Morgunblaðið - 10.12.1988, Page 47

Morgunblaðið - 10.12.1988, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Hlíf Ragnarsdóttir eigandi Hámýjungar að klippa fyrsta viðskipta- vininn, sem er Matthías meðeigandi. Þorlákshöfii: Þj ónustufyrir- tækium fj ölgfar Þorlákshöfn. V QM C J MIKIL aukning hefur orðið á þjónustu hér á síðustu mánuðum. Ný og glæsileg matvömverslun var opnuð um miðjan síðasta mánuð, hárgreiðslustofa, bill- jarðsalur, skipaþjónusta, barna- fataverslun og fleira er nú starf- rækt í Þorlákshöfn. Ný og glæsileg hárgreiðslustofa var opnuð hér í Þorlákshöfn fyrir stuttu í Unubakka. Eigendur stof- unnar eru þau Hlíf Ragnarsdóttir hárskeri og Matthías Sveinsson. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem hér er hárgreiðslustofa en und- anfarið hafa komið hér farandrak- arar og hárgreiðslufólk um helgar. Nýja stofan hlaut nafnið „Hár- nýjung" og er hún opin alla daga vikunnar nema sunnudaga og mánudaga. Björt og rúmgóð nýlenduvöru- verslun var opnuð um miðjan októ- ber á Selvogsbraut 2 hér í bæ. Aðaleigandi er Heimir O. Davíðsson en hlutafélag var stofnað um rekst- urinn. Verslunin er á 600 m2 gólf- fleti og auk þess er fataverslun á lofti sem er yfir hluta hússins. Heimir segir að það verði stolt þeirra að kjötborðið verði ávallt sem glæsilegast — kjötiðnaðarmaðurinn er danskur og heitir Lars Andersen. Verslunin er opin alla virka daga frá kl. 9 til 18 nema föstudaga er opið til kl. 19 og laugardaga frá kl. 10 til 14. Kvöldsalan er alltaf opin til kl. 22 og þar er einnig myndbandaleiga. - J.H.S. Kaupfélag Héraðsbúa: Sauðfjárslátrun lokið Egilsstöðum. SauðQárslátrun hjá Kaupfé- lagi Héraðsbúa á Egilsstöðum lauk fyrir nokkru. Slátrað var i þremur sláturhúsum á Egilsstöð- um, Fossvöllum og Reyðarfirði alls 56.142 ijár. Dilkar voru 53.523 en fullorðið fé 2.619. Alls er þetta um 720 tonn af dilka- kjöti. Á Egilsstöðum var slátrað 19.599 kindum, þar af voru 18.464 dilkar. Meðalþyngd 13,31 kg. Þyngstidilk- urinn var frá félagsbúinu Uppsöl- um, 25,0 kg. Hæsta meðalvigt var áfélagsbúinu Breiðavaði, 16,26 kg. Á Fossvöllum var slátrað 22.463 kindum, þar af 21.447 lömbum. Meðalvigt var 13,3 kg. Þyngsta dilkinn átti Aðalsteinn Jónsson Klausturseli, 25,0 kg. Mestu meðal- vigt hafði Vernharður Vilhjálmsson Möðrudal, 15,93 kg. Á Reyðarfirði var slátrað 14.080 kindum þar af 13.612 dilkum. Með- alvigt var 13,69 kg. Þyngsta dilkinn átti Eiríkur Kjerúlf, Vallholti, 31,9 kg. Hæstu meðalvigt hafði Halla Kjartansdóttir, Kolluleiru, 16,68 kg- I samræmi við fækkun sláturfjár hér á Austurlandi hafa þau slátur- hús sem starfrækt eru týnt tölunni. Fyrir tveimur árum hætti Kaup- félag Héraðsbúa starfrækslu slátur- húss á Borgarfirði eystra enda hef- ur allt fé í firðinum verið skorið niður vegna riðuveiki. Útlit er fyrir að þetta hafi verið síðasta haustið sem sláturhúsið er starfrækt á Reyðarfirði. Hjá Verslunarfélagi Austurlands í Fellabæ var ekki slátrað í haust en þar hefur verið slátrað um 10 þúsund fjár undan- farin ár. - Björn Orðabók fyrir yngstu lesenduma BARNAORÐABÓKIN heitir orðabók sem bókaforlagið Iðunn hefiir gefið út fyrir yngsta les- endahópinn. Sigurður Jónsson frá Arnarvatni tók saman bók- ina. Barnaorðabókin er ætluð lesendum í yngri bekkjum grunn- skóla og er samin með það fyrir augum að nýtast sem kennslubók í notkun orðabóka. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að haft hefði verið samband við hann frá forlaginu, eftir að ákveðið hafði verið að gefa út slíka orðabók og hann beðinn að sjá um ritun bókarinnar. „Þetta var mjög spennandi verk- efni,“ sagði Sigurður. „Ég hef ekki fengist við svona orðabókargerð áður. Ég naut hins vegar leiðsagnar og ráða hjá þeim sem betur vissu á ýmsum sviðum, þar á meðal frá foreldrum, bömum og kennurum." Hann var spurður hvað hefði ráðið vali orða í bókina. „Við létum útbúa fyrir okkur tíðniorðaskrá með um það bil tveimur milljónum orða. Skráin var sett saman úr 60 til 70 textum. Við tókum toppinn af henni.