur. Er hann var inntur eftir því hvort hann hefði ekki samráð við utanrík- isráðherra um málið, sagðist hann ekki skipta sér af því hvernig ut- anríkisráðherra ynni og hann ætti ekki að skipta sér af sínum verkum. Málið hefði ekki verið rætt mikið í ríkisstjóminni og ekki gefið tilefni til þess. Tónlistarskóli Grindavíkur: 120 söngvarar og hljóðfæra- leikarar á iólatónleikum Ginndoirllf Gríndavik. ALLS munu 120 söngvarar og hljóðfæraleikarar koma fram á jólatónleikum Tónlistarskóla Grindavíkur sem haldnir verða sunnudaginn 11. desember kl. 17.00 í Grindavíkurkirkju. Efnisskráin er geysifjölbreytt og sýnir hversu starfið er þróttmikið í tónlistarlífi Grindvíkinga um þessar mundir en nemendur við skólann á haustönn losa hundraðið. Að sögn Jóns Hjaltasonar skóla- stjóra koma yngstu nemendur skól- ans fram á tónleikunum en þeir eru í forskóla. Börnin leika á blokk- flautur og hluti af þeim syngur með undir stjóm Ingu Runólfsdóttur. Þá koma fram nýstofnaðir barna- kórar grunnskólans undir stjórn Önnu Guðmundsdóttur, nýráðins organista við kirkjuna, en hún starf- ar einnig við tónlistarskólann. Sam- kór skólans kemur fram, en hann hefur nú starfað í þijú ár og tekið miklum framförum. Jafnframt munu margir ungir píanóleikarar leika bæði einleik og fjórhent auk þess sem hljómsveit skólans lýkur tónleikunum með hressilegri jóla- tónlist. Það er von forráðamanna skólans að Grindvíkingar og aðrir fjölmenni en aðgangur er ókeypis. - Kr.Ben. Opið hús og- j ólafagriaður Félagsstarf aldraðra i Hvassa- Ieiti 56—58 verður með opið hús á laugardag, 10. desember, kl. 14-17. Sýndar verða myndir og málverk sem unnin hafa verið í vetur. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur. Jólafagnaður félagsstarfs aldr- aðra í Hvassaleiti verður mánudaj inn 12. desember kl. 14.00. S Gylfi Jónsson flytur hugvekju Sigrún Hjálmtýsdóttir óperusönj kona syngur einsöng og Kór Kárí nesskóla kemur í heimsókn og synj ur. Boðið verður upp á aðventi kaffi með góðu meðlæti. (Fréttatilkynning) Frá félagsstarfí aldraðra Hvassaleiti 56—58.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.