Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 75 SAMMÍ mrm Sjá auglýsingar frá Sambíóunum á næstu opnu fyrir framan BÍÓHÖLLIN - BÍÓBORGIN - SAGA-ÐÍÓ Harley og Marlboro Kvikmyndir Amaldur Indriðason Harley Davidson og Marlboro-maðurinn („Harley Davidson and the Marlboroman”). Sýnd í Bíóborginni. Leikstjóri: Siinon Wincer. Aðalhlut- verk: Mickey Rourke, Don Johnson, Chelsea Field, Daniel Baldwin og Vanessa Williams. Hasargamanmyndin Harley Davidson og Marl- boromaðurinn virðist helst hafa verið gerð til að skemmta stjörnunum tveimur í mikið notuðum og slitnum félagarullum. Mickey Rourke fær að vera í gæjalegum leðursamfest- ingi og keyra stórt mótor- hjól sem Harley og Don Johnson er kúrekatýpan sem Marlboromaðurinn, skartar kúrekafötum nú- tímans og er afbragðs- skytta. Báðir eru traustir einfarar og gangandi aug- lýsingar fyrir uppnefnin sín. „Harley” er hasargam- anmynd sem byggir gam- anið á tveimur ofnotuðum og stöðluðum ímyndum en tekur sjálfa sig of hátíðlega til að geta virkað. Hasarinn virðist hinsvegar byggður á atriðum úr öðrum bíó- myndum. Þegar félagarnir stökkva ofan af háhýsi nið- ur í sundlaug dettur manni strax í hug „Lethal Weap- on” og fleiri myndir. Þegar skotið er af vélbyssu úr þyrlu inn á skrifstofu á þrítugustu hæð er það ekki heldur ný sjón. Handritið er líka hálf- gerður leirburður. Rourke og Johnson eru góðmennin og hver eru þeirra góðverk? Það er að bjarga uppáhalds skemmtistaðnum sínum frá því að falla í hendur lánar- drottna. Svo þeir ræna bankabíl en í honum reyn- ist vera nýtt eiturlyf, myndin á að gerast árið 1996, sem fólk tekur í aug- að að sögn en við fáum aldrei að sjá það notað. Eigendurnir senda af stað bófasveit sem í eru fimm leðurfrakkaklædd svaða- menni og æsist nú leikur. Þess má geta að einn af þeim er Daniel, þriðji Baldwinbróðirinn í bíó- myndunum en hina tvo, Alec og William, þekkjum við'vel. Handritið getur verið furðulega væmið miðað við harðhausaefnið og kemur það helst til af ástarævin- týri sem Johnson, sá fríð- ari, er að sjá fyrir endann á. „Efnasambandið” á milli félaganna er kímið og þeir kveikja stundum líf í týp- urnar sem þeir standa fyr- ir. Og þótt hasarinn sé ekki nýr af nálinni þá er hann ágætlega „framkvæmdur” og heldur athyglinni. En léttvæg er myndin í alla staði. Kraftaverk og Kúbudeilan Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Kraftaverk óskast („Wa- iting for the Light”). Sýnd í Regnboganum. Leiksljóri: Christopher Monger. Aðalhlutverk: Sliirley MacLaine, Teri Garr, Clancy Brown, Vincent Schiavelli. Kraftaverk óskast segir frá fjölskyldu, ömmu, frá- skildri dóttur hennar og tveimur börnum. Þetta er í byijun sjöunda áratugar- ins og Kúbudeilan stendur sem hæst þegar þau erfa matsölustað á afviknum stað úti á landi. Þar er ekkert að gera fyrr en grikkur sem amman og börnin tvö gera úrillum nágranna sínum verður kraftaverk í huga hans. Hann hreinlega endurfæð- ist. Flýgur fiskisagan, „hinn helgi” staður verður að hreinasta fyrirbæri þangað sem fólk streymir og matsölustaðurinn blómstrar. Annað