Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991
FRÖNSKU
LAMPARNIR
FALLEG HÖNNUN
MARGAR OERÐIR
5
w
i
0.
le Öauphin
FRANCE
HEKLA
LAUGAVEGI 174
S 695500/695550
VÖNDUÐ JÓLAGJÖF
tískuverslun, Kringlunni, sími 33300.
Vinsœlu frotteslopparnir komnir aftur
á einstöku veröi frákr. 6.900,-
Einnig satinnáttkjólar og sloppar,
náttfót og náttserkir..
Þjóðlíf í dölum
Skagafjarðar
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Þjóðlíf og þjóðhættlr
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf.
Reykjavík 1991, 333 bls.
Guðmundur á Egilsá hefur margt
skrifað og er löngu kunnur af rit-
störfum sínum. Fimmtán bækur,
auk þeirrar sem nú birtist, eru tald-
ar í ritaskrá hans fremst í þessari
bók: unglingabækur, skáldsögur,
ævisögur, sagnaþættir og ljóð.
Engu að síður kom þessi bók all-
mjög á óvart a.m.k. þeim sem þetta
ritar. Því veldur tvennt. Annars
vegar er Guðmundur allmjög við
aldur, meira en hálfníræður (f.
1905) og á þeim aldri standa fáir
í miklum andlegum umsvifum ef
þá nokkrum. Hins vegar vekur það
furðu hversu bók þessi er mikil og
góð. Gerð hennar hefur bersýnilega
útheimt mikla vinnu og góða and-
lega burði.
Texti þessarar bókar er 280 bls.
í stóru broti. Að vísu er allmikið
af myndum.
Guðmundur segir hér frá mann-
lífi, atvinnuháttum og þjóðlífi öllu,
siðum og venjum á uppvaxtar- og
ungfullorðinsárum sínura fram und-
ir miðja þessa öld. í stærstu drátt-
um virðist mér umfjöllunin eiga við
tímann milli stríða eða 1915-40 ef
þörf er á að nefna einhver ártöl.
Þetta er tímaskeið meðan þjóðlíf,
atvinnuhættir og lífsviðhorf voru
enn í nokkuð föstum skorðum.
Ymsar breytingar urðu að vísu á
þessu tímabili en smámunir einir
voru þær í samanburði við þá um-
byltingu sem síðar varð. Þetta var
„gamla Island” sem er ekki lengur
til nema í hugum þeirra sem aldrað-
ir eru orðnir. Sjálfur náði ég í síð-
asta áratug þessa tímabils og er
því dálítið kunnugur sumu af því
sem höfundur fjallar um. Dvaldist
ég raunar um skeið ekki víðs fjarri
sögusviðinu.
Það er sitt af hverju sem auð-
kennir þessa bók og gerir hana
sérstæða og merka í mínum augum.
Eitt er að Guðmundur heldur sig
við sitt nánasta umhverfi sem hann
gjörþekkir. Til glöggvunar ókunn-
ugum skal þess getið að Egilsá er
austast í Skagafirði framanverðum
(eins og þar er sagt). Hún er ysti
bær í Norðurárdal sunnan Norður-
ár. Næstu bæir eru Flatatunga,
Borgargerði, Silfrastaðir, Fremri-
og Ytri-Kot. Þetta er ekki stórt
svæði og Guðmundur heldur sig að
mestu leyti innan þess.
Annað er að höfundur styðst alf-
arið við eigin reynslu og minningar
nema þá að hann leitar á stöku
stað til fróðra nágranna um einstök
smáatriði. Frásögn hans er því ekki
tínd saman úr bókum heldur byggð
á sjón og raun. Þetta tvennt gefur
frásögninni h'f og trúverðugleika,
því að ekki er efunarmál að minni
Guðmundar er traust og athyglis-
gáfa hans hefur verið einstaklega
næm. Sumum kann þó að þykja
umfjöllun höfundar full staðbundin,
en fyrir mér er það þó kostur. Auk
þess má ætla að víðast hvar á Mið-
Norðurlandi a.m.k. muni þjóðlíf
hafa verið með svipuðum hætti.
Þriðja sérkennið er afar mikil
nákvæmni höfundar í einstökum
greinum. Þar minnist ég sérstak-
lega ofurnákvæmrar lýsingar á skó-
gerð, sláturgerð, uppsetningu vef-
stóls, hirðingu fjár, geldingu hrút-
lamba, svo að lítið eitt af mörg sé
nefnt. Þessu er svo nákvæmlega
lýst að hvergi annars staðar hef ég
séð það svo vandlega gert. Ótal-
mörg smáatriði eru nefnd sem ég
minnist ekki hafa séð getið um á
prenti, svo sem t.a.m. „kýrkaffið”
sem kúm var gefið eftir burð.
Óvenjulegt er það í þjóðháttabók-
um að frásagnir, lýsingar og per-
sónulegar minningar um fólk séu
fléttaðar saman við lýsingu á siðum,
venjum og atvinnuháttum. Hér er
það gert á einkar skemmtilegan og
viðfelldinn hátt. Fjölmargir koma
við sögu og er allmikið sagt frá
sumum. Fyrst og fremst eru það
vitaskuld foreldrar höfundar og
annað heimilisfólk, þar næstu ná-
grannar og vinir: Einar í Flatatungu
og synir hans Þorsteinn og Oddur,
Mangi í Borgargerði, Steingrímur
og Jóhannes á Silfrastöðum, Steini
Hjálmars, Jóhann á Úlfsstöðum, Jói
á Þórleifsstöðum, Guðjón farandsali
í Sölvanesi o.fl. o.fl. Myndir af
mörgum þessara manna og hús-
freyjum þeirra (ef kvæntir voru)
fylgja einatt frásögn. Fyrir þann
sem þekkti til sumra þessara manna
(eins og ritara þessa pistils) ýmist
af afspurn eða jafnvel af eigin raun
er þetta afar notaleg lesning og
færir veruleikablæ yfir sviðið.
