Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 Heilbrigt kynlíf Viðfangsefni tíunda áratugarins eftir Alfreð J. elolson, S.J. Heimurinn — einkum heimur íþróttamanna sem tugmilljónir ungra manna tilheyra — harmar nú sjúkdóm hinnar miklu íþrótta- hetju Magic Johnson sem hefur lýst því yfir að hann gangi með HIV 4-veiruna sem leiðir í langflestum tilvikum til eyðni. Magic hefur ver- ið hetja í íþróttaheiminum og menn l'inna sárt til með honum (aumka hann ekki því þess óskar hann ekki). Hann hefur lýst því yfir að hann muni beijast við sjúkdóminn og reyna að hjálpa öðrum, sérstak- lega ungu fólki, með því að betjast við sjúkdóminn í sjálfum sér og eins rneð því að kenna ungu fólki að forðast hann, t.d. eins og hann seg- ir með því að hvetja menn til að iðka öruggt kynlíf. Við verðum að virða þennan refsivönd nútímans vandlega fyrir okkur — HIV 4 og eyðnina. Hvern- ig berst veiran frá einum manni til annars? Með því að maður lifi kyn- !ífi með hinum og þessum, með því að menn noti í hirðuleysi lyfja- sprautur sem veiran hefur komist í, vegna hirðuleysis eða óhappa í heilbrigðisþjónustu, við fæðingu af sýktri móður, vegna smits af sýkt- um maka, með blóðgjöf af sýktu blóði, fyrir alvarlegt bit eða sýkingu af ásettu ráði einhvers aðila. Það er því um margar leiðir að ræða fyrir þennan voðalega sjúk- dóm inní æðar manna. Hann er lífs- hættulegur og hann er smitandi. En hvað er þetta svonefnda „ör- ugga kynlíf’? Það virðist merkja notkun smokka, og hinna og þess- ara læknisfræðilegra og líkamlegra varna við samfarir og kynferðisleg atlot. Það merkir að fíkniefnasjúkl- ingar noti aðeins nýjar og sótt- hreinsaðar sprautunálar. Séu þess- ar varnir viðhafðar sé hægt að iðka kynlíf og atlot með hverjum sem er án þess að hætta sé á ferðum. Það nægir þó ekki til að stöðva HlV-veiruna og eyðnisjúkdóminn. Öruggt kynlíf er ekki til. Inn í þetta mál blandast líkamleg og andleg heilsubilun, fáfræði, víma vegna ofdrykkju eða eiturlyija- neyslu sem svo oft er fyrir hendi í sambandi við kynmök, og eins get- ur komið til greina illvilji einhvers svo að hann vilji vinna annarri manneskju tjón. Eina „örugga kynlífið” er heil- brigt kynlíf. Með því er átt við kyn- líf í sínu rétta sambandi, þ.e. innan hjónabandsins. Svarið sem við hljót- um að gefa ungu fólki, ógiftu fólki og þeim sem eru samkynhneigðir, er sjálfsagi og sjálfsstjórn. Það sið- ferði hafa kristnir menn ávallt að- hyllst og það tóku þeir að erfðum úr gyðingdóminum. Margir í okkar heimi hlæja að slíkum hugmyndum. Þó eru þær hugsjónir sem keppa ber að. Manninum er ekki gefin kynhvötin til gamans eða leikja — kynlífið er engin íþrótt. Afleiðingin af skorti á sjálfsstjórn, svo og eigin- girni (sem oft á sinn þátt í kynmök- um), svo sem að menn noti aðra mannesku sér til unaðar, er óregla á mannlegum samskiptum og gagn- vart fjölskyldunni og leiðir oft til sjúkdóma. Allt vitiborið fólk biður um og þráir lækningu á þessum sjúkdómi sem þegar má kalla faraldur. Hann er líka til á íslandi. Sumir sjúkling- arnir eiga enga sök á því að þeir sýktust, en verða þó oft fyrir því að aðrir hafa andstyggð á þeim. Það verður einnig hlutskipti sam- kynhneigðra og vissra annarra manna, þótt slík óbeit sé mjög óskynsamleg. Þá skelfir sjúkdómur- inn marga sem vinna við heilsu- gæslu. Störf þeirra eru í „sérstökum áhættuflokki” eins og þekktur þvagfærasérfræðingur sagði eitt sinn við mig. Þeir sem taka