Morgunblaðið - 10.12.1988, Page 51
aaor qTJHM'R'P'írT nr anrrtr'Tqí.rrur t mn» rtTMTTnanM
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988
við Breta í þorskastríðum ykkar.
Þetta fólk vill frelsi og á líka að fá
það. En til þess verður að setjast
niður og ræða málin og senda til
þess fullorðið fólk. Flokkur okkar,
Verkamannaflokkur ísraels, er ekki
á móti því að arabamir á Vestur-
bakkanum sameinist arabaríkinu í
Jórdaníu. Og með tímanum gætum
við haft sams konar landamæri og
eru milli Bandaríkjanna og Kanada.
Þá gætum við hjálpað þeim að
byggja upp eigið land. Mikilvægast
er að setjast niður og ræða málin
til að fínna lausn.
Sellóleikari og kennari
Menahem Meir fór héðan til Dan-
merkur, þar sem hann heldur tón-
leika á fimm stöðum. Þaðan ætlaði
til Puerto Rico, þar sem hann stund-
aði á sínum tíma nám hjá Pablo
/Cassals og hefur nú í nokkur ár
kennt þar sellóleik á einkanám-
skeiðum. Eftir að hann hætti skóla-
stjóm Tónlistarskólans í Tel Aviv
og getur um fijálst höfuð strokið,
fer hann líka árlega til Salzborgar
og kennir á sumamámskeiðum í
Mozarteum. „Það er ákaflega
skemmtilegt, því þangað koma þá
nemendur alls staðar að úr heimin-
um, bæði sem virkir og óvirkir nem-
endur. Þó varla nokkur Austurríkis-
maður. Þeir em líklega í sumar-
leyfi á öðmm námskeiðum. Fyrir
utan Puerto Rico kenni ég líka oft
á námskeiðum víðar í Bandaríkjun-
um. Mér fellur svo vel að vera
óbundinn og geta ferðast og leikið
á sellótónleikum og kennt svo á
námskeiðum inn á milli. En ég vil
helst ekki skipuleggja allt of langt
fram í tímann. Núna þarf ég til
dæmis að skreppa frá Puerto Rico
til tónleikahalds í Frakkiandi og
Belgíu í apríl og aftur til Miinchen
áður en ég verð í Salzburg í byijun
júlí. í millitíðinni getur konan mín
komið með mér til Puerto Rico. En
geðlæknir hleypur ekki svo glatt frá
sjúklingum sínum, svo hún er ekki
nemá stöku sinnum með mér á
ferðalögum. Synir okkar tveir em 1
í stærðfræði, annar að ljúka námi
í Bandaríkjunum í hagnýtri stærð-
fræði og ég hlakká til að sjá hann
þar, hinn í hreinni stærðfræði í Isra-
el. Elsti sonur okkar var við tónlist-
arnám í Kalifomíu, en er nú nýkom-
inn heim. Hans hljóðfæri er habsi-
kord, og við stillum saman strengi."
En víkjum að bókinni, ævisögu
Goldu Meir, sem er tilefni heim-
sóknar Menahem Meirs til íslands
í þetta sinn. Hann segir mér að þær
Björg Einarsdóttir og Bryndís
Víglundsdóttir hafi verið á ferðalagi
í Israel 1985 og keypt ævisögu
móður hans. Þeim fannst hún svo
góð og upplýsandi um land og þjóð,
að Björgu varð að orði að gaman
væri að fá hana þýdda á íslensku.
Bryndís svaraði að bragði: Ég skal
þýða bana ef þú vilt gefa hana út!
Og þegar heim kom fengu þær
heimild útgáfunnar til verksins og
Bryndís hóf þýðinguna. Hvað var
það þá sem hreif þær svona? Því
svarar Bryndís í ávarpsorðum fram-
an við bökina: „Mér virðist hún (
Golda Meir) hafa verið hin ágæt-
asta manneskja, kona, móðir, for-
ingi, stjórnmálamaður, vinur, ein-
beitt í átökum, ævinlega sjálfri sér
trú, rekin áfram af einlægri ást á
þjóð sinni, gyðingum. Sjálf sóttist
hún ekki eftir embættum heldur
ýtti tiltrú félaga hennar og traust
þjóðarinnar þeim að henni. Henni
tókst að vinna mikil og erfið opin-
ber störf á sama tíma og hún tók
virkan þátt í uppeldi barna sinna
og ræktaði vinskap við fjölskyldu
sína og vini."
