Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 34
imH MaaMagau .t >iuoauíiaouaj uiUAjanuoHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 Upplýsingamiðstöð ferða- mála lokað næsta sumar UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ ferðamála verður lokað 1. júní næstkom- andi. Astæða þess er að Reykjavíkurborg' hefur nýverið tekið þá ákvörðun að hætta þátttöku í rekstri Upplýsingamiðstöðvar ferða- mála frá og með 1. júní 1992, en Upplýsingamiðstöðin hefur verið fjármögnuð af Ferðamálaráði að helming, Ferðamálasamtökum landshlutanna að 25% og Reykjavíkurborg að 25% allt frá stofnun hennar árið 1987. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Ferðamálaráði íslands hefur verið reynt að fá nýja aðila til að taka að sér hlut borgarinnar, en þær til- raunir hafa ekki borið árangur. Ekki er fyrirsjáanlegt að Ferða- málaráð hafi fjárhagslegt bolmagn til að auka framlag sitt, þar sem frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1992 gerir ráð fyrir að ráðið fái sömu krónutölu til ráðstöfunnar og á yfir- standandi ári, en það er um 40% þeirra fjármuna, sem ákvæði eru um í landslögum. Þess vegna verður Upplýsinga- miðstöð ferðamála lokað frá og með 1. júní 1992, en reynt verður að sinna ákveðnum verkefnum á skrif- stofu Ferðamálaráðs eftir þann tíma. Þeir munu þá sjá um almenna upplýsingasöfnun, útgáfu handbók- ar, bæklingadreifingu, ráðgjöf ofl. Æviminningar Er- lendar Einarssonar Morgunblaöið/Árni Sæberg Frá vinstri: Jón Trausti Harðarson, verkstjóri filmudeildar Odda, Isleifur Jakobsson prentari, Hörður Daníelsson ljósmyndari og Kristín Þorkelsdóttir hönnuður. Dagatal AUK komið út Ný prenttækni notuð í fyrsta skipti DAGATAL auglýsingastofunn- ar AUK hf. er komið út í þriðja sinn og nefnist það Af ljósakri ’92. Myndirnar tók Hörður Daníelsson og yfirumsjón með útlitshönnun hafði Kristín Þor- kelsdóttir. Prentsmiðjan Oddi annaðist prentun með nýrri tækni sem eykur dýpt mynd- anna. Þetta er í fyrsta sinn sem þessari prenttækni er beitt hér á landi. í dagatalinu eru tólf myndir frá Reykjanesi, Snæfellsnesi, Fells- strönd, Holtavörðuheiði, Strönd- um og Hrútafirði. Textinn er á íslensku, ensku, þýsku og frönsku og inngang ritar ljósmyndarinn, Hörður Daníelsson. Myndirnar eru prentaðar í fjór- lit og síðan lakkaðar tvisvar sinn- um. Matt lakk fór á dökka fleti myndarinnar en glanslakk á ljósu fletina. Við þetta skerpast and- stæður ljóss og skugga í myndun- um, dýpt þeirra eykst og séð frá vissum sjónarhornum verka þær á áhorfandann líkt og þvívíð mynd. „Þetta er algjör nýjung hér á landi. Oddi vann verkð og gerði tilraunir með þessa aðferð. Þeir gerðu einar sex prufur og þetta er unnið eins og sexlita prentun en ekki fjögurralita,” sagði Krist- ín. LjÓSAKRÍ 4K&. fiti.es or rnr. uoht • vou uchtmksh ■ ou chamc oe iwuiexe «ú*oo« oaMushox Af ljósakri ’92. Erlendur Einarsson Kjartan Stefánsson Oddgeir Kristjánsson A kápu umslags er mynd sem Sverrir Haraldsson listmálari teikn- aði á sínum tíma fyrir forsíðu Odd- geirs, Vor við sæinn. Undurfagra ævintýr — lög Oddgeirs Kristjánssonar UNDURFAGRA ævintýr, útgáfa á hljómplötum, diskum og tón- böndum með lögum Oddgeirs Kristjánssonar er komin út, 26 lög Oddgeirs í um 40 útsetning- um. í fréttatilkynningu segir að mörg laga Oddgeirs Kristjánssonar hafi verið sívirtsæl hjá þjóðinni síðan 1930, en sum laga Oddgeirs sé verið að flytja í fyrsta sinn með þessari útgáfu sem tengd er 80 ára afmælisári Oddgeirsj sem lést að- eins 54 ára gamall. Til fjáröflunar fyrir útgáfuna er m.a. safnað hjá velunnurum laga Oddgeirs í Eyjum og á fastalandinu og með sölu hljómplötunnar sem Skífan dreifír. Einnig er platan boð- in til sölu í hveiju húsi í Vestmanna- eyjum. Jón Sigurðsson tónlistarmaður hefur útsett 9 lög fyrir útgáfuna og Ellert Karlsson fyrir lúðrasveit. Sjö einsöngvarar syngja á plötunni, þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson, Jóhann