Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 58
M0KGU.NBI.AU1D LAUGAKPAGL'K 7. DESEMBEfi 1991 58 Afmæliskveðja: Kristín Halldórsdóttir frá Magnússkógum Níræð er í dag heiðurskonan Kristín Halldórsdóttir, Álfalandi 7, Reykjavík, áður til heimilis að Flóka- götu 27. Sá sem ekki veit fæðingarár Kristínar samkvæmt kirkjubókum gæti vart trúað að þar færi níræð kona, svo ungleg er hún og kvik í hreyfíngum. Mild reisn og öguð framkoma einkennir allt daglegt fas Kristínar. Hún er alltaf vel klædd með sjálf- liðað, fallegt hár, sem fyrst á allra síðustu árum er svolítið tekið að grána. Kristín fylgist grannt með málefnum líðandi stundar, hlustar á útvarp, horfir á sjónvarp, les blöð og bækur og hefur sjálfstæðar skoðanir á málunum, þó að hún flíki þeim lítt. En fyrst og fremst er Krist- ín óvenju mikil og myndarleg hús- móðir á sínu fallega heimili. Hún er sívinnandi, ákaflega vel- virk, hugsar um sig sjálf og tekur á móti gestum og gangandi með ilm- andi kaffi og góðu meðlæti. Kristín er dóttir hjónanna Ingi- bjargar Sigríðar Jensdóttur og Hall- dórs Guðmundssonar, bónda í Magn- ússkógum, Hvammssveit í Dala- sýslu. Þeim hjónum Ingibjörgu og Hall- dóri fæddust 14 börn og komust 10 þeirra til fullorðinSára. Kristín var næstelst sinna systk- ina og hefur hún því snemma lært að taka til hendinni við hin margvís- legustu störf, sem til féllu á stóru og umsvifamiklu sveitaheimili,- Eftir að Kristín giftist og stofnaði sitt eigið heimili í Reykjavík með Guð- jóni Kristjánssyni, sjómanni frá Isafírði, varð heimli þeirra mið- punktur fjölskyldunnar, þar sem tek- ið var á móti öllum til lengri eða skemmri dvalar með gestrisni og hlýhug. Kristínu kynntist ég í upphafi vega, þegar leiðir mínar og næst- yngstu systur hennar, Jensínu, lágu saman hér í Reykjavík, er við stund- uðum nám í Húsmæðrakennaraskóla Islands. Mér er það 'eftirminnilegt, þegar ég kom í heimsókn til Kristín- ar og Guðjóns í fyrsta sinn, hve vel þau tóku á móti mér ásamt börnum sínum tveim, þeim Hólmfríði og Ingva, sem þá voru bæði innan við fermingaraldur, óvenju falleg og eiskuleg börn. Þegar við fyrstu kynni myndaðist vinátta, sem engan skugga hefur borið á, í yfir 40 ár. Að námi loknu réðumst við Jens- ína að Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni, hún skólastjóri og ég kennari. í upphafí réðum við okkur aðeins ,til eins skólaárs, en þau urðu tæp 30 og nokkrum árum betur hjá Jensínu, og er það að sjálf- sögðu saga út af fyrir sig. En á Laugarvatnsárunum átti ég eftir að kynnast ættmennum Jensínu, foreld- rum hennar, sem voru með göfug- mannlegustu öldungum, sem ég hefí kynnst, systkinum hennar öllum, mökum þeirra, börnum og barna- bömum. Bæði var að skyldmenni Jensínu komu í heimsókn að Laugarvatni, og ég naut þeirra fríðinda að fara í heimsóknir til þeirra með Jensínu, bæði til Reykjavíkur og um dreifðar byggðir Dalasýslu. Hjá þessu sómafólki kynntist ég, sem alist hafði upp í litlu og af- skekktu eyjasamfélagi, gamalgró- inni rammíslenskri sveitamenningu á samvirku stórheimili, þar sem allt er að daglegu lífsviðurværi laut, jafnt utan húss sem innan var hand- unnið við frumstæð skilyrði, eins og þá tíðkaðist, og samstillt orka allra var lögð í að geta búið sjálfstætt að sínu, bæði til fæðis og skæða. Þannig ólst Kristín Halldórsdóttir upp með samheldinni stórfjölskyldu og áfram hefur hún, eins og Magn- ússkógasystkinin öll, borið áfram menningararfinn til niðja sinna, því að frá þeim er kominn stór ættbogi dugnaðar- og framkvæmdafólks, sem ber uppruna sínum fagurt vitni. Ekki hefur Kristín farið varhluta af sorg og mótlæti í lífínu. Hún varð fyrir þeirri þungbæru reynslu að missa tvö börn sín, tæplega tveggja ára