Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 21
MORGU.NBLADU) LAUGARQAGUR 7, DESEMBER 1991 Hef leikið öll hlutverkin Súsanna Svavarsdóttir Morgunbiaðið/RAX - segir Súsanna Svavarsdóttir, sem sendir frá sér sína fyrstu skáld- sögu, „I miðjum draumi” „Ég er dálítil Hanna í mér. Þess vegna er hún aðalpersón- an í sögunni, - þessi stjórn- sama, duglega Hanna,” segir Súsanna Svavarsdóttir, blaða- maður og leiklistar- og bók- menntagagnrýnandi Morgun- blaðsins, en hún hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu, „í miðjum draumi”, sem bókafor- lagið Iðunn gefur út. „Upphaf þessarar sögu má rekja til þess að ég.fór í ferð til Banda- ríkjanna í febrúar 1990, til að heimsækja móður mína og mann- inn hennar,” sagði Súsanna þegar hún var spurð um tilurð skáldsög- unnar.„Við fórum niður alla vest- urströndina, frá Seattle til San Diego, og á leiðinni var auðvitað margt að skoða og farið í ýmsa króka út úr alfaraleið, en mömmu og manninum hennar kom aldrei saman um hvaða leið skyldi farin. Af þessum sökum var andrúms- loftið í bílnum stundum við frost- mark og til að þíða það fór ég að segja þeim sögur frá Keflavík. Frásögnin vatt upp á sig og varð að skáldsögunni sem nú er komin út á bók. Þegar ég kom heim ætlaði ég reyndar að skrifa aðra sögu, en þetta efni leitaði sífellt sterkar á mig og náði að lokum yfirhönd- inni og um sumarið lauk ég við frumgerðina. Ég var hins vegar óánægð með tóninn í henni. Mér þótti að vísu margt í henni snið- ugt og fyndið, en það var eitthvað sem pirraði mig. Ég uppgötvaði ekki fyrr en ég fór að skrifa við- talsbókina hvað það var: Sagan er byggð á hlutverkum sem leikin eru í hverri ijölskyldu og ég var alltaf að leggja dóm á hvert hlut- verk fyrir sig, hver væru jákvæð og hver neikvæð. Ég endurskrif- aði því söguna með það að leiðar- ljósi að taka ekki afstöðu til hlut- verkanna og leyfa fólkinu bara að fríka út og gera sín glappa- skot án þess að vera sjálf að leggja siðferðilegt mat á hvort það væri rétt eða rangt. Þá loksins fannst mér hinn rétti tónn koma fram, þegar aumingja fólkið, í þessari stóru fjölskyldu, fékk að vera í friði fyrir mér.” - Þetta er stór ijölskylda og þama koma vissulega við sögu margar litríkar manngerðir. Eru ákveðnar fyrirmyndir að öllu þessu fólki? „Já, þær eru allar í mér sjálfri. Þessar manngerðir eru mótaðar úr þáttum í mínum eigin persónu- leika. Ég hef leikið öll hlutverkin: Hönnu, sem stjórnar heimilinu. Adda, sem reynir að þóknast konu sinni í hvívetna. Láru, sem heldur að hún viti allt betur en allir aðr- ir. Völu, sem er með sjálfa sig á heilanum. Berglindi, sem gengur illa í samskiptum sínum við karl- menn. Birnu, sem er hin undir- gefna húsmóðir. Leif, sem finnst svo sjálfsagt að öllum þyki vænt um hann. Trausta, sem reynir að rjúfa samband sitt við fjölskyld- una af því hann nær ekki til henn- ar og svo tvíburanna Gunnars og Gunnsteins sem telja sig yfir umhverfið hafna. Þessi hlutverk eru leikin í öllum fjölskyldum og þessir þættir blunda í öllum einstaklingum. En í raun og veru er samfélagið svo fullt af einhveijum normum og viðmiðunum að við getum aldrei leyft þessum þáttum að njóta sín. Við erum alltaf að streða við að vera einhver ákveðin manngerð og það er svo erfitt að sumir slig- ast undan því. Á undanförnum árum hef ég verið að reyna að bijótast út úr þessu normi og hef fengið mikið út úr því að veita hinum ýmsu þáttum persónuleika míns útrás. Kannski var einn lið- urinn í því að skrifa þessa bók. Nú orðið veit ég aldrei hver ég er þegar ég vakna á morgnana. Það er ekki fyrr en ég lit í fata- skápinn og sé í hveiju ég ætla að vera þann daginn, að ég veit. það, og það getur þess vegna verið hippi eða hefðarmær og allt þar á milli. Hið sama gildir um persónu- leikann. Ég get verið gribba og ég get verið afskaplega blíð og góð. Ég get verið virðuleg og líka algert villidýr. Aðalatriðið