“ Sigurður segir að þegar sé hafinn undirbúningur þess að gefa út næstu bók í þessum flokki, það verður orðabók fyrir eldri bekki grunnskóla og framhaldsskóla- nema. Sú bók verður með 20 til 30 þúsund orðum. Sigurður Jónsson frá Amarvatni hefur unnið við Orðabók Háskólans og með íslenskri málnefnd. Barnaorðabókin inniheldur 2.300 orðmyndir og er skreytt með rúm- lega 400 teikningum eftir Gunnar Karlsson. Bókin er 263 blaðsíður að stærð. 0 INNLENT Akranes Bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni veröur hald- inn i Sjálfstæöis- húsinu við Heiðar- geröi sunnudaginn 11. desember kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins mæta á fundinn. Sjálfstæðisfélögin á Akranesi. Kæru Seltirningar Bráðum koma blessuð jólin Nú ætlum við að vera með okkar árlega jólaglögg á Austurströnd 3 laugardaginn 10. desember kl. 20.30. Salurinn okkar er i hátiðar- búningi og viö öll í jólaskapi aö sjálfsögðu. Tökum okkur saman félag ungra og eldri, um að eiga góða kvöld- stund saman í jólaskapi. Jólalög og piparkökur. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélag Seltirninga og FUS Baldur. Heimir FUS, Keflavík Aðalfundur Heimis, félags ungra sjálfstæðis- manna i Keflavik, verður haldinn i Sjálfstæöis- húsinu laugardaginn 10. desember kl. 14.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Mætum öll. Stjórnin. Keflvíkingar - jólafundur Jólafundur 10. desember Sameiginlegur jólafundur sjálfstæðisfélag- anna í Keflavík verður haldinn i Glóöinni sunnudaginn 11. desember og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Gestur fundarins verð- ur Halldór Blöndal. Sjálfstæöisfólk fjölmennið. Félag sjálfstæðismanna í Árbæ, Selási, P Ártúnsholti og Grafarvogi halda jólafund i ■ ^ ií félagsheimilinu, Hraunbæ 102b, laugardag- inn 10. des. nk. kl. 17.00-19.00. Gestur tundarins verður Geir H. Haarde. i..HSj . JjSjfö ;ll|^ ^ ■ alþingismaður. | \ Boðið upp á léttar veitingar. j ÍwErjB Stjómimar. Stjórnimar. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar O MlMIR 598812127 = 1Frf. □ Gimli 598812127 - 1 Slysavarnadeild kvenna íKeflavík Jólafundur verður haldinn ( Iðn- sveinafélagshúsinu þriðjudaginn 13. desember kl. 20.30. Eru kon- ur minntar á að koma með jóla- pakka. Konur úr deildinni í Garði koma í heimsókn. Nefndin. Norðurijósin - jólafundur Jólafundur Norðurijósanna verður haldinn mánudaginn 12. des. kl. 12.15 i Leifsbúð Hótel Loftleiðum. Fjölmennum. Stjórnin. Sundlaugavegi 34. Sími 881616 Gömlu dansarnir Mánudaginn 12. desember kl. 21.00-23.00 kennum við Tyrolavals og hopsa, Svensk maskerade og hambo. Verð kr. 400. Allir velkomnir. V.Vl lomrn KFUM - KFUK Samkoma á morgun að Amt- mannsstig 2b kl. 16.30. Erind- reki hans. Ræðumaður: Jónas Þórisson. Barnasamkoma verð- ur á sama tíma i húsinu. Allir velkomnir. IKJJ Útivist SunnudagsferA 11. des. kl. 13 Stórstraumsfjöruferð I Gróttu. Einstakt tækifæri til að ganga út i Gróttu og um Seltjarnarnes- ið. Hugað að fjörumó. Létt ganga. Verð 400,- kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför fró BSÍ, bensinsölu. Munið óra- mótaferðina i Þórsmörk 30. des. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélags ins: Sunnudaginn 11. des.: Kl. 13.00 Geldinganes. Geldinganes er láglent nes sem gengur út í Kollafjörð. Ekið verður að Eiði skammt innan við Gufu- nesverksmiðjuna og gengið það- an eftir eiðinu út i nesiö og kring- um það. Verð kr. 5.00,- Sunnudagur 18. des.: ESJA - Kerhólakambur. Brottför kl. 10.30. Verð kr. 500,- Brottför í feröirnar er frá Um- feröamiöstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Áramótaferð F.í. Þeir sem oiga frátekna miða f áramótaferð til Þórsmerkur verða að greiða þá fyrir 10. des., annar seldir öðrum. Næsta myndakvöld verður t Sóknarsalnum, Skipholti 50a, miðvikudaginn 14. des. Sýndar verða myndir úr ferðum félagsins í sumar. Ferðafélag (slands. Auðbrekku 2.20) Kðpavogur Samkoma I kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. ^ VEGURINN y Kristið samfélag Þarabakki 3 Okkar árlegi basar verður í dag kl. 13.00-17.00. Skreyttar tertur, smákökur, kerti og skreytingar. Einnig ódýrar lifandi jólastjörnur og margt fleira. Verið velkomin. Vegurinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.