Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 67
MQRQíUNBMfilí) LAiUGARQAGiUiB .7. (DBSBMBER. 1991 ri-------- Þórður Orn Karls- son - Minning Fæddur 2. ágúst 1959 Dáinn 28. október 1991 Það er með söknuði sem við starfsmenn á Líffræðistofnun Há- skólans kveðjum télaga og vini sem reyndist okkur vel á alla lund. Okk- ur er ljúft að minnast Þórðar Arnar Karlssonar, skipstjóra á rann- skókna- og skólabátnum Mími RE 3, sem fórst ásamt félaga sínum, Bjarna Jóhannssyni vélstjóra, við skyldustörf þann 28. október sl. Við nutum þess að taka þátt í rekstri Mímis RE 3 og kynntumst Þórði í gegnum þá starfsemi. Þórður Órn kom til starfa sem skipstjóri Mímis snemma árs 1986. Hann var valinn úr 30 manna hópi þrautreyndra skipstjóra og stýri- manna. Þrátt fyrir ungan aldur hafði Þórður þá þegar talsverða reynslu sem skipstjóri á Jóni Bjarn- asyni og Happasæl og sem stýri- maður hjá Landhelgisgæslunni, Vit- amálastofnun og á millilandaskip- um. Ekki spillti fyrir að Þórður hafði framúrskarandi námsferil og hafði lokið stúdentsprófi með ágæt- is árangri og skipstjóraprófum 1. til 3. stigs með ágætiseinkunn. Það var mikið lán fyrir sjóvinnu- og rannsóknastarfsemi á Mími að fá Þórð til starfa. Þórður sinnti starfi sínu af miklum áhuga og trú- mennsku. Snyrtimennska hans og áreiðanleiki varð öllum strax ljós. Ymis veiðarfæri notuð við rann- sóknir eru ólík hefðbundnum veið- arfærum, en Þórður var fljótur að tileinka sér rétta tækni og sýndi einstaka lipurð við stjórnun á Mími. Geðprúður var hann með afbrigðum og sagði aldrei styggðarorð, þótt stundum gehgi hægt við rannsókn- irnar. Undir bjó þó eflaust kröftugt skap. Reyndar held ég að Þórður hafi haft mjög gaman af því að kýnnast lífríki sjávar í gegnum starfsemi okkar. Þórður var mjög fróðleiksfús að eðlisfari og var orðinn mjög fróð- ur um ýmsar sjávarlífverur, sem sjómenn þekkja ekki að öllu jöfnu. Sjálfur hafði hann yndi af því að miðla þekkingu til þeirra er um borð komu og hafði afburða góða þekkingu á strandlengjunni við ís- land og kom það sér vel við rann- sóknir okkar víða um land. Þó Mímir væri fjarri Reykjavík var auðvelt að leita til Þórðar um útvegun á efni til rannsókna og kennslu. Þórður var vel kynntur víða og leitaði eftir aðstoð hjá vinum sínum og gat þannig leyst okkar mál, þó fjarri væri. Þórður lagði áherslu á að fyllsta öryggis væri sífellt gætt og gerði m.a. þá kröfu til nemenda í sjó- vinnukennslu að þeir væru alltaf með björgunarvesti. Þetta hefur eflaust bjargað lífi nemendanna fimm, sem voru um borð í Mími þegar hinir' hörmulegu atburðir gerðust. Ég vil votta fjölskyldu Þórðar samúð mína og félaga minna við Líffræðistofnun Háskólans. F.h. vina á Líffræðistofnun Háskólans, Jörundur Svavarsson. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú, aldrei er svo svart yfír sorgar rahni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (Matthías Jochumsson) Elsku drengurinn okkar er farinn af þessum heimi. Þó að við eigum erfítt með að skilja hví Guð tekur frá okkur svo ungan mann sem líf- ið virtist blasa við svo bjart og við- burðaríkt, þá trúum við því að hon- um hafi verið ætlað annað og æðra hlutverk handan móðunnar miklu. Þórður ólst upp hjá móðurforeldr- um sínum Sólveigu Ólafsdóttur og Guðjóni Jónssyni á Heiðarvegi 19a í Keflavík, en þau útbjuggu hann með slíkt veganesti að þeim verður seint þakkað hlutverk sitt. Sam- bandið milli hans og móður hans Rúnu var mikið og gott og við fund- um alltaf ástina sem hann bar til hennar. Einnig reyndist Þorsteinn Árnason, eiginmaður móður hans, honum eins og besti faðir. Þórður var í gegnum alla sína skólagöngu fyrirmyndarnemandi og átti mjög auðvelt með nám, sem sýndi sig vel því Þórður varð eftir- sóttur til ábyrgðarstarfa eins og þeirra sem hann gegndi er hann var tekinn frá okkur. Hann fór ekki um með hávaða í lífinu. alltaf yfii-vegaður og traustur. Hógværðin og lítillætið var hans aðalsmerki. Stærilæti þekkti hann ekki og aldr- ei heyrðum við hann halla orði á nokkurn mann. Ungur kynntist Þórður konu sinni Sigurbjörgu Guð- mundsdóttur, fallegri og góðri stúlku, og var hjónaband þeirra traust og farsælt þennan' stutta tíma sem þau fengu að vera saman. Þau eignuðust tvö börn. Þau Hafþór Örn, sem er 13 ára, og Heiðrúnu Rós, sem er 6 ára. Það var aðdáunarvert að fylgjast með því hvað hann var natinn og elsku- legur við börnin sín og er missir konu hans og barna því mikill. Þórður reyndist okkur einstak- lega vel í þrengingum sem við geng- um í gegnum fyrir nokkru. Þá sann- aðist einu sinni sem oftar hve góður drengur hann var. Hann var okkur og ástvinum sín- um öllum sannur gleðigjafi meðan hann lifði og minningarnar eru bjartar og fagrar. Hann var dáða- drengur. Elsku Beggý - Hafþór og Heið- rún, Rúna og Steini, afar og ömm- ur, Jón Ágúst uppeldisbróðir hans, bræður, systur og tengdaforeldrar: þið hafíð öll okkar dýpstu samúð. Guð blessi drenginn okkar og leiði hann til eilífrar sælu. Pabbi og Halla Ingólfs. Br sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vor grætir, þá líður sem leiftur úr skýjuin ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur I. Hallgrímsson) Fyrstu viðbrögð okkar bræðra er við fréttum af hinu válega slysi sem varð er Mími RE 3 hvolfdi í Hornáfjarðarósi voru vantrú og efi. En á leið okkar til leitar austur var eins og við gerðum okkur hægt og bítandi grein fyrir því sem orðið var, hann Þórður bróðir væri far- inn. Okkur hafði þó alltaf verið ljóst að svona gæti hugsanlega farið, því Þórður hafði fyrir löngu ákveðið að gera sjómennskuna að ævistarfi sínu og ættingjar sjómanna vita innst inni af hættum hafsins. Það er þó alltaf sviplegt þegar menn eins og Þórður bróðir fara á þennan hátt. Öryggismál sjómanna var eitt helsta baráttumál Þórðar, og með skólaskipinu Mínii gafst honum kostur á að kenna ungum og upp- rennandi sjómönnum réttu hand- tökin við stjórnun skipa og með- höndlun öryggistækja. Við áttum þess kost fyrir nokkr- um misserum að fara í sjóferð með Þórði á Mími; í stutta sjóferð útí Garðsjó og sjóferð úr Stykkishólmi útí Flatey á Breiðafírði. í þessum sjóferðum fann maður til sérstakrar öryggistilfinningar vitandi af Þórði við stýrið. Siglingaleiðir á Breiða- firði eru margar og varhugaverðar en Þórður virt.ist þekkja þær eins og handarbak sitt þótt ungur væri. Er við hugsum til þess hve öryggið sat ávallt í