er að viðurkenna alla þessa þætti i sjálf- um sér og leyfa þeim að njóta sín þegar það á við, þó að það komi manni í klípu einstöku sinnum.” Enginn boðskapur Súsanna neitar því að sögu- þráðurinn styðjist við raunveru- lega atburði, en hann eigi sér þó samsvörun í lífi flestra einstakl- inga og að svona hlutir gerist i flestum venjulegum fjölskyldum: „ Aðalpersónan, Hanna, fer alltaf eftir reglum og normum samfélagsins. Hún gerir það sem henni ber að gera, sem samfélag- ið hefur innprentað henni að sé rétt. Hún hefur aldrei staldrað við til að spyija sig spurninga og hún hefur aldrei hlustað í raun og veru. Hún hefur alltaf haft svo mikið að gera að hún hefur aldrei haft tíma til að hlusta á börnin sín, - hvað þá manninn sinn. Hún hefur ekki einu sinni hugmynd um hvað hann elskar hana mikið. Svo allt í einu áttar hún sig á því, að þó hlutirnir í hennar fjöl- skyldu séu eins og víðast hvar annars staðar, að þá er það ekki endilega þannig sem hún sjálf vill hafa það. Svo þegar hún vill fara að breyta hlutunum þá gerir hún þau reginmistök að reyna að breyta öllum hinum, en ekki sjálfri sér.” - Nú er frásögnin víða bráð- skemmtileg og fyndin. Er það aðferð til að koma alvarlegri boð- skap til skila? „Nei, ég er í rauninni ekki að segja neitt sérstakt með þessari sögu. Einn þátturinn í mér er trúð- urinn, sem vill alltaf vera að skemmta öðrum og það er kannski aðaltilgangurinn með þessari sögu. Fyrir mér er þetta bara skemmtisaga. Þegar ég var að skrifa hana vissi ég ekki hvort hún yrði nokkurn tíma gefin út. En hún er skrifuð á dálítið erfiðum tíma í mínu lífi og ég skrifaði hana í og með til að skemmta sjálfri mér. í raun og veru var ég að búa til skemmtilega fjölskyldu handa sjálfri mér, og mér fannst ofsalega gaman að búa með þessu fólki. Og innst inni langaði mig aldrei til að klára bókina því ég vildi ekki skilja við fjölskylduna, - vildi bara hafa hana áfram í tölvunni hjá mér.” Lífið er það sem við segjum ekki frá í sögunni er brugðið upp mein- fyndnum mannlýsingurri, og spaugilegum atvikum, þótt greina megi einnig alvarlegri undirtón. Sjálf segir Súsanna að ekkert í söguþræðinum sé svo ótrúlegt að það geti ekki komið fyrir í venju- legri fjölskyldu: „En þessi „íroníska” frásögn und- irstrikar að þetta er kannski öðru- vísi en normin gera ráð fyrir. Það eru allir voðalega staðlaðir á yfir- borðinu, eins og gerist og gengur almennt í samfélaginu. En þessi fjölskylda gerir hluti sem enginn myndi segja frá í glansmyndavið- tali. Við höldum alltaf að glans- myndaviðtölin séu lífið og allir séu að segja satt í þessum „opinskáu og hreinskilnu viðtölum”. En það eru bara allir að ljúga, því lífið er öðruvísi. Lífið er allt það sem við segjum ekki frá. En fjölskyld- an í Keflavík kemst ekkert upp með það í þessari bók.” - _Af hveiju Keflavík? „Ég er alin upp í Keflavík og ef maður vill skrifa um lifandi fólk í samfélaginu þá verðut' að velja stað þar sem maður þekkir vel til. Andrúmsloftið .í bæjarfé- laginu er sterkur þáttur í umgjörð sögunnar og ef einhver staður á landinu er skáldsagnaheimur þá er það Keflavík.” Sv.G. Fuglabækur fyrir börn Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Höfundur: Guðmundur P. Olafs- son. Mál og menning 1991. Skortur hefur verið á aðgengileg- um fræðibókum fyrir íslensk börn einkum bókum sem ijalla um ísland og íslensk málefni. Má færa að því rök að þessi skortur hafi staðið þróun skólasafna fyrir þrifum og þá um leið þeirri upplýsingakennslu sem þeim á að fylgja. Erlendis þar sem bókaútgáfa er meiri er hægt að þjálfa nemendur í að afla sér upplýsinga við sitt hæfi og kenna þeim strax á unga aldri að fletta upp í handbókum og jafnvel tölvu- færum gagnasöfnum. Þetta hafa íslenskir skólar ekki getað gert vegna skorts á hentugum gögnum. Eigi bækur að nýtast vel sem fræðibækur verður framsetningin að vera þannig að auðvelt sé