Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 Manngerðir hellar Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur gefið út bókina „Manngerðir hellar á Islandi” og er hún rituð af Arna Hjartarsyni, jarðfræð- ingi, Guðmundi J. Guðmunds- syni, sagnfræðingi, og Hallgerði Gísladóttur, safnverði. Hér á eft- ir eru birtir tveir kaflar úr bók- inni, Papar og Steinhellir: Papar Sú skoðun að papar hafi búið í manngerðu hellunum á Suðurlandi hefur átt miklu fylgi að fagna bæði meðal fræðimanna og almennings. Papasagnir eru tengdar nokkrum hellum og einnig eru til örnefni sem sumir vilja meina að séu sprottin af eldfornu helgihaldi í hellunum. Helstu málsvarar þessarar kenning- ar meðal fræðimanna eru þeir Brynjúlfur frá Minnanúpi, Einar Benediktsson og Árni Óla. Brypjúlf- ur skrifaði nokkrar greinar í Árbók Hins íslenska fornleifafélags á fyrsta tug 20. alodar. Áhugi hans á hellunum tengdist almennum rannsóknum hans á íslenskum forn- minjum en þó er ljóst að hugmynd- in um að þeir væru frá forsöguleg- um tíma og tengdust vist írskra einsetumanna á íslandi heillaði hann sérstaklega. Fyrstu skrif hans um þetta mál eru í Árbók Hins ís- lenska fornleifafélags frá 1990 þar sem hann lýsir hellinum á Vestri- Geldingalæk. Brynjúlfur þóttist sjá að hellirinn væri manngerður en þótti það samt með ólíkindum vegna þess hve bergið er hart og hve hell- irinn allur er sérkennilegur. „Og það er ekki laust við, að hið sér- kennilega við fráganginn ... vekji hjá manni þá hugmynd, að hellirinn hafi eitthvað steinaldarlegt við sig. Út í það fer ég samt ekki.” í framhaldi af þessu skoðaði Brynjúlfur nokkra hella undir Eyja- fjöllum og birti um það nýja grein í Árbókinni 1902. Hellarnir sem hann kom í voru m.a. Rútshellir, Rauðafellshellar, Seljalandshellar og Kverkarhellir. Að auki athugaði hann nokkra náttúrugerða skúta, s.s. hellinn í Dímon og Paradísar- helli, og sá strax hinn mikla mun á þeim og manngerðu hellunum. í greininni sést að hugmyndir hans hafa verið að þróast. Hann sann- færist um að hellarnir séu mann- gerðir en undrast að menn skuli hafa lagt það á sig að höggva út svo hart berg þar sem nægt bygg- ingarefni var til staðar eins og und- ir Eyjafjöllum. „Áuk þess eru hellarnir svo myndarlega, og mér liggur við að segja snildarlega gjörðir, að það lýsir talsverðri kunnáttu. Þeir sem hjuggu þá út, virðast hafa verið allvel æfðir í því.verki. Mér liggur við að efast um, að hellarnir séu frá íslands bygðar tíma. Mundi ekki hugsanlegt að þeir gætu verið eldri. Mér hefir dottið í hug að þeir kunni, ef til vill, að vera eftir papa ...” Þarna eiu papar í fyrsta sinn orðaðir við hellana á prenti. Brynj- úlfur bætir því við að tveir „merkir og menntaðir menn” sem hann átti tal við hafi báðir komið fram með þessa sömu tilgátu án þess að hafa heyrt af henni fyrst. Brynjúlfur frá Minnanúpi skoðaði hella í Efrahvoli í Hvolhreppi árið 1904 og í þeirri ferð yoru papar honum ofarlega í huga. í grein sinni „Enn um hella” í Árbók Fornleifafé- lagsins 1905 skrifar hann: „Skamt fyrir neðan hellana hefir lækurinn einhvern tíma á löngu liðnum öldum grafið stóran krók út í vestur-bakka sinn. Þar er nú gró- inn grashvammur. Hann heitir Ira- hvammur. Sú sögn er um hann, að þar hafi verið dysjaðir írskir menn, sem