Sigurðarson, Guð- mundur Jónsson, Kristinn Sig- mundsson, Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir og Þorgeir Andrésson. Þá syngja Dómkórinn, Karlakór Reykjavíkur og Fóstbræður og stór- sveit lúðrasveita og Sinfóníuhljóm- sveit íslands leika. FRÓÐI hf. hefur gefið út bókina Staðið í ströngu, æviminningar Erlendar Einarssonar eftir Kjartan Stefánsson. í kynningu útgefanda segir m.a.: „í bókinni staðið í ströngu rekur Erlendur Einarsson ævi- og starfs- feril sinn. Hann kynntist samvinnu- hreyfingunni þegar á unga aldri og hóf starfsferil sinn þar sem innan- búðarmaður í kaupfélaginu í Vík í Mýrdal. Leiðin lá síðan í Samvinnu- skólann en að námi þar loknu gerð- ist Erlendur starfsmaður Lands- banka íslands og hugðist leggja bankastörf fyrir sig. En margt fer öðruvísi en ætlað er. í bókinni seg- ir Erlendur frá kynnum sínum af Vilhjálmi Þór og hvernig hann olli straumhvörfum í lífi Erlendar. Vil- Mótettukór Hallgrímskirkju. hjálmur fékk hann til þess að setja Samvinnutryggingar á stofn og taka að sér stjórn þess fyrirtækis en þaðan lá leið Erlendar síðan í forstjórastól Sambands íslenskra samvinnufélaga árið 1954. Var Er- lendur síðan forstjóri þessa um- fangsmikla fyrirtækis fram til árs- ins 1987. Þá gremir Erlendur einnig frá óvæntum uppákomum undir lok starfsferils síns og kemur þar m.a. bæði hið umtalaða kaffimál við sögu, svo og átök um eftirmann hans hjá Sambandinu.” Staðið í ströngu er 384 blaðsíð- ur. Bókin er prentunnin hjá G. Ben prentstofu, en kápuhönnun annað- ist auglýsingastofan Nýr Dagur. Aðventutónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju heldur sína árlegu aðventutónleika sunnudaginn 8. desember nk. kl. 17.00 og verða tónleikarnir í Hall- grímskirkju. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Sú hefð hefur skapast hjá kórnum að halda tónleika á aðventunni sem er sá timi ársins þeg- ar kirkjan undirbýr komu frelsarans. Að þessu sinni hefur Mótettukór Hallgrímskirkju valið að bera á borð nokkrar af tónlistarperlum endur- reisnarinnar. Þær bera vitni um blómaskeið kirkjutónlistar sem hófst á Ítalíu um aldamótin 1500 og breiddist út norður álfuna og allt til Bretlandseyja. Tónlistin sem kórinn flytur eru aðventu- og jólamótettur, flestar frá 16. öld eftir tónskáld eins og Victor- ia, Habler, Eccard, Palestrina og Tallis. Mótetta (kórverk án undir- leiks) var notuð til að leggja áherslu á efni ritningarinnar, hún dvaldi við orðin og ítrekaði mikilvægi þeirra. Textarnir og meðferð þeirra er mjög mismunandi, allt frá rólegri íhugun, jafnvel dulúð, yfir í fögnuð og lof- gjörðarsöng. Umgjörðin er fornt latneskt and- stef, Veni, veni Emmanuel (kom þú, kom vor Immanúel) og mótetturnar tengjast annars vegar boðun Maríu Guðsmóður og lofsöng hennar sem er mjög algengur efniviður í aðvent- umótettunum, þó boðunardagur hennar sé haldinn hátíðlegur á fös- tunni. Hins vegar tengist efni tón- leikanna hinum ýmsu guðspjöllum aðventunnar, s.s. innreiðinni í Jerú- salem, sem er stef fyrsta sunnudags í aðventu jafnt og pálmasunnudags: Konungurinn kemur, „Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt”. Sagan er rakin allt til jóla og tónleikarnir enda á þekktri mótettu eftir Sweelinck Hodie Christus natus est (í dag er Kristur fæddur). (Frcttatilkynning) ■ EIGENDASKIPTI hafa orðið á Snyrtivöruversluninni, Garðabæ. Rósa Halldórsdóttir snyrtifræðingur hefur nú tekið við versluninni. Rósa er búin að reka snyrtistofu í sama húsi í 4 ár. Auk Rósu í afgreiðslu og á snyrtistofu eru Birna Sveinsdóttir snyrtifræð- ingur og Helga Bergmann snyrti- fræðingur. Breytingar hafa verið gerðar á versluninni og lögð verður áhersla a faglega ráðgjöf og góða þjónustu. Boðið eru upp á alla snyrt- ingu og mikið úrval af snyrtivörum. Birna, Rósa og Helga í Snyrti- vöruversluninni, Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.