Þar kom að útgefandinn, Björg
Einarsdóttir, hafði samband við
Menahem Meir, sem segir að þau
systkinin hafi orðið mjög glöð yfir
að bók móður þeirra skuli koma út
á íslensku, og völdu þau og lánuðu
myndir til birtingar í henni. Enn
glaðari varð hann að fá boð um að
koma til landsins þegar hún kom
út og taka við fýrsta eintakinu.
„Þetta er gott land og friðsælt. Ég
gæti vel hugsað mér að eyða síðustu
árum mínum á víxl í Israel og á
íslandi!“ sagði Menahem Meir í lok
samtalsins og kvaðst áreiðanlega
eiga eftir að koma hér aftur, þótt
ekki fái hann svona góða afsökun
fyrir því.
VIÐTAL:
Elín Pálmadóttir
SUPERGLANDIN HÚÐNÆRING inniheldur GLA (Gammalínólsýru),
sem er fjölómettuð fitusýra. GLA er líkamanum eiginleg og hverfur því strax
inn í húðina í stað þess áð liggja utan á.
Superglandin húðnæring:
* Hindrar öldrun húðarinnar fyrir tímann
» Kemur í veg fyrir uppþornun og eykur mýkt húðarinnar
* Eykur blóðstreymi og styrkir frumuveggina
Superglandin húðnæring er heilsuvara og sænskir læknar og húðsérfræðingar hafa
mælt með notkun hennar við margskonar húðvandamálum.
INNFLUTNINGSVERSLUN
SÍMI 611659
Superglandin
10%
afsláttur
Dagkrem,
næturkrem og
næringarhylki.
Dagkrem, næturkrem og næringarhylki.
IJ ^.l“j,l^ jii ■ .U .. .. •W...uu ->
Skólabraut 1 • 170 Seltjarnarnes
SING
SAUMAVÉLAR
SPARA ÞÉR SPORIN
SAMBA EXCLUSIVE
Saumavél með 11 mismunandi
nytja-, skraut- og teygjusaumum.
■ír Beinn saumur
☆ Zig-zag
☆ Styrktur zig-zag
☆ Blindfalds saumur
ýý Opinn loksaumur
☆ Þriggjaspora
zig-zag
☆ Tíglasaumur
☆ M-saumur
■fr Loksaumur
Einnig hefur vélin sjálfvirkan
hnappagatasaum, frjálsan arm
og þægilega yfirbreiðslu.
LADY STAR
Saumavél með 6
mismunandi saumum.
☆ Beinn saumur
☆ Zig-zag
ý!r Blindfalds saumur
m
kr. 18.915 stgr.
☆ Þríggjaspora
zig-zag
☆ M-saumur
Vétin er með frjálsum armi og
sjálfvirkum hnappagatasaum.
Það er auðvelt að þræða hana og
létt aö spóla.
kr. 15.820 stgr.
Við kaup á einni af neðangreindum saumavélum fylgir Magic
Taylor tölufestingavél eða viðgerðavél í bónus.
SINGER tölvuvél mód. 6268 kr. 54.500 stgr.
SINGER Serenade 30 mód. 6235 kr. 42.720 stgr.
SINGER Serenade 10 mód. 6233 kr. 30.780 stgr.
Tölufestingavél
MAGIC
TAlK)R
Viðgerðavél
w
SAMBANDSINS
HOLTAGÖRÐUM, SÍMI685550
ÁRMÚLA 3, SÍMI 697910
OG KAUPFÉLÖGIN
GREIÐSLUKORT
OG GÓÐIR
GREIÐSLU-
SKILMÁLAR.