er það í rauninni ekki í þessari litlu og lúmskfyndnu gamanmynd með Shirley MacLean í ess- inu sínu í hlutverki ömm- unnar, sem þrátt fyrir ald- urinn er kornung í anda og hefur gaman af pínulítið göldróttri stríðni. Teri Garr leikur dóttur hennar, tveggja barna móður í matsölubaslinu, sem á í meiri vandræðum með móður sína en börnin. Myndin skopast góðlát- lega að hindui’vitnum og kraftaverkatrú fábrotins sveitafólks. Kalda stríðið er í hámarki og myndin reynir að lýsa því andrúms- lofti sem ríkti á meðan á Kúbudeilunni 1962 stóð og hvernig margir brugðust við með því að grafa neðan- jarðarbyrgi í garðana sína. En söguþráðurinn er hvorki mikill né merkileg- ur. MacLean er mjög skemmtileg sem amman og á þessa mynd með öllu, prakkaraleg vel og sniðug, úfin og tætt og spákerling- arleg. Garr hefur fest sig í hlutverkum kvenna sem eru svolítið utanvelta í lífs- ins ólgusjó og einstaka aukapersónur eru krydd í tilveruna. Starfsemi Krýsu- víkursamtak- anna gengiir vel 4 NÝ stjórn Krýsuvíkursam- takanna var kjörinn á aðal- fundi þeirra sem haldinn var síðustu dagana í nóv- ember og G. Ágúst Péturs- son, félagsfræðingur, var kjörinn formaður í stað Sigurlínu Davíðsdóttir, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Aðrir í stjórn eru Árni Guðmundsson, Ásgeir Hann- es Eiríksson, Sr. Birgir Ás- geirsson, Ferdinand Ferdin- andsson, Jón K. Guðbergs- son, Hrankell A. Jónsson, Gunnar Sigtryggsson, Sr. Vigfús Þór Árnason og Sr. Valgeir Ástráðsson. I fréttatilkynningui frá samtökunum segir að árið 1991 hafi einkennst af bjart- sýni og uppbyggingu, þrátt fyrir bágan fjárhag eins og oft áður. Á árinu hafi með- ferðaarstarfið verið flutt úr gömlu og ófullkomni bráða- birgðahúsnæði í húsnæði Kiýsuvíkurskólans. Til þess að það tækist hafi margir lagt hönd á plóginn. Iðnaðar- menn frá ÍSAL og víðar hafi gefið mikla vinnu við raf- lagnir og fleira, vistmenn hafi unnið við að mála og dukleggja til dæmis og ýmis fyrirtæki hafi gefið efni til framkvæmda og innréttinga. Þá hafi ýmsar gjafir borist á árinu, til dæmis hafi jár- mögnunarfélagið Lind hf. gefið eina milljón til fram- kvæmda við húsnæðið og verkamannafélagið Dags- brún hálfa milljón. Þá hafi Lyonsmenn og LyonesSur Afríkubasar í Perlunni Morgunblaðið/RAX G. Ágúst Pétursson stutt samtökin í gegnmum árin með fjárframlögum og sömu sögu sé að segja af kvenfélögum víða um land. Kvenfélagskonur úr Hringn- um í hafnarfirði haafi gefið 100 þúsund krónur í jólagjöf og ekki megi heldur gleyma þeim hóp styrktarmanna og kvenna sem greiði gíróseðla samtakanna. UNGMENNAHREYFING Rauða kross íslands held- ur Afríkubasar í Perlunni alla sunnudaga fram að jólum. Á basarnum eru seldar vörur frá þróunar- löndunum, sem keyptar eru milliliðalaust frá hand- verksmönnum. Allur ágóði rennur til þróunarverk- efnis sem Ungmenna- hreyfingin fer af stað með í Gambíu á vesturströnd Afríku í byrjun næsta árs. Margs konar varningur er á boðstólum á basarnum. Sem dæmi má nefna dúka, sjöl, töskur, föt, hljóðfæri, skartgripi og gjafavöru af ýmsu tagi. Verði er stillt