Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 3
ÍSLENSKA AUCLÝSINCASTOFAN Hf.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991
3
Fuglar
og annað fólk
-ný Ijóöabók
eftir Matthías
Johannessen
Leiftrandi hugarflug og brigölaus tök á
máli og tungutaki Ijóösins einkenna jafn-
an skáldskap Matthíasar fohannessen, og
í nyrri bók sinni, Fuglar og annaö fólk,
nemur skáldiö ný lönd íjóölistar og
orölistar.
„Húmor táknar ekki afsal neinnar alvöru“
- þau orö Tómasar sannar Ijóöskáldiö
Matthías íþessari margrœöu Ijóöabók
sem kemur sífettt á óvart, er fersk og ný.
Þar leikur skáldiö sér af einstœöri list og
fimi aö oröunt, máli og hugsun, kemur
aftan aö lesandanum og krefst þess aö
hann skyggnist undir yfirboröiö, bak viö
hálfkœringinn; inn í kviku.
ÍÐUNN
JÓNAS FRÁ HRIFLU
Með sverðið
í annarri
hendi
og plóginn
í hinni
Jónas Jónsson frá Hriflu var umdeildur maður: Dáður og hataður, dýrk-
aður og dæmdur, brautryðjandi og afturhaldsmaður, stór í sniðum og
ógleymanlegur öllum sem honum kynntust. í bókinni Með sverðið í
annarri liendi og plóginn í hinni rekur Guðjón Friðriksson mótun-
arsögu Jónasar og sýnir hvemig hann þjálfast í þeirri list
að stýra samherjum og andstæðingum á taflborði mann-
lífsins. Bókin varpar leiftrandi ljósi á líf Jónasar frá
Hriflu, hæfileika hans og bresti og dregur upp sanna
mynd af athafnamanni sem ætíð barðist af eldmóði
fyrir því sem honum þótti horfa til framfara.
IÐUNN