Morgunblaðið - 10.12.1988, Side 49

Morgunblaðið - 10.12.1988, Side 49
HNIFAPOR' Ég ákvað að hringja á Víðavang og reyna að fá upplýsingar um þetta fólk. Þannig gæti ég ef til vill náð sambandi á ný. Það var svarað í símann eftir nokkrar rennur. Rámur ungþjónn heyrðist mér. Ég kynnti mig, sagð- ist heita Grímur Jónsson, blaðamað- ur á DV, og væri að kynna mér hvernig áramótagleði hefði farið fram á veitingahúsum borgarinnar. Fyrst fannst mér eins og hik kæmi á manninn, en svo spurði hann tor- tryggnislega: — Á að gera eitthvað úr þessu? Ég fann að eitthvað viðkvæmt var á seyði og reyndi að draga úr, sagði að ekki stæði annað til en að lýsa þessum málum í heild, það yrði ekkert vitnað til aðsóknar að einstökum stöðum ef menn óskuðu ekki eftir því. — Nei það væri nú líklega rétt eins gott fýrir okkur, sagði hann eftir nokkra þögn. Ég get sagt þér að þetta var algjört fíaskó hjá okk- ur í gær. Algjört. — Nú, sagði ég, voru fáir? — Fáir? Eg get sagt þér það svona í trúnaði, ef þú ferð ekki lengra með það, að það mætti ekki einn einasti kjaftur. — Ekki einn einasti maður? — Já heldurðu það sé nú. Ég veit hreint ekki hvað Laufblað ætlar að gera í þessu. Maður er orðinn skíthræddur um að missa djobbið. Ja, eða jú annars, það mætti reynd- ar einn furðulegur náungi. Áreiðan- lega fullur eða dópaður eða ég veit ekki hvað. Hann kom inn og pant- aði mat og sat svo aleinn í lengri tíma og talaði við sjálfan sig, henti matnum í ruslafötu og drakk og drakk úr tómu glasi. Við nenntum ekki að reka hann út, höfðum bara gaman af því að fylgjast með hon- um. Og hann truflaði svo sem eng- an. Heyrðu maður, en fer svo gaur- inn ekki allt í einu að dansa og fíflast og fíla sig út um allt gólf, það var alveg meiriháttar að fylgj- ast með því. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds, en þjónninn hélt áfram. — Heyrðu, en svo kemur nú það besta, heldurðu að hann lendi svo ekki á þessum rokna séns með einni af súlunum í salnum, ég hef aldrei séð aðra eins hrifningu á dauðum hlut. Svo allt í einu leið hann af stað út eins og hann væri fallinn í trans, og við sáum hann síðast hverfa út um dyrnar í þessum líka faðmlögum og rosasleik við frakk- ann sinn. Ég hef aldrei á ævinni séð jafnfríkaðan náunga, ég held hann sé læknir, þeir bryðja nú sum- ir ósköpin öll af pillum. — Nei, það getur ekki verið, hreytti ég úr mér og skellti svo á. 8P! ,0f JlttOAOHAííDAJ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 KOPARPOTTAR BORGARTÚNI 29, SÍMI 20640 JOUUSJðF FBGURKERBNS SMÓWRA A LAGU VERBI OPIÐ í DAG FRÁ KL. 10.00-18.00. PIPARKVÖRN SIMANUMERIÐ 0KKAR ER 17152 MYNDAMÓT HF er í Háskólabíói í dag kl. 15.00 ASÍ BHMR BSRB FBM KÍ SÍB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.