Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 „Vié e-rum búnir ai5 setjix. allcc þd-tónlisi £em he-fijr lcomiS utd plötuip, d. spóLU ■fyrir 3oo Kr. " Því kemur maturinn fyrst núna, þegar þú segist hafa verið að fást við mat áður en ég var orðinn þurr bak við eyrun...? Pabbi á ég að segja þér eina tvíræða sögu núna eða þegar ég er orðinn eldri...? HÖGNI HREKKVÍSI Siðferðislega erum við í hættu HEILRÆÐI Hjólreiða- og bifhjólamenn Hafið öryggisbúnað hjólanna í fullkomnu lagi. Munið ljósabúnaðinn og endurskinsmerkin. Klæðist ávallt yfírhöfnum í áberandi lit með endurskinsmerkjum. hættulegu ívafi. Takið eftir auglýs- ingum skemmtistaðanna. Þar er bara hálfsögð sagan og mér er í minni frásögn vinar míns leigubíl- stjórans sem ók fallegu pari í sínu fegursta pússi á skemmtistað og þegar hann svo ók þeim til baka um nóttina. Hvernig fegurðin af- skræmdist. Fallegi kjóllinn og fal- legu fötin virtust allt önnur og út- lit þeirra sem í fötunum voru er óskemmtilegasta lýsing sem við blasir. Það vantar ekki að flöskur áfengisverslana og hótela séu skrautlegar og ginnandi. Og auðvit- að til að fólk „falli í freistni“ þeirri sem Kristur varar við. Og ölið og bjórinn. Sveitast ekki bruggarar og innflytjendur í blóðinu til að hafa sem mest upp úr sinni „vinnu“? Og auðvitað að freista sem flestra. Og það eru fórnarlömbin sem borga og blæða og jafnvel fórna lífsham- ingju sinni fyrir mjöðinn. En hvað varðar „freistarann“ um það ef þeir geta grætt. Þá er ekki verið að spytja um hvort mölur eða ryð grandi þeim illa fengna gróða og lítið minnst á eilífðarverðmæti. Og jafnvel þeir sem eiga að vera í fremstu fylkingu Krists í fagnaðar- boðinu, taka við freistingum hvað svo sem kostar. Það er því miður oft að haltar leiðir blindan. Við höfum óneitanlega verið minnt á það undanfarið hvemig spillingin og freistingar grafa und- an siðferði og heiðarleika fólksins í landinu. Hvemig sá siðferðis- gmnnur sem Kristur lagði með lífi sínu og dauða er ekki aðeins í hættu, heldur kominn langt frá sínu upphafi í meðferð „postula" hans. Og hversu mikið mark menn taka á kirkjunni í dag speglar sig kannski ömurlegast í þjóðlifinu. Sið- ferðislega emm við í hættu. Og ef við áttum okkur ekki á því fyrr en seinna, heldur sorinn fram á fleygi- ferð og að lokum verður við ekkert ráðið. Er ekki kominn tími til að taka kenningar frelsarans alvarlega og breyta eftir þeim? Getum við gert Iandi okkar og þjóð nokkuð betra? Árni Helgason Kæri Velvakandi. „Eigi leið þú oss í freistni," segir í bæninni sem Kristur kenndi og á að vera okkur leiðarljós á hálum heimsbrautum og hjálp þegar mest ríður á. Því kemur mér þetta í hug þegar fólk í hrönnum fellur fyrir allskonar freistingum og mér verð- ur hugsað til allra „freistaranna" í jafnvel okkar ástkæra landi. Við horfum á auglýsingarnar sem alls staðar em á ferðinni bæði í blöðunum og öðmm fjölmiðlum. Allar eiga þær það sameiginlegt að vekja áhuga. Og svo em kostir þess sem em á boðstólum oft vafðir Víkverji skrifar Víkveiji heyrði um daginn á tal manna um mismunandi stöðu fullorðins fólks, sem hefur greitt sambærileg iðgöld í lífeyrissjóði í þijá til fjóra áratugi, eftir því hvort viðkomendur hafa varið starfsævi sinni við opinber skrifborð eða t.d. framleiðsluatvinnuvegina. Greiðslur