að finna einstök þekkingarkorn, auk þess að myndir og texti þurfa að haldast í hendur. Þaö sem texti getur ekki skýrt fyllilega er bætt úr með myndum. í öllum alvöru handbókum eru atriðisorðaskrár svo sjá megi í sjónhendingu hvort ritið geymir það sem leitað er að. Því nefni ég þetta að nýlega kom út hjá Máli og menningu tvær mjög fallegar bækur um íslenska fugla í ritröð sem hefur hlotið nafnið „Milli himins og jarðar”. Bækurnar eru eftir Guðmund P. Ólafsson og hefur hann tekið flestar myndirnar. Þrátt fyrir það að bækurnar séu einstak- lega fallegar og mýndirnar skýrar eru bækurnar að mínu mati ónot- hæfar sem fræðibækur eða handbækur í skólastarfi. Fyrir utan gullfallega ljósmynd eru nánast engar upplýsingar um hvern fugl annað en stærðin sem miðuð er við stæi'ð kattar. Þessi viðmiðun er þó ekki nákvæm því stundum eru fugl- arnir sýndir með þanda vængi og sýnast þá stærri í samanburði við köttinn en aðrar jafnstórir fuglar sem sýndir eru standandi. Fuglunum er raðað í stafrófsröð en engar tilvísanir eru notaðar, svo sem frá heitinu SVANUR að upp- flettiorðinu ÁLFT og ekki er nein atriðisorðaskrá sem segir til dæmis í hvoru bindinu fuglinn er. Hverjum fugli er lýst með um það bil þrem orðum svo sem „fremur sjaldgæfur fugl”, eða „svæðisbundinn stað- fugl”. Síðan er reynt að líkja eftir hljóðum fuglsins til dæmis á þennan hátt: Eettsj! Eettsj! ... Sskapí! Sskapí! .. Tsjikk-tsjakk-tsjikk- tsjakk ... Karíjúkk-karíjúkk karíjúkk ... Ef einhver skyldi furða sig á þessu er hér verið að líkja eftir hljóðum hrossagauks. Báðar bækurnar eru í sama stfl án titilsíðu og blaðsíðutals, og jafn- vel innan á kápu eru myndir. Áftan á kápu er sagt að bækurnar eigi auðvelda börnum að kynnast ís- lenskum fuglum og umhverfi þeirra. Ég leyfi mér þó að draga í efa að þessar bækur komi að miklu gagni við að fræða börn um fugla. Alger- lega vantar að segja frá hverjum fugli, hvar líklegast sé að finna hann og annað sem gæti verulega Guðmundur P. Ólafsson frætt lesendur. Og jafnvel þótt þekkja megi einhvern fugl af mynd- unum eru menn engu nær - aðeins að fuglinn segir Pfítt-pfltt-pfítt, eða eitthvað því um líkt. Hér hefur verið lagt í útgáfu vandaðra mydnabóka af dýrustu gerð. Hráefnið - myndirnar - er til staðar til að vinna frábærar handbækur sem mikil þörf er fyrir. En af hveiju var ekki bætt við texta sem gæti frætt börnin um fuglana? Mér finnst það gagnslítil fuglabók sem ekki segir svo mikið sem hvar • þeir verpa, á hverju þeir lifa eða hvernig eggin eru á litinn. 21 ■ SKJALDBORG hefur gefið út bókina Hrói höttur - prins þjóf- anna í þýðingu Gísla Ásmundsson- ar. í kynningu útgefanda segir: „í þessari bók er að fínna söguna af skógarmanninum Hróa hetti og fé- lögum hans. Þessi saga, sem gerðist að mestu leyti í Skírisskógi er fyrir löngu þekkt um allan heim. Ungir les- endur hafa lesið söguna með kke Nielsen anægju og hun oftar en ekki orðið þeim minnisstæð alla ævi. Hrói höttur barðist alla tíð við óréttlát yfirvöld. Tók af þeim ríku og færði þeim fátæku. Hann var hetja fátæklinganna og gleym- ist aldrei meðan bækur eru lesnar og ungur lesendur kynnast ævintýr- um hans.” Skjaldborg hefur einnig sent frá sér bækurnar Fríða fram- hleypna á fullri ferð og Fríða framhleypnari eftir Lykke Niel- sen. Bækurnar eru myndskreyttar af Kirsten Hoffmann. Þetta er 4. og 5. bókin um Fríðu en fyrsta bókin kom út á íslensku árið 1984. Á bókakápu segir: „Fríða fram- hleypna og freknótta hefur lent í nýjum ævintýrum. Enn hefur hún þann hæfileika að koma sér í ótrú- leg vandræði og bjarga sér út úr þeim. Að þessu sinni er bókin sam- sett úr fjórtán spennandi og sjálf- stæðum köflum.” Tilvalin jólagjöf frá Kaliforníu. Margar gerðir. Verð: 6.500,-, 12.000,- og 14.000,-. úr eikar- eða rauðviðarrót. Gler- eða viðarplata. Armúla 8, símar 812275 og 685375.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.