Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 19Sl 1Ö Myndabækur As- laugar Jónsdóttur Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Stjörnusiglingin. Ævintýri Frið- mundar vitavarðar; Fjölleikasýning Astu Mál og menning, 1991. Þessar tvær bækur eru býsna ólíkar. Önnur er raunveruleikasaga um litla stelpu, Ástu, sem sýnir ýmiss konar kúnstir í afmæli mömmu sinnar. Textinn er við það miðaður að hann höfði til þeirra sem eru að læra að lesa enda þótt hann sé býsna snúinn fyrir yngstu lesend- urna. Myndirnar eru einfaldar og lýsa vel því sem sú stutta er að bardúsa. Hin bókin er af allt öðrum toga og segir frá ævintýri Friðmundar vitavarðar sem rær á báti sínum með hundinn Sám út í himingeiminn til þess að leita að öðrum tvíburan- um úr tvíburamerkinu. Kastor, ann- ar tvíburinn, hafði gripið í hala- stjörnu sem þreif hann með sér enn lengra út í himingeiminn og bróðir hans, Pollux, var nú einn eftir í örvæntingu. Myndimar af ferðalag- inu um himingeiminn eru mjög Áslaug Jónsdóttir glæsilegar í bláum tónum en inynd- ir af þeim félögum heimavið eru í öðrum og jarðbundnari litum. í þessari bók er hver síða sérstakt listaverk en textinn er býsna strembinn. Mannlíf í aldanna rás Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Ritstjórn: Michele Byam. Mynd- ritstjórn: Roger Priddy. Utgáfu- stjóri: Giovanni Casellis; Jackie Douglas. Þýðing: Árni Oskars- son. Umbrot og filmuvinna: G. Ben. prentstofa hf. Prentuð á Spáni. Utgefandi: Mál og menn- ing. Þetta er eitt rita úr bókaflokkn- um Gluggi alheimsins, sem ætlaður er til að glæða áhuga okkar á þeim heimi sem við erum brot af. Og hér er stiklað gleitt um spjöld þeirrar mannkynssögu, sem vestrænir skól- ar telja til menntunar í dag. Já, textinn minnir einna helst á vel- gerðar „glósur” góðs nema, 37 minnisatriði skýrð, allt frá því er maðurinn reyndi að ganga upprétt- ur til geimaldar. Textinn er hnitmið- aður, læsilegur og í honum felst mikill fróðleikur um tilburði okkar við að sýnast menn. Á kápu stendur: „ .. . megin- áhersla er þó lögð á að sýna dag- legt líf venjulegra karla og kvenna í aldanna rás.” Þessum orðum fagn- aði ég, taldi mig fá kynni af tilraun til gerðar nýrrar sögu. Vonbrigðin urðu því mikil er gamla tuggan um „mikilmennin” birtist hér enn einu sinni: Ribbaldar og kúgarar taldir burðarásar sögunnar. Kannske er það viturlegt af höfundi bókar, meðan slík „viska” gefur einkunn við prófborð, tilgangurinn er jú að verða unglingum að liði við'nám. Sjálfsagt á mín óskabók í sögu enn langt í land, þrælshlekkir kúgara eru lengi að ryðga í sundur. Enn um stund munu lýðir á hnjánum fyrir framan gullakistur og skot- hólka, og meðan svo er er þetta trú bók við sögu, þó mikið vanti á sann- leikann allan. Þetta er útúrdúr, hitt skiptir hér máli, að höfundur eys af brunni mikillar þekkingar á lát- lausan, auðskilinn hátt. Aðal bókarinnar er þó meistara- lega gerðar myndir, svo fullar af lífi, að þær „tala” sjálfar. Væru námsbækur á þennan hátt mynd- skreyttar, þá gæfust færri upp við námsborðin, gleði yrði þar meiri. Þýðing Árna er vandvirknislega unnin, málið fallegt og tært. Uppsetning er bráðsnjöll, auðvelt að átta sig á aðalatriðum, tilvitnan- ir innan texta og í atriðaskrá auð- velda það líka. Hér leggst því allt á eitt að gera „sögu” forvitnilega, festa prófverkefni í minni. Próförk er lesin af kröfuhörku útgáfunnar og mættu margir læra af. Bók sem auðveldar unglingum nám í mannkynssögu, fagurlega búin. Þökk fyrir. -------»♦---------- ■ SKJALDBORG hefur gefið út tvær bækur um Frank og Jóa eftir Franklin W. Dixon í þýðingu Gísla Ásmundssonar. Bækurnar heita Húsið á klettinum og Finna Fjár- sjóð. í kynningu útgefanda segir: „Það hafa verið skrifaðar 53 bækur um þá bræður Frank og Jóa. Þess- ar spennubækur lýsa ótrúlegum ævintýrum sem þeir lenda í. í bók- inni eru margar teikningar sem gera efnið enn skemmtilegra til- lestrar.” Skáldsaga eftii* Normu E. Samúelsdóttur BÓKAÚTGÁFAN Hildur hefur gefið út bókina Fundinn lykill eftir Normu E. Samúelsdóttur. í kynningu útgefanda segir: „Þetta er sjötta bókin sem út kem- ur eftir Normu og þriðja skáldsaga hennar. Aðalpersónan, Beta, lýsir í bókinni umhverfi sínu og lífi og reynir að bijóta til mergjar hverns vegna lífið hefur orðið henni svo sem raun ber vitni. I bókinni er engum stórum spurningum svarað, en spurningin í lokin er samt sem áður sú hvort Betu tekst að opna dyr.” Bókin er 175 bls. Norma E. Samúelsdóttir Nýárskvöld 19 9 2 NYA RSFAGNAÐU R A HÓTEL ÍSLANDI Óumdeilanlega glæsilegasti nýársfagnaður til fjölda ára SIGRUN SIGURÐUR MATSEÐILL Fordrykkur: Ritz Fizz Háttðarkvöldverður: Hvítlauklskiyddaður vatnaáll Kjötseyði Federal Hindberjasorbert Innbökuð nautalund Logandi ístindur Hvítvín: Gewurzraaminer Rauðvín: Chátcau Haut-Mardrac \ Verð kr. 8.950,- Takmarkaður miðafjöldi. DAGSKRA: Samleikur Sigrúnar Eðvaldsdóttur, fiðluleikara og Selmu Guðmundsdóttur, píanóleikara. Óperusöngvaramir Inga Bachmati og Sigurður Steingrtmsson flytja óperudúetta og lög úr þekktum söngleikjum við undirleik Bjama Jónssonar. Okkar ástkæra söngkona Þurtður Sigurðardóttir laðar fram Ijúfa tóna. Hinn landskunni skemmtikraftur Ómar Ragnarsson flytur nýja gamanþætti. Nýársballettinn Stórkostleg, sérsamin dansatriði undir stjórn Ástrósar Gunnarsdóttur, Jóns Péturs og Köru Amgrimsdóttur. Heiðursgestur og ræðumaður kvöldsins er Artúr Björgvin Bollason. Kynnir: Rósa Ingólfsdóttir. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi ásamt söngkonunum Sigrúnu Evu og Berglindi Björk. RÓSA Gestir njóta þess besta í mat og drykk, við undirleik lngimars Eydal, ptanóleikara. fOFT LLI mm Fastagestir staðfestið pantanir sem fyrst. Borðapantanir eru þegar hafnar í síma 687111 GAMLÁRSKVÖLD Á HÓTEL ÍSLANDI DANSLEIKUR MEÐ A)ýDÖA)SK FRÁ KL. 24-04. VERÐ KR. 2000.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.