á móti slösuðu fólki, veita hjálp í viðlögum og iögreglan eiga allir mikið á hættu. Fólk á rannsóknastofum er oft í hættu. Það er skelfilegt ástand. Svo getur farið að um næstu alda- mót verði helmingur Ugandabúa dáinn. Sjúkdómurinn hefur breiðst óðfluga út meðai gagnkynhneigðra vegna fjölþreifni í ástarmálum. Trúarleiðtogar, atvinnufólk við lækningar og menntun, svo og for- eldrar, verða að sýna í orði og með fordæmi sínu þörfina eða öllu held- ur nauðsynina á að iðka heilbrigt kynlíf, þ.e.a.s. sjálfsstjóm og sjálfs- aga, að þeir notfæri sér á sannar- lega mannsæmandi hátt þess gjöf Guðs til mannanna. Heimurinn okkar hefur misst (og er að missa) marga hæfileikaríka og framúrskarandi menn á borð við Magic Johnson af völdum veirunnar HIV 4 sem leiðir til eyðni. Við höf- um samúð með öllum fórnarlömbum Alfreð J. Jolson „Eina skynsamlega ieiðin er heilbrigt kyn- líf sem byggist á karli og konu sem hafa stjórn á sér og notfæra sér þær gjafir sem mannin- um eru gefnar á réttan hátt og með fullum sjálfsaga.” þessa sjúkdóms, hvernig sem þau hafa smitast af honum. Samt meg- um við ekki einbeita okkur ein- göngai að umönnun sjúklinganna, ekki eingöngu að leit eftir lækningu heldur fyrst og fremst að því, hvem- ig við getum komið í veg fyrir út- breiðslu veirunnar. Eina skynsam- lega leiðin er heilbrigt kynlíf sem byggist á karli og konu sem hafa stjórn á sér og notfæra sér þær gjafír sem manninum eru gefnar á réttan hátt og með fullum sjálfs- aga. Slíkur er boðskapur hinna raunverulegu hetja mannkynsins sem svo oft eru lítt lofaðar og lítt þekktar. Þessi hugsjón hinna bestu manna, sem svo oft er höfð að háði og spotti, er ekki óframkvæmanleg því sumum tekst að lifa á þennan hátt. Þannig líf er mögulegt. Þegar við tökum með í reikninginn þann vanda sem HIV 4-veiran liefur fært okkur, er það staðreynd að þannig verðum við að lifa vegna einstakl- inganna og alls mannkynsins. Við megum ekki reiða okkur um of á einhveija lækningu, eitthvert undralyf. Slík lyf hafa verið fundin upp til lækningar á kynsjúkdómum og við skulum vona að Guð gefi að slíkt lyf gegn HIV 4 finnist einnig. Engu að síður heldur sjúkdómurinn áfram að geisa. Kynsjúkdómar eru líka faraldurssjúkdómar sem þokast hafa inn í skuggann vegna þess að athyglin beinist (sem rétt er) að HIV 4 og eyðninni. Tjón það og eyðlegging sem kynsjúkdómarnir valda heldur áfram að hijá mann- kynið, þrátt fyrir þau lyf sem við þeim hafa fundist. Enn verðum við að leggja áherslu á hugsjónina um karl og konu sem hafí fulla stjórn á sér og þeim gjöf- um sem Guð hefur gefíð þeim og víki ekki frá henni. Það er eina örugga vömin gegn HlV-smitun- inni. Stundum getur sú hugsjón krafist hugrekkis og hetjuskapar. Ég vildi óska að íþróttakappinn Magic Johnson, sem er svo agaður í íþrótt sinni, fari að skora á fólk að temja sér sjálfsaga og sjálfs- stjórn í kynlífi sínu og fari að lifa heilbrigðu kynlífi, því kynlífí sem manninum er fyrir bestu og miðar hæst. Allt annað er fyrir neðan virð- ingu hans og alls mannkynsins. Höfundur er biskup kaþólskra á íslandi. Horskur hyggðu að eftir Bjarna Kjartansson Nú steðja miklir erfíðleikar að íslensku þjóðfélagi og eru uppi teikn váleg um afkomu margra fjöl- skyldna, já, jafnvel fjórðunga. Þeg- ar svo er komið aðstæðum að ekki er lengur löglegt að draga björg úr sjó eru menn ekki lengur herrar sinna örlaga heldur leiksoppar að- stæðna, eru ekki færir til að