Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 59
Olga Guðrún Árnadóttir ■ IÐUNN hefur gefið út bókina Ævintýri á jólanótt eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Bókin er skreytt myndum eftir Hiín Gunn- arsdóttur.- í kynningu útgefanda segir: „Hér er á ferðinni ljúf og skemmtileg barnasaga sem hrífur unga lesendur inn í ævintýraheima þar sem hugurinn fær að leika sér og jólastjarnan skín skært. Það er engin venjuleg jólagjöf sem hún Anna Sóley fékk frá ömmu sinni á jólunum.” Bókin er prentuð í Prent- tækni. ■ IÐUNN hefur gefið út barna- bókina Ekki af baki dottinn eftir sænska höfundinn Ulf Stark. I kynningu útgefanda segir m.a.: „Þetta er fjörug og skemmtileg saga, prýdd fjölda teikninga,” og um efni hennar segir: „Það er nógu slæmt að vera vakinn á nóttunni af því að pabbi er hræddur um að maður sé kannski að kveikja í hús- inu. En þegar maður verður að fara í skíðagallanum í skólann á heitum, vordegi af því að þvottavélin er bil- uð er komið að því að gera eitthvað í málinu - eitthvað róttækt.” Aðal- björg Jónsdóttir þýddi og bókin er prentuð í Prenttækni. ■ SKJALDBORG hefur gefið út bókina Fleiri sögur úr sveitinni eftir Heather Amery. Teikningar eftir Stephen Cartwright. Sjöfn Ólafsdóttir þýddi. í bókinni eru sögurnar: Krulli týnist, Hungraði asninn, Leyndarmál fuglahræð- unnar og Dráttarvél í vanda. Þessar smásögur voru skrifaðar sérstaklega fyrir bytjendur í lestri. Pelé H ÚT ER komin hjá Skjaldborg bókin Pele, svarta perlan skráð af Robert L. Fish í þýðingu Ás- geirs Ingólfssonar. I kynningu útgefanda segir: „Brasilíumaðurinn Pelé er án efa einhver snjallasti knattspyrnumaður sem uppi hefur- verið og að margra áliti sá snjall- asti. Hann varð heimsmeistari 17 ára gamall með landsliði Brasilíu árið 1958 og síðan aftur árin 1962 og 1970. Pelé skoraði ríflega 1.000 mörk á löngum ferli sínum og var dáður heimshornanna á milli. í þessari bók segir hann sögu sína frá uppvexti sínum og æskuárum við kröpp kjör heima i Brasilíu, skjótum frama og frægð og öllu því sem slíku fylgir. Sá merkiðsvið burður átti sér stað í ágústlok 1991 að Pelé kom til íslands í stutta en viðburðaríka heimsókn. Af því til- efni hefur íslenskum kafla verið bætt í bókina. Höfundur hans er Víðir Sigurðsson.” MORGUNBLADID LAUGARDAtiUR-L-^állÍiBER-19frl---- ....-^l- ■ IÐUNN hefur gefið út nýja teiknimyndasögu um Gormafjöl- skylduna. Nefnist þessi nýja bók Gonnur slær í gegn og er eftir Franquin, Batem og Yann. Er þetta fimmta bókin sem út kemur í þess- um flokki. íkynningu útgefanda segir: „Gormarnir eru lífsglaðar skepnur sem ekki láta allt fyrir bijósti brenna. En þegar uppreisn er gerð' í Palombíu lenda þeir í óvæntum hremmingum. Auðvitað tekst þeim þó að snúa málum sér í hag ...” Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Iðunn hefur einnig gefið úr barnasöguna Drengurinn í tungl- inu eftir danska rithöfundinn Ib Spang Olsen. í kynningu útgef- anda segir: „Karlinn á tunglinu er forvitinn náungi. Þess vegna kallaði hann á drenginn í tunglinu og bað hann að ná fyrír sig í tunglið sem hann sá stundum niðri í vatninu á jörðinni. Hann langaði til að heilsa upp á það. Drengurinn í tunglingu lagði af stað til jarðar og lenti í ýmsum ævintýrum sem sagan segir frá.” Þórgunnur Skúladóttir þýddi. Iðunn hefur sent frá sér myndabókina Tréð hans Barba- papa og er eftir Annette Tison og Talus Taylor. í kynningu útgef- anda segir: „Allir kannast við Barbapapa og íjölskyldu hans, enda hafa þau notið mikilla vinsælda meðal íslenskra barna. Tréð hans Barbapapa er ljúf og skemmtileg saga sem segir frá því sem hægt er að fá áorkað þegar allir taka höndum saman um að leysa þau vandamál sem upp knnu að koma.” Nanna Rögnvaldsdóttir