Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 49 Atskákmót Hellis og Hafnfirðinga Skák Margeir Pétursson NÝLEGA gengust Skákfélag Hafnarfjarðar og Taflfélagið Hellir fyrir helgarmóti í Hafnar- firði þar sem tefldar voru atskák- ir, þ.e. skákir þar sem hvor kepp- andi hefur 30 mínútur. Mótið var afar öHugt, af 28 þátttakendum hafði helmingurinn tekið þátt í landsliðsflokki á Skákþingi Is- lands. Sigurvegarar urðu Andri Ass Grétarsson og Þröstur Þór- hallsson, alþjóðlegur ineistari. Andri er eldri bróðir Helga Ass Grétarssonar sem varð unglinga- meistari Islands um sömu helgi og Guðfríðar Lilju Grétarsdótt- ur, íslandsmeistara kvenna. Ár- angur hans kemur nokkuð á óvart en Þröstur Þórhallsson er núverandi íslandsmeistari í at- skák. Formenn félaganna, þeir Gunnar Björnsson í Helli og Ágúst S. Karls- son í S.H. voru ánægðir með mótið og hyggja á fleiri slík. Þátttakan verður að teljast góð, sérstaklega þegar haft er í huga að sömu helgi fór Unglingameistaramót íslands fram í Reykjavík. Flestir keppenda voru reyndir skákmenn, en mótið var öllum opið og hefðu fleiri nýlið- ar mátt nota tækifærið. Úrslit: 1.-2. Andri Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson 6 v. 3. Ingvar Ásmundsson 5 v. 4. -8. Sverrir Orn Björnsson, Tómas Björnsson, Snorri Bergs- son, Ágúst Sindri Karlsson og Arinbjörn Gunnarsson 4'/:_v. 9.-13. Róbert Harðarson, Ásgeir Þór Árnason, Dan Hansson, Hall- dór Grétar Einarsson og Bene- mt Jónasson 4 v. 14. Lárus Jóhannesson 3'/2 v. 15. -21. Sigurbjörn Björnsson, Gunnar Björnsson, Þorsteinn Skúlason, Sigurður Áss Grétars- son, Sveinn Kristinssoiij Hörður Garðarsson og Gunnar Orn Har- aldsson 3 v. 22.-24. Heimir Ásgeirsson, Bragi Björnsson og Bjarni Magnússon 2'/2 V. 25.-26. Grímur Ársælsson og Guðni Karl Harðarson 2 v. 27. Halldór Ólafsson 1 'h v. 28. Bjarki Stefánsson 1 v. Við skulum líta á eina skemmti- lega skák frá mótinu, en það er ber að hafa í huga að umhugsunartím- inn er stuttur. Hvítt: Lárus Jóhannesson Svart: Gunnar Björnsson Sikileyjarvörn I. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 -g6- Drekaafbrigðið margfræga, sem á nokkuð undir högg að sækja um þessar mundir, ekki sízt fyrir til- stilli sókndjarfra enskra stórmeist- ara. Segja má að þeir Nunn, Short og Wiliie Watson hafi höggvið hver sinn hausinn af drekanum. 6. Be3 - Bg7 7. f3 - Rc6 8. Bc4 - 0-0 9. Dd2 - Bd7 10. h4 - h5 Upp á síðkastið hefur eldra af- brigðið 10. - Hc8 11. Bb3 - Re5 12. 0-0-0 - Rc4 13. Bxc4 - Hxc4 14. h5 átt meira upp á pallborðið hjá sérfræðingum. II. 0-0-0 - Hc8 12. Bb3 - Re5 13. Bg5 Þótt þetta sé ágætur leikur og Dr. Nunn mæli með honum í nýj- ustu útgáfu hinnar vinsælu bókar sinnar „Sigrast á Sikileyjarvörn- inni” (Beating the Sicilian, 2. út- gáfa, B.T. Batsford, London 1990), þá hefur 13. Bh6 reynst svörtum skeinuhættári upp á síðkastið. Nú er 13. — Hc5 langalgengast en Gunnar velur sjaldséðan leik sem dugar til að rugla Lárus í ríminu. 13. - Rh7!? 