sjá sér og sínum farborða, þó svo mið- in gjöful liggi steinsnar úti af átt- högum þeirra, verða að sætta sig við að aðrir, sumir iangt aðkomnir, nytji miðin í krafti fjármuna sinna. Hygg lið landstýrir! Setjið ykkur í þanka þeirra sem beittir eru slíku ofríki, svellur ekki reiðin, jafnvel heiftin ykkur í sinni? Fiskimiðin eru talin „auðlind”. Svo er um fleira sem af er tekið. Menn telja sjálfgefíð að gjaldeyrir sem verður til vegna dugnaðar og atorku þeirra er sjóinn stunda sé allra til ráðstöfunar sérlega þeirra er tij fjármagnsstofnana teijast. Þjónusta er mikilvæg og brýn AÐ VENTU S AMKOM A Bessa- staðasóknar verður haldin í Bessastaðakirkju sunnudaginn 8. desember og hefst klukkan 20,30. Prestur á samkomunni verður séra Bragi Friðriksson, organisti Þorvaldur Björnsson og Álftanes- kórinn syngur undir stjórn Johns A. Speight. Formaður sóknar- nefndar Birgir Thomsen flytur ávarp og þijár ungar stúlkur, Sigr- ún Jóhannsdóttir, Sigurdís Ólafs- því þarfir eru ýmsar. Hitt er þó að ekki tækju menn eftir, hvað þá syrgðu, þótt skýrslum og úttektum frá hinu opinbera um hið opinbera fækkaði ögn og þessir „höfundar” kerfisins fengju hagfelldari starfa hjá einkageiranum. Þar sem ég hef hafið þetta nöld- ur lítið siglds manns, langar mig til að leggja örfáa mola til á títt- nefnt borð sem aðilar setja andleg- ar kræsingar sínar á eða taka út af, af sínu spakviti. Sala ríkisfyrirtækja er löngu tímabær og ber þar helst að nefna til sögunnar þau sem eru í atvinnu- rekstri, þ.e. venjulegum. Ríkis- bankana ber að sameina með hraði og leggja áherslu á að fækka útibú- um þar sem þau skarast. Það fæst ekki með sölu þeirra því að báðir myndu vilja hafa svipað umleikis og bankarnir höfðu áður. Sparnaður í kerfinu. Það fyrsta sem alþingismenn mættu temja sér er að leita ekki ætíð til þeirra er undir ákvæðum laganna eiga að vinna, til að fá álit þeirra við laga- smíð sem íjalla á um vinnuum- dóttir og Ása Andrésdóttir leika jólalög á fíðlur við orgelundirleik Sveinbjargar Vilhjálmsdóttur. Þá syngur barnakór undir stjórn Þór- dísar Þórhallsdóttur lög úr helgi- Ieiknum „Hljóðnuðu kirkjuklukk- urnar” og Þóra Þorgeirsdóttir og Margrét Sveinbjarnardóttir leika með á þverflautur. Kristjana Helga Thorarensen les jólasögu. Gestir fá kerti og fermingarbörn vorið 1992 tendra jólaljós við altarið og færa síðan hverjum kirkjugesti. hverfí eða önnur kjö.r stétta Jreirra því að enginn er dómari í sinni sök. Ég er sannfærður um að þetta háttalag hefur gert það að verkum að ýmis opinber þjónusta er marg- falt dýrari en ella. Færa má til þá breytingu sem orðin er á vinnutil- högun hjúkrunarfræðinga sem nú þurfa mun meira af skýrslum en áður og nota því minni tíma til að hjúkra hinum sjúku. Ekki er ör- grannt um að eitthvað þessu líkt hafí gerst í öðrum starfsgreinum hjá ríki og bæ. Til gamans má einnig minna á að ekki eru ýkja mörg ár síðan að aðstoðarmenn ráðherra voru ekki á hvéiju fleti og ekki voru svo margar stöður hagfræðinga og annarra fræðinga hjá ríkisbönkun- um svo ekki sé nú talað um seðla- bankann sæla sem byggir fyrir fé sem til verður hjá þeim með undra- verðum hætti. Vitum við að ef hrófla á við þessu verður talað um að þjóðfélagið sé orðið svo margsl- ungið og flókið að ekki sé undan komist að hafa þessa menn að störfum. Þarna er verk að vinna fyrir stjómmálamenn og þar geta þeir látið eftir sig liggja gott dags- verk. Minna má á orð Ólafs