í hóf og raunar má segja að á sumu sé hálfgert „þriðja heims verð”, eins og segir í frétt frá aðstandendum bas- arsins. S >INBO©IIINI1N119ooo FRUMSÝNIR ÓSKARSVERDLAUNAMYNDINA: VEGURVONAR VEGUR VONAR FÉKK ÓSKARSVERÐLAUNIN SEM BESTA ERLENDA KVIKMYNDIN ÁRIÐ 1991. STÓRBROTIN MYND SEM ALLIR VERÐA AÐ SJÁ. Aðalhlutverk: Necmettin Cobanoglu, Nur Surer og Eniin Sivas. Leikstjóri: Xavier Koller. Sýnd kl. 7, 9 og 11. Bönnuð börnum innan 12 ára. HOMOFABER Sýnd kl. 5,7,9 og 11-. UNGIR HARÐJAXLAR Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Bönnuðinnan16 ára. FUGLASTRIÐIÐILUMBRUSKOGI Ómótstæðileg teiknimynd meö íslensku tuli, f ull af spennu, alúð og skemmtilegheitum. Óliver og Ólaf ía eru munaðarlaus vegna þess að Hroði, fuglinn ógur- legi, át f oreldra þeirra. Þau ákveða að reyna að saf na liði í skóginum til að lumbra á Hroða. ATH. ISLENSK TALSETNING Leikstjóri: Pórhallur Sigurðsson. Aðalhlutverk: Bessi Bjamason, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurður Sig- urjónson, Laddi, Öm Árnason o.fl. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Miðaverð kr. 500. OF FALLEG FYRIR ÞIG “ Sýnd kl. 9 og 11. KRAFTAVERK OSKAST Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. KOTTURINN FELIX Sýnd kl. 3. Miðav. kr. 300. ASTRÍKUROG BARDAGINN MIKLI Sýnd kl. 3. Miðav. kr. 300. LUKKULAKI Sýnd kl. 3. Miðav. kr. 300, Ráðstefna um norrænt menningarsámstarf RÁÐSTEFNA um norrænt menningarsamstarf eftir 1992 í ljósi evrópskrar þró- unar var haldin dagana 2. og 3. desember síðastliðinn í Osló. Ráðherranefnd Norðurlandanna stóð fyrir ráðstefnunni í samvinnu við norska nieiintamálaráðu- neyliö og sótti Ólafur G. Einarsson, menntfimálaráð- herra, ráðstefnuna af ís- lands hálfu. í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu seg- ir að þátttakendur ráðstefn- unnar hafi verið um 130, hvaðanæva af Norðurlöndun- um, þar á meðal norrænir ráðherrar menningar- og menntamála, menningar- málanefnd Norðurlandaráðs og fulltrúar ýmissa aðila, sem vinna að inenningarmálum og menningarsamstarfi á Norð- urlöndum. Meðal frumniælenda á ráð- stefnunni var Vigdís Finn- bogadóttir, forseti Islands, og ræddi hún um hlutverk og framtíð menningarþáttarins í norrænni sanivinnu. Efnt var til ráðstefnunnar í tenglsum við fund ráðherra- nefndar menningar- og menntamála, sem haldinn var í Osló 3. desember síðastlið- inn, og var það þriðji fundur ráðherranna á þessu ári. Þar var m.a. rætt um forgangs- verkefni í norrænu menning- arsamstarfi á næstu árum og gengið var frá fjárveitingum til menningarmála innan marka norrænu samstarfsf- járlaganna fyrir næsta ár. Einnig var staðfest aukafjár- víiting af ráðstöfunal’fé'þesáa árs til Norræna hússins í Reykjavík, 500 þúsund dansk- ar krónur, til að gera þak hússins. í fréttatilkynningunni segir einnig að menntamálaráð- iierrar Eistlands, Lettlands og Litháens hafi sótt fundinn í boði menntamálaráðherra Noi'ðurlanda til að ræða sam- starf í menntamálum og norr- æna aðstoð við Eystrasalts- ríkin á því sviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.