tvíbura, með aðeins þriggja daga millibili, og sinn góða mann missti hún, þegar þau hjónin bæði voru ennþá á góðum aldri, árið 1967. Síðan þá hefur Kristín búið ein, núna síðustu árin að Álfalandi 7, eins og áður er sagt, en þar býr hún í næsta nágrenni við börnin sín, Fríðu og Ingva og þeirra maka, Böðvar og Þóru. Öll hjálpast þau að ásamt fleirum nánum ættingjum og tengdafólki að gera Kristínu lífíð eins gott og tilbreytingarríkt og nokkur kostur er á. Þá hefur Kristín ómælda gleði af barnabörnum sínum og barnabamabörnum. Tók hún sér núna síðast fyrir einu ári ferð á hendur til Danmerkur, alla leið til Vejle til að heimsækja Sigríði, dótturdóttur sína, Harald, mann hennar og börnin þeirra þijú, enda er Kristín með afbrigðum barn- góð og hænast því börn mjög að henni. Kristín er félagslynd kona og læt- ur sig aldrei vanta á fjölskylduhátíð- ir við hin ýmsu tækifæri, enda er hún alls staðar mikill aufúsugestur. Kristín tekur oft í spil, bæði í heima- húsum og hjá félagasamtökum aldr- aðra og til þessa hefur hún ógjarnan látið sig vanta á árshátíðir í Breið- fírðingafélaginu og á það ennþá til að skella sér í létta sveiflu á dans- gólfínu, sem ung stúlka væri. Þrátt fyrir háan aldur er Kristín enn vinnusöm sem ætíð fyrr, og lét hún sig ekki muna um að taka 5 slátur núna í haust, eins og venju- lega, enda nýtur hún þess að fá fólk- ið sitt í heimsókn og kann því þá betur en ekki að eiga nóg til að skammta. Þegar ég lít til baka um farinn veg, fínn ég til þess með miklu þakk- læti hve mikils ég hefí notið í sam- skiptum mínum við Magnússkóga- systkinin, maka þeirra og niðja, sem ég nú á merkum tímamótum, níræð- isafmæli Kristínar Halldórsdóttur, þakka af heilum hug. Nú fer í hönd svartasta skamm- degi ársins, en jafnframt sá tími, sem blessuð jólaljósin eru tendruð og lýsa upp „niðamyrkrið nætur svarta”. Ég bið himinsins Guð um að geislar jólastjömunnar í Betlehem megi varpa birtu á ævidaga Kristín- ar Halldórsdóttur og hennar fólks um ókomna tíð. Afmælisbarninu óskum við Egill hjartanlega til hamingju með dag- inn. Gerður H. Jóhannsdóttir Níutíu ára er í dag, 7. desember, föðursystir mín Kristín Halldórsdótt- ir frá Magnússkógum í Dölum, dótt- ir Halldórs Guðmundssonar og Ingi- bjargar Jensdóttur er þar bjuggu meira en hálfa öld mjög farsælu búi og áttu saman fjórtán börn og ólu þar að auki upp eitt fósturbam. í Hvammssveit, aðallandnámi Auðar djúpúðgu, hefír ætíð ríkt rótgróin bændamenning sem uppi stóð af fjöl- skyldubúskap og samhjálp milli ná- granna. Þar lifði enginn um efni fram og hvers konar óráðsía og óregla var nær óþekkt fyrirbrigði. Þannig var lífið í Magnússkógum, allir unnu sín störf með gleði og fólki og fénaði var sýnd vinsemd og virðing. Þar datt engum í hug að lifa um efni fram og hver og einn sneið sér stakk eftir vexti. Með góða verkmennt í búshaldi fór Kristín ung til Reykjavíkur og lærði þar fata- saum, bjó í mjög lítilli íbúð með elstu systur sinni. Þær eignuðust víst báð- ar sjómenn en bjuggu þó saman í litlu íbúðinni þar til börnin voru orð- in samtals sjö. Þá keyptu þau hjónin Kristín og Guðjón sér fallega íbúð við Miklatún og bjuggu þar meðan bæði lifðu, með börnum sínum, þar til börnin giftust og stofnuðu eigið heimili. Kristín og Guðjón fluttu með sér til Reykjavíkur hinn foma bændasið að taka vel á móti gestum og þótt þau byggju lengi þröngt var með ólíkindum hve lítið pláss varð stórt, þegar gesti bar að garði. Þessvegna varð heimili Kristínar samastaður allrar íjölskyldunnar þegar hún þurfti að erinda til Reykjavíkur. Þannig er mín fyrsta minning um Kristínu, er ég tólf ára fór til Reykja- víkur með föður mínum, til að kaupa mér harmónikku. Þá var gist hjá Kristínu annað var