Thors þegar hann sagði eitthvað á þá leið að mikið væri gott hvað margir gengju menntaveginn og kæmu út sérfróðir en lét þess einnig getið að hann byði guð að hjálpa íslend- ingum þegar og ef þessir fræðingar færu að stjórna landinu. Þótt að fræðingar fari oft offari í trú sinni á kennisetningar má færa það þeim til vorkunnar að oftlega fer ekki saman menntun og skólanám. Við Vestfírðingar erum enn í það góðu jarðsambandi að við greinum þama á milli, hlust- um því á það sem gamlir kveða, tökum mið af því til jafns við sprenglærða fræðinga en bemm tilhlýðilega virðingu fyrir hvoru- tveggja. Bjarni Kjartansson „Þau úrlausnarefni sem nú blasa við okkur verða ekki unnin með stórum yfirlýsingum né ókurteislegum aðdrótt- unum í garð samherja sem valist hafa til f or- svars stofnana eða sjóða ríkisins, heldur að bestu manna yfirsýn og íhygli þess er lausna leitar, einarðlega og fölskvalaust.” Viðtal við forsætisráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu nýverið, er um margt athyglisvert. Sérstak- lega fyrir þær sakir að þar koma fram skoðanir sem einkennt hafa starf Sjálfstæðisflokksins um ára- tuga skeið þ.e. trú á framtak ein- staklingsins, mildi og mannúð í garð þeirra sem bera skarðan hlut frá borði, virðing fyrir skoðunum þeirra eldri og reyndari manna og bjargföst trú að með stéttasam- vinnu megi ná fram þeim markmið- um sem allir góðir menn, hvar svo sem menn standa í iífsbaráttunni, vilja vinna að þ.e. aukinni hagsæld öllum til handa. Aðventusamkoma í Bessastaðakirkju Samningarnir um EES hafa hrætt marga þá sér í lagi lands- byggðarfólk sem hyggur hag sínum og lifíbrauði ógnað, þetta er af- skaplega skiljanlegt þar sem ýmsir hafa oftúlkað og afbakað ákvæði þeirra í fjölmiðlum og þar hefur örlað á ýmsum öfgum sem ekki hugnast þeim sem allt sitt eiga undir framleiðslu. Nú fara framsóknarmenn og allaballar stórum gegn téðum samningum, sem þeir töluðu þó ótæpilega fyrir á vormánuðum þá þeir héldu enn um stjórnartaum- ana. Heilsteyptir menn það eða hitt þó. Að ofansögðu má ljóst vera að best er að hafa ráð hinna sjóuðu og skoða allar hliðar mála og dæma að þeirri vintneskju fenginni. Mig langar til að leggja að lands- feðrum að hyggja að „bókun 6”, gera sér far um að ígrunda vel þann ávinning sem þar fékkst, rifja upp hveijir núverandi alþingis- manha í stjórnarliðinu leiddu þá til farsæila lykta og inna þá eftir að- ferðum þeim er þeir beittu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þar hafí farið saman festa þess er á góðum málstað heldur og geta til að setja sig í spor gagnaðila. Þau úrlausnarefni sem nú blasa við okkur verða ekki unnin með stórum yfirlýsingum né ókurteis- legum aðdróttunum f garð sam- heija sem valist hafa til forsvars stofnana eða sjóða ríkisins, heldur að bestu manna yfírsýn og íhygli þess er lausna leitar, einarðlega og fölskvalaust. Forsætisráðherra hefur gefíð tóninn í umræddu viðtali og ætla ég því að aðstoðarmaður hans læri af höldi sínum og temji sér hér eftir settlegri vinnubrögð í fortíðar- nefnd. Nú læt ég af nöldri og kveð ykkur að sinni með ósk um að for- ystusveit sjálfstæðismanna hyggi að liðsmönnum sínum og hafi ráð þeirra í nokkrum metum, þá fellur styr, úlfúð milli stétta hverfur og stjórnun verður farsæl landi og lýð. Flokkur allra stétta er einn allra í færum til að ná árangri. llöfundur er kaupmaður á Tálknafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.