Loks skal nefnt það einkenni
bókar hversu ágæta vel hún er
skrifuð. Oft tekur höfundur hrífandi
fallega spretti þar sem ljóðrænt
mál leikur honum á tungu. Hreint
og ómengað norðlenskt sveitamál
eins og það verður best er honum
eðlislægt. Að því leyti er bókin góð-
gæti. Hann lætur engar tískusveifl-
ur hafa áhrif á orðafar sitt, skrifar
t.a.m. tólkur (í kk) eins og ég vand-
ist sem strákur og afréttin er að
sjálfsögðu kvenkyns. Fjöldamörg
orðatiltæki sem nú eru líklega flest-
um gleymd hrökkva honum af
tungu að því er virðist ósjálfrátt.
Textinn er því málfarslega mikil
náma og holl lesning þeim sem vilja
vanda mál sitt.
Frásögnin skiptist í þijá aðal-
kafla sem aftur greinast í marga
minni þætti. Fyrsti kaflinn er helg-
aður hausti, annar vetri og sá þriðji
og síðasti sumri. Höfundur byijar
á því að fara með lesanda sinn í
göngur og réttir, síðan hefst slát-
urtíð og allur annar undirbúningur
undir langan og dimman vetur. Síð-
an leggst veturinn yfir með gegn-
ingum, kvöldvökum, tóskap og vin-
afundum og loks kemur svo blessað
vorið o g sumarið: sauðburður,
ÚT ER komin hjá Skjaldborg hf.
bókin Betri helmingurinn og er
þetta þriðja bókin í þessum bóka-
flokki.
Sem fyrr er rætt við eiginkonur
landsþekktra manna. Allar hafa
þær frá mörgu ,að segja og ýmis-
legt hefur á daga þeirra drifið.
Guðmundur L. Friðfinnsson
ávinnsla túna, smalamennska, rún-
ingur, ullarþvottur, kaupstaðarferð
og loks heyskapur og umbúnaður
heyja. Og þá er hringnum lokað.
Næsti hringur verður með svip-
uðum hætti. Þannig líður ár eftir
ár. Litlar breytingar. Eitt árið bæt-
ist kannski við fjórtán línu olíu-
lampi, svo að birtir í baðstofunni.
Maskína kemur í stað hlóðanna og
einn daginn er kominn skolvinda
sem sendir ljúfa „orgeltóna” um
allan bæ eins og haft var eftir ein-
um bónda.
Yfir öllum þessum minningum
og frásögnum bæði af fólki og lífs-
háttum er bjarmi horfinna tíða.
Söknuður þess sem var og kemur
aldrei aftur. Kannski að einhverju
leyti rómantískar hillingar. Samt
er auðvelt fyrir mann nú við aldar-
lok að skynja hversu erfitt líf það
var sem þá var.lifað. Þrotlaust erf-
iði, fátækt mikil, vosbúð á tíðum
og kuldi og ýmislegt verður heldur
ókræsilegt í augum nútímamanns
sem vanur er hreinlæti, hlýindum,
hóflegu erfiði og umfram allt mik-
illi birtu.
Mjög mikið er af myndum í bók-
inni. Þær eru flestar frá þeim tíma
sem um er fjallað. Nokkrar eru þó
úr Glaumbæjarsafni. Margar mynd-
anna eru úr Skagafirði en aðrar
víðs vegar að af landinu. Fremur
kunni ég því illa til að byija með
en það vandist. Sjálfsagt hefur það
orðið svo að vera vegna skorts á
hæfilegum myndum úr héraði.
Vandaðar skrár eru í bókarlok:
mannanöfn, staðanöfn og atriðis-
orð. Þór Magnússon ritar lofsam-
legan formála og höfundur tileinkar
bókina látnum vini og unnanda
þjóðlegra fræða, Ásgeiri S. Björns-
syni cand. mag.
Frágangur bókjirinnar er með
hinni mestu prýði. Eiga allir að-
standendur þessa merka og fallega
rits þakkir og lof skilið. Hir.um aldr-
aða höfundi óska ég til hamingju
með unnið stórvirki.
Þær konur sem segja frá eru:
Ólöf Stella Guðmundsdóttir, eigin-
kona Róbeits Amfinnssonar leik-
ara, Sigríður Guðmunda Brynjólfs-
dóttir, eiginkona Ásgeirs Guð-
bjartssonar skipstjóra, Jóna Dóra
Karlsdóttir, eiginkona Guðmundar
Árna Stefánssonar bæjarstjóra í
Hafnarfirði, Ástríður Andersen,
eiginkona Hans G. Andersen sendi-
herra, og Matthildur Jónsdóttir, eig-
inkona séra Bolla Gústavssonar
vígslubiskups.
Skrásetjarar eru Jón Daníelsson,
Ingibjörg Daníelsdóttir, Önundur
Björnsson og Kristján Bjömsson.
Bókin er 298 blaðsíður.
r>~) Pálmaolía V
í laufabrauðs-
steikinouna
Sími/fax 612295.
STEINARÍKIÐ
• Steinvörur frá Álfasteini Opið
• Ljósastikur frá Smíðagalleríi lau’ ^1: 1°‘1
• llmker og keramik frá Glit
• Lyklahringir - eyrnalokkar - nisti - klukkur
- pennastatíf - fígúrur - úr íslenskum steinum
• Silkiskartgripir - kerti - ullarvörur - o.fl.
Steinaríkió — Hafnarstræti 3 v/Naustin, s. 22680.
Þriðja bókin um
„betri helminmim”