14. Bh6 - Bxh6 15. Dxh6 — Hxc3 16. bxc3 — Dc7 17. Kbl - a5!? FRAMSOKNARFELAG Mý- vatnssveitar hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Framsóknarfélags Mývatnssveitar, haldinn í Skjól- brekku 29. október 1991, lýsir furðu á þeirri aðför að Kísiliðjunni, sem gerð hefur verið af hálfu Nátt- úruverndarráðs og fleiri aðila. Fundurinn teldur að nefndarálit. Sérfræðinganefndar um Mývatns- rannsóknir gefi ekki tilefni til ann- ars en að Kísiliðjunni verði tryggð eðlilegt framhald námaleyfis, enda verði farið með gát við dælinguna, lög áhersla á frékari rannsóknir og leitast við að þróa vinnslu námunn- ar á þann veg að vatnsbotninn nái sem fyrst stöðugleika aftur. Fundurinn bendir á þá staðreynd Ljósmyndasýn- ing um líf og starf Kínverja í TILEFNI 20 ára stjórnmála- sambands Kínverska alþýðulýð- veldisins og íslands efnir kín- verska sendiráðið til ljósmynda- sýningar um líf og starf kín; verskrar alþýðu í Listasafni ASÍ við Grensásveg dagana 7. til 9. desember og 14. til 22. desemb- er. Sýningin verður opnuð klukk- an 16 á laugardag, en verður síðan opin um helgar frá kl. 14 til 20 og á virkum dögum frá kl. 16 til 20. Aðgangur er ókeypis. Nú í desember heldur Kínverska vináttustofnunin í Peking mynda- sýningu frá íslandi af sama tilefni. Hvítur fékk myljandi sókn í skák- inni Geller-Kuzmin, sovézka meist- aramótinu 1978 eftir 17. — Dxc3 18. Re2 - Dc5 19. g4 - Rxf3 20. Hd5! — Df2 21. gxh5 og í Lobron- Miles, Biel 1986 varð svaitur líka illa úti eftir 17. — Rc4 18. g4 — hxg4 19. f4 — Hc8 20. Hd3. 18. g4? Rétt var 18. f4! og svaitur á í miklum erfiðleikum, t.d. 18. — Rc4 19. f5, eða 18. - a4 19. fxe5 - axb3 20. cxb3 — dxe5 21. Rf3 með sælum skiptamun yfir. 18. - a4 19. Bd5 - Dxc3 19. — e6 var einnig gott á svait- an. 20. gxh5 - g5! 21. Ilhgl - a3! 22. Hxg5+ — Rxg5 23. Dxg5 — Kh7 24. Dcl - Hc8 Línurnar hafa skýi-st. Svartur hefur fengið skiptamuninn til baka og er enn með þunga sókn. 25. f4 - Rc4 26. Bxf7 - Ba4 27. f5 - Re3 28. Hd3 28. - Bxc2+! 29. Dxc2 - Del+ 30. Hdl - Dxdl+ 31. Dxdl - Rxdl og með skiptamun yfir vann svartur endataflið. Taflfélagið Hellir var stofnað í sumar í Reykjavík. Formaður þess er Gunnar Björnsson, en aðrir í stjórn eru Guðni Karl Harðarson, Andri Áss Grétarsson, Davíð Ólafs- son og Bjöni Stefánsson. Æfingar Hellismanna liggja nú niðri fram yfir hátíðir, en hefjast þá aftur og verða nánar auglýstar síðar. Mikið á döfinni hjá Skákfélagi Hafnarfjarðar S.H. ætlar að nota tækifærið að loknu hinu reglubundna Reykjavík- urskákmóti, sem væntanlega fer fram fyrri hluta marzmánaðar næstkomandi. Hafnfirðingarnir ætla að fylgja eftir með alþjóðlegu skákmóti sem standa á dagana 16. til 29. marz. Formaður Skákfélags Hafnarfjarðar er jafnframt fyrsta- borðsmaður félagsins í deilda- keppninni, Ágúst Sindri Karlsson. v Aðrir í stjórn eru þeir Sverrir Örn Björnsson og Heimir Ásgeirsson. Starfsemi S.H. fer fram í félags- heimilinu Dverg við Suðurgötu og eru æfingar á mánudagskvöldum kl. 20. Einnig eru haldnar sérstakar unglingaæfingar og eru þær á sunnudögum kl. 14.00. NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJA Framsóknarfélag Mývatnssveitar: Starfsgrundvöllur Kísil- iðjunnar verði tryggður að dælda svæðið í Ytriflóa, sem fyrir daga Kísiliðjunnar var orðið lélegasta veiðisvæðið f Mývatni, er nú orðið eitt besta veiðisvæði vatns- ins. Fundurinn vekur einnig athygli á því að sl. 2 ár hefur lífríkið í vatninu verið í uppsveiflu. Rykmý var í sumar með því mesta sem verið hefur í áratugi, einkum við Ytriflóa, en mergð andarunga komst upp, sem ætti að skila sér í varpstofnum á næstu árum. Síðast en ekki síst telja fiskifræðingar