í lífeyrissjóði em lög- bundinn sparnaður. Gott og vel. En tveir einstaklingar, sem keypt hafa lífeyrisrétt á sama verði, með sömu mánaðarlegu 10% greiðslun- um af launum sínum í 30 til 40 ár, standa ólíkt að vígi í lok starfsæv- innar. Annar, opinberi starfsmaður- inn, stendur uppi með fullverð- tryggðan lífeyri. Hinn, sjómaður- inn, verkamaðurinn, verzlunarmað- urinn o.s.frv., sem starfað hefur á svokölluðum frjálsum vinnumark- aði, stendur uppi með verulega rýr- ari kaupmátt lífeyris. Lífeyrir hins opinbera starfs- manns er bæði umsaminn og lög- bundinn. Við þau ákvæði verður auðvitað að standa. I fmmvarpi fjármálaráðherra að fjárlögum 1989 em hundmð milijóna í við- bótargreiðslur til opinberra lífeyris- sjóða, til að standa við samnings- bundinn rétt að þessu leyti. Þessar milljónir em sóttar með einum eða öðmm hætti í vasa skattborgara, sem margir hveijir verða að sætta sig við verulega rýrari lífeyrishlut, þrátt fyrir sömu iðgjaldagreiðslur í lífeyrissjóði. Víkveiji spyr. Er þetta réttlátt? Var nokkur að tala um jafnrétti og félagshyggju? XXX að er stundum talað um að höfuðborgarsvæðið skipi hinn lægri sess í verðmætasköpun þjóð- arbúsins. Og rétt er að framleiðslu- atvinnuvegirnir hafa lægra hlutfall vinnuafls á þessu svæði en aðrir landshlutar. En verðmæti verða til í flestum störfum. Hvað t.d. um verðmæti þekkingar í fræðslukerf- inu? Víkveiji sá hinsvegar í svari við- skiptaráðherra við fyrirspurn frá. Ola Þ. Guðbjartssyni, alþingis- manni, að ekki er allt sem sýnist í þessum efnum. Ráðherra tíundaði hlutfallslega skiptingu aflaverð- mætis eftir landshlutum. Hæsta hlutfallið féll á landanir erlendis 20,3%. Fimmti hver fiskur fór þá leiðina, fram hjá vinnslu hér á landi. En næst kom Reykjavík-Reykja- nes-svæðið með 19,4% eða nærri fimmta hvern fisk. Þá kom Norður- land eystra með 14,6%, Austurland með 10,7%, Vestfírðir með 9,2%, Vesturland og Norðurland vestra með 8,6% hvort og Suðurland með 8,4%. Sjálfsagt breytast þessi hlutföll, höfuðborgarsvæði í óhag, þegar samanburður er gerður á útflutn- ingsverðmætum sjávarvöru í stað aflaverðmætis, þar eð stór hluti aflans fer ferskur til neyzlu hér í fjölmenninu. Víkveiji gat samt sem áður ekki stillt sig um að tíunda þessar tölur, svo sjá megi, að héðan er enn sóttur sjór og verðmæti dreg- in á landi. xxx Hvaða reglur gilda um afhend- ingu áfengis frá ÁTVR á kostnaðarverði til stofnana og ein- staklinga? Hveijir hafa slík fríðindi og hvers vegna? Þessum tveim spurningum hefur Guðrún Agnarsdóttir, alþingsmað- ur, beint til Ólafs Ragnars Grímssonar, fjármálaráðherra, en undir hann heyrir ÁTVR. Hann er ráðherra vörudreifingar að þessu leyti. Þetta eru spurningar, sem marg- ur hefur spurt síðustu vikurnar. Lekinn úr ATVR er ekki bundinn við eitt hólf í kerfinu, heldur segir víða til sín. Víkveiji hefði gjarnan viljað sjá þriðju spurninguna hjá Kvennalista- konunni: Ætlar ráðherrann og ríkisstjórnin að afnema strax og undanbragðalaust hverskonar sér- réttindi til áfengiskaupa? Ef fulltrúar kerfisins þurfa að halda veizlur með veigum frá ÁTVR, sem heyrir undir fjármála- ráðherrann, þá kaupir ríkisbúskap; urinn áfengið af ríkisbúskapnum. í ljósi þessa eru sérréttindin rugl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.