fornmenn hafí drepið. Nokkurn spöl fyrir ofan hellinn, hér um bil í beinni stefnu milli bæjanna Þóru- núps og Kotvallar, er móahæð, eigi all-Iítil. Hún heietir Iraheiði. Engin sögn er um tildrög þess örnefnis, en án efa stendur það í sambandi Ljósmyndir/Guðmundur J. Guðmundsson Kolholtshellir í Flóa er talinn frá því á miðöldum og líklega hefur verið búið í honum. við hitt, þar sem svo skamt er á milli. Get ég ekki neitað því, að mér þótti gott að heyra um þessi ömefni þar í nánd við hellinn og silungalækinn, því þau styrkja Papa-hugmynd mína heldur en hitt, þótt þau, auðvitað, sanni hana ekki.” Einar Benediktsson skáld var sýslumaður Rangæinga 1898— 1906. Hann hafði eldlegan áhuga á sögu þjóðarinnar og einkum for- sögu landnámsins og samdi um það efni bæði greinar og kvæði. Hug- myndir Einars voru róttækari en Brynjúlfs því hann gerði ekki ein- ungis ráð fyrir pöpum heldur einnig mun eldra landnámi. Með skrifum sínum varð hann upphafsmaður að kenningum sem lifa góðu lífí enn í dag með þjóðinni og hafa jafnan síðan átt sterka málsvara. Þetta eru hugmyndirnar um rótgróna byggð á Islandi fyrir landnám norrænna manna. Á öðrum áratug 20. aldar eru papakenningarnar orðnar það út- breiddar að Matthías Þórðarson fer á stúfana með umfangsmikla rann- sókn og skoðar fjölmarga hella í Árnes- og Rangárvallasýslum eins og áður hefur verið greint frá. Nið- urstaða hans var sú að ekkert benti til papa í manngerðu hellunum. Brynjúlfur var þá látinn en Einar hafði sannast sagna ekki mikið álit á Matthíasi sem vísindamanni. Kristinn Albertsson hefur sagt eft- irfarandi sögu sem lýsir þessu vel: „Öllum er kunnugt um hugmynd- ir Einars Benediktssonar um hell- ana á Rangárvöllum, sem hann taldi að væru gamlir, fornir mannabú- staðir og gerði sér ýmsar hugmynd- ir hveijir þar hefðu búið á forsögu- legum tíma, hvort það væru Fö.nek- íumenn eða aðrir. Honum féll illa við Matthías Þórðarson fornminja- vörð að því leyti að hann vildi ekki ganga inn á allar hugmyndir Einars um hellana og íbúa þeirra til forna, sem óyggjandi sannindi, 1. desem- ber 1931, veturinn sem Einar Bene- diktsson bjó í París með vinkonu sinni Hlín. þá komu allir ungir ís- lendingar, við vorum einir 12 eða 15, til að óska þjóðskáldinu til ham- ingju þennan þjóðhátíðardag og gerðum boð á undan okkur að við ætluðum að taka með okkur áfengi handa honum. Hlín ætlaði að und- irbúa kaffiborð um miðnættið. Við sátum þarna við langborð og Einar fyrir borðsenda í miklum hæginda- stól en á vinstri hlíð hans sat ég. Allt í einu segir Einar yfir allan Sápur eða útskot sem höggvið er í vegginn á Steinahelli undir Eyja- fjöllum. §g§gl^~^T W7 ’*Y* Hellirinn á Arnarhóli í Flóa er með stærstu hellum landsins. Hann er nú notaður sem kartöflugeymsla. mannsöfnuðinn: „Nú má ég til þeg- ar hér eru svo margir ungir Islend- ingar staddir að segja við_ ykkur nokkur orð um forsögu Islands. Mikið afskaplega er það kvalífíser- aður idiót hann Matthías fornminja- vörður.” Þá halla ég mér að Einari og segi við hann: „Heyrðu Einar getur ekki verið að það sé einhver hérna inni sem er skyldur honum.” Einari brá og þótti þetta leiðinlegt og sagði: „Heldurðu að það geti verið, er ég þá búinn að tala af mér?” Þá segi ég: „Ja, hann er nefnilega föðurbróðir