af góður árangur ungbleikju sé í upp- vexti í vatninu, sem mun væntan- lega koma inn í veiðina á næsta ári. Fundurinn telur flest benda til að skynsamleg nýting kísilgúr- námunnar á botni Mývatns og hefð- bundnar nytjar hlunninda, þ.e. sil- ungsveiði og eggjataka geti farið vel saman. Með dýpkun vatnsins er líka ver- ið að lengja líftíma þess, sem. er mikilvægt, en öðrum kosti stefnir í að umtalsverðir hlutar vatnsins verði orðnir að mýrlendi innan fárra alda. Fyrirhugað dælingarsvæði í Strandarbolum er meðal grynnri svæða vatnsins og grynning vatns- ins þar og þróun, a.m.k. hvað varð- ar silungsveiði, er um margt farin að minna á ástand Ytriflóa fyrir dýpkun hans. I ljósi þess sem að framan grein- ir, svo og mikilvægis Kísiliðjunnar í efnahagslegu og félagslegu tilliti, hvetur fundurinn eindregið til þess að starfsgrundvöllur fyrirtækisins verði tryggður með eðlilegum ■ hætti.” ur landi Asgeir Jakobsson SÖGUR ÚR TÝNDU LANDI Ásgeir Jakobsson er landskunnur fyrir œvisögur sínar um íslenska athafnamenn. Þessi bók hefur aö geyma smásögur eftir hann, sem skrifaöar eru á góðu og kjarnyrtu máli. Þeffa eru bráöskemmtilegar sögur, sem ■ eru hvort tveggja í senn gamansamar og með alvar- legum undirtóni. M.Scott Peck Leiðin til andlegs þroska Öll þurfum við aö takast á við vandamál og erfiðleika. Það er oft sársaukafullt að vinna bug á þessum vandamálum, og flest okkar reyna á einhvern hátt að forðast að horfast í augu við þau. í þessari bók sýnir banda- ríski geðlœknirinn M. Scott Peck hvernig við getum mœtt erfið- leikum og vandamálum og öðlast betri skilning á sjálfum okkur, og um leið öðlast rósemi og aukna llfsfyllingu. pbruR ZOPWONiASSON | “ VIKINGS IÆK[ARÆITV Pétur Zophoníasson VÍKINGSLÆKJARÆTf V Fimmta bindið af Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi er fyrsti hluti h-liðar œttarinnar, niðjar Stefáns Bjarnasonar. Efninu fram að Guðmundi Brynjólfssyni á Keldum verður skipt í tvö bindi, þetta og sjötta bindi, sem kemur út snemma á nœsta ári (1992). Myndir eru rúmur helmingur þessa bindis. Kinnhugi OuA«nund»»on Gamansemi $norra ^íurlusonar Nokkur valin dærai Pétur Eggerz ÁST, MORÐ OG DULRÆNIR HÆFILEIKAR Þessi skáldsaga er sjöunda bók Péturs Eggerz. í henni er meðal annars sagt frá ummœlum fluggáfaðs íslensks lœknis, sem taldi sig fara sálförum að nceturlagi og eiga tal við fram- liðna menn. Þetta er forvitnileg frásögn, sem fjallar um marg- breytilegt eðli mannsins og tilfinningar. SITTHVAÐ KRINGUM PRESTA Finnbogi Guömundsson GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 23. september voru liðin 750 ár síðan Árni beiskur veitti Snorra, Sturlusyni banasár í Reykholti. í þessari bók er minnst gleðimannsins Snorra og rifjaðir upp ýmsir gamanþœttir I verkum hans. Myndir í bókina gerðu Aðalbjörg Þórðardóttir og Gunnar Eyþór?son. Auöunn Bragi Sveinsson SITTHVAÐ KRINGUM PRESTA í þessari bók greinir Auðunn Bragi frá kynnum sínum af rúmlega sextíu íslenskum prestum, sem hann hefur hitt á lífsleiðinni. Prestar þeir, sem Auðunn segir frá, eru bœði lífs og liðnir og kynni hans af hverjum og einum mjög mismikil; við suma löng en aðra vart meira en einn fundur. SKUGGSJA Bókabúð Olivers Steins sf NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJA - NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.