Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAÚGARDAGÚR 7. DESEMBER 1991 Sýning á ljóðum List og hðnnun Bragi Asgeirsson Ein er sú nýjung á Kjarvals- stöðum sem marga hefur glatt, og það eru sýningar þær í ljóðum í eystri gangi, sem byrjuðu með Jóni úr Vör. Þetta er ekki aðeins skemmti- leg tilbreyting og upplífgandi viðbót á staðnum, heldur á fram- kvæmdin fullan rétt á sér í hús- inu. Fyrir hið fyrsta er mrgt skylt með uppsetningu ljóðs og myndverks, því að það hefur sína mörkuðu byggingu og hrynjandi í línuskipan, og þá er leikur að orðum og störfum í sjálfu sér einnig myndræn athöfn, svo sem menn hljóta að hafa orðið varir við í núlistum á myndlistarvett- vangi. Þá hafa ljóð ákveðið flæði, sum eru mjúk og ávö! en önnur hörð og miskunnarlaus, þar sem allt orðskrúð og allri óþarfa orðg- nótt og málamiðlunum er varpað fyrir róða. Það má alveg halda því fram að andstæðurnar „geometria — informel”, eða formleg — óform- leg tjáning, eigi jafnt við í ljóðl- ist og myndlist, og hvað ritlistina áhrærir eru einkenni sumra rit- höfunda kliðmjúkt og tært mál, sem eins og streymir fram, líkt og kristalstær bergvatnsá, langt ofan úr fjöllunum, svo sem sjá Stefan Zweig, en aðra einkennir hart, kantað og meitlað mál og kemur þá strax upp í hugann Marcel Proust. Sá sem hefur reikað um Pére Lachaise kirkjugarðinn í París, hefur vafalítið rekist á leiði Pro- ust, sem er flatur svartur, kaldur og gijótharður marmari og eitt- hvað svo miskunnarlaus og óbif- anlegur í hinu ferhyrnda aflanga flatarmálsformi sínu. Það hefur og verið sagt, að leiðið minni á skáldskap listamannsins, sem var meitlaður og harður og hafði yfir sér svip meinlætis? En það var öðru fremur áskapað mein- læti en sjálfviljugt, sem rekja mátti til illkynjaðs ofnæmissjúk- dóms, og svo gekk hann einnig hin síðustu ár Sín með annan sjúkdóm, er nefnist víst „afasía”, sem skilgreinir skort á orðminni, er gerði það að verkum að hann var þrisvar sinnum lengur en aðrir að hamra saman eitt orð og eina setningu, en þegar það hafði tekist var hún þrisvar sinn- um betur rituð en flest annað á franskri tungu í samtímanum! Minnir þetta annars ekki dálít- ið á höggmyndlist? Ofanskráð vona ég að bregði upp ljósi á skyldleika myndlistar og ritaðs máls, hvorutveggja í bundnu sem óbundnu máli, er hér má einnig nálgast skyldleik- ann frá öðrum hliðum og njóta þá tilstyrk heimspeki og goða- fræði, en það læt ég öðrum um, enda er það ekki minn heimavöll- ur. — Það eru ljóð Þóraríns Eld- járns, sem nú og fram til 8. desember prýða eystri gang Kjarvalsstaða og eru tilefni þess- ara útlistana. Þetta eru viturlegt framhald, því að þeir báðir Jón úr Vör og Þórarinn eru orðhagir menn en um leið sleppir öllum skyldleika, því að þegar Jón er alvörugefið, hjartprútt skáld al- þýðunnar, einkennir Þórarinn eins konar glaðhlakkaleg hæðni Þórarinn Eldjárn og óvænt kímni með ádeilubroddi í bland. Uppsetning ljóðanna hefur tekist ve! og jafnvel betur en fyrra skiptið, því nú er kominn nokkur reynsla af framkvæmd- inni, þannig að skoðandinn á hægara með að nálgast ljóð Þór- arins. Hér er að mínu viti á ferð snjöll lausn til að koma ljóðinu á framfæri til almennings og þótt menn lesi ekki nema eitt eða tvö ljóð getur það haft dijúga þýðingu. Sjálfur ætlaði ég í fyrstu einnig að hlaupa yfir ljóð Jóns og þarnæst Þórarins og koma svo aftur, en mál þróuðust svo í báðum tilvikum að ég las þau öll, og sum margsinnis, mér til sannrar