ekki til umræðu en þannig er það með Kristínu að hægri höndin má ekki vita hvað sú vinstri gjörir og því munu störf henn- ar liggja í þagnargildi. Þó mun líf hennar hafa haft gott fordæmisgildi fyrir alla er hafa kynnst henni. Þó er ég þess fullviss að ég get með sanni fyrir hönd allra vina og ættingja óskað henni langra og góðra lífdaga. Halldór frændi Hún elsku besta amma mín er níræð í dag. Ég tel mig vera lánsöm- ustu manneskju í heimi að hafa þekkt hana og umgengist í þau 22 ár sem ég hef lifað. Við amma höfum alltaf náð vel ■ BÓKAÚTGÁFANHi\áur hefur gefíð út bókina Karina eftir Ib. H. Cavling. í kynningu útgefanda seg- ir: „Fáir höfundar ásta- og spennu- sagna njóta hérlendis vinsælda í lík- ingu við Ib. H. Cavling. Á heimili auðugs bankastjóra í Sviss lendir hin 16 ára gamla danska fegurðar- dís, Karina, í ótrúlegum ævintýrum ásta- og hneykslismála. Bók þrungin spennu frá fyrstu til síðustu blaðsíðu.” Bókin er 184 bls. Agatha Christie ■ SKJALDBORG hefur gefið út bókina Innsigli dauðans eftir Agöt- hu Christie í þýðingu Magnúsar Kristinssonar. Á bókakápu segir um söguefnið: „Við ætlum að setja upp morðingjaleit, útskýrði frú Oli- ver fyrir Hercule Poirot. Hvers kon- ar leikur er það?, spurði sá frægi leynilögreglumaður. Hver þátttak- andi fær röð af vísbendingum sem vísa á líkið. Sá sem giskar rétt á morðingjann sigrar og þú átt að afhenda verðlaunin, monsieur Poir- ot. Og hver á vera líkið? spurðu Poirot. Komdu ég ætla að kynna þig. Þegar Poirot kom inn sá hann stúlkuna liggja hreyfingarlausa eins og slytti á gólfinu. Hún Marlene er alveg listaleikkona hrópaði frú Oli- ver. Hugsa sér hvað hún leikur sann- færandi lík. Einum of sannfærandi sagði Poirot um leið og hann lyfír undir höfðuð stúlkunnar. Hún er dáin. Það eru innan við fimmtán mínútur síðan einhver hefur myrt hana.” ■ SKJALDBORG hefur gefið út tvær bækur um ævintýrin í Kanínu- garði eftir Geneviéve Huriet og Loic Jouannigot. Bækurnar heita Listdansinn í Kanínugarði og Grænmetisrækt í Kanínugarði. Gissur O. Erlingsson þýddi bæk- urnar. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Það er alltaf fjörugt í Kanínu- garði. Kanínufjölskyldan, Pattipabbi og Sína frænka, en hún sér um heim- ilið eftir fráfall móður þeirra, og börnin Rósa, Píra, Hrappur, Sveppur og sá yngsti Fífill sem vill vera eins duglegur og hin eldri. Pattipabbi hvetur börnin sín til þess að rækta.” ■ BÓKAÚTGÁFANHildur hefur gefíð út bókina Grænjendingarnir - Gunnars saga Ásgeirssonar 1350-1420 eftir Jane Smiley. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Þetta er söguleg skáldsaga sem gerist á Grænlandi á tímum norr- ænna manna þar. Höfundur tileinkar sér afar vel viðhorf, frásagnarhátt og hefðir fornra hetju- og íslending- asagna, en fyrst og fremst er þetta vel sögð saga af venjulegu fólki, öríögum þess, ástum og sorgum. Um leið er þetta- saga af lifnað- arháttum, venjum og störfum fólks úr fjarlægri fortíð, lifnaðarháttum forfeðra okkar og nánustu ættingja þeirra í norðuhöfum. Höfundurinn Jane Smiley, er bandarísk og dvaldi hér á landi við nám í Háskóla ís- lands.” Þýðandi bókarinnar er Sig- urlina Davíðsdóttir. Bókin er 580 bls. Maya Angelou ■ ÚT ER komin hjá Skjalborg bókin Guðbörii þurfa gönguskó og er það fimmta bindi sjálfsævisögu blökkukonunnar Maya Angelou er fæddist í Bandaríkjunum árið 1928. í kynningu útgefanda segir m.a.: „í bókinni Guðsbörn þrufa gönguskó segir hún frá þeirri ákvörðun sinni að fara til Ghana í Afríku, sem hún taldi að hlyti að vera hið fyrirheitna land sérhvers afkomanda þeirra svertingja sem höfðu verið fluttir nauðugir til Bandaríkjanna á tímum svartrar þrælasölu. Hún leiðir les- andann inn í hinn sérstaka heim daglegs líf