fyrirrúmi hjá Þórði, þá reynist okkur oft erfitt að skilja hvers vegna menn eins og Þórður bróðir eru kallaðir brott svona ung- ir að árum. Öll erum við kölluð en enginn veit hinsvegar sinn vitjunar- tíma, en við getum verið viss um að Þórði hefur verið ætlað annað og meira hlutverk annars staðar, í öðrum tíma, í öðru rúmi. Á stundu sem þessari flæða fram minningar og einna helst minningar um samverustundir sem okkur hlotnaðist að eiga með Þórði í jeppa- ferðalögum um landið. Þar var Þórður samur við sig, virtist þekkja allar leiðir, vissi hvað átti að varast og hvar'bestu leiðirnar lágu. Það fylgdi Þórði alltaf sama öryggistil- m fínningin sem erfitt er að koma í orð, okkur leið einfaldega vel að vita af honum í bílalest okkar bræðra og annarra kunningja, vor- um örugg um okkur. Þórður hafði mikið yndi af ferða- lögum, hvort sem var innanlands eða utan. Ekki var farin sú jeppa- ferð að ekki yæri farið í gönguferð einnig. Hann vissi alltaf hvar hang var, kort og áttaviti var ávallt við hendina, aldrei tekin óþarfa áhætta. Hann Þórður var sannur gleðigjafi hvar sem hann kom. Hann kunni að skemmta sjálfum sér og öðrum sem í kringum hann voru. Fróð- leiksbrunnur hans virtist á stundum vera ótæmandi. Þú skalt ekki luyggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru lians, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni. (Kahlil Gibram) Þegar maður hugsar til baka við tækifæri sem þessi og hripar niður fátækleg orð til að minnast kærs bróður þá spyr maður sig óvart hvort allar minnningar okkar um Þórð bróðir séu góðar og ljúfar. Getur einhver verið algóður? Þótt ótrúlegt megi virðast þá verðum við í þessu tilviki að svara spurning- unni játandi. Minningin um Þórð, allt frá því að við munum eftir okk- ur, er eingöngu tengd gleði- og ánægjustundum. Við kveðjum Þórð bróðir því mefr miklum söknuði, en hin ljúfa minn- ing hans mun lýsa skært í hugum okkar bræðra sem eftir erum, þar til okkar tími kemur og við hittum Þórð á ný. Beggý mín, við bræðurnir og mágkonur vottum þér og börnunum þínum Hafþóri og Heiðrúnu okkar dýpstu samúð. Einnig vottum við samúð okkar Rúnu móður hans, Sollu og Gauja, svo og i'öður okkar Karli. Megum við öll njóta gæfu og styrks til að halda um alla franr tíð minningu góðs manns hátt á lofti. Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir, enginn getur mokað mold minningamar yfir. (Björn Jónsson frá Gröf.) Rúnar, Einar, Ingólfur og Bjarni Karlssynir og mágkonur. Sigurveig H. Jóns- dóttir — Minning Harmsár helfregn á hljóms öldum ómar mér I eyrum áður en skyldi, það er dánarfregn dýrrar konu gestljúfrar bæði og göfuglyndrar. (Guðm. Guðm.) Það var að morgni sunnudagsins 24. nóvember sem ég heyrði um það í morgunfréttum útvarpsins að bifreiðaslys hefði orðið í Hafnarfirði um nóttina og tvær konur höfðu slasast alvarlega. Mér varð við eins og flestum sem heyra um alvarleg slys í fjölmiðlum. Nokkru seinna hringir síminn og i símanum er Þorlákur yfirmaður minn og til- kynnir mér að Sigurveig hafi látist í þessu slysi. Ég varð sem þrumu lostinn og hugsaði, gat þetta verið satt að hún Sigurveig væri ekki lengur meðal okkar. Ég vonaði innst inni að þetta væri