þýddi. ■ ÚT ER komið ritið íslensk tímarit í 200 ár. Skrá um íslensk blöð og tímarit frá upphafi til 1978. Höfundar eru Böðvar Kvar- an, sem um áratugaskeið lagði stund á söfnun blaða og tímarita, og Einar Sigurðsson háskólabóka- vörður. Skráin tekur til allra ís- lenskra blaða og tímarita, prentaðra og fjölritaðra, sem til hefur náðst allt frá því er fyrsta tímaritið, Is- landske Maaneds-Tidender, hóf göngu sína í Hrappsey 1773 og til ársins 1973, en það ár komu sam- tals út 400 blöð og tímarit hérlend- is. Heildarfjöldi rita í skránni er 3.187, þar af eru rúmlega 700 fjöl- rituð. Er þetta í fyrsta sinn sem heildarskrá um íslenska tímarita- útgáfu birtist á prenti. Bókin skipt- ist í tvo hluta: 1. Aðalskrá, þar sem ritin eru öll talin í einni stafrófsröð; 2. Skrá eftir útgáfustöðum, þar sem færslur eru styttri og þær flokkaðar eftir heimkynnum ritanna hverju sinni. Auk þess er inngangur, þar sem m.a. er tölulegt yfirlit yfir blaða- og tímaritaútgáfuna á um- ræddu tímabili. Þá fylgir inngangin- um einnig útdráttur á ensku. Bókin er 225 blaðsíður. Reiknistofnun Háskólans veitti aðstoð við tölvu- vinnslu, Steinholt hf. prentaði og bókbandsstofan Flatey sá um bók- band. Aðaldreifingaraðili er Þjón- ustumiðstöð bókasafna, Austur- strönd 12, Seltjarnarnesi. ■ SKJALDBORG hefur gefið út myndabókina Maðurinn sem átti að gæta hússins eftir P.Chr. As- björnsen og Moe. Bókin er teiknuð af Svend Otto S. og þýðingu ann- aðist Gissur O. Erlingsson. í kynn- ingu segir: „Einu sinni var maður sem ævinlega var geðvondur og fullur þvermóðsku. Ilonum fannst kona sína aldrei hafa nóg að gera í húsinu. Eitt kvöld á miðjum slætti kom hann heim og hafði allt á horn- um sér. „Æ, vertu nú ekki svona önugur, góði minn,” sagði konan. „Á morgun skulum við hafa verka- skipti. Eg fer út á engjar með fólk- inu og þú gætir hússins.” ■ SKJALDBORG - Ægisútgáf- an hafa gefið út. bókina GPU-fang- elsið eftir Sven Hassel í þýðingu Guðmundar Baldurssonar. Á bók- arkápu segur: „Sven Hassel er tví- mælalaust vinsælasti stríðsbóka- höfundur sem komið hefur fram á síðustu áratugum. Bækur eftir hann hafa komið út í yfir sextíu þjóðlöndum og hafa hlotið ótrúlega góða viðtökur. Þær sem liafa komið út á íslensku eru: Ilersveit hinna fordæmu, Dauðinn á skriðbeltum, Stríðsfélagar, I fremstu víglínu, Tortímið París, Monte Cassino, Barist til síðasta manns, Gestapo, SS-foringinn, Martröð undanhalds- ins, Guðir gleymdir, Herréttur, Kommissarinn og GPU-fangelsið.” M ÚT ER komin hjá Máli og menningu síðara bindi skáldsög- unnar Karamazovbræðurnir eftir rússneska rithöfundinn Fjodor Dostojevskí. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Karamazovbræðurnir er síðasta og mesta skáldsaga Dostojevskí og jafnframt eitt fræg- Dostojevskí asta skáldverk allra tíma. Sagan spinnst í kringum gamla saurlífis- segginn Fjodor Karamazov, og hina þijá skilgetnu syni hans, dýrlinginn Aljosha, svallarann Dmitri og hugs- uðinn Ivan og í bakgrunni eru aðr- ar eftirminnilegar persónur, svo sem glæfrakvendið og örlagavald- urinn Grushenka og hin hvatvísa Katerína. Þetta er saga um af- brýði, hatur og morð, en jafnframt kærleika, og í heild tekst verkið á við hinar stóru spurningar sem varða mannlega tilveru: Tilvist Guðs, mátt hins illa og möguleika kærleikans.” Ingibjörg Haralds- dóttir þýddi bókina úr rússnesku. Þetta síðara bindi sögunnar er 501 blaðsíða, prentað hjá G. Ben prent- stofu hf. Robert Guillemette gerði kápumynd. Opið á laugardögum fram til jóla frá kl. 10 til 16 Jólaglögg - piparkökur Kaffi - meðlæti munXlAn = w Jóhann Ólafsson & Co Næg SUNDAHOHCilt • 104 HKYKJAVlK • SlMlhKH SSK bílastæði Verslun meó stíl!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.