ánægju og sálartetr- inu til kraftbirtingar. — Svo blessunarlega getur þetta þróast og að lokum ber einungis að þakka fyrir sig. Hljómdiskur með tónlist eftir Lárus H. Grímsson ÚT ER kominn hjá íslenskri tónverkamiðstöð hljómdiskur með tónlist eftir Lárus H. Grímsson. Á diski Lárusar eni 7 raftón- verk frá tímabilinu 1986—1990 og eru 5 þeirra samin fyrir leikhús og kvikmyndir. Verkin á diskinum eru þessi: Amalgam frá árinu 1986, samið við samnefndan bal- lett Hlífar Svavarsdóttur, The Tempest, samið fyrir sýningu Þjóðleikhússins á leikriti Sha- kespeares árið 1989; Kiss of the Spiderwoman var samið fyrir sýn- ingu Alþýðuleikhússins á Könguló- arkonunni árið 1988. By the Skin of my Teeth er frá árinu 1987 og var samið sérstaklega fyrir sem- balleikarann Þóru Johansen. Verk- ið var frumflutt af Þóru í júní 1987 á Festival of Modern Music í Middelburg. Le Voeu eða Galdur- inn er samið fyrir franska upp- færslu á Galdra-Lofti eftir Jóhann Siguijónsson og Hótel Þingvellir er nokkurskonar forleikur að sam- nefndu leikriti Sigurðar Pálssonar, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu árið 1990. Vetrarrómantík frá ár- unum 1982—83 er tileinkað bernskuslóðum höfundar norður í landi en einnig „kulda og stórhríð- um, skafrenningi, harðfenni og hláku; skuggum, myrkri og draug- Lárus H. Grímsson um ...” eins og segir í bæklingi. Hljómdiskinum fylgir bækling- ur á þremur tungumálum, ís- lensku, ensku og þýsku. Textinn í bæklingnum er skrifaður af Rík- harði Erni Pálssyni. Myndverk á forsíðu gerði Erl- ingur Páll Ingvarsson, myndlistar- maður. ■ IÐUNN hefur endurútgefið tvær fyrstu Ævintýrabækurnar eftir Enid Blyton, Ævintýraeyj- una og Ævintýrahöllina í nýjum búningi. I kynningu útgefenda seg- ir m.a.: „Ævintýrabækurnar eru tvímælalaust vinsælasti bókaflokk- urinn sem Enid Blyton hefur skrifað enda kannast allir við páfagaukinn Kíki og krakkana Jonna, Önnu, Finn og Dísu. Bækur Enid Blyton hafa skemmt íslenskum börnum á áratugi. Auk Ævintýrabókanna má nefna Fimmbækurnar, Dularfullu bækurnar, Ráðgátubækurnar og Leynifélagsbækurnar.” Það var Sigríður Thorlacius sem þýddi þessar tvær bækur sem nú koma út. " Hann var sko ekki eðlilegur". Ég sá þab eins og skot..." (Saxi læknir um Þórhall Sigurðsson ungan) Maðurinn á bak við þúsund andlitin Fáir hafa kitlab hláturtaugar landsmanna jafn rækilega og Þórhallur Sigurbsson, sem bregbur sér betur en nokkur annar í allra kvikinda líki. Nú hefur annar spéfugl, Þráinn Bertelsson, sem kunnur er af gamansömum kvikmyndum sínum og útvarpsþáttum, sett saman bók um feril Ladda frá upphafi til þessa dags. Þessi bók á eflaust eftir ab koma mörgum í gott skap, en hún á líka eftir að koma mörgum á óvart. Þráinn gægist nefnilega undir skelina á listamanninum og Laddi segir hispurslaust frá lífi sínu, - höröum heimi skemmtanabransans og Ijúfa lífinu í kringum hann, uppvexti sínum, fjölskyldu, vonum, sigrum og vonbrigðum. Hver er maöurinn með þúsund andlitin? Hver er þessi feimni Hafnfirðingur, sem á svo auövelt með að koma öllum landsmönnum til a veltast um af hlátri? Hvernig stóð á því ab upprennandi húsgagnasmiður varð vinsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar? Þráinn skrifar um Ladda á einlægan og opinskáan hátt og lesendurfá að kynnast Þórhalli Sigurðssyni, manninum sjálfum bak við öll gervin. r 0** hf' LIF OG SAGA Su&urlandsbraut 20 sími: 91 -689938
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.