Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 Kjamavopn á íslandi Birni Bjarnasyni þingmanni svarað eftir Þór Jónsson Þegar alþingismaður, sem jafn- framt er reyndur blaðamaður, er ársijórðung- að skrifa grein í þeim tilgangi að hrekja upplýsingar í fjöl- miðlum og fletta ofan af óvönduð- um fréttamanni, sem „dregur álykt- anir af hæpnum eða röngum for- sendum”, mætti ætla að sú grein væri full af haldbærum rökum og fréttamaðurinn og fréttastofan glötuðu trausti sínu. Þetta á þó ekki við um grein Björns Bjarnasonar, Sjálfstæðis- flokki, þegar hann vísar á bug frétt- um sem ég flutti á Stöð 2 í júlí sl. um komur kjarnorkuvopnaðra her- skipa frá Bandríkjunum til íslands (Morgunblaðið 13. október). í grein Björns eru þversagnir, órökvísi, dylgjur og ósannindi og satt að segja efast ég um að hún hefði batnað af lengri yfirlegu. Greinin er nefnilega . skólabókar- dæmi um aðferð stjórnmálamanna til að rengja og gera tortryggilegar fréttir, sem eru þeim óþægilegar og á skjön við pólitíska sannfæringu þeirra, án þess þó að bera á móti neinu efnislega eða benda á bresti í sönnunarfærslunni. Það á bara að sýnast svo. Björn ræðst fyrst á starfsbróður minn á Stöð 2 vegna fréttar um ryðhreinsun vatnstanka undir Perl- unni. Þótt fréttamaðurinn hafi bent á að mannvirkið stæði á öðrum stoð- um en tönkunum, þykir Birni hann „gefa til kynna að Perlan væri í hættu”. Ætli fleiri en Björn lesi úr þessu lævísan áróður gegn Davíð Oddssyni og að Perlan riði til falls? En þetta er bara dæmi um við- kvæmni hans varðandi fréttir, sem ekki eru honum að skapi, og með hvaða hætti hann snýst gegn þeim. Annarlegur tilgangur greinar hans verður augljós. Óyggjandi sannanir Hvað mínar fréttir varðar, — eða „krossferð”, eins og Björn kýs að kalla þær —, tókst mér ekki að hans dómi að „leggja fram óyggj- andi sannanir”. Þó byggði ég frétt- irnar, skrifar Björn, á „misjafnlega sterkum líkum” (það er vel, að ekki voru það veikar líkur, en þetta er óvænt hrós úr herbúðum Björns, þar sem menn eru kaþólskari en páfinn í öllu sem tengist bandaríska hernum og Atlantshafsbandalag- inu) og á „samtölum við erlenda menn”. En ekki hvað? Fréttirnar fjöljuðu um erlent herveldi. Án þess að ætla sér það, bendir Björn í raun á að ég leitaði fanga víða og heimildasöfnun mín var traust. Opinber gögn úr skjalasöfnum bandríkjahers, sem meðal annars sýna að kjarnorkuvopn voru um borð í skipunum, þegar þau lögðu úr höfn í Bandaríkjunum, en benda ekki til að vopnin hafi verið fjar- lægð fyrir heimsóknina til íslands; vitnisburður fyrrverandi flotafor- ingja, sem sjálfur sigldi um höfin með kjarnorkuvopn og gerði kjarn- orkuvopnaáætlanir fyrir bandaríska flotann; þekking hernaðarsérfræð- inga á venjum og meira að segja skyldum kjarnorkuvopnaðra her- skipa á leið til móts við óvininn í austri; alþekkt og viðurkennt dæmi um að bandaríski flotinn hafi virt að vettugi bönn við siglingu með kjarnorkuvópn um landhelgi vin- veittra þjóða; með öllu þessu er ekkert unnt að „sanna” að mati Björns. Trúlega þykir honum ekki annað vera óyggjandi sönnun, en að kjarnavopn springi í Sundahöfn! Til allrar hamingju þarf ekki að sanna neitt fyrir Birni Bjarnasyni í fíla- beinsturni hans. Fráleit staðhæfing Staðhæfing Björns að „öllum skýringum íslenskra stjórnvalda var hafnað eða þau gerð tortryggileg” er fráleit. Mér er að vísu ráðgáta hvað þingmaðurinn meinar með „skýringar”. Isiensk stjórnvöld hafa ekkL geftð neinar skýringar, þótt alloft hafi verið eftir þeim leitað. Aftur á móti má. reikna með að hann eigi við tvær fréttatilkynning- ar frá utanríkisráðuneytinu. Þótt Stöð 2 hafi ekki farið að dæmi sumra annarra fjölmiðla og birt þær gagnrýnis- og athugasemdalaust, eins og einhvern stórasannleik, sem ekki má efast um, er alrangt og ábyrgðarhlutur af þingmanni að alhæfa að þeim hafi verið hafnað. Svörum ráðuneytisins voru gerð ýtarleg skil: fyrra svarið fjallaði um að þrátt fyrir upplýsingar Stöðvar 2 væri engin ástæða til að efast um að stefna Islands í þessu efni hefði ekki verið virt, hið síðara fjall- aði um að engin stefna hefði verið til. Þa er mér spurn hvaða stefnu ráðuneytið vísaði til í fyrra skeyti sínu? Ráðuneytið var einfært um að gera „skýringar” sínar tortryggi- legar og þurfti ekki