í Afríku, heita goluna, siðvenjur og samskipti, söng- og dansgleði fólksins, alls ólíkt því sem tíðkast í vestrænum heimi.” Mary Higgins Clark ■ SKJALDBORG hefur gefíð út, bókina Meðan heilladísin sefur eft- ir Mary Higgins Clark í þýðingu Jóns Daníelssonar. Á bókarkápu stendur: „Ethel Lambston, slúður- dálkahöfundur sem margir þekkja en fáir elska, hverfur skyndilega. Neeve Kearny, eigandi glæsilegrar fataverslunar, fær áhuga á málinu. Ethel var viðskiptavinur hennar. Áhugi Neeve á þessu einkennilega máli verður til þess að hún er sjálf í lífshættu. Hún gerir sér ekki grein fyrir að morðinginn er nær henni en hana grunar...” saman, enda hefur aldursmunurinn ekki hijáð okkur það mikið. Amma hefur alltaf hagað sér eins og ung- lamb og er því ekki nema von að maður gapi yfir aldrinum þegar hún er bæði svona hress og ungleg. Já, já, amma lætur ekkert aftra sér að standa uppi á stól og þrífa glugga eða standa uppi á borði og þrífa skápa. Já, hún gerir ótrúlegustu hluti og tekur jafnvel háhæluðu skóna ekki af sér á meðan. Hún er fær í flestan sjó. Þegar amma bjó á Flókagötunni svaf ég stundum hjá henni og ég veit ekki hvað ég var orðin gömul- þegar ég var enn að troða mér í barnarúmið sem mamma hafði sofíð í. Hvergi hef ég sofíð eins vel og þar, enda stjanaði amma við mig eins og ég væri prinsessa. Ég hugsa oft hvað amma er búin að upplifa mikið, að hafa búið í torfbæ með moldargólfi og búa nú í fjölbýlishúsi með parketi og fín- eríi. Það sést líka á öllu sem amma gerir hversu ótrúlega nýtin hún er á alla hluti, ekkert fer til spillis. Ég hef til dæmis aldrei getað skilið hvernig amma fer að því að eiga nælonsokkabuxur í marga mánuði án þess að gera gat á þær á meðan ég eyðilegg einar á kvöldi. Annars er amma með smá fatadellu þó svo hún mundi aldrei viðurkenna það. Það sést bara á henni, hún er alltaf svo fallega og snyrtilega klædd. Alltaf eins og skvísa frá toppi til táar. Amma hefur alltaf verið mikil spilakona og höfum við Jensa frænka spilað ansi oft tijámann við hana. Sérstaklega spiluðum við mik- ið þegar Jensa bjó á Laugarvatni, þá var spilað frá morgni til kvölds og hlegið mikið. Það er ekki nema von að ég sé svona mikill spilafíkill eftir að hafa verið með ömmu og Jensu. Ef þær tvær hefðu einhvem tímann kynnst Las Vegas væru þær eflaust þar enn í dag. Nei, nei, þetta er 'nú létt grín. En mikið sakna ég þess að geta ekki spilað við þær, sérstaklega þegar jólin eru að koma. Elsku besta arama, ég gæti létti- lega skrifað margar blaðsíður um þig og allt af hinu góða. Mér fínnst þú æðisleg og ég bara vona að ég hafi erft eitthvað frá þér og verði eins hugguleg og sæt og þú þegar ég eldist. Ég sakna þín, elsku amma, mjög mikið, en ég veit að við sjáumst aftur næsta sumar og ef ég þekki þig rétt munt þú luma á einni mar- enstertu í frystikistunni og þá skul- um við halda upp á afmælið þitt aftur. Ástarkveðja og þúsund kossar. Jensína Kristín Böðvarsdóttir, San José, Kaliforniu. Kjartan Ólafsson ■ SKJALDBORG hefur gefið út bókina Sól í fullu suðri eftir Kjart- an Ólafsson. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Þegar bókin kom út á sínum tíma seldist hún upp á þrem- ur vikum og hefur síðan verið ófá- anleg. Bókin hefur verið endurskoð- uð eða réttara sagt endursköpuð af höfundi og ný bók hefur þannig að dtjúgum hluta litið dagsins ljós. Höfundurinn Kjartan Ólafsson er einn allra víðförlasti íslendingur sem nú er uppi. Hann hefur dvalist í öllum heimsálfum meðal hinna fjarlægustu þjóða. Kynnst þeirra menningu og lífsvenjum. Auk þess hefur Kjartan næmt auga fyrir náttúrufegurð og dýralífi sem gerir bókina enn skemmtilegri til lestr- ar.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.