minn, Matthí- as fornminjavörður.” Þá hló Einar og sagði: „Dauði og saltjökull, þá held ég að við .tölum um eitthvað annað.”” Matthíasi Þórðarsyni tókst ekki að kveða kenningar þeirra Brynj- úlfs og Einars í kútinn og alla tíð hafa verið mjög skiptar skoðanir um þetta mál. Steinahellir Steinahellir er um 1 km vestan við bæinn að Steinum undir Eyja- fjöllum, fast við þjóðveginn þar sem Holtsós teygir sig upp undir Steina- ijall. Hann er grafinn í sandstein, för eftir melgresi getur að líta í bergi. Ofan við hellinn og fyrir aust- an hann eru miklar skriður, stór- grýti og björg sem fallið hafa úr fjallinu. Skriðuhætta er mikil. Hell- irinn er vafalaust manngerður að mestu leyti. Þó getur verið að öldu- rót frá hærri sjávarstöðu hafí verið búið að hola út skúta í sandsteininn áður en mannshöndin kom til sög- unnar. Hinn víði og hái munni hell- isins líkist ekki manngerðum hellis- munna. Hellirinn er 16 m langur en hefur verið nokkru lengri því brotnað hefur framan af honum. Víða er hann 9—10 m á breidd. Steinahellir hefur gegnt fjölþættu hlutverki. Lengst af var hann Pjár- hús og heyhlaða. Jafnframt var hann þinghús um tíma og í honum voru smíðuð skip. Hellirinn var þingstaður Eyfell- inga í tæpa öld, frá 1818 til 1906. Meðan Steinahellir var notaður til þinghalds var vel um hann búið. Vandað timburþil með gluggum var þá fyrir hellismunnanum, með læstri hurð. Magnús Jónsson bóndi í Steinum lét stækka hellinn um 1890 og fékk til þess Brunna-Svein- björn Sveinsson á Rauðafelli. Sagt er að Krukkur hafí spáð því að Steinahellir myndi hrynja yfír þing- heim. Ekki fór þó svo en eitt sinn hrundi stórt stykki úr hellisloftinu og drap níu ær. Var þá sagt:.„Kom að því sem Krukkur spáði.” í alda- raðir notuðu Steinabændur helli sinn sem fjárhús. Þar er pláss fyrir um 60 kindur og hæfilegt heyrými. Á síðustu árum hefur Steinahellir verið vélageymsla. í sóknarlýsingu frá 1840 segir: „Steinahellir er einn sá nytsam- asti og merkilegasti hellir. Var þetta fjárhellir til ársins 1820, er þá fyr- ir framkvæmd þáverandi hrepps- stjóra, Magnúsar Sigurðssonar á Leirum, tekinn til þinghúss fyrir gjörvalla sveitina. Var þá byggt til með tveimur gluggum framarlega í hellismunnanum ofan frá bergi og niður til grundvallar, svo þessi hellir er sem næst og lokað hús. Lengd hellirsins er frá þili 20 al., vídd 11 al., hæð á þili 5 al., en fyrir framan þilið er forskáli nokkur 8 al. að lengd og 16 á vídd. í for- skála þessum eru skip venjulega smíðuð vegna skýlis.” Á íjárkláðaárunum síðari, vorið 1858, gerðu eyfellskir bændur upp- reisn gegn yfirvöldum sýslu og lands við Steinahelli. Þeim hafði verið skipað að baða fé sitt eins og öðrum landsmönnum. Fjárkláði heijaði þá víða um land en hafði þó ekki borist undir Eyjafjöll. Trampe stiftamtmaður ásamt sýsl- umanni Rangæinga stefndu bænd- um á fund sinn að Steinahelli og lásu þar yfir þeim tilskipun um að bða án tafar að viðlögðum refsing- um. Þegar sýslumaður gerði sig lík- legan til að skrifa upp nöfn bænda gripu þeir svipur sínar og lömdu allt í kring um sýslumann uns þeir höfðu nær hrakið hann út í Hellis- vatn. Stiftamsmanni varð ekki sel og tók aftur öll sín valdboð en bændur héldu frá Steinahelli með fullum sigri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.