einhver misskiln- ingur en þegar ég mætti til vinnu minnar hjá SKÝRR morguninn eft- ir og Pétur samstarfsmaður minn spurði hvort ég vissi um Sigurveigu varð mér ljóst að ekki var um mis- skilning að ræða, og við blasti blá- kaldur raunveruleikinn, hún Sigur- veig var dáin. I gegnum vinnu mína hjá SKÝRR hafði ég nánast daglegt samband við Sigurveigu en Sigui’veig var deildarstjóri í tekjudeild Ríkisbók- halds og sá hún um daglegan rekst- ur og þjónustu við notendur tekju- bókhaldskerfisins, eða TBI eins og það er kallað, ásamt margvísíegum öðrum störfum. Mér er minnisstætt hversu samviskusöm, hugmyndarík og áhugasöm hún var í starfí. Þetta varð mér strax ljóst þegar ég hóf samstarf við hana í árslok 1987. Alltaf var hægt að leita til hennar þegar mig vantaði upplýsingar um TBI því hún hafði mjög góða og viðamikla þekkingu á kerfinu. Dag- lega hafði hún því samband við fjölda notenda kerfisins víðsvegar um landið, því alltaf var gott að leita til hennar með spurningar. Mér eru einnig minnisstæð okkar löngu símtöl þegar við spjölluðum almennt um tekjubókhaldskerfið og kviknuðu þar oftar en ekki hug- myndir um það hvernig betrumbæta mætti kerfið og gera vinnu við það einfaldari og öruggari, því hún var einstaklega áhugasöm, og hug- myndarík. Ég tel það vera mjög mikilvægt að milli þjónustuaðila og viðskiptamanna myndist góð og persónuleg sambönd og aðilar geti treyst hvor öðrum. Þetta átti við um Sigurveigu alltaf var hægt að treysta úttektum á keyrslum sem hún hafði gert því hún var með afbrigðum samviskusöm sem sést best á því að hún vann oft langan vinnudag. Átti þettá sérstaklega við á sumrin en þá var hvað mest að gera hjá okkur og mikilvægt að allt gengi snurðulaust og vel fyrir sig, Eg tel mig hafa verið lánsaman að fá að kynnast og eiga samstarf við manneskju eins og Sigurveigu. Fyrir hönd samstarfsmanna minna hjá SKÝRR vil ég senda eigin- manni, börnum og barnabörnum innilegustu samúðarkveðjur og biðja algóðan Guð að vernda þau og styrkja. Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel í vinskap, ætt og kynning. Hún bar það hlýja, holla þel, sem hverfur ekki úr minning. (E. Ben.) Agnar Björnsson t Kveðjuathöfn um móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓIMU JÓNSDÓTTUR frá Ísafirðí, til heimilis l Álfheimum 25, Reykjavík, verður í Fossvogskapellu mánudaginn 9. desember kl. 10.30. Jarðarförin ferfram frá ísafjarðarkapellu fimmtudaginn 12. desem- ber kl. 14.00. Ása Fanney Þorgeirsdóttir, Páll Lúðvíksson, Ólafur Þorgeirsson, Jóhann Þorgeirsson, Ingibjörg Magnúsdóttir. Þorgeir Pálsson, Hildur Pálsdóttir, Páll Reynir Pálsson og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir til allra, sem vottuðu okkur samúð og hlýhug vegna andláts eiginmanns míns og föður okkar, ÞORVARÐAR JÚLÍUSSONAR frá Söndum. Kristín Jónsdóttir og börn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GÍSLA KRISTJÁNSSONAR skólastjóra á Hvolsvelli. Guðrún Ormsdóttir, Kristín Helga Gísladóttir, Vilmundur Árnason, Ásgeir Gislason, Angela Kellý Abbott, Jóhanna L. Gisladóttir, Valgeir Guðmundsson, Gísli Freyr, Trausti Már og Heiðrún Ýr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.