minnar hjálpar við. V AKA-HELG AFELL hefur gefið út skáldsöguna Býkúpan eftir spænska nóbelskáldið Camilo José Cela. Kristinn R. Olafsson þýðir bókina á ís- lensku en iiún er gefið út með stuðningi þýðingarsjóðs og menningarmálaráðuneytis Spánar. í kynningu útegefanda segir m.a.: „Býkúpan er stórbrotið og margþætt verk er lýsir Madrid þijá kalda vetrardaga í byijun fimmta áratugarins þegar myrkur skuggi spænska borgarastríðsins (1936-1939) setur enn mark sitt á Iíf borgarinnar og tilveru íbú- anna. ■ Þór Jónsson „Sjálfur álít ég að fyrr- um flotaforingi Eugene J. Caroll sé mun áreið- anlegri í kjarnorku- vopnaumræðunni held- ur en Björn Bjarnason og allir sérfræðingar utanríkisráðuneytisins til samans.” Vansæmandi dylgjur Bæði utanríkisráðuneytíð og Björn Bjarnason dylgja um að heim- ildarmanni mínum, Eugene J. Can’- oll, fyrrum flotaforingja Bandaríkj- astjórnar, sé ekki treystandi, af því að hann hefur nú á efri árum tekið að starfa hjá Center for Defense Information (CDI), þ.e. Upplýs- ingamiðstöð um varnarmál í Was- hington, þar sem William Arkin Kristinn R. Ólafsson þýðandi bókarinnar segir m.a. í forspjalli að bókinni er hann nefnir: Bitur kronika um bitra tíma: „Sagan er byggð upp eins og kvikmynd sém Cela tekur af hundruðum sögupersóna auk fjölmargra raun- sögulegra manna, filma sem höf- undur klippir sundur og fléttar síðan saman aftur í hraðar svip- myndir, nærmyndir, tímastökk, atburðir samhliða í tíma, til að bregða upp heildarmynd af til- teknu andartaki í lífi fjöldans og grípa „núið” sem eitt er mannin- um áþreifanlegt þar eð fortíðin er aðeins afbökuð minnismynd raunveruleikans og framtíðin er ómynduð enn.” Skáldasaga eftir Camilo José Cela starfaði fyrir tíu árum og varð það á að fullyrða að kjarnorkuvopn væru í Keflavík án þess að hafa pottþéttar sönnur fyrir því. Auk þess hefur Björn sjálfur, sem blaða- maður Morgunblaðsins, kynnt sér starfsemina (væntanlega hlutlaust og með opnum huga eins og blaða- manni sæmir) og þótt málflutningur yfirmanna CDI síður en svo sann- færandi. Það er augljóst að á ritstjórn Morgunblaðsins hefur ekki verið tekið mark á þeirri skoðun Björns Bjarnasonar, því að í mikilli úttekt á ákvörðun Bush Bandaríkjaforseta á róttækri og einhliða fækkun kjarnavopna í lok september sl. er CDI einmitt ein af heimildum blaðs- ins. Eugene J. Caroll, fv. flotafor- ingi, staðfesti í fréttum mínum á Stöð 2 að ályktunin um að kjarn- orkuvopnuð skip hefðu komið til Islands væri rétt með hliðsjón af þeim gögnum sem ég hefði og ára- tuga reynslu hans í bandaríska sjó- hernum. En að dómi íslenskra stjórnvalda og Björns Bjarnasonar ber að trúa flotaforingjanum varlega af fyrr- greindum sökum. Það gildir einu þótt Caroll hafi sankað að sér heið- ursmerkjum í seinni heimsstyijöld, Kóreu og Víetnam; borið sjálfur ábyrgð á herskipum búnum kjarna- . vopnum; tekið þátt í gerð kjarn- orkuvopnaáætlunar flotans, þegar hann starfaði í Pentagon; og auk þess verið starfsmaður Alexander Haigs, þáverandi hershöfðingja, í Evrópu á árunum 1977 til 1979. Sjálfur álít ég að fyrrum flotafor- ingi Eugene J. Caroll sé mun áreið- anlegri í kjarnorkuvopnaumræð- unni heldur en Björn Bjarnason og allir sérfræðingar utanríkisráðu- neytisins til samans. Björn Bjamason lýsir því yfir að vegna frétta minna hafi traust sitt á fréttastofu Stöðvar 2 minnkað. Ég held það geri ekki til. Verra er að traust til þjóðþingsins rýrnar við lestur greinar sem þeirrar sem hér er svarað, eftir háttvirta þingmenn. Höfundur er fréttaritari Stöðvar 2 og Bylgjunnar í Svíþjóð. Camilo José Cela Býkúpan eftir Camilo José Cela er 260 síður að stærð en prent- vinnslu og bókband annaðist G. Ben prentstofa hf. 25 GUCCI úr í miklu úrvali BORGARKRINGLUNNI, SÍMI 677230. t ^ NILFISK STERKA RYKSUGAN Öflugur mótor með dæmulausa endingu. 10 lítra poki og fróbær ryksíun. Afbragðs fylgihlutir. NILFISK er vönduð og tæknilega ósvikin - gerð til að endast. VERÐ AÐEINS fró kr. 19.420 (stgr). /rDniX Höföar til .fólksí öllum starfsgreinum! Jólagjöfln i ár Caoper ÍSHOKHÝVÚRUR Bauer skautar þeirra BESTU JOF/i ÍSHOKKÝVÖRUR Heildsala Macom hf., sími 91-67 52 70. Útsölustaðir í Reykjavík: enm H Glæsibæ UTILIF Borgarkringlurmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.